Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 1

Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 276. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóadeilan: Cheney segir stríðs- ógnina nauðsynlega til að frelsa Kúvæt Nikosíu, Washington, Lundúnum. Reuter. DICK Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að stríðsógnin væri nauðsynleg Grænland: Ráðherr- ar sviptir risnunni Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaiðsins. UNDANFARNAR vikur hafa grænlenskir fjölmiðlar ljóstrað upp um óhóflegan kostnað vegna ferðalaga landsstjórnarmanna og mikla risnu þeirra. Um helg- ina tilkynnti Otto Steenholdt, leiðtogi Atassut-flokksins er ver stjórn Jonathans Motz- feldts falli, að hún nyti ekki lengur trausts flokksins og krafðist þess að hún segði af sér þegar í stað. Vegna uppljóstrana fjölmiðla voru allir fimm ráðherrar græn- lensku landsstjórnarinnar sviptir ráðherrarisnu í síðustu viku. Þeir voru m.a. sakaðir um að hafa látið ríkið borga kvöld- verð á landsfundi stjórnar- flokksins Siumuts en hann mun hafa kostað 55.000 danskra króna, jafnvirði 525 þúsund ÍSK. Flestar greiðslur sem grunsemdir hafa vakið eru vegna úttekta á tóbaki, bjór og brennivíni í áfengisversluninni sem er skammt frá aðsetri landsstjórnarinnar. Þá hefur einn ráðherranna látið ríkið borga fyrir sig svæðanudds- meðferð. til að neyða Saddam Hussein, forseta íraks, til að kalla her- sveitir sínar í Kúvæt heim. Cheney sagði er hann ávarpaði hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna nægði ekki til að koma írösku hersveitunum úr Kúvæt. „Það er nauðsynlegt að við sýnum honum fram á að hann eigi . alvarlegan ósigur yfir höfði sér,“ sagði varnarmálaráðherrann. George Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt til að Tareq Aziz, utanrík- isráðherra íraks, kæmi til Washing- ton um miðjan desember og James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, ræddi við Saddam Huss- ein í Bagdad um mánuði síðar. Saddam Hussein féllst á tillöguna en lét þó í ljós efasemdir um að Bandaríkjastjórn vildi í raun leysa deiluna með samningum. Sovésk stjórnvöld fögnuðu tillögu Bush, svo og breska stjórnin, sem sagði þó að ekki mætti tengja Persaflóadeil- una við Palestínumálið í viðræðun- um eins og Irakar vilja. Verð á olíu lækkaði um meira en helming í Asíu í gær vegna til- lögu Bush. Sovéska sjónvarpið skýrði frá því í gær að um þriðjungur þeirra 3.300 Sovétmanna, sem enn eru í írak, fengi að fara úr landinu innan þriggja vikna. DC-9 farþegaþotan er verið var að ljúka við að slökkva eldinn. 19 farast í árekstri á Detroit-flugvelli: Farþegarnir komust ekki út úr brennandi DC-9 þotunni Detroit. Reuter. TVÆR þotur frá bandaríska flugfélaginu Northwest Airlines rákust saman á flugvellinum í Detroit í gær og var óttast að allt að 19 mánns hefðu farist, að sögn talsmanns flugfélagsins. Onnur vélin er að gerðinni DC-9 en hin er Boeing 727-vél. Væng- endar vélanna rákust saman er Boeing-vélin var í flugtaki en starfsmenn voru að draga hina vélina inn í röð flugvéla sem biðu leyfis til að fara á loft. Skyggni var slæmt vegna úr- komu er slysið varð. Eldur varð laus í DC-9 vélinni, sem 44 farþegar voru í, og voru hinir látnu og særðu allir um borð í henni. Um tuttugu mínútur tók að slökkva eldinn og á meðan var ekki hægt að koma inniluktum farþegunum til bjargar. Auk hinna látnu er talið að um 50 hafi sias- ast, sumir alvarlega. 