Morgunblaðið - 22.11.1990, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990
Stjórnarfrumvarp um jöfnunargjald
Lækki í áföng-
um og hverfi í
ársbyrjun 1992
Faili niður frá næstu áramótum segir
í frumvarpi Friðriks Sophussonar
í gær var lagt fram stjórnar-
frumvarp um breytingu á lög-
um um jöfnunargjald. Það þótti
eftirtektarvert að frumvarp frá
Friðriki Sophussyni (S-Rv) um
sama efni var á dagskrá neðri
deildar.
Stjórnarfrumvarpið gerir ráð
fyrir því að gjaldið lækki í áföng-
um og frá því verði horfið í upp-
hafi árs 1992. Gjaldið skal vera
4% frá 1. janúar 1991 og 2% frá
1. júlí 1991. Nú mun gjaldið vera
5%,
í greinargerð með frumvarpinu
kemur m.a. fram aðjöfnunargjald-
ið var lagt á „innflutning sömu
iðnaðarvara og framleiddar voru
hér á landi til að vega upp á móti
þeim söluskatti sem varð hluti
framleiðslukostnaðar þessara vara
samkvæmt þágildandi söluskatts-
lögum“. Um síðustu áramót varð
sú breyting að virðisaukaskattur
var tekinn upp og sitji nú islensk
fyrirtæki að miklu leyti við sama
borð og helstu keppinauta þeirra
að því er varðar uppsöfnun opin-
'berra gjalda í framleiðslu þeirra.
Þó eru talin sterk rök fyrir því að
afnema ekki jöfnunargjaldið í upp-
hafi næsta árs m.a. vegna þess
að uppsöfnunaráhrifa söluskatts
gæti enn i rekstrarkostnaði iðnað-
ar. Aðstöðugjald skekki einnig
samkeppnisstöðu iðnaðar, gjald
sem ekki þekkist í samkeppnis-
löndum. Einnig segir að „niðurfell-
ing 5% jöfnunargjalds mun hafa
töluverð áhrif á samkeppnisstöðu
iðnaðar. Það er augljóslega of
skyndileg breyting fyrir iðnaðinn
að þetta gerist í einum áfanga".
Seinkun
Friðrik Sophusson aftur á móti
vill leggja jöfnunargjaldið alveg
niður, frá og með næstu ármótum,
og einnig gerir frumvarp hans ráð
fyrir að veitar verði á árinu 1990
200 milljónir til að endurgreiða
iðnfyrirtækjum uppsafnaðan sölu-
skatt vegna ársins 1989.
í greinargerð með frumvarpinu
segir að tilgangurinn með flutn-
ingi frumvarpsins sé annars vegar
að tryggja endurgreiðslu á upp-
söfnuðum söluskatti með sama
hætti og tíðkast hafí, hins vegar
að koma í veg fyrir að ríkisstjórn-
in gangi á bak orða sinna og haldi
Friðrik Sophusson
áfram innheimtu jöfnunargjalds í
ríkissjóð lengur en eðlilegt geti
talist og fjárlög gera ráð fyrir.
Friðriki vitnar m.a. í bréf frá
forsætisráðherra til VSI og Vinnu-
málasambands samvinnufélaga,
dagsett 30. apríl 1989: „Jöfnunar-
gjald af innfluttum vörum verður
hækkað tímabundið úr 3% í 5%
og fellur niður þegar virðisauka-
skattur kemur til framkvæmda.“
Flutningsmaður segir einu rétt-
lætinguna sem ríkisstjórnin hafí
fyrir því að fresta niðurfellingu
gjaldsins vera þá, að tekjurnar
þyrfti til að mæta útgjöldum vegna
endurgreiðslu á uppsöfnuðum
söluskatti af framleiðslu sl. árs.
En í frumvarpi til fjáraukalaga sé
gert ráð fyrir því að 150 milljónir
verði endurgreiddar en ekki 200
milljónir sem sé viðurkennt að
vanti til að endurgreiða að fullu.
Og það megi áætla að gjaldið
muni skila tæpum milljarði króna
í tekjur á yfirstandandi ári.
Frumvarp Friðriks Sophussonar
var ekki tekið til umræðu í gær,
sökum anna, en ijórtán mál voru
á dagskrá deildarinnar.
