Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Ein fræg o g önnur snjöll Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson ALADDIN OG TÖFRALAMPINN Ævintýri úr Þúsund og einni nótt. Myndskreyting: Alison Claire Darke Þýðing og endursögn: Silja Aðalsteinsdóttir Umbrot og filmuvinna: Steinholt hf. Prentað á Ítalíu Útgefandi: Mál og menning Sem strák þótti mér lítil skemmt- an að ævintýrum Þúsund og einnar nætur, átti erfitt með að skilja þann hugarheim er að baki lá. Lífið allt hefir ekki þvegið af mér þennan barnaskap, vona reyndar, að það geri það aldrei, ræni mig þeirri skoðun, að auður og hamingja séu arður vinnu og slípun hæfileika, ekki glópalán hókuspókus aðferða. Víst verð ég að viðurkenna, að þarna rekast skoðanir mínar á, eins og svo oft áður, við skoðanir þús- unda annarra. Þúsund og ein nótt er sem sé talin mikið listaverk og snillingar um allan heim hafa sótt í þessar sagnir flugfjaðrir. Það er því vissulega við hæfi á lottóöld, að rilja upp söguna um Töfralamp- ann. Skraddarasonur, 15 ára slæp- ingi, kynnist dularfullum mapni, sem þykist frændi látins föður drengsins. Vinátta tekst með þeim, og „frændinn" heitir snáðanum gulli og gersemum láti hann að vilja hans. Niður í iður jarðar skyldi Aladdin halda í leit að töfralampa, og „frændinn" gaf drengnum hring, sem vernda átti hann gegn öllu illu á för. Lampann fann Aladdin, ger- semi mikla, en er hann ætlaði til yfirborðs jarðar aftur, þá sýndi „frændinn" honum annað þel en fyrr. Þeir takast á um lampann, og gengur á ýmsu, en með hjálp hringsins góð^ fær Aladdin sigur, eignast höll mikla og prinsessuna af Persíu. Silja endursegir ævintýrið mjög vel, mál hennar lipurt og tært. Myndskreytingin, nýjar vatnslita- myndir, er listavel gerð, glíma barnslegrar einfeldni og ágirndar töfruð fram á eftirminnilegan hátt. Prentun góð. Frágangur allur útgáfunni til mikil sóma. NÍSKI HANINN Ævintýri gert eftir tékkneskri teiknimynd Texti: Emil Ludvik Myndir: Zdenek Miler Þýðing: Hallfreður Örn Eiríksson Filmusetning og umbrot: G. Ben. prentstofa hf. Prentað í Hong Kong Útgefandi: Mál og menning Bókin tilheyrir flokknum Segðu mér söguna aftur, flokki sígildra myndabóka í endurútgáfu. Það er vel til fundið, því að þetta tékkn- eska ævintýri kallar á lestur aftur Myndskreyting eftir Alison Claire Darke. og aftur, svo meistaralega sem það er sagt. í raun er þetta óður um kærleik- ann. Hani og hæna áttu heima á PRENTLJOS Bækur Kjartan Arnason Oddný Sv. Björgvins: Þegar prentljósin dansa. Ljóð, 84 bls. Teikningar: Margrét Birgisdótt- ir. Skákprent 1990. Oddný mun nú vera að stíga sín fyrstu opinberu skref á skálda- brautinni. Ef skrefin eru talin í fjölda verka, eru þau þegar orðin tvö, þareð jafnhliða ljóðabókinni Þegar prentljósin dansa koma út smásögumar Níu nornaljós. Þegar prentljósin dansa ber þess að mörgu leyti merki að vera frum- raun, stundum fékk ég á tilfínning- una að ort væri af meira kappi en forsjá. Mér er þó bæði ljúft og skylt að geta þess að í bókinni eru all- nokkur snotur ljóð. Helsta einkenni þeirra sýnist mér vera að þar fær einfaldleikinn að njóta sín skrúð- laust. Þannig ljóð er að mínum dómi Álag frá umhverfi: Trén veija sig utanum mig- Synda í djúpinu fyrir framan mig- Ég styðst við sterka stofna en bikarinn vex yfír mig- Þegar verr tekst þykir mér Oddnýju hætta nokkuð til að of- hlaða ljóð sín. Innihaldið á þá á hættu að týnast í heimagerðum nýyrðum (skuggaskin, áraldir, hvítmóðuperluskin, blikbrjóta) eða stuðlun sem stundum flæðir yfír bakka sína („Blöðrur, blóm/ og brosandi böm/ og gleraugu bjórs- ins/ skjóta og miða á/ brúður og bangsa“, Tívolí). Einsog áður segir er einfaldleiki Oddný Sv. Björgvins það sem mér þykir láta Oddnýju best. Mér datt líka í hug hvort hún yrði ekki hið ágætasta prósaljóð- skáld. Sú