Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 56

Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 fclk í fréttum STAÐGENGILL Minn kroppur — ekki Juliu að er ekki það nýjasta í frétt- um, að leikkonan Julia Ro berts kom, sá og sigraði í kvikmynd- inni „Pretty Woman“ og sé síðan eitt helsta kyntáknið í Hollywood og ein eftirsóttasta leikkonan í flestar kvikmyndir fyrir vestan haf. Fallegur kroppur ungfrúarinnar þótti njóta sín vel oft og tíðum í myndinni sem um ræðir þar sem hún lék á móti Richard Gere. Nú hefur hins vegar ung stúlka að nafni Shelly Michelle gengið fram fyrir skjöldu og lýst því yfir að í öllum tilvikum þar sem nekt er sýnd og ekki sér í andlit leikkonunnar hafi hún tínt af sér spjarirnar fyrir myndavélarnar en ekki stjarnan Julia Roberts. Þetta hafi ekki átt að fréttast, en þar sem hún telji hlut sinn hafa verið rýran vilji hún nú nota þessa uppákomu til þess að vekja á sér athygli ef það mætti verða til þess að hún slái í gegn í kvikmynda- eða sýningarbransan- um. Framleiðendur „Pretty Woman" hafa lítið viljað tjá sig um afhjúpan- Julia Roberts ir ungfrú Michelle, sem þykir nauðalík Roberts í vextinum. Ungfrú Michelle segir Juliu Roberts vera lítið fyrir að koma fram nakin í kvikmyndum þótt hún þvertaki ekki fyrir það í neyðartilvikum. Hins vegar hafi við bæst í þessu tilviki að hún hafí orðið fyrir miklum þrýstingi frá foreldrum sínum sem „séu sveitó“, að hafna hlutverkinu vegna nektarsenanna. Hún hafí ekki viljað sleppa tækifærinu, en & & && && && &&!&$&&&&&$ & & HhSMB!ÍÍMm|B|hI & Ljúfíir fordrykkur. Fjórrétta liátíðan'crður með eðal-borðvínum. Ræðumaður kvöldsins Davíð Oddsson Dansinn stíginn við undirleik hljómsveitar kvöldsins. Vinsamlegast gangið frá pöntunum fyrir 15. des. í síma 29900. ft % & Shelly Michelle ungfrú Michelle verið þess í stað fengin til að leika nektaratriðin og um leið hafi þess verið gætt að ekki sæist í andlit leikkonunnar er atriðin voru tekin upp. Svo mörg voru þau orð og ungfrú Michelle bætir við að svona lagað sé langt frá því að vera einsdæmi í kvikmyndunum fyrir vestan haf. Til dæmis hafi eitt atriði í kvik- myndinni „My stepmother is an ali- en“ með Kim Basinger í aðalhlut- verki verið þannig að mikið hafi verið gert úr fögrum fótleggjum aðalleikkonunnar, myndavélamar hafí suðað vel og lengi á leggjunum. En það hafí bara alls ekki verið leggir ungfrú Basinger, heldur hafi önnur fótleggjafegurri leikkona, Cathrine Oxenberg, verið fengin að láni í umrædda töku. Áhorfendur hafí ekki vitað eitt eða neitt, enda hafi ekki sést í andlit leikkonunnar í kvikmyndinni. TINLICL T0LKE.R5 Jakkar - Blússur - Buxur - Pils Húfur - Slæður - Sjöl - Treflar Skartgripir og belti í miklu úr- vali. Glæsilegur sparifatnaður Hár;x. (Ðpryði V Sérverslun Iláaleitisbraut 58-60 Sími 32347 JS Sendum i póstkröfu. VISA’ Rúnar Þór syngur um kletta. Hjördís Geirsdóttir syngur. PLÖTUUTGAFA Uppskeruhátíð Skífunnar Nú stendur sem hæst slagurinn í hljómplötuútgáfunni og flestar plötur komnar út sem koma út fyrir þessi jól. Steinar og Skífan eru sem fyrr atkvæða- mestu útgáfurnar og í síðustu viku hélt Skífan mikla uppskeru- hátíð í veitingastaðnum Amma Lú i Kringlunni. Skífan sendir frá sér að þessu sinni níu breiðskífur og á hlut að útgáfu þriggja til viðbóta, með ýmiskonar tónlist, allt frá bama- plötunni Barnaborg í plötu með íslenskum einsöngslögum sem Viðar Gunnarsson syngur. Á upp- skeruhátíðinni, sem var einkar fjölsótt, var tónlistin á plötunum tólf kynnt og meðal annarra tróðu upp Langi Seli og Skuggamir, Síðan skein sól, Hjördís Geirsdótt- ir og Rúnar Þór Pétursson. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Aðstandendur Skífunnar með Hermanni Gunnarssyni og Jjremur fjórðu af Síðan skein sól. Frá vinstri: Hermann, Jón Olafsson forstjóri Skífunnar, Helgi Björnsson söngvari, Pétur Kristjánsson útgáfustjóri, Eyjólfur Jóhannson gítarleikari og Ingólfur Sigurðs- son trommuleikari. ffub&igi&t SOKKAR OG SOKKABUXUR TÁKN UM GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.