Halldór Blöndal:
Fiskeldisfyrirtæki sæta afarkost-
um í viðskiptum við ábyrgðardeild
BÁG staða fiskeldisfyrirtækja
var til umræðu í efri deild í
gær. Halldór Blöndal (S-Ne)
innti eftir svörum sjávarútvegs-
ráðherra.
Frumvarp til staðfestingar á
bráðabirgðarlögum frá 29. júní
1990 um breytingu á' lögum um
ábyrgðardeild fiskeldislána var til
þriðju umræðu. í umræðunni lét
Halldór Blöndal þess getið að
hann hefði tekið það upp í stjóm
Byggðastofnunar að stjórnin vekti
athygli á þeim afarkostum sem
fískeldisfyrirtæki yrðu að sæta í
viðskiptum við ábyrgðardeildina
en þau viðskipti væru skilyrði fyr-
ir almennri bankafyrirgreiðslu.
Athygli ríkisstjómarinnar hefði
verið vakin á þessu máli og innti
Halldór sjávarútvegsráðherra eftir
f því hvað þessu máli liði.
Það kom fram í svari Halldórs
Ásgrímssonar sjávarútvegsráð-
herra, að forsætisráðherra hefði
lagt fram skýrslu frá Fram-
kvæmdasjóði og í henni kæmi
fram mjög alvarleg staða þessarar
greinar, ljóst væri að fé margra
fjárfestingalánasjóða myndi seint
innheimtast og þeir sem hefðu
sett eða lánað fé til þessarar at-
vinnugreinar yrðu fyrir verulegum
skakkaföllum. Að áliti sjávarút-
vegsráðherra er vandi greinarinn-
, ar djúpstæðari en svo að honum
verði kippt í lag með frekari af-
urðalánum eða rekstrarfjármögr)-
un. Forsætisráðherra hefðilagt til
að myndaður yrði samstarfshópur
á vegum nokkurra ráðuneyta til
að meta stöðuna og taka afstöðu
til þeirra tillagna sem kæmu fram
í skýrslunni. Þessi nefnd hefði enn
: ekki tekið til starfa en hann vænti
þess að svo myndi verða alveg á
næstunni.
Halldór Blöndal Halldór Ásgrímsson
Halldór Blöndal hvatti til þess
að fískeldisfyrirtæki fengu eðlileg
afurðalán og rekstrarfjármögnun.
Þvílíkir fjármunir hefðu verið lagð-
ir í fískeldið, að vafasamt væri að
loka öllum stöðvum, þó svo að
erfiðlega gengi nú á erlendum
mörkuðum. Þótt einungis tvær litl-
ar lúður lifðu hjá Fiskeldi Eyja-
fjarðar, þá væru það þó tvær litlar
lúður. Halldór óskaði eftir því að
einstakir þingmenn gætu fengið
að sjá þá skýrslu sem sjávarút-
vegsráðherra hefði gert að umtals-
efni, a.m.k. nefndarmenn fjár-
hags- og viðskiptanefndar. Hann
gagnrýndi ennfremur þá tilhneig-
ingu að neita þingmönnum um
upplýsingar jafnvel þótt þær væru
komnar í hendur blaðamanna.
Halldór Ásgrímsson greindi
frá því að þessi skýrsla væri sér-
stakt trúnaðarmál þar eð hún íjall-
aði um fjárhagsmálefni einstakra
fyrirtækja. En Halldór tók undir
að eðlilegt væri að þingnefndir
hefðu aðgang að trúnaðarmálum.
Sjávarútvegsráðherra lagði
einnig áherslu á þá skoðun sína
að eðiilegt væri að greiða fyrir
eðlilegri rekstraríjárfyrirgreiðslu
til fískeldisfyrirtækja enda væru
fjármál þeirra í því lagi að trú
væri á því að þau myndu standast
til lengri framtíðar. Fjárhag sumra
þessara fyrirtækja þyrfti að endur-
skipuleggja. En við mættum ekki
afskrifa þessa atvinnugrein á einu
bretti þótt hún hafí orðið fyrir
verulegum áföllum. Það veitti ekki
af því að koma lífí í fleiri lúður.
Frumvarpið sem var til umræðu
var samþykkt og visað til neðri
deildar.
