Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 48

Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 48
; 48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Nýborg-c§3 Ármúla 23, sími 83636 Boröbúnaður og gjafavara i í i i í i t ! t HÆTTID AD BOGRA VID ú fást vagnar méö nýrri vindu par sem moppan er undin með éinu handtaki án þess að taka þurfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveidlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þettá þýðir auðveldari og betri þrif. Auðveldara, fljótlegra og hagkvæmara! IBESTAI Nýbýlavegi 18 Sími 641988 Þú svalar lestrarþörf dagsins Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Nú geta menn grandskoðað skeiðlag gæðingsins Muna frá Ketilsstöðum sem sigraði í A-flokki gæðinga á landsmótinu. Knapi er Trausti Þór Guðmundsson. Landsmót hestamanna 1990: Greinargóð skýrsla um hrossin á mótinu ________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson SÁ ÁGÆTI siður að kvik- mynda landsmót hestamanna hefur verið viðhafður frá fyrsta landsmótinu sem haldið var 1950. Oftast hafa þessar myndir verið frekar slakar og alít niður í að vera nánast mis- heppnaðar. Télja verður þó að myndirnar af fyrstu mótunum séu góðar miðað við kröfur og getu þess tíma. Nú er komið á markað myndband um nýafstaðið landsmót hesta- manna sem haldið var í sumar á Vindheimamelum. Framleiðandi er fyrirtækið íslenski hesturinn en höfundar eru Jón Tryggvason og Páll Kr. Svansson. Kvik- myndatöku önnuðust þeir Sveinn M. Sveinsson, Jón Karl Helgason og Jón Haukur Jensson. Sjálfsagt er til einhver formúla um það hvernig gera eigi heimild- armynd um sex daga samkomu hesta og manna. Gæti hún hugs- anlega verið eitthvað á þá leið að blanda hæfilega saman mannlífi og hestasýningum. Sýn- ingartími hálf til ein klukkustund og komið yrði inn á flest atriði samkomunnar. Sem sagt dæmi- gerð sjónvarpsmynd eins og þær eru kallaðar. Hér er á ferðinni mynd allt annars eðlis því segja má að þeir félagar Páll og Jón hafi tekið þá stefnu að búa til mynd fyrir harðsvíraða hestamenri sem sökkva sér ofan í áhugamálið af miklum áhuga. Upphaf myndar- innar er reyndar með þeim hætti að maður býst við fallegri og jafnvel góðri heimildarmynd. Stutt viðtöl í upphafi myndarinn- ar finnst manni eiga litla samleið með því sem á eftir kemur. Fram- leiðendur virðast hafa lagt nokk- uð kapp á að sýna flest þau hross sem þátt tóku í keppni gæðinga og kynbótahrossa. Tekið er fram í myndinni að ekki verði fjallað um kappreiðar mótsins utan ör- stutt sýnishom. Myndataka er með miklum ágætum og skila hreyfingar og gangtegundir hrossanna sér vel í myndinni. Yfirleitt hefur þessu verið ábótavant í eldri myndum en nú geta menn sem sagt sökkt sér á kaf í hreyfingafræðina. Reikna má með að mörg hrossin fari í gegnum nákvæma skoðun hvað hreinleika gangtegunda snertir. Bundið tölt eða fjórtakta skeið verður sjálfsagt grannt skoðað með hjálp myndbands- tækninnar. Myndin rekur sig nokkuð í líkingu við dagskrá mótsins og ber mikið á endurtekningum. A það sérstaklega við um sýningu kynbótahrossa. Eru mörg hrossin sýnd þrisvar sem er að sjálfsögðu hinn mesti óþarfi. í sumum tilvik- um er um að ræða sömu skotin aftur og aftur. Flest ef ekki öll kynbótahross mótsins koma fram í myndinni og er það mikill kost- ur. Menn eru fljótir að gleyma þeim mikla fjölda hrossa sem ber fyrir augu á stórum mótum og svo er það ómetanleg heimild að eiga hreyfimyndir af öllum kyn- bótahrossum mótsins. Þó má segja að gæði myndar sem þess- arar felist að sjálfsögðu ekki í lengd hennar og hefði vafalítið mátt hafa hana helmingi styttri en hún er með því að sleppa áður- nefndum endurtekningum. Á hulstri spólunnar segir að þeir sem áhuga hafi á hesta- mennsku og hrossarækt geti grandskoðað bestu gæðinga og kynbótahross landsins og eru það orð að sönnu. Þá segir einnig að þetta sé uppfletti- og heimildar- mynd hestamannsins. Er einnig hægt að taka undir þau orð. Til- finnalega vantar þó myndskot af mannlífi landsmótsins því eins og þeir vita sem til þekkja setur mannlífið sterkan svip á mótin. Einnig má reikna með að mörg- um þyki hlutur barna og ekki síður unglinga magur miðað við aðra þætti mótsins. í tveimur tilvikum er skotið inn sýnishornum úr landsmótsmynd- inni frá ’82. Er fróðlegt að sjá þar topphross þess tíma í saman- burði við fremstu hross dagsins í dag. Má þar sjá gæðingana Hrímni frá Hrafnagili, Væng frá Kirkjubæ og kynbótahryssumar Perlu frá Kaðalstöðum, Sem frá Eyjólfsstöðum og Svölu frá Glæsibæ. Ahrif þessara innskota hefðu getað orðið meiri ef þeim hefði verið valin markvissari staðsetning í myndinni. Þulir em fjórir, þeir Víkingur Gunnarsson, ráðunautur, sem var einn þriggja dómara í dóm- nefnd kynbótahrossa. Jóhann Þorsteinsson sem var þulur í A-flokki gæðinga, Eiríkur Jóns- son, blaðamaður, og Jón Sigur- björnsson, leikari. Texti myndar- innar er frekar tilþrifalítill, mest- megnis kynning á hestum og knöpum. Jón Sigurbjömsson stendur þó alltaf fyrir sínu og Víkingur Gunnarsson kemst prýðilega frá sínu hlutverki. Báð- ir eru þeir með góða rödd og vel máli farnir. Tónlist er lítið notuð í myndinni, að mestu látin malla lágvær í bakgrunni, utan í bytjun myndarinnar. Er þar um að ræða sömu tónlist og var notuð í mynd- ina Reiðskóli Reynis, í það minnsta mjög keimlík. Ekki verður annað sagt en framleiðendum myndarinnar hafi tekist ætlunarverk sitt að gera uppfletti- og heimildarmynd. Myndin hefur lítið listrænt gildi og framleiðendur hafa valið fljót- lega og auðvelda leið við klipp- ingu og frágang, hafa farið veg- inn beina og breiða. Eigi að síður má ætla að þetta verði vel þegin mynd af hestamönnum. „Loksins kemur mynd þar sem hrossin sjást almennilega en ekki alltaf verið sýna fólkið í brekkunni eða eitthvað sem ekki kemur hesta- mótum við“ gæti einhver hesta- maðurinn sagt eftir að hafa sökkt sér niður í myndina í þrjá klukk- utíma. ÍTALSKUR KRISTALL • LISTGLER • POSTULÍN HANDUNNAR STYTTUR OG FLEIRI GJAFAVÖRUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.