Morgunblaðið - 04.12.1990, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
63
Ólympíuskákmótið í Novi Sad:
Sovétmenn Ólympíumeistarar, ís-
lenska sveitin líklega í sjöunda sæti
19. - g6, 20. Bxf7+! - Kxf7, 21.
Dxh7+ - Kf6
Skák
Karl Þorsteins
SOVÉTMENN sigruðu á Ólympíu-
skákmótinu í Novi Sad. Þeir sigr-
uðu íslensku skáksveitina með
tveimur og hálfum vinningi gegn
einum og hálfum vinningi í siðustu
umferð mótsins í gærkvöldi. Sov-
éska sveitin hlaut 39 vinninga á
mótinu. Lengst af virtist enska
skáksveitin örugg um að hreppa
annað sætið á mótinu óskipt uns
einum búlgarska skákmanninum
varð á hrapalleg mistök í viður-
eigninni gegn bandarísku sveit-
inni. Við sigurinn náði bandaríska
sveitin þeirri ensku að vinningum.
Islenska skáksvéitin má vel una
við árangurinn. Markmiðið var að
hafna á meðal tíu efstu sveitanna
og það náðist. Að öllum líkindum
endar sveitin í sjöunda sæti á
mótinu. Það ræðst af stigaútreikn-
ingi sem aðeins er hægt að fram-
kvæma eftir að öll úrslit liggja
fyrir.
Lokastaða efstu sveita í karla-
flokki varð þessi:
1. Sovétríkin 39 vinninga af 56
mögulegum.
2. -3. England 35‘/2
Bandaríkin 35'/2
4. Tékkóslóvakía 34V2
5. Júgóslavía 33‘/2 + biðskák
6. Kúba 33
7. -12. ísland 32*/2
Indland 32'/2
V-Þýskaland 32*/2
Holland 32'/2
Svíþjóð 32>/2
Júgóslavía - b 32‘/2
Það var ólán fyrir íslensku sveitina
að mæta þeirri sovésku í síðustu
umferð mótsins. Sovéska sveitin er
gríðarlega sterk og ekki heiglum
hent að glíma við þá snillinga sem
skipa sveitina. Meðalstig sveitarmeð-
lima eru t.d. 2645 Elo-skákstig.
Helgi Ólafsson mætti Gelfand á
fyrsta borði og stýrði svörtu tafl-
mönnunum. Helgi beitti drottningar-
bragði og fékk heldur þrengri stöðu
en rétti úr kútnum og vann skipta-
mun sem dugði samt ekki til vinn-
ings. Margeir Pétursson beitti
Nimzo-indverskri vörn gegn Arthur
Jusupov á öðru borði. Margeir tefldi
stíft til vinnings en Jusupov varðist
vel og um jafntefli var samið eftir
fimmtíu leiki. Á sömu leið endaði
viðureign Jóns L. Árnasonar og Jud-
asin. Jóhann Hjartarson tapaði hins
vegar gegn Bareev á fjórða borði
eftir að hafa haft vænlega stöðu
framan af. Árangur íslensku sveitar-
innar var góður og óheppni öðru
fremur má kenna um að hærra sæti
varð ekki raunin nú. í fyrstu umferð-
unum var taflmennskan ekki sann-
færandi hjá íslensku keppendunum
líkt og þeir væru seinir í gang. Hins-
vegar náðu þeir sér vel á strik í
seinni hluta keppninnar. Gunnar
Eyjólfsson, sem titlaður var andlegur
leiðtogi sveitarinnar, á þar örugglega
stóran hlut að máli. Með stórum sigri
gegn Portúgal í tólftu umferð komst
íslenska sveitin í tæri við toppsætin
og hélt sínu striki til enda þrátt fyr-
ir að andstæðingarnir í tveimur
síðustu umferðunum væru þeir sveit-
ir sem álitnar voru þær sterkustu á
mótinu. í síðari hluta mótsins var
nær eingöngu keyrt á aðalliðinu.
Þeir Björgvin og Héðinn tefldu þq'ár
skákir hvor og stóðu sig með sóma.
Kannski er það gagnrýnisvert að
veita þeim ekki fleiri tækifæri til
taflmennsku, en ég hygg þó að stefn-
an hafí verið rétt.
Jón L. Árnason sýndi snilldartakta
í viðureign sinni gegn enska stór-
meistaranum John Nunn í þrettándu
og næst síðustu umferð mótsins.
