Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 44

Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Um þjóðarsáttína og bráðabirgðalögin Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Stefáni Valgeirssyni, alþingis- manni Mögulegt skipbrot þjóðarsáttar- innar í Alþingi hefur orðið mönnum tilefni til stóryrða og forsætisráð- herranum til að boða þingrof og kosningar um miðjan janúar. Nokkrir stuðningsmanna minna hafa komið að máli við mig og lagt áherslu á að ég styddi frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar á bráðabirgðalögunum um kjör fé- lagsmanna BHMR. Það hef ég vilj- að gera en allt hefur sín takmörk. Þjóðarsátt launþega og atvinnu- „Þegar skýr og rök- studd svör fást um að frumvarpið brjóti ekki gegn stjórnarskrá mun ég ekki hindra sam- þykkt þess, eins og ég tók fram í umræðum á Alþingi um þetta mál.“ rekenda í byrjun þessa árs var fagn- aðarefni og lægði ólgu á vinnu- markaði og stuðlaði að ró í þjóðfé- laginu sem gat orðið grundvöllur að bættum kjörum þeirra sem lak- ast eru settir. Kjör láglaunafólks, barna, elli- og örorkulífeyrisþega, svo og margra annarra, ekki síst á landsbyggðinni, hafa verið slík að þjóðarsátt með eitthvert annað að- almarkmið gat ekki staðið undir nafni. Nú þegar margir vilja framlengja þjóðarsáttina er ástæða til að at- huga hvernig hefur til tekist. Hafa kjör þeirra lakast settu batnað? Hefur aðstöðumunur í þjóðfélaginu minnkað? Svarið er nei. Fyrirheit um lækkun raunvaxta og niðurfell- ingu lánskjaravísitölunnar, jöfnun orkukostnaðar og fleira hefur ekki gengið eftir. Vaxtaokrið, allt frá 7,75% upp í yfir 10% raunvextir, eru að eyðileggja allt, fyrirtæki og heimili. Og svo er dekrað við fjár- magnseigendur að auki og fjár- magnstekjur eru skattfijálsar einar tekna. Er ekki ábyrgðarhluti fyrir for- ystumenn launþega að semja um óbreytt kjör láglaunafólks við þess- ar aðstæður? Það hlýtur að vera vafamál að festa misréttið í sessi nema því stærri áfangar til kjara- bóta séu í augsýn. En því miður bendir ekkert til kjarabóta lág- launafólks. Launamunurinn vex stöðugt. Aðstæður eru þær í þjóðfé- laginu að ekki er raunhæft að gera ráð fyrir að þjóðarsátt sem miðar að stöðugu verðlagi standi lengi. Vaxtaokrið, stórvaxandi hlutfalls- legar tekjur bankastofnana, halli í viðskiptum við útlönd, halli á ríkis- sjóði og miklir möguleikar fá- mennra hálaunamanna til að þrýsta upp kjörum sínum með verkföllum, auknum greiðslum fyrir ómælda yfirvinnu eða hliðstæðum aðgerð- um, eru líkleg til að eyðileggja ár- angur þjóðarsáttarinnar. En út yfir tekur þó ef ráðist verð- ur í yfir 100 milljarða framkvæmd- ir við álver og það sem því fylgir að mestu fyrir erlent lánsfé. Þessi atriði munu ekki aðeins torvelda framkvæmd þjóðarsáttarinnar held- ur útiloka hana. Hver er staða mín gagnvart stað- festingarfrumvarpi ríkisstjórnar- innar? Ég hef engar skyldur við ríkisstjórnina í þessu máli. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, sem gegndi störfum forsætisráð- herra á síðastliðnu sumri, ræddi þessi mál við mig. Ég benti honum á að allt þetta mál væri hreint klúð- ur. í þessu máli hafi ríkisstjórnin alltaf tekið versta kostinn. Þá lá fyrir að BHMR myndi fara í mál ef ríkisstjórnin gæfi 'ut bráða- birgðalög til að ógilda launasamn- ing þeirra. Mér var ljóst að það væri mjög alvarlegt, ef launa- greiðslur yrðu framkvæmdar sam- kvæmt samningnum, eins og á stóð. Ég lagði því til við Halldór að bráða- birgðalögin fælu það eitt í sér að fresta greiðslum og reyna til þraut- ar að ná samningum við BHMR til að reyna að koma í veg fyrir þenslu- áhrif þegar til lengri tíma væri lit- ið. Ég taldi mikilsvert samt sem áður að leiðrétta kjör ýmissa lægri hópa innan BHMR, svo sem hjúkr- unarfólks, kennara og presta. En síðan kom Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra til starfa. Hálldór sendi mér uppkast af bráðabirgðalögunum í póstfaxi. Ég hafði samband við hann og innti hann eftir því hvort hann hefði skýrt Steingrími frá afstöðu minni. Síðan hefur ekki verið rætt við mig um þetta mál. Ég hef skyldur við þjóðina og vil vinna að jöfnuði manna og rétt- læti. Og að sjálfsögðu vil ég vinna með forystumönnum launþega og FYRIRALLAFJÖLSKYLDUNA j Stinga ekki júr fínustu merinóull tMjög slitsterk j Má þvo viö 60°C Skátabúðin, Utillf, Hestamaðurinn, öll helstu kaupfélög, veiðafaeraversl., sportvöruversl. Eyfjörð o.fl. atvinnurekenda að málum. Hins vegar liggur fyrir og yfirlýst af ábyrgum mönnum, bæði á Álþingi og utan þings, að þeir telja