Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 35

Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 35 HVAÐ SEGJA ÞEIR EFTIR ÁKVÖRÐUN HJÖRLEIFS GUTTORMSSONAR? Þessi niður- staða er mér vonbrigði - segir Þorsteinn Pálsson ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir, að ákvörðun Hjörleifs væri sér von- brigði. „Við hefðum gjarnan viljað ganga til kosninga. Þessi niðurstaða sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki þorað með þetta mál í kosning- ar. Þeir vita sem er að þeir fóru ranglega að. Þeir vita að bráða- birgðalög á dómsniðurstöðu er sið- laus aðgerð,“ sagði Þorsteinn í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Þorsteinn sagði að fram til þess að Hjörleifur gaf yfírlýsingu sína í gær hefði afstaða Sjálfstæðis- flokksins í engu breyst. „Við árétt- uðum okkar skoðanir á þessum fundum í morgun og lýstum okkur enn á ný reiðubúna til viðræðna bæði við hagsmunasamtök og aðra stjórnmálaflokka," sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að markmið Sjálfstæðisflokksins að ná niður verðbólgu og styðja hvers konar lögmæta og siðlega viðleitni í þá veru, stæði eftir sem áður. Höfuðnauð- syn að fá lögin staðfest - segir Einar Odd- ur Kristjánsson „VIÐ töldum það höfuðnauð- syn að þessi lög fengju staðfest- ingu í þingínu. Nú tel ég það tryggt, eftir að Hjörleifur hefur gefið þessa yfirlýsingu, og með það er ég að sjálfsögðu mjög ánægður," sagði Einar Oddur Kristjánsson formaður Vinnu- veitendasambandsins. Einar Oddur sagðist hafa sagt í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld að hann tryði því að meirihluti væri fyrir bráðabirgðalögunum í neðri deild og kvaðst hann sannfærður um að þótt Hjörleifur hefði ekki tekið þessa ákvörðun, hefðu bráða- birgðalögin náð fram að ganga. „Ég vildi ekki trúa því að ógæfan yrði svo mikil að þetta yrði fellt, og sem betur fer er nú sýnt að ekki kemut' til þess, ,“ sagði Einar Oddur. Höfðum sterka stöðu til kosninga- baráttu - segir Steingrímur Hermannsson STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segist ánægður með ákvörðun Hjörleifs Gutt- ormssonar. „Mig grunaði nú, þegar menn stæðu frammi fyrir alvörunni og þeim afleiðingum sem það myndi hafa i för með sér að fella þetta frumvarp, að þeir sem ábyrgari eru myndu hugsa sig um tvisvar, áður en þeir felldu þetta,“ sagði forsætis- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið. Steingrímur sagðist jafnframt hafa talið sig vita það sumir innan raða Sjálfstæðisflokksins hefðu einnig hugsað sig um tvisvar, áður en þeir felldu frumvarpð. Aðspurður hvort hann væri von- svikinn með þessa niðurstöðu, sagði forsætisráðherra: „Nei, það er alls ekki hægt að segja það. Ég hefði að vísu talið að staða okkar til þess að fara út í kosningabaráttu og kosningar hefði verið mjög sterk, en ástæða þess að ég átti fund með forsvarsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins í morgun, var sú að ég vildi FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 1 3. