Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 55

Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Minning: * Agúst Ingvarsson bifvélavirki afræðingur, f. 5.7. ’51 og Loftur, sölumaður, f. 11.12. ’62. Ágúst var mjög barngóður og nú verður skarð fyrir skildi, sérstak- lega hjá yngstu kynslóðinni og allri fjölskyldunni. Hér er góður og vammlaus mað- ur genginn. Veri hann Guði falinn með þakklæti. Ágústa Júlíusdóttir í dag er til moldar borinn í Foss- vogskirkjugarði uppeldisbróðir minn og frændi Ágúst Ingvarsson, Hraunbraut 38, Kópavogi. Hann fæddist 28. september 1921 hér í Reykjavík, sonur hjónanna Stefaníu Þuríðar Ingvarsdóttur og Ingvars Loftssonar skipstjóra. Stefanía þótti glæsileg ung kona og vel gef- in. Hún gekk í Kvennaskólann og fékkst við barnakennslu ung að árum og þótti mætur kennari. For- eldrar hennar voru hjónin Ágústa Jónsdóttir og Ingvar Friðriksson, beykir á Eyrarbakka en þá iðn hafði hann numið i Þýskalandi. Ingvar var sonur hjónanna Ragnhildar Ein- arsdóttur og Lofts Arasonar sjó- manns. Hann hafði lokið prófí frá Stýrimannaskólanum með góðum vitnisburði undir skólastjórn hins mæta skólastjóra Guðmundar Kristjánssonar, sem hann mat mik- ils. Ingvar var alls staðar vel látinn og metinn, hjálpsamur en flíkaði því lítt, þar var ekki hans háttur. Hann sagði einu sinni. „Það er ekk- ert með það sem maður hefir gert, það er verra með það sem maður lét ógert.“ Stefanía og Ingvar gengu í hjónaband árið 1920 og þóttu glæsi- legt par og jafnræði með þeim. Hér virtist gæfan blasa við og allt leika í lyndi. Þau eignuðust fallegt heim- ili en þegar yngri sonurinn, Stefán, var aðeins 13 daga en eldri sonur- inn, Ágúst, á öðru ári knúði dauð- inn dyra og hin mæta móðir kvaddi sína tvo ungu sveina og ástkæran eiginmann. Maður spyr svo oft, hver er tilgangurinn, en svar við þeirri spurninga fæst líklega seint en trúin varir að eilífu og verður ávallt besta veganestið og lífið held- ur áfram. Ágúst var tekinn í fóstur til föð- ursystur sinnar, Sigríðar Loftsdótt- ur, og móðurbróður síns, Júlíusar Ingvarssonar, trésmíðameistara á Eyrarbakka, og ólst upp hjá þeim. Stefán fór í fóstur til móðurforeldra og síðar í háskólanám í Bandaríkj- unum, giftist þarlendri konu en hefur alltaf gott samband við fjöl- skyldu sína hér og heimsækir landið af og til. Þeir voru mjög samrýndir bræður í æsku. Ágúst gekk í Iðnskóla Reykjavík- ur og lauk þaðan prófí í bifvélavirkj- un. Hann vann að mestu við það starf en keyrði auk þess langferða- bíla. Síðustu árin vann hann hjá Strætisvögnum Kopavogs. Ágúst var mjög fríður drengur en fyrirferðarmikill og þarna hefur verið að bijótast um í honum orkan og dugnaðurinn sem síðar kom í ljós. Hann var einstakur atorku- maður, sívinnandi fýrir sjálfan sig og aðra og hlífði sér hvergi á hveiju sem gekk. Hann var sjúklingur til margra ára en aldrei heyrðist hann kvarta. Blömastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Stmi 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. Ég þakka fyrir myndina, sem ég á af Ágústi í huganum daginn áður en hann lést. Það var vitað mál að hann var helsjúkur en maður trúði því varla. Hann vildi fara að fá sjampó til að þvo sér um höfuðið því hann var snyrtimenni mikið en um nóttina var hann allur. Ég þakka fagran haustdag í sept- ember er hann