Ifi §§|
iSPf?-r:' I:" liB
MMnci
Tillögur um hátekjuskatt, húsaleigu-
bætur og breyttar greiðslur bamabóta:
Tillögumar virðast fela
í sér nýja mismunun
- segir Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki
„MENN geta haft allskonar skoðanir á því hvaða fyrirkomulag eigi
að hafa á skattgreiðslum einstaklinga og fyrirtækja. Aðalatriðið er
að verið er að selja grunn fyrir 1600 milljóna hækkun skatta, eins
og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Auðvitað geta menn ekki talað
um þjóðarsátt og litla verðbólgu í sömu andrá og verið er að efna til
meiri eyðslu úr ríkissjóði, það getur ekki farið saman,“ sagði Halldór
Blöndal alþingismaður úr Sjálfstæðisflokki, þegar leitað var viðbragða
hans við tillögum fjármálaráðherra um hátekjuskatt, húsaleigubætur
og breytingar á greiðslum barnabóta.
„Þessi ríkisstjórn hefur hækkað
staðgreiðsluskatta verulega og ef
iðgjöldum í lífeyrissjóð og greiðslum
til verkalýðsfélaga er bætt við, nem-
ur skattheimtan um og yfír 45%.
„Það er augljóst að launamenn munu
ekki sætta sig við frekari hækkan-
ir,“ sagði Halldór Blöndal. „Hug-
myndir um annað skattþrep, ein-
hvers staðar uppi i mjög miklum
hæðum, eru út í hött og gefa lítið
í aðra hönd. Ef skattskráin er skoð-
uð kemur í ljós að margir þeir sem
búa við rúmust efni borga ekki til-
takanlega skatta. í mínum huga er
það augljóst að nauðsynlegt er að-
vextir séu frádráttarbærir — þegar
búið er að hækka raunvexti húsnæð-
islána upp í 7% og þaðan af meira
— auk þess sem margir launþegar
eiga um sárt að binda af öðrum
ástæðum."
„Launþegar hafa orðið fyrir
15-20% kjaraskerðingu og það er
borin von að þeir sem skulda að
marki geti unnið sig upp úr erfiðleik-
unum nema staðgreiðsluskatturinn
sé lækkaður og vextir verði frádrátt-
arbærir eins og áður. Eg skil vel að
fjármálaráðherra hafi áhyggjur af
þeim sem verst eru staddir en leiðin
til að bæta þeirra kjör er að draga
úr opinberri eyðslu og reka skynsam-
lega efnahagsstefnu en hvorugt ger-
ir þessi ríkisstjórn,“ sagði Halldór
Blöndal.
„Ég hef ekki séð útfærslu á tillög-
unum en mér virðist að þær feli í
sér nýja mismunun og minna á það
þegar flokksbróðir hans, Ragnar
Arnalds, sendi út um árið láglauna-
bætur eftir skattskránni og varð að
athlægi. Skattskráin er ekki sá
óskeikuli mælikvarði á fjárráð
manna sem vinstri flokkarnir vilja
vera láta,“ sagði hann.
Fylgjandi hátekjuskatti og
húsaleigubótum en andvíg
skerðingu barnabóta
„Við höfum alltaf verið fylgjandi
öðru skattþrepi og höfum margoft
verið með tillögur þar um en mér
fínnst markið þarna sett nokkuð
hátt,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir,
þingmaður Samtaka um kvennalista,
þegar leitað var álits hennar á fram-
komnum tillögum fjármálaráðherra
um 48% skatt á mánaðartekjur yfir
300 þúsund krónur, húsaleigubætur
pg breytingar á bamabótagreiðslum.
í máli Þórhildar kom fram að hún
sé fylgjandi húsaleigubótum, telji
tillögur fjármálaráðherra ganga of
skammt hvað varðar stighækkandi
tekjuskatt en hvað barnabætur varð-
ar lýsti hún þeirri afstöðu að þeirra
ættu allar barnafjölskyldur að njóta,
án tillits til tekna og lífskjaramun
ætti fremur að jafna í gegnum
skattakerfíð.
