Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
Upplýsingar og
fræðsla í skógrækt
eftir Brynjólf Jónsson
Vaxandi áhugi
Ekki þarf að fara í neinar graf-
götur um það, að áhugi íslendinga
á skógrækt hefur stóraukist á síð-
ustu árum. Landgræðsluskógaátak-
ið sl. sumar með sinni almennu
þátttöku er nærtækt. og áþreifan-
legt dæmi um þá þjóðarvakningu
sem átt hefur sér stað í skógrækt
og gróðurvemd á síðustu árum. Til
marks um þetta er vitað, að a.m.k.
átta þúsund manns tóku þátt í gróð-
ursetningu í sumar. Fjölmargir fyr-
ir utan þennan hóp tóku þátt í Land-
græðsluskógarverkefninu beint eða
óbeint.
Mikilvægi fræðslu
Hinn mikli og vaxandi áhugi leið-
ir jafnframt hugann að því hvernig
staðið er að fræðsluhliðinni og mik-
ilvægi þess að fylgja eftir auknum
áhuga með handhægum upplýsing-
um. Ahugamaðurinn vill fá svör við
spurningum sem vakna. Hann vill
fá nánari skýringu, ekki bara á því
hvernig standa eigi að gróðursetn-
ingu heldur ótal spurningum öðrum,
sem starf í landgræðslu og skóg-
rækt vekur.
Skortur á upplýsingum og tak-
mörkuðu fræðsla dregur úr mönn-
um kjarkinn til að takast á við fram-
tíðarverkefni á við fyrrnefnt átak.
Greinargóðar upplýsingar eru á
hinn bóginn gulls ígildi í skógrækt-
arstarfinu. Með þeim er hægt að
koma í veg fyrir röng vinnubrögð
og rangar ákvarðanir, sem í versta
falli geta komið niður á áhuga al-
mennings, hvort sem um land ein-
staklinga við sumarhús er að ræða
eða sameiginlegt verkefni á lands-
vísu. Fregnir af framvindu og
árangri skógræktar eða land-
græðslu eru ekki síður mikilvægar.
Þær vekja áhuga, glæða starfsvilja
og sýna jafnframt hvað starfinu
miðar.
Félagasamtök í
upplýsingarhlutverki
Skógræktaifélag íslands rekur
skrifstofu í Reykjavík/ Á hverju
vori förum við ekki varhluta af
áhugasömum og fróðleiksþyrstum
löndum, sem klæjar í fingur af
ræktunargleði. Þessi áhugi er jafn-
an mestur um mánaðamótin maí/j-
úní. Þar sem ég veit með vissu, að
fleiri aðilar standa frammi fyrir
spurningaflóði af þessu tagi ár
hvert, hlýtur áhugamannahópurinn
að vera stærri eri sýnist í fljótu
bragði.
Ræður oft tilviljun ein um það
hvort hringt er í Skógræktarfélag
íslands eða einhvern annan aðila
sem tengist ræktunarstarfi. Hópur-
inn sem leitar til okkar er býsna
fjölbreyttur; einstaklingar, forráða-
menn félagasamtaka, skólar eða
minni hópar. Spurningarnar eru
margvíslegar en þó langflestar
þannig, að auðvelt er að greiða
götu manna, og er það reynt eftir
bestu getu.
Að fenginni reynslu virðist aug-
ljóst, að almenningur vænti sem
gleggstra og aðgéngilegastra upp-
lýsinga hjá þeim aðilum, sem starfa
að skógrækt eða landgræðslu. Við-
leitni Skógræktarfélags íslands í
þá átt er útgáfa á nýrri bók, Skóg-
ræktarbókinni, sem vafalítið mun
leiða til betri árangurs í skógrækt
og stuðla að aukinni þekkingu al-
mennings á undirstöðuatriðum,
skógræktarfræðinnar.