Viðureignin tók aðeins tvær og hálfa
klukkustund og leikirnir voru 26
þegar óvetjandi mát eða drottning-
artap blasti við Nunn. Viðureignin
var valin skák 12. umferðar á
Ólympíuskákmótinu.
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: John Nunn (England)
1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5
- a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7,
6. Hel - b5, 7. Bb3 - 0-0, 8. a4
Jón hefur engan áhuga að tefla
gegn Marshall-árásinni svokölluðu
sem kemur upp eftir 8. c3 — d5, 9.
exd5 — Rxd5, 10. Rxe5.
8. - Bb7, 9. d3 - d6, 10. Rc3 -
Ra5, 11. Ba2 - b4, 12. Re2 - c5,
13. c3 — bxc3
Nunn þekkir vel til byijunarinnar.
í skák gegn Nijoer í Wijk aan Zee
Biðröðum eftir greiðslumati senn lokið:
Bankar og sparisjóð-
ir koma til með að
framkvæma matið
BIÐRÖÐUM lyá Húsnæðisstofnun ríkisins eftir greiðslumati í tengsl-
um við húsbréfakerfið verður útrýmt í febrúar á næsta ári, er bank-
ar og sparisjóðir í samvinnu við verðbréfafyrirtæki munu taka upp
framkvæmd matsins. Þetta kom fram í máli Tryggva Pálssonar
bankastjóra íslandsbanka á almennum fundi um húsnæðismál sem
Samband ungra sjálfstæðismanna og málefnanefnd Sjálfstæðis-
flokksins um húsnæðismál efndu til í síðustu viku.
Frá 15. febrúar mun greiðslumat
væntanlegra húsnæðiskaupenda
ekki einungis fara fram hjá Hús-
næðisstofnun, heldur jafnframt í
bönkum og sparisjóðum.
„Með þessu verður tekinn upp
ákveðinn þjónustustaðall, sem með-
al annars felur það í sér að frá
þeim tíma að öll gögn liggja fyrir
frá umsækjanda á stofnunin sem
þjónustuna veitir að gefa sitt mat
og vera búin að vinna það á viku
hið lengsta," sagði Tryggvi.
Hann sagði jafnframt að vissar
forsendur væru fyrir því að banka-
kerfið gæti farið að keppavið opin-
bera kerfið í að veita löng stofnlán
fyrir húsbyggjendur og kaupendur.
„Það er staðreynd að í gegnum
vaxtastefnu eru innlánin meiri og
það er lfka vilji hjá lífeyrissjóðum
Andstæðingar:
a js
&> á
'Z g
■D b.
K
'rt ~
rt a>
í 5 "5
i5 b bO
•o ^
& 5 a t
»3 Cð i O
^ co < a.
S |
c o Vinn. Skákir
w cn
HcIkí Ólafsson 0 1 ‘h 0 1 1 0 Vi Vi 1 'h ‘h 6'/i 12
Marfreir Pétursson 0 ‘h 1 1 'h 'h 'h 1 'h 0 1 0 ‘h 7 13
Jón L. Ámason 'h 1 0 'h 1 1 1 0 'h 'h 1 'h 7 'h 12
Jóhann Hjartarson 1 1 >h I 0 1 'h 'h 1 'h 1 ‘h 0 8'/i 13
Héðinn Steinerímss. 1 'h 0 U/i 3
Björgvin Jónsson 1 0 'h \'h 3
Vh 4 1 'h 2'h 21/! 2>/i 3‘/i 2Vi 2 2 l'/i 3'/i 2 l'/2 32 'h
1990 lék hann 13. — c4!?. Nunn skýr
ir skákina ýtarlega í júgóslavneska
skákritinu Informator og álítur færi
hvíts betri í framhaldinu sem tefldist
14. cxb4 — cxd3, 15. Rc3 — Rc6,
16. Bd5 - Hb8, 17. b5 - Rb4, 18.
Bxb7 - Hxb7, 19. bxa6 - Ha7, 20.
Bg5!.
