Morgunblaðið - 04.12.1990, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
STIÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Talaðu ekki af þér í dag og forð-
astu kaldhæðnislegar athuga-
semdir. Það tefst að þú hljótir
stöðuhækkun og það dregur þig
niður. Jafnvægi ríkir á heimilinu.
Naut
(20. apríl - 20. maí) Iffö
Svo virðist sem þú getir ekki
fengið afdráttarlaust svar. Þú átt
í baráttu við skriffinnskuna núna.
Mottóið er samvera.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
rjt Þér tekst að fá því til leiðar kom-
ið núna að þú hljótir stöðuhækk-
un, en annaðhvort verður töf á
að þér berist peningar sem þú
átt von á eða óvæntur kostnaðar-
auki fellur á þig.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Fyrirætlanir þínar ganga þvert á
fyrirætlanir náins ættingja eða
vinar. Aðrir eru svo uppteknir af
því sem þeir eru að gera að þeir
eru ekki sérlega tillitssamir.
Farðu í bió eða bvrjaðu að lesa
góða bók.
Ljrín
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur einfaldlega of mikið að
gera til að þér gefist tími til eig-
in ráðstöfunar. Vandamál sem
steðja að þér í vinnunni valda þér
áhyggjum núna. Þú bætir þér að
upp heima fyrir.
Meyja
(28. ágúst - 22. september) ÆÉ
Vandamál sem tengjast börnum
eða rómantík koma í vcg fyrir
að þig langi til að taka þátt í
félagsstarfi um þessar mundir.
Hópstarf gæti samt verkað mjög
örvandi á þig.
**Vog
(23. sept. - 22. október)
Svaraðu nánum ættingja eða vini
ekki í.styttingi í dag. Abyrgð þín
heima fyrir hvílir þungt á þér
núna, en það rætist úr með stöðu-
hækkun þína áður en dagurinn
er allur.
Sporðdreki
(23. okt. — 21. nóvember)
Varastu að flýta þér um of fyrri
hluta dagsins þegar þú tekur
ákvörðun um fjármálahagsmuni.
Þú færð ekki sterk viðbrögð við
hugmyndum þínum í dag. Haltu
áfram að vinna við skapandi
verkefni.
fíogmadur
(22. nóv. - 21. desember)
Það er best fyrir þig að þegja
alveg um fjármál þín í dag. Vertu
á varðbergi gagnvart þeim sem
gætu hugsanlega komið óheiðar-
lega fram við þig í fjármálum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú þarft að gæta sérstaklega vel
að smáatriðunum í vinnunni í
dag. Þú gætir flýtt þér óþarflega
mikið. Þú virðist komast vel af
við vini þína núna, en ert fremur
tillitslaus við nákominn aðila.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh,
Það er einhver órói í ástarsam-
bandi þínu í dag. Þú nýtur vel-
gengni í ákveðnum viðskiptum
núna, en ert kominn í þrot um
þessar mundir með sum verkefni
sem þú hefur með höndum.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mai-s)
Taktu ekki hvaða íleimboði sem
er núna. Þú gætir stokkið upp á
nef þér við einhvern vina þinna
í dag. Börnín veita þér mikla
ánægju um þessar mundir.
AFMÆLISBARNINU er eðlilegt
að horfa inn á við. Það er vinnu-
þjarkur ba;ði í námi og starfi.
Stundum þarf það á að halda að
vera eitt með sjálfu sér. Það get-
ur náð langt í viðskiptum og fell-
ur vel inn i hóp samstarfsmanna
sinna. Stundum tekur það niður
fyrir sig í störfum og fær ekki
viðnám fyrir krafta sína. Það
ætti að setja markið hátt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
rÖíZUM ÓT, ÖKDUM AO OKIcUfí-
KREIMU LOFTI OQ g£TTUM
UR FÓjLEiSGlOt'lUAA
TOMMI OG JENNI
1 Q
FERDINAND
SMAFOLK
Þú ert hálf einmanalegnr sitjandi
þarna
Kannski er ég það.