hugmynd spratt af því að við og við fannst mér erindi hennar — þótt áhugavert væri — ekki njóta sín í venjubundnu ljóð- formi, ljóðunum hætti til að verða of löng og hlaðin. Þar gæti einmitt prósaformið hentað enda gefur það skáldinu ofurlítið meira fijálsræði — sem þó er vitanlega rétt að fara gætilega með. Hér koma nokkur ljóð uppí hugann, s.s. Eyðimerkur- augun, Við erum bergnumin og Óður til indverskrar konu. Eitt besta ljóð bókarinnar þykir mér vera Vonarljósið sem hefur ein- mitt til að bera áðumefndan ein- faldleika, einnig er myndin ágæt- lega meitluð og góð samsvörun milli forms og innihalds: Allt er grátandi grátt og himintárin falla hörð og köld inní sálarfylgsnin Þá leiftrar eitt lítið skjáljós handan við strætið. í samræmi við þetta ljóð mætti Oddný leggja meiri rækt við mynd- mál ljóða sinna og forðast að nota torkennileg samsett orð til skrauts. Skrúð og útflúr kann að virðast glæsilegt við fyrstu sýn en hefur tilhneigingu til að missa gljáann þegar frá líður; þannig vill kjaminn týnast í föllnu skrauti. Oddný sýnir allvíða í þessari bók að hún getur sett erindi sitt fram umbúðalaust vilji hún það við hafa. Af slíku mætti hún að mínu viti gera meira. bæ í jaðri skógar. Haninn hafði þann starfa að vekja svefnpurrk- umar á bænum, að því loknu gat hann sprangað um með hænunni í leit að æti. Öllu deildu þau jafnt, happ annars var happ þeirra beggja. Svo er það einn dag, inni í skógi, að ágimdin grípur hanann, í honum stendur, og líf hans á blá- þræði. Hænan fyllist ekki heift yfír brigð hans, heldur leitar hjálpar. Marga þraut þurfti hún að sigra, flytja bænmál til Skjöldu gömlu, lækjar og engis. En hananum bjarg- aði hún, og hann lærði að ágirnd borgar sig ekki. Mál Hallfreðs er sérlega þokka- fullt, fallegt. Myndir eru svo lifandi og fallegar að unun er að, hrein listaverk. Prentun og allur frágangur slíkur að til fyrirmyndar er. Hafíð þökk iyrir. ■ ORNOGORLYGUR hafagef- ið út bókina Grín og gamanmál sem Guðjón Ingi Eiríksson safn- aði. Safnandi segir í formála m.a.: „Þeir brandarar sem á eftir koma, em án kláms, kynþáttafordóma og hlutdeildar sveltandi fólks í Eþíópíu, en því miður hafa alltof margar skopsögur gengið út á að niður- lægja fólk, sem á um sárt að binda: Ennfremur em engir Hafnarfjarð- arbrandarar í bókinni, enda flestir þeirra löngu úreltir og tími til kom- in að leggja þeim.“ m\\ i \ 1 I II II / IM\ f I II: tm »i \ im\ /// / ^ fjr 4 Kópal Tónn 4 Gcfur matta áferð. Hcntar einkar vcl þar scm minna mæðir á, t.d. í stofum, borðstof- um, í svefnherbergi og á loft. Kópal Glitra 10 Hcfur örlítið mciri gijáa cn KÓPAL TÓNN og þar af lciðandi bctri þvottheldni. Hentar vel þar scm mcira mæðir á. Kópal Birta 20 Gcfur silkimatta áfcrð. Hentar vcl þar scm mæðir talsvert á vcggflcti, t.d. á ganga, barna- herbcrgi, eldhús, og þar scm óskað er eftir góðum gljáa. Kópal Flos 30 Hcfur gljáa scm kcmur að góðum notum á leikhcr- bcrgið, stigaganga, barnaherbcrgi, baðhcrbergi, þvotta- hús o.fl. Hcntar cinnig á liúsgögn. Kópal Geisli 85 Gcfur mjög gljáandi áfcrð og hcntar þar scm krafist cr mikillar þvotthcldni og stykleika, t.d. í bílskúrinn, í geymsiuna og í iðnaðarhúsnæði. Hcntar cinnig á húsgögn. Kópal innanhúss- málning er með flmm gljástig KÓPAL er samheiti á innan- hússmálningu sem uppfyllir kröfur um ómengandi máln- ingarvöru til innanhússnota á Norðurlöndum. KÓPAL yfirmálning er vatnsþynnan- leg, fæst með fimm gljástigum og I staðallitum og nær ótelj- andi sérlitum skv. KÓPAL tónalitakortinu. KÓPAL yflrmálning er auðveld í með- förum, slitsterk og áferðar- falleg og seld í öllum málning- arverslunum landsins. máíning'f -það segir sig sjdlft — * s "V //I /M/ WiMlí II l / ML \Mk III/V/i \ \ \ » \t 'ii/m \\x

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.