Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 5

Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 5 1 ' ‘ . LlS u- \ IÐUNN VANDAÐAR BÆKUR ♦ í 45 ÁR ♦ GARÐAR SVERRISSON T / ♦ . ♦ r Knstjan Ástir, sorgir og glæstir sigrar Mynd af einum mesta listamanni sem íslenska þjóðin hefur eignast; jámsmiðnum frá Akureyri sem fómar öllu fyrir óvissa framtíð í hörðum heimi óperunnar þar sem honum tekst með fágætum viljastyrk að komast í fremstu röð í heiminum. Maðurinn, listamaðurinn og eldhuginn er viðfangsefni þessarar tæpitungulausu frásagnar. Kristján rekur hér af einstakri hreinskilni og hispursleysi æsku sína og uppvöxt, segir frá vonbrigðum sínum og glæstum sigrum á sviði og utan, frá ástríðu og sorgum, ljóma sviðsljósanna og skugga öfundar og umtals. Garðar Sverrisson vakti mikla athygli fyrir metsölubókina „Býr Islendingur hér“ en saga hans um Kristján Jóhannsson er grípandi og feikilega vel skrifuð. Guðrún Helgadóttir Undan illgresinu er hörkuspennandi og leyndar- dómsfull bók fyrir böm og unglinga. Guðrún Helga- dóttir segir hér sögu sveipaða mögnuðum dularblæ af nærfæmi, hárfínni kímni og mannlegri hlýju. Enginn gat vitað yfir bvaða leyndarmáli gamla gráa húsið bak við stóru gömlu trjákrónumar bjó. Marta María hafði ekki átt heima lengi í þessu dulúðuga húsi þegar forvitni hennar vaknaði. Skrýtnu íbúamir á efri hæðinni valda henni heilabrotum og ýmsir furðulegir hlutir eiga sér stað. Það er heldur ekki einleikið hvað hana svimar oft í kollinum. Hvað er á seyði? Enginn segir neitt, enginn veit neitt fyrr en einn góðan veðurdag þegar minnst varir... Guðrún Helgadóttir er meðal okkar vinsælustu rithöfunda. Hún nær meistaralega til lesenda sinna á öllum aldri, því hún töfrar einatt fram þá ævintýraheima sem koma okkur öllum við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.