Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
ia
■ ÖRN OG ÖRLYGUR hefur
gefið út barnabókina Tjúlli - lán í
óláni eftir Harald Sigurðsson og
Inga Haas Jónsson. í kynningu
útgefanda segir að „von sé í fram-
tíðinni á fleirum bókum um köttinn
Tjúlla, en hver þeirra verði sjálf-
stætt ævintýri. Fyrsta bókin segir
frá fyrstu ævintýrum Tjúlla eftir
að hann verður heimilisköttur hjá
Siggu gömlu.
■ IÐUNN hefur gefið út bókina
1999 spurninga spurningaleikur-
inn, bók með nærri tvö þúsund
spurningum og svörum fyrir börn
á öllum aldri.
í kynningu útgefanda segirm.a.:
„Með bókina í höndunum geta
krakkarnir eða öll fjölskyldan farið
í skemmtilega og spennandi spurn-
ingaleiki af ýmsu tagi, sama hvort
setið er heima við eldhúsborðið eða
í skólanum, í bíl eða flugvél. Spurn-
ingarnar eru þyngdarflokkaðar og
þess vegna geta allir átt jafnan
möguleika á að svara rétt og sigra
í leiknum!" Nanna Rögnvaldsdóttir
sá um útgáfu bókarinnar.
■ ÖRN OG ÖRLYGUR hefur
gefið út aðra útgáfu af bókinni
Sjafnaryndi - Unaður ástarlífsins
skýrður í máli og myndum. í
kynningu útgefanda segir að „
Sjafnaryndi sé einstæð bók um
samskipti kynjanna. Höfundur fajlli
um hina ýmsu þætti kynlífsins af
reynslu og þekkingu.
■ IÐUNNheíur gefið út nýja bók
Vísnabók Iðunnar. í kynningu út-
gefanda segir m.a.: „Hér er að finna
gamla barnagælur, þulur og kvæði
sem geymst hafa með þjóðinni um
ár og aldir og lifa munu áfram með
komandi kynslóðum. En í bókinni
er einnig fjöldi nýrri vísna og ljóða
sem unnið hafa hug og hjörtu barna
á síðari árum. Hér eru vísur um
vorið, sumarið, haustið og veturinn
um jólin og Grýlu gömlu, um litina,
finguma, dagana og margt, margt
fleira.“ Brian Pilkington mynd-
skreytti hveija síðu bókarinnar.
Bókin er prentuð í Odda hf.
■ IÐUNN hefur gefið út bókina
Leiðbeiningar fyrir konur um
framhjáhald sem er skáldsaga eft-
ir breska rithöfundinn Carol Clewl-
ow í íslenskri þýðingu Sverris
Hólmarssonar. í kynningu útgef-
anda segir m.a.: „Hér er á ferðinni
áhrifamikið og umtalað skáldverk
um sterkar og sjálfstæðar nútíma-
konur, en jafnframt tilfinninga-
næmar og auðsærðar undir niðri,
konu sem njóta frelsis til að elska
og frelsis tii að þjást. Þær eru ham-
ingjusamar í forboðinni ást sinni,
þeirri ást sem þrungin er angist og
þjáningu framhjáhaldsins.“ Bókin
er prentuð í Odda hf.
■ HÖRPUÚTGÁFAN hefur sent
frá sér bókina Stúlkan á strönd-
inni eftir Bodil Forsberg og er
þetta 22. bókin sem út kemur á
íslensku eftir hana. Á bókarkápu
segir m.a.: „Hjúkrunarkona finnst
myrt. Arvid Holm ræðismaður er
ákærður fyrir morðið. Björn sonur
hans er eftirlýstur sem vitni í mál-
inu. Hann má ekki til þess hugsa
að vitna gegn föður sínum, sem
hafði verið besti vinur hans og fé-
lagi. Honum tekst að dyljast með
hjálp vinkonu sinnar, stúlkunnar á
ströndinni, sem var reiðubúin að
fórna sér fyrir hann. Þetta er við-
burðarík og spennandi ástarsaga
um ungmenni og fjölskyldur þeirra,
einnig spillingu og undirferli sem
þróast í skjóli auðs og frægðar."
Stúlkaa á ströndinni er 176 bls.
Skúli Jensson þýddi. Prentverk
Akraness hf. prentaði.