Skógræktarbókmenntir
Útgáfustarfsemi um skógfræði-
leg efni hófst fyrir tæplega sex
Brynjólf Jónsson
„Skógræktarbókin sem
nú er komin út ætti að
koma í góðar þarfir,
enda fjölbreytt og lögð
áhersla á að gera hana
aðgengilega fyrir al-
menning með skýring-
armyndum, Ijósmynd-
um og teikningum.“
áratugum með Ársriti Skógræktar-
félags íslands, elsta tímariti á
landinu sem fjallar um umhverfis-
mál. Það hefur komið út nær árlega
síðan og hafa birst í því margar
tímamótagreinar.
Samkvæmt lögum Skógræktar-
félags íslands er eitt af meginhlut-
verkum þess að veita almenna
fræðslu um skógrækt og tijárækt,
og ætti því ekki að koma neinum
á óvart þó að það gefi út bók þar
að lútandi. Það sem hinsvegar er
sérstakt og markvert við bókina er
það að Skógræktarfélag íslands
stendur sjálft að útgáfu og sölu
hennar. Hún er í senn fyrsta bókin
og viðamesta verkið á prenti sem
félagið hefur gefið út.
Um þessi mál hafa aðrir aðilar
hinsvegar skrifað þótt viðaminni
séu. Af stærri verkum sem skrifuð
hafa verið á síðustu árum má nefna
m.a. Skógarmál útg. 1971, gefið út
í tilefni 70 ái;a afmæli Hákonar
Bjarnasonar, af nokkrum vinum
Hákonar. Ræktaðu garðinn þinn
eftir Hákon Bjarnason, endurútgef-
in 1987. Tré og runnar eftir Ásgeir
Svanbergsson, endurútgefin 1989.
Nokkúð hefur verið gefið út af
bæklingum og ber helst að nefna
Æskan og skógurinn, sem Mál og
menning gaf út og Rétt tré á réttum
stað gefinn út í tilefni af 50 ára
afmæli Skógræktarfélags íslands
1980.
Annað nýlegt sérprentað efni
mun vera af skornum skammti, þó
skylt sé að geta þess, að í Náms-
gagnastofnun mun í burðarliðnum
útgáfa á tveimur bæklingum fyrir
grunnskóla, sem ætlaðir eru til
kennslu í náttúrufræði.
Skógræktarbókin sem nú er
komin út ætti að koma í góaðr
þarfir, enda ijölbreytt og lögð
áhersla á að gera hana aðgengilega
fyrir almenning með skýringar-
myndum, ljósmyndum og teikning-
um. Uppsetning hennar og frá-
gangur efnis má hiklaust fullyrða
að marki meiriháttar tímamót á
nýhafinni handbókaöld hér á landi.
Tildrög
Lengi hafa verið hugmyndir uppi
um útgáfu handhægs rits, sem
kæmi byijendum í skógrækt jafnt
sem öðrum að gagni.
Tildrögin má rekja allt til ársins
1981, þegar smá klausa birtist í
Ársriti Skógræktarfélags Islands
eftir Arngrím Isberg.
Arngrímur varpar þar fram hug-
mynd um útgáfu á nokkurskonar
handbók sem kæmi leikmönnum að
gagni. Arngrímur ræðir í þessari
klausu sinni stuttlega um nauðsyn
þess að gefa slíkt rit út og vitnar
m.a., í ekki ómerkat’i mann en Guð-
brand Þorláksson hugmynd sinni til
staðfestingar. Ágrímur segir orð-
rétt:
„Guðbrandur gamli Þorláksson
vissi að sáðmenn hans fengju vart
arið akur drottins án Biblíunnar og
gaf hana út. Nú hlýtur að vera
komin tími til að gefa út skógrækt-
arfræði handa Islendingum."
Sama ár var samþykkt tillaga á
aðalfundi félagsins á Eigilsstöðum
þess efnis að gefa út handbók fyrir
áhugamenn í skógrækt. í byijun
síðasta árs var þráðurinn tekinn upp
og ákveðið að stefna að því að gefa
út bók á_60 ára afmæli Skógræktar-
félags íslands. Lítur sú bók nú
dagsins ljós. Liggur að baki mikil
og óeigingjörn vinna níu greinar-
höfunda og hönnuðar.
