Morgunblaðið - 13.12.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.12.1990, Qupperneq 28
es 28 oeet »:daM3aaa ,ei huoagutmmi1? oiiGAjavtuoaoM MÖRGUNBLAÐÍÐ FIMMTÚDÁGURT3“T)ESÉMBERn990 Árstíðiraarí Langholtskirkj u Einleikarar kvöldsins talið frá vinstri: Andrzej Kleina, Laufey Sigurðardóttir, Bryndís Pálsdóttir og Lin Wei. eftir Rafn Jónsson Fyrstu tónleikar í grænni tón- leikaröð Sinfóníuhljómsveitar ís- lands verða haldnir í Langholts- kirkju fimmtudaginn 13. desemb- er og hefjast kl. 20.00. Ungur íslenskur hljómsveitarstjóri, Guð- mundur Oli Gunnarsson, mun þar þreyta frumraun sína sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar- innar. Á efnisskránni verða þrjú verk: Árstíðirnar eftir Vivaldi, Svíta nr. 2 eftir Respighi og Pulcinella svítan eftir Stravinskí. Einleikararnir og hljómsveitarsljórinn Einleikarar kvöldsins verða fjórir, allir fiðluleikarar úr Sin- fóníuhljómsveitinni og leikur hver um sig einn konsert úr Árstíðun- um, vor, sumar, haust og vetur. Bryndís Pálsdóttir (vor) hóf fiðlunám atta ára gömul hjá Katrínu Árnadóttur í Bama- músíkskóla Reykjavíkur. Þremur árum síðar gerðist hún nemandi Bjöms Ólafssonar í Tónlistarskó- lanum í Reykjavík og lauk einleik- araprófi þaðan vorið 1984. Bryndís stundaði framhalds- nám í fjögur ár við Juilliard-skól- ann í New York og lauk þaðan BM-prófí voríð 1987 og masters- gráðu ári seinna. Að námi loknu sótti hún einkatíma í Amsterdam í Hollandi í eitt ár. Frá árinu 1989 hefur Bryndís .verið fastráðinn fíðluleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Laufey Sigurðardóttir (sum- ar) hóf fiðlunám hjá Gígju Jó- hannsdóttur í Bamamúsíkskólan- um og lauk einleikaraprófí frá Tónlistarskólanum i Reykjavík 1974. Næstu sex ár nam hún í Boston í Bandaríkjunum. Laufey hefur einnig tekið þátt í ýmsum námskeiðum, og 1984-1985 var hún styrkþegi ítalska ríkisins og dvaldi í Róm. Laufey hefur starfað um árabil með Sinfóníuhljómsveit íslands. Lin Wei (haust) fæddist í Kan- ton í Kína 1964. Sjö ára að aldri hóf hún að sækja fiðlutíma hjá föður sínum, prófessor Lin Yao- Ji, en hann er yfirmaður fiðlu- deildar Tónlistarskólans í Peking. Fimmtán ára að aldri hóf hún formlegt nám við Tónlistarskól- ann í Peking. Árið 1985 hélt hún til Lundúna, styrkt af Guildhall- tónlistarháskólanum og lauk það- an tveggja ára einleikaranámi hjá Yfrah Neaman. Lin Wei kom til íslands 1988 eftir að hafa verið ráðin til að leika með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Andrzej Kleina fæddist í Gdansk í Póllandi 1956. Hann stundaði þar tónlistamám, m.a. við Tónlistarháskólann í Gdansk á árunum 1975-1980. Á námsá- rum sínum þar lék hann með balt- nesku fílhannóníusveitinni í Gdansk. 1981-1987 lék hann í pólsku fílharmóníukammersveit- inni í Gdansk. Hljómsveitin hélt víða tónleika í Austur- ög Vestur- Evrópu óg Bandaríkjunum. Frá 1988 hefur Andrzej Kleina leikið með Sinfóníuhljómsveit Islands sem 3. konsertmeistari. Hljómsveitarstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson. Hann lærði í Tónlistarskólanum í Reýkjavík og Kópavogi. Hann fór síðan til náms við Tónlistarháskól- ann í Utrecht í Hollandi og tók lokapróf þaðan í hljómsveitar- stjórn sl. vetur. Hann hefur sótt námskeið í hljómsveitarstjórn í Östersund, Norrköping og Stokk- hólmi og í vetur er