frum- varp ríkisstjórnarinnar brot á stjórnarskránni. Ég hef reynt að fá traust, sérfræðilegt álit þar um en stór hluti þingmanna, með forseta Alþingis í forystu, virðist ekki vilja sérfræðilegt álit um mögulegt stjórnarskrárbrot Alþingis og hefur vísað þingsályktunartillögu minni frá. Hana mátti ekki einu sinni skoða í nefnd. Þegar skýr og rök- studd svör fást um að frumvarpið btjóti ekki gegn stjórnarskrá mun ég ekki hindra samþykkt þess, eins og ég tók fram í umræðum á Al- þingi um þetta mál. Það eru skiptar skoðanir lögfræðinga hvort bráða- birgðalögin standast sum ákvæði stjórnarskrárinnar og því vil ég fá undanbragðalaust lögfræðilega álitsgerð sem ríkisstjórnin hlýtur að hafa fengið í hendur 'um þetta mál áður en fmmvarpið kemur til 2. umræðu í neðri deild. Viðbrögð flestra formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi út af þessu máli eru lærdómsrík og benda til þess að kosningaskjálftinn sé dómgreindinni yfirsterkari. Ég bið um lögfræðilega álitsgerð sem stjórnarflokkarnir hljóta að hafa fengið og legg til að umboðsmaður Alþingis láti í té álit sitt um málið eða annar hlutlaus aðili til þess fenginn. Þessi tillaga virðist svo eitruð, að þeirra dómi, að hún má ekki fara til nefndar hvað þá meira. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og krefst að ríkisstjórnin segi af sér. Stjórnarflokkarnir telja þessa beiðni mína það alvarlega að þeir ræða um að ijúfa þing og efna til kosninga og það um miðjan jan- úar. Stjórnarandstaðan tekur undir það að kosningar verði í janúarmán- uði. Er nú hægt að sýna með aug- Ijóslegri hætti meira tillitsleysi við fólkið á landsbyggðinn en í þessu felst? Að efna til kosninga um miðj- an vetur, þegar allra veðra er von og að heyja kosningabaráttu um hátíðarnar? Það er nauðsynlegt að allur almenningur geri sér grein fyrir hvað á bak við liggur. Það er eitthvað annað en beiðni mín um álitsgerð. Ég vil að lokum nefna að sam- tryggingarkerfi gamla fjórflokksins í samstarfi við samtök launþega og atvinnurekenda hefur ekki náð því að jafna kjör fólks í landinu. Mis- réttið hefur stóraukist á þessum áratug, sem senn er liðinn. Það er óviðunandi. Samfélagið verður að skipa svo málum að fólk geti unnið fyrir sér. Kjörin verður að jafna. Ég hef á þessu þingi og fyrri þingum lagt fram tillögu um að kanna lágmarksframfærslukostnað í landinu og vil á þessu þingi leggja fram frumvarp um lífvænleg lág- markslaun. Sú leið hlýtur að vera athuguð ef þjóðarsáttin reynist gagnslaus vegna þess að vald- hafarnir hafa ekki farið eftir þeim samningi sem gerður var við upp- haf valdaferils þeirra. ■ BÓKMENNTAKYNNING á vegum Máls og menningar verður á Hótel Borg í kvöld, þriðjudag, og hefst kl. 20.30. Eftirtaldir höf- undar lesa upp úr bókum sínum: Geirlaugur Magnússon, Gyrðir Elíasson, Kristján Árnason, Linda Vilhjálmsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigfús Bjartmars- son, Silja Aðalsteinsdóttir og Stefán Sigurkarlsson. Auk þess verða kynnt ný verk eftir Guðlaug Arason, Hallgrím Helgason og Jakobínu Sigurðárdóttur. Helgi Hálfdanarson verður fulltrúi þýð- enda, en hann mun lesa upp úr nýútkominni þýðingu sihni á grískum harmleikjum. Loks mun Bubbi Morthens flytja nokkur lög. ■ NÝ UMFERÐARLJÓS á mót- um Bíldshöfða og Breiðhöfða verða tekin í notkun miðvikudaginn 5. desember kl. 14.00. Til að minna vegfarendur á hin nýju umferðarljós verða þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga áður en þau verða tekin í notkun. vsktfo ÞESSA MANAÐAR Breytt uppgjörstímabil Athygli gjaldenda skal vakin á því aö uppgjörstímabil virðisaukaskatts, meö gjalddaga 5. desember, var frá 1. september til og meö 15. nóv- ember. Lenging tímabilsins tók til þeirrasem hafa almenn uppgjörstímabil, þ.e. tveggja mánaöa skil. Uppgjörstímabil endurgreiöslna samkvæmt sérákvæöum reglugeröa eru óbreytt. Skil á skýrslum Skýrslum til greiöslu, þ.e. þegar út- skattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóöa eöa pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóös en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því aö bankar, sparisjóöir og pósthús taka aðeins viö skýrslum sem eru fyrirfram árit- aöar af skattyfirvöldum. Ef aöili áritar skýrsluna sjálfur eöa breytir áritun verður aö skila henni til innheimtu- manns ríkissjóös. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar inn- skattur er hærri en útskattur, skal skilaö til viðkomandi skattstjóra. Sími KSK er 91-651152- RIKISSKATTSTJORI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.