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verö verð (lestir) verö (kr.) Þorskur 113,00 100,00 109,12 28,327 3.081.074 Smáþorskur 86,00 84,00 84,44 1,633 137.886 Ýsa 126,00 101,00 120,95 4,457 539.074 Karfi 44,00 44,00 44,00 0,169 7.436 Ufsi 38,00 38,00 38,00 0,067 2.565 Steinbítur 63,00 63,00 63,00 0,532 33.516 Langa 79,00 76,00 77,72 1,181 91.790 Lúða 365,00 315,00 333,98 0,489 163.483 Keila 49,00 49,00 49,00 1,306 63.994 Keila (ósl.) 36,00 36,00 36,00 0,439 15.804 Samtals 107,41 38,511 4.136.622 Á morgun verður selt úr Snæfara HF og Klettsvík VE. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 121,00 88,00 105,97 59,034 6.255.545 Þorskur(ósL) 82,00 78,00 78,27 2,118 165.776 Þorskur(smár) 86,00 86,00 86,00 0,174 14.964 Ysa 135,00 76,00 114,07 8,584 979.220 Ýsa (ósl.) 111,00 83,00 101,18 2,70*4 279.665 Karfi 48,00 43,00 46,50 1,678 78.019 Ufsi 49,00 20,00 48,18 38,471 1.853.388 Hnýsa 10,00 10,00 10,00 0,030 300 Langa 85,00 77,00 79,57 5,916 470.715 Lúða 360,00 270,00 340,78 0,459 156.420 Skarkoli 70,00 70,00 70,00 0,091 6.370 Keila 54,00 40,00 52,46 1,281 67.200 Steinbítur 72,00 59,00 61,87 0,549 33.964 Skata 125,00 125,00 125,00 0,085 10.625 Skötuselur 155,00 155,00 155,00 0,025 3.875 Lýsa 50,00 50,00 50,00 0,084 4.200 Reykturfiskur 330,00 330,00 330,00 0,030 9.900 Saltfiskflök 265,00 230,00 246,76 0,193 47.625 Blandað 43,00 29,00 34,65 0,161 5.579 Undirmál 85,00. 47,00 78,40 2,898 227.201 Samtals 85,62 124.625 10.670.550 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 114,00 90,00 103,48 58,725 6.076.682 Ýsa 130,00 100,00 113,48 4,815 546.354 Karfi 49,00 40,00 45,06 35,090 1.581.022 Ufsi 33,00 33,00 33,00 1,000 33.000 Hlýri/Steinb. 61,00 52,00 60,22 0,344 20.714 Hlýri 59,00 59,00 59,00 0,081 4.779 Langa 72,00 60,00 69,89 1,263 88.266 Lúða 425,00 310,00 368,33 0,275 88.266 Skarkoli 60,00 57,00 57,47 0,302 17.355 Sólkoli 74,00 74,00 74,67 0,000.75 56 Keila • 48,00 40,00 47,16 3,074 144.960 Kinnfiskur 200,00 200,00 200,00 0,019 3.800 Blálanga 80,00 71,00 74,08 0,467 34.597 Gellur 315,00 315,00 315,00 0,014 4.410 Hrogn Undirmál 81,00 81,00 81,00 2,520 204.120 Samtals 82,06 107,989 8.861.405 I Selt var úr Hauki GK, Skarfi GK og Sveini Jónssyni. Á morgun verður selt 1 úr Hauki GK og dagróðrabátum. ekki ijúfa þing í einhveijum leikara- skap.