hann við nám hjá Jorma Panula í Helsinki, en Panula var einmitt aðalkennari Petri Sakari, meðan hann var við nám í Sibeliusarakademíunni'. Guðmundur Óli stjómaði um þriggja ára skeið hljómsveit áhugafólks í Utrecht. Hann hefur komið fram sem stjómandi Kammersveitar Reykjavíkur og er stjómandi Caput sveitarinnar í Reykjavík og ennfremur einn af stjómendum Islensku hljómsveit- arinnar. Guðmundur Óli var stjómandi Háskólakórsins sl. vet- ur og stjómaði 'frumflutningþ á kirkjuóperunni „Abraham og ís- ak“ eftir John Speight á listahátíð ’90 sl. sumar. Tónskáldin og verk þeirra Antonio Vivaldi fæddist í Fen- eyjum árið 1675. Hann lærði til prests, en fljótlega eftir prestv- ígslu hneigðist hugur hans frá prestskapnum. Hann hafði lært á fíðlu sem barn og á árinu 1703 hóf hann störf við munaðarleys- ingjahæli fyrir stúlkur, sem í raun var hálfgerður tónlistarskóli. Þarna var hann í hlutverki fíðlu- leikara, kennara og forstöðu- manns allt fram til 1740. Mikið af tónsmiðum hans er samið fyrir hljómsveit munaðarleysingjahæl- isins og má af því ráða að alls ekki var um viðvaninga í tónlist að ræða. Eftir að Vivaldi lét af störfum á munaðarieysingjahæl- inu 1740, í kjölfar hneykslismáls, flutti hann til Vínar þar sem hann lést í sárri fátækt 1741. Vivaldi var gífurlega afkastam- ikið tónskáld. Hann samdi á bilinu 400-600 koserta fyrir ýmis hljóð- færi, flesta fyrir fíðlu. Auk þess liggja eftir hann u.þ.b. 50 ópemr og vitað er að hann samdi mun fleiri, sem hafa glatast í tímans rás. Árið 1725 gaf Vivaldi út tylft konserta, þar sem fyrstu 4 kon- sertarnir voru kaliaðir Árstíðirnar 4. Þeim fylgdi texti á sonnettu- formi sem talið er að sé eftir Vi- valdi, þar sem fjallað var um árst- íðirnar og átti tónlistin að túlka mismunandi einkenni þeirra. Vivaldi var nokkuð þekkt tón- skáld á sínum tíma og má til dæmis nefna að J.S. Bach umrit- aði marga konserta Vivaldis fyrir orgel. Eftir dauða Vivaldis féllu tónsmíðar hans í gleymsku og það er ekki fyrr en um miðja þessa öld sem áhugi fer aftur að vakna á verkum hans. Það voru einmitt Árstíðirnar sem kveiktu þennan áhuga, en þær voru fyrst hljóðrit- aðar 1948 og í kjölfarið óx áhugi á verkum Vivaldis mjög hratt. Nú er svo komið að Árstíðimar eru til í tugum eða hundruðum útgáfa og stöðugt er verið að gefa út önnur verk Vivaldis. Igor Stravinskí (1882-1971) samdj Pulcinella svítuna fyrir bal- let árið 1920 og byggði hana á tónlist ítalska barokk tónskáldsins Pergolesi (þess má geta að Pic- asso hannaði leikmyndina fyrir ballettinn). Mikið af frægustu tón- list Stravinskís er einmitt samin fyrir ballet og er t.d. hægt að nefna Eldfuglinn (1910), Petrus- hku (1911) og Vorblótið (1913), eitthvert mesta tímamótaverk í tónlist á fyrri hluta 20. aldarinn- ar. Pulcinella er rússnesk þjóð- sagnapersóna og fjallar svítan um ævintýri hans. Ottorino Respighi (1879- 1936) var ítalskt tónskáld og fiðluleikari. Hann var prófessor í tónsmíðum í Róm og stundaði jafnframt tónsmíðar og tónleika- ferðir. Svíta nr. 2, gefin út 1923, er hluti af stærra verki, Forn lög og dansar, byggðu á verkum eftir ítölsk 16. og 17. aldar tónskáld og þykir honum hafa tekist sérs- taklega vel upp við að færa þessi gömlu verk til nútímans. Eins og áður sagði verða tón- leikarnir í Langholtskirkju að þessu sinni. Miðar og áskrift- arskírteini á grænu tónleikaröðina eru seldir á skrifstofu Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Háskólabíói. