Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
STIÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú vinnur markvisst að því að
leggja grundvöllinn að framtið
þinni á vinnustað og árangurinn
er þegar í augsýn. Þér bjóðast
menntunar- og ferðamöguleikar á
næstu vikum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú tekur ákvörðun um fjárfest-
ingu á komandi vikum, en þú
skalt forðast vanhugsuð fjárútlát
í dag. Samband hjóna er óvenju
náið núna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 3»
Þú lætur hjónaband þitt njóta alls
forgangs næstu vikumar. Þú
vinnur af miklum krafti og ákafa
og nærð umtalsverðum árangri.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) H88
. Þú átt von á að tekjur þínar fari
nú vaxandi. Það gætir óþolin-
mæði þjá þér fyrri hluta dagsins.
í kvöld farið þið hjónin á gamal-
kunnan uppáhaldsstað.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú tekur virkan þátt í félagslífinu
næsta mánuðinn. Fyrri hluta
dagsins verður þér sundurorða við
vin þinn og það kemur niður á
einbeitingunni. Þú jafnar þig þó
fljótt og nærð þér á strik aftur.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Talaðu við yfirmenn þína núna.
Fjölskyldan og heimilið njóta for-
gangs hjá þér næstu vikurnar.
Þú ættir að leggja megináherslu
á sköpunargleðina og rómantíkina
í kvöld.
(23. sept. - 22. október)
Þér verður sundurorða við ein-
hvern úr hópi tengdafólks þíns í
dag. Þú ferðast mikið um næsta
nágrenni þitt næstu daga. Kauptu
inn fyrir heimilið og njóttu lífsins
í faðmi fjölskyldunnar í kvöld.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember) ®)jj0
Þú þarft að kanna betur forsend-
ur flárfestingar sem þú ert að
velta fyrir þér. Tekjur þínar auk-
ast næstu vikumar. Þú átt auð-
velt með að tjá skoðanir þínar í
dag.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Sjálfstraust þitt fer vaxandi á
næstunni. Sinntu mikilvægum
símtölum í dag og hafðu samband
við þá sem eru í aðstöðu til að
hjálpa þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hægðu á ferðinni og þér mun
famast betur í vinnunni. Láttu
verkefnin ekki safnast fyrir.
Næstu vikumar fara í sjálfsend-
umýjun. Hugaðu að peningamál-
unum núna.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) áh
Þú heimsækir vini þína títt á
næstunni. Samband þitt við náinn
ættingja eða vin versnar að mun
núna. Haltu áfram með undirbún-
ingsverkefni sem þú ert með í
takinu.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú öðlast viðurkenningu í starfi
á næstunni. Mál sem varðar flöl-
skylduna verður a_ð fá úrlausn
fyrir miðjan dag. 1 kvöld tekur
þú þátt í félagslífinu.
AFMÆLISBARNIÐ er ákaflynt,
hugkvæmt og hástemmt. Það er
gætt innsæi sem það þarf að læra
að treysta, því að stundum tekur
efahyggjan algerlega völdin í lífi
þess. Liklegt er að bæði listir og
vísindi höfði til þess. Það hefur
ósvikinn áhuga á lífí annars fólks
og leggur sitt af mörkum til að
bæta þjóðfélagið. Hugsjónir eru
því mikilvægar og það getur náð
árangri á sviðum þar sem innri
maður þess nær að endurspeglast
í því sem það gerir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
TOMMI OG JENNI
1; mmm —/ / 110/1»
LJOSKA
3ESSU VIB !
TIL U/MHUöSOMA^_J
EMtNA r-' ytCKUR VITA VM'AWÖZDUI^
HteÆTRASTl V1£>SK|RALI>='-
/c. INU ?
TTTTTTTTTT rrrilM m a M r-%
r'r =/!lln llil uiii iii l 1 im.iiinj u niil,l,lllllli>1 HIT /|„ \, lli'\rTWI FcRDINAND iiiiii,iiiiiiiiiii.iii,iiiii;ui|.iih!iiiiii,iiiiiiii
U 1 t
r I
ii j
iiii'? csyVtC''' 335 r -7- r-r
SMÁFÓLK
*
''TUOU 5HALTN0TBEAFRAIP
OF THE TERROR. BY NI6HT. N0R
0FTI4E PE5TILENCE TMAT
OUALKETH IN DARKNESS..."
„Þú skalt eig’i óttast skelfinn um
nætur, né pestina sem eigrar um í
myrkrinu ..."
En þessi skot eru að drepa mann!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Næst því að vinna er æðsta
nautn Galtarins grimma. að
horfa upp á andstæðinga,. sína
tapa. Og G.G. er ekki þjalfaður
af neinum siðferðishömltmL.
Hann er ekkert að leyna ánægju''
sinni. Kannski ekki mjög virð-
ingarverður eiginleiki, en þó
heiðarlegur. Því hvaða spilari
getur í einlægni néitað því að
hann gleðjist yfir óförum mót-
heijanna? Á bak við uppgerðar
kurteisissvipinn ómar fugla-
söngur í sálinni. Þannig er nú
mannskepnan einu sinni a.m.k.
sá hluti hennar sem spilar brids.
Norður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ Á98543
¥G
♦ 54
♦ 7542
Vestur
♦ KDG1062
¥98
♦ G87
+ Á8
Austur
¥ ÁKD105!
♦ D2
+ KD963
Suður
+ 7
¥7643
♦ ÁK10863
*G10
Það voru engir geltir sem
héldu á spilum AV á spilakvöldi
Bridsfélags Reykjavíkur sl. mið-
vikudag. Þeir gerðu sitt besta
til að leyna gleði sinni. Sem hlýt-
ur þó að hafa verið umtalsverð,
enda ekki á hverju kvöldi sem
vömin tekur alla slagina í dobl-
uðu geimi:
Vestur Norður Austur Suður
— 2 tíglar Pass 2 hjörtu
2 spaðar Pass 3 grönd 4 hjörtu
Pass Pass Dobl Pass
Pass Pass
Opnun norðurs var multi,
sýndi veik spil með 6-lit í hjarta
eða spaða. Pass austurs kemur
einkennilega fyrir sjónir, en í
kerfi AV myndu 2 hjörtu vera
úttekt í hina litina. Og frekar
en stökkva í 4 hjörtu kaus aust-
ur að bíða og sjá til. Sú ákvörð-
un hans er fremur hæpin, því
hann gat búist við að þurfa að
segja næst við 4 spöðum. En
sagnir tóku óvænta stefnu þegar
vestur fór að melda spaðann.
Austur ákvað þá að halda hjarta-
litnum leyndum og sagði 3 -
grönd.
Og þá var komið að suðri að
leggja saman tvo og tvo og fá
út 4 hjörtu! Hann taldi víst að
makker ætti hjartalitinn úr því
mótheijarnir sýndu honum eng-
an áhuga. Austur leyfði sér að
dobla og norður passaði rétti-
lega, enda var ekkert sem bann-
aði suðri að eiga 7-8-lit í hjarta.
Vestur kom út með spaða-
kóng, ás og trompaði. Austur
tók trompin og AV fengu svo
afganginn á spaða og lauf.
2.600, takk fyrir og 20 IMPar.
in<w0tisi«
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á3ÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI