Morgunblaðið - 04.12.1990, Qupperneq 36
36
MORGUrtBLAÐIÐ VIÐSKIPri/iflVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
Iðnaður
Norræn umbúðasam-
keppni á næsta ári
Á næsta ári verður haldin umbúðasamkeppnin SCANSTAR á vegum
norrænu umbúðasamtakanna, Samarbetsorganisationen för emballa-
gefragor i Scandinavia. Þátttökurétt eiga allar umbúðir sem hannað-
ar og/eða framleiddar eru á Norðurlöndum og ekki hafa verið
sendar í SCANSTAR samkeppnina áður. Frestur til að tilkynna þátt-
töku í keppnina er til 21. janúar 1991 en úrsiit verða gerð kunn á
markaðssýningu í Gautaborg 14. maí.
Umbúðir sem senda má í keppn-
ina verður að taka í notkuri í síðasta
lagi sama dag og þátttökufrestur
rennur út, segir í frétt frá Félagi
íslenskr iðrekenda. Rétt til að til-
kynna þátttöku eiga hönnuður og
framleiðandi viðkomandi umbúða
og auk þess notandi þeirra með
samþykki hinna tveggja.
Iðnlánasjóður
í SCANSTAR keppninni árið
1989 átti Island einungis tvær af
60 tilnefningum en vann til verð-
launa þrátt fyrir það. Fyrirtækið
SÓL hf. hlaut verðlaun fyrir drykkj-
arvöruumbúðir. Nánari upplýsingar
um keppnina veitir Lína G. Atla-
dóttir á skrifstofu Félags íslenskra
iðnrekenda.
Minni eftirspum eftir
fjárfestingarlánum
HEILDAREFTIRSPURN eftir
fjárfestingarlánum hjá Iðnlána-
sjóði var 1.110 millj. kr. fyrir
tímabilið janúar-október 1990.
Áætluð heildareftirspurn á ár-
inu er um 1.300 millj. kr., sem
er um 10% minni eftirspurn en
árið 1989. Þetta kemur fram í
nýju fréttabréfi Iðnlánasjóðs-
tíðinda. Þar segir að reynslan
hafi sýnt að eftirspurn eftir lán-
um sjóðsins endurspegli hina
raunverulegu fjárfestingu í iðn-
aðinum.
Ofangreind þróun kemur í kjöl-
farið á verulegum samdrætti á
árinu 1989 þegar eftirspum eftir
fjárfestingalánarlánum til Iðn-
lánasjóðs minnkaði um 30% frá
árinu áður. Tekið er fram, að árið
1988 hafí skorið sig úr hvað varð-
aði eftirspum og beri að hafa það
í huga þegar viðmiðun við það ár
sé notað. Virðist sem meiri stöðug-
leiki sé að færast yfír fjárfestingar
í iðnaði en verið hafí undanfarinn
áratug. Við nánari skoðun og
flokkun á umsóknum til sjóðsins
undanfarin misseri sé ekki hægt
að merkja að samdráttar verði
frekar vart í einni iðngrein en
annarri. Hins vegar sé áberandi
að í byggingarlánsumsóknum sé
nú mun algengara en áður var að
ráðist sé í kaup á eldra húsnæði
í stað þess að byggja nýtt. Sú
þróun hljóti að hafa áhrif á bygg-
ingariðnaðinn 'heild.
Þá kemur fram, að sívaxandi
beiðni eftir skuldbreytingum og
skilamálabreytingum hvers konar
hafí haft þær afleiðingar að þáttur
eiginfjármögnunar í ráðstöfunarfé
sjóðsins hafí orðið minni en ella
og hann því háðari lántökum við
fjármögnun nýrra útlána.
K
Æ : 4/L,- __________
vjsa
Dags. 4.12 1990
*
NR. 190
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4507 2900
4548 9000
4543 3700
4543 3700
4929 541
Kort frá Kuwait
4506 13** 4966
4507 13** 4921
4547 26** 4552
4508 70** 4507
0003 2489
0027 9424
0000 2678
0001 5415
675 316
sem byrja á nr.:
66** 4509 02**
04** 4921 90**
41** 4560 31**
77** 4966 82**
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VI5A ISLAND
K
Hugbúnaður
KERFIRAÐUR —— Unnið við lokaprófanir kerfiráðsins í Nesjavallavirkjun. Á myndinni eru f.v.
Ámi Gunnarsson, yfirverkfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur, Ari Arnalds, framkvæmdastjóri VKS og Tómas
Gíslason, verkfræðingur hjá VKS.
Sjálfvirkt fjargæslukerfi
í Nesjavallavirkjun
Gerir mögulegt að reka virkjunina án þess að gæslumaður sé á staðnum.
VERK- og kerfisfræðistofan, VKS, annaðist hönnun fjargæslukerfis,
svokallaðs kerfiráðs í Nesjavallavirkjun, sem gerir vaktmönnum
kleift að stýra virkjuninni. Nesjavallavirkjun er fyrsta háhitavirkjun
Hitaveitu Reykjavíkur og ein örfárra háhitavirkjana í heiminum.