„Ef ekki á að tala um hátekjufólk
fyrr en við 300 þúsund króna mörk-
in, hvað á þá að kalla fólk með 50-70
þúsund krónur á mánuði?" sagð
hún. „Þetta afhjúpar mjög vel launa-
muninn í landinu og hvaða laun þess-
ir herrar telja að séu nauðsynleg,
kannski hafa þeir tekið mið af eigin
launurn?" Þórhildur lýsti sig reiðu-
búna til að styðja hærra skattþrep
við 200 þúsund króna mánaðartekjur
og sagði hugsanlegt að koma á fleiri
þrepum en tveimur.
Um hugmyndir um húsaleigubæt-
ur sagði Þórhildur að þar væri um
baráttumál Kvennalistans að ræða
og að sjálfsagt væri að tekjubinda
slíkar bætur þannig að þær færu
stigminnkandi allt upp í 100 þúsund
króna tekjumörk.
Um breytingar á barnabótum
sagðist Þórhildur telja að þar ætti
við sama grundvallarsjónarmið og
varðandi ellilífeyri að um væri að
ræða almenn réttindi. Auk þess
væri óljóst hvaða hugmyndir um
tekjubindingu væru uppi. „Maður er
alltaf hræddur við tekjubindingu af
þessu tagi af því að markið er alltaf
sett svo lágt, jafnvel þannig að allir
sem ná yfir skattleysismörk séu vel
settir. Mér finnst þurfa að stórauka
aðstoð við barnafólk, það er lítið
réttlæti í því að fólk borgi sama hlut-
fall hvort sem það hefur engan á
framfæri eða mörg börn. Bæði
barnabætur og barnabótaauki eru
skammarlega lág,“ sagði Þórhildur
Þorleifsdóttir.
Afangaskýrsla um umhverfismál:
Brýnast að koma sorp-
og skolpmálum í lag
- segir umhverfisráðherra
ÁFANGASKYRSLA um ástand umhverfismála verður lögð fram á
Alþingi í dag. Skýrslan er liður í undirbúningi þátttöku íslendinga í
alheimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál og efnahags-
lega þróun, sem haldin verður í Brasilíu 1992. Skýrslan var kynnt á
blaðamannafundi í gær og sagði Júlíus Sólnes umhverfisráðherra
meðal annars að brýnustu úrlausnarefni Islendinga væru að koma
lagi á sorphirðu og frárennsli skolps í landinu.
Ríkisstjórnin samþykkti síðastlið-
ið vor að skipa sérstakan vinnuhóp
til að undirbúa þátttöku í ráðstefn-
unni. Jafnframt var samþykkt ráðn-
ing sérstaks verkefnisstjóra til að
stýra vinnunni og hefði hann aðstöðu
í umhverfisráðuneyti. Dr. Gunnar
G. Schram er verkefnisstjóri. Verkið
er unnið í samstarfi ráðuneyta og
stofnana og að sögn Gunnars er
ætlunin að leita einnig til frjálsra
félagasamtaka um samstarf.
Skýrslan sem kynnt var er fyrsta
áfangaskýrsla vinnuhópsins. Gert er
ráð fyrir að önnur ítarlegri verði til-
búin í febrúar og lokaskýrsla liggi
fyrir á miðju sumri 1991. Júlíus seg-
ir stefnt að því að í lokaskýrslunni
komi fram umhverfísmálastefna
samþykkt af Alþingi. Hann segir
Islendinga njóta virðingar á alþjóða-
vettvangi umhverfismála og megi
ekki síst þakka það miklu starfi að
hafréttarmálum. Þessa ímynd þurfí
að varðveita og margt hafi áunnist
í þeim efnum. Nefndi hann sem
dæmi reglur um takmörkun óson-
eyðandi efna og um mengunaivarn-
ir. Hann sagði helsta vandamálið,
sem fyrir liggur, vera að koma sorp-
hirðu og frárennsli skolps í viðun-
andi horf, enda væri það yfirgrips-
mikið verkefni og kostnaðarsamt.
Dr. Gunnar G. Schram sagði
nauðsynlegt að hver þjóð Sameinuðu
þjóðanna gerði grein fyrir ástandi
umhverfísmála og þessi samantekt
væri liður í því af Islands hálfu.
Ekki hefði áður verið gerð slík yfír-
litsskýrsla um íslensk umhverfismál.