Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 26

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 n Hannbal Valdimarsson Þór Indriðason Bók um Hannibal Valdimarsson LÍF OG SAGA hefur gefið út bók- ina Hannibal Valdimarsson og samtíð hans eftir Þór Indriðason. í formála segir Þór m.a.: „Eftir að ég hafði tekið af mér að skrifa sögu Hannibals velti ég fyrir mér á , hvern hátt nálgast skyldi verkið. Víst var að ekki yrði skrifuð hefð- bundin ævisaga heldur rakinn stjóm- ; málaferill - Hannibals og störf hans iað verkalýðsmálum.“ „Á ísafirði vann Alþýðuflokkurinn snemma glæsta sigra og forystu- menn hans í bænum voru lengi á meðal helstu leiðtoga flokksins. Hannibal Valdímarsson tilheyrði þessari forystusveit og uppvaxtar- saga hans í stjómmálum verður ekki sögð án þess að meðfram verði rakin saga Alþýðuflokksins á ísafirði. . Sama gildur um sögu verkalýðs- hreyfingar á Vestfjörðum og störf Hannibals á vettvangi verkalýðsbar- áttunnar." „Þetta fyrsta bindi sögu Hanni- bals skiptist í tvo hluta. í þeim fyrri, sem er eins konar inngangur að verk- inu, er fjallað um aldarbrag á ísafírði, áratuginn um aldamót og upphaf alþýðuhreyfinga við Djúp. Seinni hluti bókarinnar, sem hefur að geyma meginmál hennar, fjallar um Hannibal Valdimarsson og ísfirska jafnaðarmenn á dögum rauða bæjar- ins þann tíma sem Alþýðuflokkurinn réð meirihluta bæjarstjómar. Fyrra bindi lýkur við lok ársins 1945. Þau áramót eru valin til. bókaskipta þar sem þá missti Alþýðuflokkurinn meirihluta sinn í bæjarstjórn og þar með lauk hinum goðsögulega tíma ísafjarðarkrata. Um svipað leyti verða einnig þáttaskil í stjórnmála- sögu Hannibals þegar hann er fyrst kosinn á þirig um mitt ár 1946,“ Bókin er 378 bláðsíðúr. Læknisævi á Landakoti Bókmenntir Sigurjón Björnsson Dr. Bjarni Jónsson: A Landakoti. Setberg, Reykjavík, 1990, 256 bls. Það er hægt að hafa margan hátt á ritun endurminninga. Súmir rita hálfa bók um bernsku sína og æskuár og síðari hluti er svo skýrsla um lífshlaup fullorðinsáranna, eink- amál, afrek éða samferðamenn eða þá að menn telja sig eiga harma að hefna. Afar er þetta misvel gert og hlutföll efnisþátta ólík. Dr. Bjarni Jónsson, fyrrum yfir- læknir á Landakotsspítala og einn af kunnustu og virtustu læknum þessa lands, hefur allt annan hátt á minningaskrifum sínum. Hann minnist hvorki á ætt né uppruna, æsku né einkahagi og afrekaskrá er hér ekki að finna. Bókin heitir Á Landakoti. Þar hefur verið vinnustaður höfundar og starfsvettvangur um nærfellt hálfrar aldar skeið. Sögusvið bókar er Landakot. Fer ekki á milli mála að honum þykir vænt um þann stað. Hugarþel tryggðar og- væntum- þykju Iýsir af næstum hverri blað- síðu. Það eru lánsamir menn sem svo er farið. Enda þótt höfundur segi í formála að pistlar hans séu ekki saga Landakotsspítala eru hér engu að síður drjúg föng dregin til þeirrar sögu. Lesandi fær innsýn í hvernig þessi spítali verður til og hvernig hann þróast. Einkum er hinu stórmerka og fórnfúsa starfi St. Jósepssystra gerð góð skil. Var það vissulega ekki seinna vænna að einstakt líknarstarf þeirra fengi verðuga umfjöllun. Dr. Bjarni kallar bók sína „pistla". Það er að vissu leyti rétt- nefni. Kemur þá að því hvernig bókin er saman sett. Höfundur hef- ur þann hátt á að hann grfpur til reynslu sinnar og minninga á einu eða öðru sviði starfsferils síns og virðist það ávallt í ákveðnum til- gangi gert. Af sjóði reynslu sinnar vill hann draga lærdóma. Hann leit- ast yfirleitt við að svara einhveijum spurningum. Hvaða lærdóma má draga af störfum sumra fyrirrenn- ara hans í læknastétt og sem starf- áð hafa á Landakoti? Til þess að svara því þarf hann vitaskuld að lýsa þeim að nokkru og gera grein fyrir störfum þeirra. Hvernig fer best á að stunda sjúklinga? Reynsl- an á Landakoti svarar því að nokkru. Á einn læknir að bera ábyrgð á sjúklingi sínum eða á hún að skiptast á milli margra? Hér má margt læra af fyrirkomulagi á Landakoti og gerð er skilmerkileg grein fyrir því. Og svo kemur hin stóra spurning: Hvernig á að reka sjúkrahús? Svar við því má le'sa úr mörgum pistlum. Engum dylst sem þessa bók les að dr. Bjarni ber þungan hug til Systur í Landakoti 1947. TILISLENSKU BOKMENNTA VERÐLAUNANNA SEIi/i FORSETIISLANDS VEITIR. PERLUR í NÁTTÚRU ÍSLANDS Fegurð landsins er meginstef þessarar bókar og aldrei hefur íslenskt landslag birst mönnum á prenti á jafn áhrifamikinn hátt. Þetta verk dýpkar skilning okkar á landinu svo við fáum enn betur notið samvistanna við það. HVERSDAGSHÖLLIN er saga um íslenska fjölskyldu, drauma og þrár, vonbrigði og gleði. Þetta er í senn grátbrosleg og grípandi bók, skrifuð á þann hátt sem Pétri Gunnarssyni einum er lagið. Bók sem ber þess vitni að Kristján Árnason hefur óvenjulegt vald á hefð Ijóðlistarinnar sem og nýjungum hennar. Tónninn er stundum hátíðlegur og stundum galsafenginn, en alltaf sannur. Fjölbreytt og hrífandi Ijóðabók. '1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.