Framtíðarmarkmið í
útgáfumálum
Skógræktarbókin er að mínum
dómi mikill hvalreki fyrir alla áhug-
amenn sem vilja auka þekkingu sína
á þessu sviði.
Einnig ber að sinna öðrum þátt-
um útgáfumála, enda hefur kynn-
ingarstarfsemi í formi lausblöðunga
og bæklinga tæplega verið sinnt
sem skyldi.
Á aðalfundi Skógræktarfélags
íslands um mánaðamótin ágúst-
september 'sl. á Flúðum í Árnes-
sýslu var samþykkt tillaga um að
heQa útgáfu kynningar- og leið-
beiningarbæklinga um tijági'óður
og skógrækt.
I greinargerð segir að hver bækl-
ingur skuli fjalla um afmarkað svið
á áhugaverðan hátt og að stefna
beri að því að gefa út 1-2 bæklinga
á ári.
Á þessu dæmi sést, að skógrækt-
armenn vita vel hvar skórinn krepp-
ir enda mun upplýsinga- og útgáfu-
starfið vafalítið skila sér í betri
árangri í framtíðinni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags íslands.
A
Gulir tónleikar Sinfóníuhliómsveitar Islands:
19. og 20. aldar tónlist
eftir Rafn Jónsson
Aðrir tónleikar gulu tónleikarað-
ar Sinfóníuhljómsveitar íslands
verða í Háskólabíói nk. fimmtudag,
22. nóvember, og hefjast kl. 20.00.
Aðaleinkenni gulu raðarinnar eru
þau, að aðaláherslan er lögð á
stærri hljómsveitarverk. Þó er hlut-
ur einleikara á gulum tónleikum
síður en svo lítill.
Á þessum tónleikum leika þrír
málmblásturshljóðfæraleikarar ein-
leik, þeir Ásgeir Steingn'msson,
trompetleikari, Oddur Björnsson,
básúnuleikari og Þorkell Jóelsson,
hornleikari í verkinu Sinfonietta
Concertante eftir Pál P. Pálsson,
sem frumflutt var í maí í fyrra af
íslensku hljómsveitinni. Páll verður
hljómsveitarstjóri á tónleikunum og
auk þessa verks' hans verða flutt
forleikurinn Le Corsaire eftir Hect-
or Berlioz og Konsert fyrir hljóm-
sveit eftir Witold Lutoslavskí.
Hljómsveitarstjórinn
Páll P. Pálsson er fæddur Aust-
urríkismaður, en íslenskur ríkis-
borgari um margra ára skeið. Hann
hefur starfað með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands frá upphafi, fyrst sem
fyrsti trompetleikari en frá 1971
sem fastráðinn hljómsveitarstjóri.
Hann flutti hingað frá Graz í Aust-
um'ki fyrir rúmum 40 árum. Vetur-
inn 1988-1989 dvaldi hann í fæð-
ingarborg sinni í ársleyfi frá hljóm-
Bók um sorgina
Skálholtsútgáfa hefur gefið út
bókina Til þin sem átt um sárt
að binda, leiðsögn á vegi sorgar-
innar. Höfundur hennar er sr.
Karl Sigurbjörnsson. Bókin 40
bls. að stærð.
í kynningu útgefenda segir m.a.:
„Sorgin gleymir engum, fyrr eða
síðar verður hún á vegi okkar allra.
Allur missir vekur sorg. Oft er
ásýnd hennar æði torkennileg og
óttast margir þau viðbrögð sálar
og líkama sem hún vekur. Þetta
kver er ætlað þeim sem eiga um
sárt að binda og einnig þeim sem
vilja veita öðrum huggun og stuðn-
ing í sorg. Hér má finna hagnýtar
upplýsingar og ráð og er sjónum
Sr. Karl Sigurbjörnsson
beint að huggun kristinnar trúar,
vonar og kærleika.“
sveitinni og skrifaði þá m.a. Sinfon-
ietta conertante, sem nú verður
flutt og hátíðarkonsert í tilefni af
40 ára afmæli sinfóníuhljómsveitar-
innar sem frumfluttur var í fyrra-
vor. Páll hefur skrifað fjölda tón-
verka, stórra sem smárra og verið
stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavík-
ur í rúm 20 ár og stjórnandi Karla-
kórs Reykjavíkur frá 1964. í fyrra-
vor var hann sæmdur prófessors-
nafnbót í heiðursskyni af aust-
urríska menntamálaráðuneytinu í
Vínarborg.
