Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 15

Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 15 Bók um Yan Gogh og list hans KOMIN er út lyá Vöku-Helgafelli listaverkabókin um hollenska list- málarann Vincent van Gogh (1853-1890) og heitir hún Van Gogh og list hans. Hún kemur út samtímis í átta Evrópulöndum en síðastliðið sumar voru eitthundrað ár liðin frá láti Van Goghs og er bókin gefin út í tilefni þessarar hundruðustu ártíðar hans. . í kynningu útgefanda segir m.a.: „Van Gogh er almennt talinn einn stórfenglegasti listmálari sögunnar. í þessari glæstu bók kynnumst við honum í lífi og list. Litmyndir af heillandi og áhrifamiklum listaverk- um hans tala sínu máli og sendibréf Van Goghs, sem höfundur bókarinn- ar Hans Bronkhorst studdist við, veita einstæða innsýn í hugmynda- heim listamannsins." Einnig segir að „A ferli sínum hafí Van Gogh ekki selt nema eina mynda sinna, en nú seljist myndir hans á hærra verði en nokkurs ann- ars listmálara." Ólafur Bjarni Guðnason þýddi bókina en dr. Gunnar B. Kvaran, list- fræðingur, veitti sérfræðilega ráð- gjöf við íslenska gerð hennar. Hvergi Vincent van Gogh var til sparað við gerð bókarinnar og prýða hana 140 þekktustu verk Vincent van Goghs. Bókin er 200 blaðsíður í stóru broti. Umbrot og filmuvinnsla fór fram hjá Prentstofu G. Ben., en bók- in var prentuð í Hollandi. Skáldsaga eftir Þorgrím Þráinsson FRÓÐI HF. hefur gefið út aðra skáldsögu Þorgríms Þráinssonar, unglingasöguna Tár, bros og takkaskór, sem er hugsuð sem sjálfstætt framhald bókar hans frá síðata ári Með fiðring í tánum. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Enn segir af ferðum Kidda og fé- laga hans. Knattspyman er sem fyrr aldrei langt undan en spennan nær yfirhöndinni þegar Kiddi verð-, ur vitni að því er slysavaldur sting- ur af frá slysstað. Kiddi veit að hann verður að grípa til sinna ráða.“ Tár, bros og takkaskór er 176 bls. Prentun og bókband var í hönd- um Prentstofu G. Ben. Teiknideild Fróða hannaði bókarkápu. Þorgrímur Þráinsson Seiðnr sléttunnar Græðum Island - ár- bók Landgræðslunnar GRÆÐUM ÍSLAND, árbók Land- græðslunnar 1989-90, er komin út. Er þetta þriðja árbók Land- græðslunnar. Ritstjóri er Andrés Arnalds gróðurverndarfulltrúi. í bókinni eru tuttugu og einn kafli. Sveinn Runólfsson skrifar um landgræðsluna á árinu 1989, Andr- és Arnalds um gróðurvernd í öðrum löndum, Haukur Halldórsson um framleiðslustjóm og landnýtingu, Halldór Þorgeirsson um rætur og lífsþrótt plantna, Níels Árni Lund um búfé á vegsvæðum, Sveinn Runólfsson um ferðamál og gróður- vemd, Þorvarður Hjalti Magnússon skrifar hugleiðingar um akstur utan Vega, Þór Sigfússon um „Tökum landið í fóstur", Eggert Lárusson skrifar um landgræðslu á Nesjavöll- um, Kristinn H. Þorsteinsson um landgræðsluferð Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Ari Trausti Guð- mundsson um friðun útivistarsvæða í Austur-Skaftafellssýslu, Sigurður Bjömsson um breytingar á gróður- fari Skógeyjar, Sveinn Runólfsson og Þrúðmar Sigurðsson um land- græðslu í Austur-Skaftafellssýslu 1900-1989, Guðmundur Ómar Frið- leifsson um Hádegissker á Hof- fellssandi, Jón Jónsson um jarðsögu Hoffellsjökuls og Hoffejissands, Jón Bjarnason skrifar „ísland blæs upp“, Gunnlaugur Kristmundsson um kröpp kjör, Haukur Jóhannes- son og Sigmundur Einarsson skrifa glefsur úr sögu hrauna og jarðvegs sunnan Heklu, Jón Guðmundsson og Davíð Pálsson skrifa leiðbeining- ar um landgræðslu og Andrés Arn- alds um landgræðslustörf skóla- fólks. Einnig er kafli um rannsókn- ir eftir nokkra höfunda. VÉLA-TENGI 7 1 2 Allar gerðir Öxull - í - öxul. Öxull - í - flans. Flans - í - flans. 'i^L WM&wiwr Jé(ni©§®irD & ©@ M. Vesturgötu 16 - Simar 14680-132» er fjórða bókin í bókaflokknum vinsæla um Böm Jarðar eftir bandaríska metsöluhöfundinn Jean M. Auel. Hér heldur hrífandi saga Aylu og Jondalars áfram og lætur engan ósnortinn. Bókin kemur nú út samtímis í 20 löndum. Þetta er löng bók og feiknarlega efnismikil eins og hinar fyrri, á við þrjár til fjórar venjulegar skáldsögur - nánar tiltekið 740 síður! En verðið er aðeins 3.480 krónur. Seiður sléttunnar - jólabók í algjörum sérflokki! Jean M. Auel er með tekjuhæstu rithöfundum heims og vinsældir bóka hennar um allan heim eiga sér engar hliðstæður. Hún kom til iandsins fyrir þremur árum og sagði í viðtali við Morgunblaðiðádögunumaðbestværiað . kvikmynda sögur hennar á íslandi. Við höfum endurprentað fyrri bækumar þrjár í bókaflokknum um Böm Jarðar sem þegar hafaselst í 15.000 eintökum í íslenskri þýðingu! Þeir sem enn eiga eftir að njóta þessa einstaka ritverks geta því náð sér í eintak eða sett bækumar á óskalistann fyrir jólin. Þær heita Þjóð bjamarins mikla, Dalur hestanna og Mammútaþjóðin. HELGAFELL SlÐUMÚLA 6 SÍMI688 300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.