Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 53

Morgunblaðið - 04.12.1990, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 53 ÞórgwmurK. Sveins- dóttir - Minning Þriðjudaginn 13. nóvember lést í Landspítalanum vinkona mín og frænka, Þórgunnur Kristbjörg Sveinsdóttir, eftir langvarandi veik- indi. Hún fæddist á Akureyri 1. apríl 1922. Foreldrar hennar, Svava og Sveinn, bjuggu inni í Fjöru. Þau eignuðust 4 börn og var Þórgunnur, oftast kölluð Nunna, yngst þeirra. Þegar móðir mín, systir Sveins, þurfti að fara í kaupstaðarferð til Akureyrar fékk ég oftast að vera með. Þá var sjálfsagt að koma við hjá Sveini og Svövu áður en haldið var út í miðbæinn, þar sem kaupfé- lagsbúðirnar voru. Þetta voru dagar, sem ég hlakkaði alltaf til. Mér fannst ég hafa eignast „litlu systur“ þar sem Nunna frænka var. Hún var svo létt í lund og ætíð full af gáska og glettni. Marga skemmtilega leiki kenndi hún mér, sem voru sveita- bömum framandi. Þegar Nunna var 8 ára gömul dvaldi hún dálítinn tíma að vorinu hjá frændfólki sínu á Hranastöðum. Ég man enn þann dag, er hún kom með mjólkurbílnum. Sólskin og hæg sunnangola. Lítil, ljóshærð stúlka með geislandi eftir- væntingu í augum. Hún vann þegar hug og hjörtu allra á heimilinu. Þetta voru dýrlegir vordagar. Nunna var aðeins 19 ára þegar hún gekk í hjónaband. Eiginmaður hennar, Bjöm Jónsson, starfaði mik- ið að félagsmálum. Var ötull verka- lýðsforingi og seinna þingmaður og ráðherra um skeið. Alltaf stóð Nunna eins og klettur við hiið manns síns á hveiju, sem gekk. Alls staðar sómdi hún sér vel, hvort heldur sem var í þingveislum eða með ráðherrum á ferðalögum. En fyrst og fremst var hún frábær eiginkona, móðir og amma. Börn þeirra hjóna em fjögur og bera þau öll foreldrum sínum gott vitni. Mann sinn missti Nunna fyrir rúmlega 5 árum eftir erfið veikinda- ár. En eftir fráfall eiginmannsins tók við hjá henni barátta við erfðan sjúk- dóm, sem sigraði hana að Iokum. Þegar ég lít til baka, man ég aldr- ei eftir Nunnu öðruvísi en glaðri og bartsýnni konu, sem öllum vildi gott gera, er á leið hennar urðu. Síðustu mánuðina gat Nunna ver- ið heima í skjóli sinna nánustu. Börn hennar veittu henni alla þá ástúð og aðhlynningu sem hægt er að veita sjúkum. Má það vera huggun harmi gegn, nú þegar hún er öll. Eg vil að lokum þakka frænku minni alla vináttu og tryggð við mig, foreldra mína og systkini. Sendi börnum hennar, tengda- og barna- börnum samúðarkveðjur. Einnig systur hennar á Akureyri, sem nú er ein eftir af systkinahópnum. Bið þeim öllum blessunar guðs. Blessuð sé minning Þórgunnar Kristbjargar Sveinsdóttur. K.P. CMC kerti fyrir niðurhengd lolt, er úr galvaniseruðum málmi og eldþolift. CMC kerti er auðvelt i uppsetningu og mjög sterkt. CMC kertl er test með stillanlegum upphengjum sem þola allt að 50 kg þunga. CMC kertl taast í mörgum gerðum bœði synilegt og falið og verðið er ötrulega ligt. CMC kerfi er serstaklegá hannad Hhngið eltir tyrir loftplötur frá Armstrong Irekari upplýsmgum Þ. ÞORGRIMSSQN & CO Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640 DUNILIN servíettan er svo mjúk ad þú finnur ekki muninn DUNILIN servíettanfrá Duni sameinar kosti pappírs- og tauservíettu. DUNILIN servíettan er mjúk og sterk og það er auðvelt að setja hana í brot. DUNILIN servíettan er til prýði á veisluborðinu og kemst nœr því að vera tau- servíetta en nokktir önnur pappírsservíetla.■ DUNILIN servíettur fást í fjölbreyttu litaúrvali í nwstu verslun. Hótel Borg Hallgríms Helgasonar ♦ Bubbi tekur lagið. ♦ Sigfús Bjartmarsson ♦ Silja Aðalsteinsdóttir ♦ Stefán Sigurkarlsson ♦ Qeirlaugur Magnússon ♦ Qyrðir Elíasson ♦ Helgi Hálfdanarson ♦ Kristján Ámason ♦ Linda Vilhjálmsdóttir ♦ Pétur Qunnarsson Jólin nálgast, kvöldin lengjast og þá er notalegt að hlýða á upþlestur úr nýútkomnum bókum. Mál og menning býður til bókmenntakvölds þriðjudaginn 4.12. á Hótel Borg þar sem eftirtaldir höfundar munu lesa upp: Dagskráin hefst kl. 20:30 Ókeypis aðgangur — allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Auk þess verða kynnt verk Jakobínu Sigurðardóttur, Guðlaugs Arasonar og og menning Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7-9. Sími 688577 wmskr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.