keyrði til Þingvaila og vildi svo fara á Eyrarbakka en þá hefir hann verið að kveðja æsku- slóðimar. Hann stundaði íþróttir á yngri árum og þótti mjög góður íþrótta- maður, einnig var hann músíkalsk- ur og afburðagóður dansherra. Hann var mikill hagleiksmaður. Hamingju Ágústar tel ég ótví- rætt mesta er hann giftist eftirlif- andi konu sinni, Rögnu Friðriks- dóttur. Hún er dóttir hjónanna Sesselju Ásmundsdóttur og Friðriks Sigurðssonar, bónda á Gamla Hrauni, en þetta voru höfðingleg hjón í sjón og allri gerð. Ágúst byggði sér fallegt einbýlis- hús í Kopavogi og að því vann hann mikið sjálfur og kom þar hagleikur hans að góðum notum. Þar byggði hann fallegan blómaskála, sem ang- aði ilmi af fögrum rósum. Einnig höfðu þau hjón ræktað fagran blómagarð. Heimili þeirra var frá fýrstu tíð sannkallað kærleiksheim- ili. Þar sat gestrisni í fyrirrúmi jafnt fyrir unga sem aldna og mörgum hafa þau hjálpað svo lítið bar á. Hins vegar var þeim báðum jafn ósýnt að þiggja annarra manna hjálp eins og þeim var sýnt um að hjálpa öðrum. Það höfðu skipst á skin og skúr- ir eins og gerist oft í lífi manna en þeim tókst að vinna bug á erfiðleik- unum, sem er það sem gildir i lífinu og árangurinn var góður. Þau eignuðust 4 mannvænlega syni. Þeir eru allir kvæntir góðum konum, eiga börn og myndarleg heimili. Þeir eru: Johann, vélstjóri, f. 29.10. ’42, Garðar, trésmíða- meistari, f. 11.6. ’46, Ingvar, lífefn- Ágúst var frumburður foreldra sinna og fæddur í Reykjavík. For- eldrar hans voru Stefanía Ingvars- dóttir og Ingvar Loftsson skip- stjóri. Móðir hans dó af barnsförum er hún átti seinna barnið, einu og hálfu ári seinna. Þá leystist heimilið upp og Ágústi og Stefáni bróður hans var komið fyrir hjá ættingjum á sitt hvoru heimilinu á Eyrarbakka. Það var alla tíð kært með þeim bræðrum þó langt væri á milli eftir að Stefán settist að í Ameríku en áður hafði hann gengið menntaveginn hér heima. Um fermingaraldur byijar Ágúst að vinna fyrir sér og flyst til frænku sinnar í Reykjavík, Bergþóru Júlíus- dóttur, og manns hennar, Jóhannes- ar, og reyndust þau honum hið besta. Árið 1938 hóf hann nám í bifvélavirkjun hjá Páli Stefánssyni sem hann lauk 1942 og á því sama ári giftist hann eftirlifandi konu sinni Rögnu Friðriksdóttur. Þau eignuðust 4 mannvænlega syni, Jóhann f. 1942, Garðar f. 1946, Ingvar f. 1951 og Loft f. 1962. Einnig dvaldist á heimili þeirra um tíma nafni hans og sonarsonur Ágúst Jóhannsson sem hann vildi stuðla að, að kæmist til manns. Eftir að hafa unnið við bílavið- gerðir og akstur á ýmsum stöðum hóf hann störf á verkstæði Strætis- vagna Kópavogs 1. janúar 1967 við bíla- og vélaviðgerðir. Hann var lið- tækur og laginn við boddímálning- ar- og klæðningarvinnu. Það var því engin tilviljun að hin síðari ár varð aðalstarf hans viðgerðir á sætum og því um líku í strætisvögn- unum sem er bæði mikið og van- þakklátt starf. Honum fannst að unglingarnir bæru ekki mikla virð- ingu fyrir vinnuframlagi hinna vinnandi stétta. Hann lagði sig sannarlega allan fram um að gera við og lagfæra sætin, sem þau svo rifu, skáru, krössuðu út og eyðu- lögðu í algeru tilgangsleysi, þessar „samfélagslegu eignir" og skal þvl engan undra þótt hann væri stund- um „grimmur" í tali þegar um þver- bak keyrði I þessum efnum. Ágúst var einstaklega snyrtileg- ur, þrifinn