there's nothing more
LONELV THAN 5ITTINE ON i
A BENCH ALL W VOUR5ELF *
WITH0UT A POUGMNUT,. H
Ekkert er einmanalegra en sitja
aleinn á bekk án kleinuhrings.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Aðalsteinn Jörgensen og Jón
Baldursson eru óstöðvandi um
þesar mundir. Um síðustu helgi
unnu þeir öruggan sigur í
Reykjavíkurmótinu í tvímenn-
ingi, sem er þriðja helgarmótið
í röð sem þeir vinna. Sigurður
B. Þorsteinsson og ísak Örn Sig-
urðsson náðu öðru sæti, en Guð-
mundur Sveinsson og Guðmund-
ur P. Arnarson urðu þriðju.
Mörg pör stóðust ekki þá freist-
ingu að reyna alslemmu í spili
10:
Norður gefur: allir á hættu
Norður
♦ K1074
¥Á6
♦ KG75
Austur
♦ 9
¥953
♦ D109864
+ G108
♦ ÁDG8652
¥K4
♦ Á
♦ Á93
Vestur Norður Austur Suður
— 1 tígull Pass 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 grönd
Pass 5 hjörtu Pass 7 spaðar
Pass Pass Pass-
Útspil: hjartadrottning.
Eftir að norður opnar og styð-
ur spaðann getur suður varla
stillt sig um að segja sjö. Ení
þessu tilfelli hefðu 6 grönd gefið
toppinn, því það er engin leið
að fá 13 slagi eins og spilið ligg-
ur.
En það sakar ekki að reyna.
Tíguldrottningin gæti verið
þriðja og svo er fjarlægður
möguleiki á þvingun. Fyrsti
slagurinn er tekinn heima og
síðan er reynt að fella tígul-
drottninguna. Þegar hún dettur
ekki er spöðunum spilað í botn.
í lokastöðunni á blindur eftir
hjartaás, tígulgosa og eitt lauf.
Heima á sagnhafi hjartahund
og Á9 í laufí. Hann spilar hjarta
og vinnur spilið ef sá sem á tígul-
drottninguna hefur byijað með
.KG10 í laufi!
Langsótt, en heiðarleg til-
raun.
SKÁK
♦ D42
Vestur
♦ 3
¥ DG10872
♦ 32
*K765
Suður
Umsjón Margeir
Pétursson
Frumleg taflmennska getur
stundum dugað til að slá þaul-
reynda stórmeistara út af laginu,
eins og lítt þekktum ísraelskum
meistara tekst i þessari skák sem
tefld var á opna mótinu í Berlín
í ágúst: Hvítt: Ram Soffer
(2.445), svart: Viktor Gavrikov
(2.580), Pirc-vörn, 1. d4 — d6 2.
e4 - Rf6 3. f3!? - c5 4. d5 - e6 .
5. Rc3 exd5 6. exd5 — Be7 7.
Rge2 — Be7 8. g4! (Upphafið á
frumlegri en markvissri árásará-
ætlun.) 8. — Rc7 9. Rg3 — 0-0
10. a4 - b6 11. g5 - Rd7 12. f4
- He8 13. Kf2 - a6 14. Rce4
(Hvítur teflir aðeins með riddurum
og peðum!) 14. — b5 15. b3 —
b4 16. a5 - Rf8? 17. Bb2 - Rg6
18. Rh5 (Svarta staðan er nú þeg-
ar töpuð, því ekki er hægt að
valda g7 á viðunandi hátt.) 18. —
Bf8.
19. Ref6+! - gxf6 20. Rxf6+ -
dxf6 (Eins gott var að gefast
upp, en eftir 20. — Kh8 21. Rxe8+
hefur svartur tapað skiptamun og
peði og er í áframhaldandi svika-
myllu.) 21. gxf6 og eftir 10 leiki
til viðbótar gafst Gavrikov upp.