Virkjunin er nú þegar meðal stærstu virkjana Iandsins en fullbúin
verður hún sú stærsta í landinu. Hægt er að stýra virkjuninni hvort
sem er frá stjórnherbergi á Nesjavöllum eða frá stjórnstöð Hitavei-
tunnar á Grensásvegi 1 í Reykjavík.
Árið 1983 fólu borgaryfirvöld
VKS að hanna og framleiða kerfí-
ráð, sem gerir vaktmönnum kleift
að stýra öflun og dreifingu á heitu
vatns á höfuðborgarsvæðinu frá
einni stjórnstöð. Árni Gunnarsson
yfirverkfræðingur Hitaveitu
Reykjavíkur segir að kerfíráðurinn
í Reykjavík hafi reynst mjög vel og
því hafí verið ákveðið að ganga til
samninga við VKS á ný um hinn
nýja kerfiráð Nesjavallavirkjunar.
Að sögn Ara Arnalds, fram-
kvæmdastjóra VKS, er kerfiráður-
inn langstærsta hugbúnaðarverk-
efni á þessu sviði sem íslendingar
hafa ráðist í. Tveir til þrír menn
hafa að jafnaði unnið við þetta verk-
efni undanfarin sjö ár, bæði vegna
þessara tveggja verkefna fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur og vegna tveggja
annarra notenda þessa kerfís.
Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglu-
firði nota kerfíráðinn til að stýra
framleiðslu í loðnubræðslu en hjá
Póst- og símamálastofnun vakir
kerfiráðurinn yfír örbylgjusam-
böndum stofnunarinnar um allt
land.
Kerfíráðurinn á Nesjavöllum er
tengdur við stjómstöð í Reykjavík,
þannig að vaktmaður þar getur
haft eftirlit með öllum borholum og
dælustöðvum Hitaveitunnar í
Reykjavík og á Nesjavöllum. í
stjórnstöðinni í Reykjavík er sólar-
hringsvakt allan ársins hring en
rekstrarmenn á Nesjavöllum eru
hins vegar á bakvakt utan venjulegs
vinnutíma og á þá er kallað eftir
þörfum. Við virkjunina á Nesjavöll-
um vinna að jafnaði sjö menn við
rekstur og viðhald.
Kerfiráðurinn tengist einstökum
dælustöðvum um iðntölvur sem
framleiddar eru af Texas Instru-
ment. Tengingar eru um símalínur.
Við hönnun kerfiráðsins hefur verið
lögð áhersla á að kerfíð sé auðvelt
í notkun. Sem dæmi má nefna að
vilji vaktmaður ræsa dælu í dælu-
stöð, kallar hann fram mynd af
dælunni á einum af þrem tölvu-
skjám sem hann hefur til umráða,
bendir á dæluna með bendli og slær
á skipanahnapp „ræsa“. Við þetta
fer dælan í gang og mynd dælunn-
ar á rásateikningu breytist til stað-
festingar á því að dælan sé komin
í gang.
Verslun
Dagskinna fyrir athafnafólk
LEÐURIÐJAN hf., Hverfisgötu
52, hefur nýlega hafið fram-
leiðslu á svokallaðri dagskinnu,
sem ætluð er athafnafólki á öll-
um sviðum þjóðlífsins. Dagskinn-
an inniheldur eina UGLU, en það
er minnisbók, sem í er ársdaga-
tal, dagbók, minnisblöð, síma-
númerablöð o.fl. Einnig er hægt
að sérprenta fyrir fyrirtæki ýms-
ar upplýsingar sem það vill hafa
í bókinni.
Að sögn Nönnu Mjallar Atladótt-
ur eiganda Leðuriðjunnar er Dag-
skinnan úr vönduðu kálfsskinni og
efninu pet. Hún segir, að bókin eðá
hulstrið hafi það fram yfir erlenda
framleiðslu af svipuðum toga, að
hún sé af stærðinni A-5 og því sé
hægt að fá í hana vinnubókarblöð
í öllum ritfangaverslunum. Fyrir
næstu jól komi út ný UGLA, sem
hægt sé að setja í dagskinnuna í
stað þeirrar gömlu. Verði þá líka
hægt að fá seðlaveski og lyklakippu
í stíl við dagskinnuna.
Fremsta síðan í bókinni er úr
gegnsæju hlífðarplasti. Þar er hægt
að setja nafn og merki fyrirtækis
eða eiganda með gylltu letri. Hönn-
uður dagskinnu er Edda Hrönn, sem
jafnframt er hönnuður Leðuriðjunn-
ar. En Leðuriðjan er ný verslun,
fyrsta sinnar tegundar hér á landi,
að sögn Nönnu Mjallar, því að þar
er hægt að fá nær allt sem lítur
að leðurvinnu og föndurgerðar í
sambandi við leðurvinnu.