og gekk vel um. Hann var lífsglaður, raungóður og hjálp- samur, hafði yndi af bókalestri og ferðalögum. Hann var fylginn sér og vissi hvað hann vildi, hann virt- ist brynja sig einhverskonar skráp en þegar inn úr honum var komið var hann bæði ljúfur og góður. Við samstarfsmenn hans vissum að hann gekk ekki heill til skógar, en áttum svo sannarlega ekki von á því að þegar við skiídum á föstu- degi, væri hann allur fjórum dögum síðar. Við þökkum honum sam- fylgdina og þarfar ábendingar á köflum. Við vottum eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hans. Karl Árnason t Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar og móður okkar, , JÓHÖNNU S. SIGHVATSDÓTTUR. Leifur Erlendsson, Soffia Katla Leifsson, Erlendur Óli Leifsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát föður míns og sonar, ÁSMUNDAR ARNARS GUÐJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til Eimskipafélags islands og starfsmanna í Sundahöfn. Birna Gyða Asmundsdóttir, Guðjón Pálsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR GUÐJÓNSSON múrari, Ljósheimum 22, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, laugardaginn 1. desember. Sólrún Pétursdóttir, Lárus Arnar Pétursson, Svanhildur Thorstenssen og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, . MARÍA ÍSAFOLD EMILSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavfk í dag, þriðjudaginn 4. desember, kl. 13.30. ÁsthildurTómasdóttir Gunnarsson, Torfi B. Tómasson, Anna Ingvarsdóttir, Sturla Gunnarsson, Sigríður María Torfadóttir, Tómas Ingi Torfason. t ÁGÚSTINGVARSSON bifvélavirki, Hraunbraut 38, Kópavogi, sem lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 28. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. desember kl. 15.00. Ragna Friðriksdóttir. t Útför sonar okkar, unnusta, fósturfööur, bróður og mágs, HJARTARODDSSONAR læknis, sem lést í Uppsölum í Svíþjóð þann 26. nóvember sl., verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. desember kl. 15.00. Soffía Ágústsdóttir, Oddur Rúnar Hjartarson, Sigrfður Jónsdóttir, Hrafnildur Kristinsdóttir, Ágúst Oddsson, Hulda Karlsdóttir, Kristján Oddsson, Berglind Steffensen, Sóley Hildur Oddsdóttir, Einar Dalberg Einarsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA THEÓDÓRA BJARNADÓTTIR, Hamraborg 18, Kópavogi, er lést aðfaranótt 30. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 5. desember kl. 10.30. Hrefna Birgisdóttir, Sigurjón Þórarinsson, Brynja Birgisdóttir, Kristín E. Guðjónsdóttir, Hafsteinn Hásler, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Björgvin Þórðarson, Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, Örn Kristján Arnarson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES ÞÓRÓLFSSON fyrrverandi lögregluþjónn, Brekkustíg 6b, Reykjavík, er lést i Hátúni I0b 24. nóvember, verður jarðsunginn frá nýju kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 5. deserrtber kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á MS-félag íslands. Steinunn Axelsdóttir, Hafdis Hannesdóttir, Þórey Hannesdóttir Baldur Pálsson, Nína Guðrún Baldursdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför OLGU GUÐBJARGAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, * Skólavegi 84, Fáskrúðsfirði. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.