Tónlistin
Fyrsta verkið á tónleikunum
verður Le Corsaire, forleikur eftir
franska tónskáldið Hector Berlioz
(1803-1869). Berlioz er eitt mikil-
vægasta rómantíska tónskáld
Frakka. Þessi forleikur hét upphaf-
lega Le Tour de Nice og skrifaður
meðan Berlioz dvaldi í Rómarborg
1831 en endurskrifað undir nýju
nafni 1844. Þekktasta verk Berlioz
er líklega Draumórasinfónían,
Symphonie Fantastique, sem hann
skrifaði til að tjá ást sína á írsku
leikkonunni Harriet Smithson, sem
hann svo síðar kvæntist. Þetta verk
var byltingarkennt, byggt á síend-
urteknu stefi sem spunnið var út
frá með ólíkum hætti. Berlioz
stundaði fyrst nám í læknisfræði í
Paris að ósk föður síns, en sneri
sér síðan að námi í tónsmíðum.
Hann var miðlungs flautu- og gítar-
leikari, en náði aldrei verulegum
árangri sem hljóðfæraleikari. Hann
var hins vegar snillingur í útsetn-
ingu hljómsveitarverka. Hug-
kvæmni hans var með ólíkindum
og hann innleiddi m.a. hörpu og
Einleikararnir á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands annað kvöld:
Frá vinstri: Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari, Þorkell Jóelsson,
hornleikari, og Oddur Björnsson, básúnuleikari.
fleiri hljóðfæri í hljómsveitir. Síðar
í vetur verður annað snilldarverk
Berlioz flutt, Harold á Ítalíu, en
þetta einleiksverk fyrir lágfiðlu er
um margt óvenjulegt, frumflutt í
París 1934 og byggt á ljóði Byrons
lávarðar, Childe Harold.
Sinfonietta Conertante eftir Pál
P. Pálsson var, eins og áður sagði,
skrifað í Austurríki 1988. Páll hafði
áðurnefnda einleikara í huga þegar
hann skrifaði verkið. Það skiptist í
þtjá hefðbundna þætti, þar sem ein-
leikshljóðfærin taka við hvert af
öðru uns þau í lokaþættinum grípa
inn í með vaxandi hraða og léttleika.
Lokaverkið er Konsert fyrir
hljómsveit eftir pólska tónskáldið
Witold Lutoslavskí.
Hann fæddist í Varsjá í Póllandi
1913. í æsku lék hann á fiðlu og
píanó og stundaði síðan nám í pían-
óleik og tónsmíðum við Tónlistarhá-
skólann í Varsjá. Í seinni heims-
styijöldinni var hann hermaður í
pólska hernum og lengst af stríðs-
fangi Þjóðveija. Fyrir lok styijald-
arinnar komst hann þó aftur til
Varsjár og lék á píanó á veitinga-
og skemmtistöðum til stríðsloka að
hann sneri sér óskiptur að tónsmíð-
unum. Pólitískar hömlur á lista-
menn fram til ársins 1956 komu í
veg fyrir að Lutoslávskí fengi mót-
að eigin stíl. Konsert fyrir hljóm-
sveit, sem frumflutt var í Varsjá
1954, ber keim af forskrift stjórn-
málanna. Þetta verk hefur áður
verið flutt á tónleikum sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Það byggist á
þjóðlegri tónlist Pólveija. Þegar
losnaði um hömlurnar beitti tón-
skáldið sér fyrir nýjungum í tón-
smíðum og varð einn leiðandi
manna nútímatónlistar. Hann hefur
hlotið fjöldann allan af viðurkenn-
ingum og verðlaunum fyrir verk sín
og verið eftirsóttur fyrirlesari og
hljómsveitarstjóri víða um lönd.
Höfundur er kynningarfulltrúi
sinfóníuhljómsveitarinnar.