“ Steingrímur sagði að málið hefði verið svo langt komið að hann hefði verið tilbúinn með alla pappíra, öll frumvörp og annað sem hefði þurft að fylgja, hefði hann rofið þing í dag. Var andvígur þingrofi strax - segir Júlíus Sól- nes JÚLÍUS Sólnes, formaður Borg- araflokksins, segist hafa lýst því yfir að bráðabirgðalögin ættu að koma til aftkvæðagreiðslu á Al- þingi en ekki grípa til þingrofs áður. „Það var sameiginleg stefna borgaraflokksmanna að láta frum- varpið um staðfestingu bráða- birgðalaganna koma til atkvæða á þinginu og taka svo afieiðingunum af því. Við vorum lítt hrifnir af þeirri hugmynd að ijúfa þingið og setja svo bráðabirgðalög í kjölfarið á nýjan leik,“ sagði Júlíus. Hann sagðist vera ánægður með að nú væri víst að málið fengi þing- lega meðferð og kvaðst gera ráð fyrir að ríkisstjórn sæti til vors þar sem tryggður hefði verið stuðningur við frumvarpið í neðri deild þings- ins. Voðinn var vís - segir Jón Baldvin Hannibalsson „KJARNI málsins er sá að ef staðfestingarlögin hefðu fallið í neðri deild, þá hefði voðinn verið vís: BHMR samningar hefðu tek- ið gildi, óstöðvandi víxlhækkana verðbólga hefði farið af stað, árangur af samstarfi ríkisstjórn- ar og aðila vinnumarkaðarins hefði verið fyrir bí og vonir manna um að geta byggt á stöð- ugleika í framtíðinni hefðu bros- tið,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðalatriði málsins sagði Jón Baldvin hafa verið að koma í veg fyrir þessa atburðarráð með hvaða ráðum sem dygðu. „Stjórnarflokk- arnir gátu ekki tekið þá áhættu að láta skeika að sköpuðu í þessu máli. Hefðu staðfestingarlögin fall- ið, þá hefði ríkisstjórnin orðið að segja af sér og atburðarrásin sem ég lýsti áðan hefði hafíst. Við sem vildum gera allt sem í okkar valdi stóð til þess að veija þjóðarsáttina, áttum því engra kosta völ annarra en að tjúfa þing, setja bráðabirgða- lög á að nýju og skjóta málinu und- ir æðsta dómsstól þjóðarinnar. Þetta höfðum við ákveðið að gera,“ sagði Jóri Baldvin. Jón Baldvin sagði að yfirlýsing Hjörleifs hefði dugað til þess að breyta stöðunni. „Reyndar sann- færðist ég um, þegar líða tók á daginn í dag, að fleir hefðu skipt um skoðun áður en á það hefði verið látið reyna með atkvæða- greiðslu í þinginu. Þetta þýðir að við vorum komin á ystu nöf með þetta mál. Það er afar lærdómsríkt mál um það hvernig ábyrgir stjórn- málamenn eiga ekki að hegði sér,“ sagði utanríkisráðherra. Niðurstaða Hjörleifs mjög dýrmæt - segir Ólafur Ragnar Grímsson ÓLAFUR Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segist telja það mjög dýrmætt, að málefnaleg niðustaða Hjör- leifs Guttormssonar hefði orðið á þann veg að hann muni ekki greiða atkvæði gegn staðfesting- arfrumvarpi um bráðabirgðalög- in. Hann segir að með þessu hafi Alþýðubandalagið tryggt fram- gang þjóðarsáttarinnar. „Við komum saman á þingflokks- fundi í Alþýðubandalaginu í [gær- jmorgun íd. 10 og aftur klukkan 1,“ sagði Ólafur Ragnar. „Ég tel það mjög dýrmæta niðurstöðu, að í ljósi þeirra umræðna tók Hjöreifur Guttormsson þá ákvörðun sem hann tilkynnti síðar í þingsalnum. Þar með er ljóst að Alþýðubandalagið hefur tryggt framgang þjóðarsátt- arinnar á Alþingi, og það sýnir tölu- vert önnur vinnubrögð en eru innan Sjálfstæðisflokksins. Við höfðum