■ HÖRPUÚTGÁFAN hefur sent
frá sér bók eftir Duncan Kyle sem
heitir Eftirförin. Á bókarkápu seg-
ir m.a.: „Árið 1941 öslar orustu-
skipið Prince of Wales vestur um
haf gegn stormi og stórsjóum með-
an kafbátahernaður Þjóðveija er í
algleymingi. Leynilegur flutningur
þess gerir það að ómótstæðilegu
skotmarki kafbátanna. Maðurinn
sem er farþegi í þessari ferð getur
einn síns liðs, unnið eða tapað
stríðunu fyrir Breta. Mesta hættan
steðjar þó að úr lofti, því að vestan
hafs bíða þrír menn eftir tækifæri
til þess að greiða banahöggið af
hálfu Þjóðveija. Þegar orustuskipið
nálgast áfangastað, hefur flugvél
sig á loft og banvænn leikur hefst
fyrir alvöru." Eftirförin er 211 bls.
prentuð og bundin í Odda hf. Þýð-
andi er Hersteinn Pálsson. Kápu-
teikningu gerði Kristján Jóhanns-
son.
\
^ma^)
AUÐSTILLT
MORATEMP blöndunar-
tækin eru með auðveldri
einnar handar stillingu á
hitastigi og vatnsmagni,
MORA sænsk gæðavara
fyrir íslenskar aðstæður.
Fást í byggingavöruverslunum.
Fallegir hlutir gefa lífinu gildi
Það á einnig við um penna. Parker Duofold blekpenninn hér að neðan er vissulega fall-
egur, enda hefur ekkert verið til sparað. Hitt er þó mikilvægara að hann er mjög vandaður.
Parker Duofold dansar um blaðið meðjöfnu flæði af bleki og gæðir rithöndina persónu-
legum þokka. Það er hrein unun að skrifa með Parker Duofold.
Parker Duofold fæst hjá eftirtöldum söluaðilum.
t PARKER
REYKJAVÍK
Penninn, Hallarmúla
Mál og menning, Síðumúla
Eymundsson, Mjódd
Penninn, Kringlunni
Griffill, Síðumúla
Mál og menning, Laugavegi
Eymundsson, við Hlemm
Penninn, Austurstræti
KÓPAVOGUR
Bókaverslunin Veda
HAFNARFJÖRÐUR
Bókabúð Olivers Steins
KEFLAVÍK
Bókabúð Keflavíkur
ÍSAFJÖRÐUR
Bókaverslun Jónasar
Tómassonar
AKUREYRI
Bókaverslun Jónasar
Jóhannssonar
Tölvutæki - Bókval
^ meiri ánægja^
IÞESSARI
FYRIRSÖGN
UM BÓKINA
„AHA! EKKI
ERALLTSEM
SÝNISF ERU
15 ORÐ
VMBÓKWA
„AHAJ BKKL
ERAÍCT
CEttSftmr
ERU ±S
Á myndinni eru 14 orö i setningunni.
Þess vegna hlýtur hún aö vera ósonn.
Þar af leióandi hlýtur andstæða hennar
aó vera sönn.
3
/ ænART FmiRio^
UMBÓfONA ')\
EKKl ER
ALLT SEm
iÝtrpT* ERU
EKKI 15 ORÞ.
Eóa hvaö? Þessi setning hefur
nákvæmlega 15 orö. Hvaö ertil ráöa?
Rökleysur, þversagnir og andstæöur
eru efniviöurinn í bók Martins Gardners,
J\ha! Ekki er allt sem sýnist”.
Lengi vel hafa þessar sömu
þversagnirvaldiö mönnum miklum
heilabrotum. i bókinni eru sett upþ fræg
dæmi um slikar þversagnir og útskýrö
f islenskri þýöingu Benedikts Jóhannessonar.
Stærðfræði hefur oft veriö óskiljanlegt
torf í hugum margra, en hér gefur að Ifta
nýja og óvenjulega hliö á þeirri grein.
Sannariegur ánægjuauki I hversdagsumræðuna
á aðeins 1.300,- krónur. Gefiö út af
Talnakönnun, Slöumúla 1, slmi 91-68 86 44.
Fæstíbókabúðum.
TALN AKÖNNUN HF.
Siöumúla 1, slmi 91 -68 86 44