14. bxc3 - c4!?, 15. Rg3 - Rd7
Nunn lék 15. — Dc7 gegn Ehlvest
á Ólympíuskákmótinu í Þessalóniku
fyrir tveimur árum. Sá leikur var
gagnrýndur og stungið upp á 15. —
g6,16. Bh6 — He8, eða riddaraleikn-
um sem endurbót. Nú þjónar 16. Bh6
— He8, eða riddaraleiknum sem end-
urbót. Nú þjónar 16. Rf5 litlum til
gangi vegna 16. — Rc5.
16. Ba3 - He8?
Ráðlegra er 16. — g6 til þess að
hindra stökk riddarans í átt að svörtu
kóngsstöðunni. Eftir 17. d4 — Dc7
eru möguleikarnir á báða bóga.
17. Rf5 - Dc7, 18. Rd2!
Mjög snjall leikur sem skilur við
svartan á vonarveli. Hvítur hótar
einfaldlega að vinna peðið á c4 í
næsta leik og 18. — Rb6 dugar
skammt vegna 19. Bb4.
18. - cxd3, 19. Dh5
Það er ekki erfitt að skýra þennan
hluta skákarinnar. Við mátbótun í
tveimur leikjum á svartur aðeins eitt
svar.
Svartur er í úlfakreppu. Ekki er
ljóst hvort 22. Dg7+ — Ke6, 23.
Dxg6+ — Rf6, 24. Rg7+ leiði til
vinnings eftir 24. — Kd7, 25. Df5+
— Kc6. Leikur Jóns er miklu sterkari.
22. He3!
Hvítum liggur ekkert á. Nú er
hótunin 23. Hf3 og mát fylgir í kjöl
farið. Við því á svartur aðeins eitt
svar.
22. - Rf8, 23. Dh8+! - Kf7
Meiri mótspyrna veitti 23. — Ke6.
Eftir 24. Dh3 hótar hvítur m.a. 25.
Rh6+! - Kf6, 26. Hf3+ - Kg7, 27.
Hf7+ - Kh8, 28. Rf5+ - Kg8, 29.
Hg7 mát. Eftir þvingað svar 24. —
Kd7 getur hvítur valið um að leika
25. Rxd6+ — Kc6, 26. Rxe8 eða 25.
Rxe7+ — Kxe7, 26. Hxd3. Ef ég
þekki Jón rétt hefur hann verið með
vinningsleið á reiðum höndum. Nú
lýkur hann skákinni snyrtilega.
24. Hf3! - gxf5, 25. Dh5+ -
Rg6, 26. Dxf5
Hér gafst Nunn upp. Svartur er
mát eða missir drottninguna eftir 26.
- Kg7,27. Df7+ - Kh6,28. Hh3+.
til að veita eitthvert fé eftir öðrum
farvegi heldur en í gegnum opin-
beru sjóðina. Valkosturinn sem
bankarnir hafa í dag hvað þetta
varðar er sá að byija með dýrari
lán, þar sem starfsskilyrði banka
eru allt önnur en hins opinbera
kerfis, en bankarnir hafa það þó
fram yfir að vitað er að viðbótar-
kostnaðurinn við að taka yfir þessa
þjónustu er mjög lágur auk þess
sem hægt er að bjóða mikið meiri
sveigjanleika í greiðsluflæðinu,"
sagði Tryggvi.
Á fundinum tilkynnti Geir
Haarde alþingismaður, að hann
ætli að leggja fram innan tíðar
frumvarp með það að markmiði að
liðka til fyrir þessari starfsemi ban-
kanna.
4>
... - •!~5
FORLAGIÐ
LAUGAVEGM8, SÍMI91 -25188
LIÓÐ NÁMIIVÍÍLU
SIGURÐUR PÁLSSON
Sigurður pálsson er ótvírætt í fremstu röð íslenskra Ijóðskálda,
og hver ný ljóðabók frá hans hendi er bókmenntaviðburður. Þetta
er þriðja og síðasta bókin í flokki ljóðnámubókcmna. Lífskraftur,
íhygli og óvæntar líkingar einkenna þessi ljóð, hvort sem kveikja þeirra
eru heimsviðburðir líðandi stundar eða hjartans mál mannsins.
Sem fyrr sýnir Sigurður meistarasnið þegar hann bregður á leik með
hversdagsmyndir og gefur þeim gildi handan hversdagsins. Hér togast á
ísmeygileiki, ofsafenginn galsi og sár alvara. Úr þeirri togstreitu spretta
ljóð sem eru hvort tveggja í senn - opinská og dularfull.
AUKR507-37