sem flokkur tekið skýra afstöðu en einstakir þing- menn höfðu aðra afstöðu. Niður- staða Hjörleifs var hins vegar þessi, - þegar hann hafði metið hag þjóðasr- innar og stefnu fíokksins. Ég er mjög ánægður með það, því það sýnir mikinn skilning á því sem er í húfi. Mér fínnst hins vegar yfírlýs- ing Sjálstæðisflokksins eftir þessa ákvörðun, að við höfum verið « hræddir við kosningar, sína að for- usta Sjálfstæðisflokksins stundar bara leikaraskap um þjóðarhags- muni.“ , En felst ekkert slíkt í umræðu um þingrof og kosningar, áður en bráðabirgðalögin kæmu til at- kvæða? „Nei alls ekki því ef bráða- birgðalögin hefðu komið til atkvæða og fallið i þinginu, hefði allt farið úr böndunum. Það veit það hver einasti maður að þá hefði .farið í gang keðjuverkandi sprengja í verð- bólgu og verðlagsmálum. Þess vegna var aðeins um tvennt að ræða. Annarsvegar að tryggja meirihluta fyrir lögunum á þingi, eða vísa málinu til þjóðarinnar án * þess að láta hina efnahagslegu sjorengingu eiga sér stað,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Kvennalistinn reiðubúinn í kosningar KVENNALISTINN samþykkti á þingflokksfundi á sunnudags- kvöld kröfu um að bráðabirgða- lögin komi til atkvæða á Alþingi þegar í stað og að ríkisstjóminni beri að segja af sér og boða til kosninga hið bráðasta verði þau ekki staðfest. Segist flokkurinn vera reiðubúinn í kosningar hvenær sem er um nýja þjóðar- satt. Kasparov klúðraði vinningsstöðu ____________Skák________________ Karl Þorsteins HEIMSMEISTARINN Garrí Kasp- arov var að vonum súr þegar skor- blöð keppenda voru innsigluð að afloknum fjörutíu leikjum í 16. ein- - vígisskákinni um heimsmeistaratitil- inn í Lyon í Frakklandi. í miðtaflinu hafði Kasparov peð til góða auk betri stöðu en í tímahrakinu voru honum mislagðar hendur. í stað þess að treysta stöðuyfirburðina einkenndist taflmennska heimsmeistarans af ein- földum gildrum sem Karpov átti auð- velt með að forðast þrátt fyrir mikið tímahrak. Karpov lét skiptamun af hendi skömmu fyrir bið en hafði einu peði meira. I biðskákinni varðist Karpov snilldarlega og skáksérfræð- ingar í Lyon tóku svo dúpt í árinni að segja að varnartaflmennska Karpovs væri göldrum líkust. Skákin fór aftur í bið eftir 88 leiki. Kasparov er skiptamun yfír en jafntefli þykja samt sem áður líklegustu úrslit. Staðan í einvíginu er jöfn að afloknum 16 skákum. Hvor keppandi hefur sjö og hálfan vinning auk bið- skákarinnar sem tefid verður áfram á þriðjudaginn. Kasparov nægir að halda jöfnu í einvígisskákunum 24 til þess að halda heimsmeistaratitlin- um. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatolíj Karpov Skoskur leikur I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - exd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rxc6 - bxc6 6. e5 — De7 7. De2 — Rd5 8. c4 — Rb6 I 14. einvígisskákinni lék Karpov 8. — Ba6. Kasparov náði betri stöðu eftir 9. b3 - 0-0-0 10. g3! - He8 II. Bb2 - f6 12. Bg2 - fxe5 13. 