145 farþegar voru í Boeing-vél- inni sem skemmdist ekki mikið. Hún var á leið til Memphis en DC-9 vélin á leið til Pittsburgh. Samkvæmt útvarpsfregnum í Detroit rifnaði þakið af miðhluta farþegarýmis DC-vélarinnar og einn hreyflanna datt af við árekst- Kosningarnar í Þýskalandi: Kohl vinnur að stjómar- myndun eftir góðan sigur Bonn. Frá Birni Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Suður-Afríka: 64 falla í óeirð- um svertingja Thokoza í S-Afríku. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 64 hafa beðið bana í átökum sem brutust út milli stríðandi fylkinga blökku- manna í fjórum bæjum austan við Jóhannesarborg í Suður-Afríku á sunnudagskvöld. Sjónarvottar sögðu að bardag- arnir hefðu blossað upp þegar vopn- aðir Zulu-menn í Inkatha-frelsis- flokknum hefðu komið til bæjanna í rútum til að leita uppi félaga í Afríska þjóðarráðinu (ANC). Adria- an Vlok dómsmálariðherra setti út- göngubann í bæjunum og sendi her- menn til eins þeirra, Thokoza, þar sem 52 hið minnsta höfðu fallið. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hóf í gær undirbúning að því að endurnýja stjórnarsamstarf sitt við frjálsa demókrata í þriðja sinn eftir góðan sigur flokkanna í kosningunum á sunnudag. Flokk- Friður í Beirút Reuter Hersveitir kristinna manna í Líbanon yfirgáfu síðustu stöðvar sínar í Beirút í gær og er þá lokið brottflutningi einkaheija úr borginni. Stjórn- arhermenn tóku sér síðan stöðu í hverfum kristinna. Myndin var tekin er skriðdreka var ekið út úr Ashrafiyeh-hverfinu í hjarta Beirút. arnir hlutu til samans stuðning tæplega 55% (43,8 + 11%) kjós- enda. Jafnaðarmenn biðu veruleg- an ósigur undir forystu Oskars Lafontaines og hafa þegar tekið til við að ræða breytingar í for- ystusveit sinni. Græningjar náðu ekki 5% atkvæða í vesturhluta Þýskalands og fengu engan þing- mann þar. Kristilegir demókratar fögnuðu sigri sínum á glæsilegan liátt í höfuð- stöðvum sínum í Bonn. Var Helrnut Kohl inniiega fagnað, þegar hann kom þangað sem öruggur sigurveg- ari aðeins rúmri klukkustund eftir að kjörstöðum var lokað. Hann sagði að þetta væri gleðidagur í sögu Þýskalands en endurtók hvatningu sína úr kosningabaráttunni um að nú yrðu Þjóðveijar að láta hendur standa fram úr ermum við endur- reisn austurhluta lands síns. í gær komu forystumenn flokk- anna saman og réðu ráðum sínum. StjórnaiTlokkarnir þurfa að semja um menn og málefni, áður en ný stjórn verður formlega mynduð. Hans-Dietrich Genscher, leiðtogi frjálslyndra, sem tókst að auka fylgi flokks síns verulega í kosningunum, ætlar að vera utanríkisráðherra áfram en því embætti hefur hann nú gegnt síðan 1974. Er að því stefnt, að nýtt þing greiði atkvæði um nýja ríkisstjóm fyrir jól. Hans-Jochen Vogel, formaður Jafnaðarmannaflokksins, lýsti yfir því að loknum fundi framkvæmda- stjórnar flokks síns í gær að hann væri reiðubúinn að víkja fyrir Laf- ontaine á þingi flokksins í maí næst- komandi. Lafontaine hafnaði í gær- kvöldi því tilboði eftir nokkra um- hugsun. Lafontaine og stuðnings- menn hans segjast hafa lagt grunn að framtíðarsigrum jafnaðarmanna með stefnumótun sinni i kosningun- um nú. Jafnaðarmenn fengu 33,5% atkvæða og hefur fylgi þeirra ekki verið minna síðan 1957. Sjá „Neikvæð kosningabarátta þýskra vinstrisinna misheppn- aðist“ á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.