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuh Ijóms veitarinnar. JOLAGJÖFINIAR BI6 FOOT STÓRU, LITLU SKÍÐIN Fyrir alla hressa krakka og ungl- inga og jafnvel fullorðna líka. BIG FOOT er einnig upplagður með ó vélsleðann. BIG FOOT er með ósettum binding- um og passar fyrir alla skíðaskó og margar gerðir af gönguskóm. Verð: BIG F00T með bindingum kr. 9.900 BIG F00T skíðastafir kr. 3.700 BIG FOOT taska kr. 680 BIG FOOT bakpoki kr 1.900 BIG FOOT anorak kr. 5.600 Útsölustaðir: Akranes: Pipulagningaþjónustan, Ægisbr. 27. ^ Borgomes: Borgarsport, Borgarbrout 58. Grundorfjörður: Blómsturvellir, Munoðorhóli 25. Bolungarvík: Versl. Jóns Fr. Einarssonar. isafjörður: Sporthloðon, Silfurtorgi 1. Blönduós: Kf. Húnvetninga, Húnabraut 4. Siglufjörður: Bensínstöðin^Tjarnargötu. Dolvik: Sportvík, Hofnarbrout 5. Akureyri: Skiðaþjónustan, Fjölnisgötu 4b. Húsavík: Kf. Þingeyinga, byggingavörud. v__ Egilsstaðir: Versl. Skógar, Dynskógum 4. Eskifjörður: Verslunin Sjómonn, Kirkjustig 1. Neskaupstaður,- Varohlutoversl. Vik, Hafnarþraut 17. Reyðorfjörður: Versl. Lykill, Búðoreyri 25. Djúpivogur: B.H. búðin, Borgarlandi 12. Selfoss: Versl. Ölfusó, Eyrarvegi 5. Keflovík: Reiðhjólaverkstæði M.HJ., Hafnargötu 55. Hafnarfjörður: Músik og Sport, Reykjovíkurv. 60. Ármúla 40, sími 35320 AMR Heimur Hávamála eftir Hermann PáJsson BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út nýtt rit eftir dr. Hannes Pálsson prófessor í Edin- borg. Heitir það Heimur Háva- mála. Útgefandi kynnir bókina svo á kápu: „Hávamál eru í hópi þeirra kvæða sem hver hugsandi íslend- ingur telur sér skylt að lesa af gaumgæfni, ekki einungis í því skyni að kynnast Óðni „hinum Háva“, höfuðskáldi allra norrænna þjóða frá upphafí vega, heldur einn- ig til að fræðast um mannleg verð- mæti og vandamál af vörum hins foma goðs. En með því að kvæðið er myrkt á köflum telja spekingar rétt að lesa það í ljósi þeirra rita sem skáldið kann að hafa numið á sínum tíma. Á hinn bókinn þykir fróðlegt að veita einhver skil á Hallgrími Péturssyni og öðrum meisturum sem færðu sér Hávamál í nyt. Fyrsti kaflinn á Heimi Hávamála eftir Hermann Pálsson í Edinborg fjallar um eðli þeirra og gerð, hinn næsti rekur heilræði og önnur spak- mæli í réttri stafrófsröð. Þriðji bálk- ur er um hugmyndir í hinu forna kvæði, þar er vikið að- kenningum Óðins um konur og ástir, vináttu og víðförli, hugrekki og siðgæði, glaðlyndi, gjafmildi, hófsemi, örlög og önnur atriði sem Óðni voru sér- staklega hugfólgin. Þessu næst fylgja kaflar um forn minni, píslir Óðins og rúnir, galdur og latnesk spekiorð frá fyrri öldum sem hníga í sömu átt og kenningar Hávamála. Að lokum fylgja skrár um þau forn- Hermann Pálsson rit og önnur hjálpargögn sem stuðst er við. Heimur Hávamála er fjórða bind- ið í flokknum íslensk ritskýring, en áður hafa birst þar: Uppruni Njálu og hugmyndir (1984), Leyndarmál Laxdælu (1986) og Mannfræði Hrafnkels sögu og frumþættir (1988).“ Heimur Hávamála er 300 bls. að stærð. Höfundur helgar ritið Menntaskólanum á Akureyri. Prentsmiðja Hafnarfjarðar vann bókina, en kápu gerði Sigurður Öm Brynjólfsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.