0-0. 9. Rd2 - De6 10. b3 - a5?! 11. Bb2 - Bb4 12. a3 - Bxd2+ 13. Dxd2 - d5!? Eftir 13. - a4 14. c5 - Rd5 15. b4 — 0-0?! 16. Be2 stendur hvítur mun betur að vígi. 14. cxd5 — cxd5 15. Hcl! 15. — 0-0 16. Hxc7 - Dg6 17. f3 - Bf5 18. g4! - Bbl 19. Bb5 - Hac8 20. Hxc8 - Hxc8 21. 0-0 - h5 22. h3 - hxg4 23. hxg4 — Bc2 24. Dd4! - De6 Karpov er ekki ginnkeyptur fyrir að endurheimta peðið á b3. Ekki þarf að undrast þá ákvörðun, því Kasparov myndi þá leika 25. e6! — Rc4 26. e7! og vinnur. 25. Hf2! - Hc7 26. Hh2 - Rd7 Ennþá er peðið á b3 eitrað. Eftir 26. — Bxb3? 27. Dd3! hótar hvítur máti í þremur leikjum. í áframhaldinu verst Karpov snilldarlega þrátt fyrir mikið tímahrak. 27. b4 — axb4 28. axb4 — Rf8 29. Bfl - Bb3 30. Bd3 - Bc4 31. Bf5 - De7 32. Dd2 - Hc6 33. Bd4 - Ha6! 34. Bbl - Ha3! 35. Hh3 - Hb3 36. Bc2 - Dxb4 37. Df2 - Rg6 38. e6? Sjálfsagt var að leika 38. Bxb3 — Dxb3 39. Db2! og með skiptamun yfir ætti hvítur að vinna taflið. 38. - Hbl+ Auðvitað fellur Karpov ekki í gildr- una 38. - Rf4? 39. Hh8+! - Kxh8 40. Dh4+ - Kg8 41. Dh7+ - Kf8 42. Dxg7-r — Ke7 43. Dxf7+ og mát í næsta leik. 39. Bxbl - Dxbl+ 40. Kh2 - fxe6 Hér fór skákin í bið. Ef hvítur getur skorðað svörtu peðin á e6 og d5 í kjölfar drottningauppskipta er staðan unnin. Taflmennska Karpovs í áframhaldinu er aðdáunarverð og varla hægt að bæta þar um. 41. Db2 - Dxb2+ 42. Bxb2 - Rf4 43. Hh4 - Rd3 44. Bc3 - e5 45. Kg3 - d4 46. Bd2 - Bd5 47. Hh5 - Kf7 48. Ba5 - Ke6 49. Hh8 - Rb2! 50. He8+ - Kd6 51. Bb4+ - Kc6 52. Hc8+ 52. Hxe5 gekk auðvitað ekki vegna 52. - Rd3 52. - Kd7 53. Hc5 - Ke6 54. Hc7 - g6 55. He7+ - Kf6 56. Hd7 - Ba2 57. Ha7 - Bc4 58. Ba5 - Bd3 59. f4 - exf4 60. Kxf4 Kasp- arov hefur áorkað að bijóta svarta peðavígið á miðborðinu. Svarta d-peðið er dæmt til glötunar og flest- ir skáksérfræðingar í Lyon álitu vinn- ingsvonir heimsmeistarans allgóðar. Karpov er ekki á sama máli. Hann verst snilldarlega í framhaldinu og með vörninni bætir hann við köflum í endataflsbækur framtíðarinnar. 60. - Bc2 61. Ha6+ - Kf7 62. Ke5 - Rd3+ 63. Kxd4 - Rf2 64. g5 - Bf5 65. Bd2 - Ke7 66. Kd5 - Re4 67. Ha7+ - Ke8 68. Be3 - Rc3+ 69. Ke5 - Kd8 70. Bb6+ - Ke8 71. Hc7 - Re4 72. Be3 - Rg3 73. Bf4 - Rh5 74. Ha7 - Kf8 75. Bh2 - Rg7 76. Bgl - Rh5 77. Bc5+ - Kg8 78. Kd6 - Kf8 79. Bd4 - Bg4 80. Be5 - Bf5 81. Hh7 - Kg8 82. Hc7 - Kf8 83. Kc6 - Kg8 84. He7 - Kf8 85. Bd6 - Kg8 86. He8+ - Kf7 87. He7+ - Kg8 88. Be5 - Kf8 Hér fór skákin í bið. Jafntefli eru líklegustu úrslit þrátt fyrir að hvítur sé skiptamun yfir. Eina vinningsvön hvíts felst í leikþvingunum til þess að hrekja svarta kónginn úr horninu. Áframhaldið gæti orðið 89. Bf6 Bbl 90. Kd7 Bf5+ 91. Kd8 en ekki er Ijóst hvemig hvítur getur bætt stöð- una eftir það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.