Morgunblaðið - 13.12.1990, Qupperneq 28
es
28
oeet »:daM3aaa ,ei huoagutmmi1? oiiGAjavtuoaoM
MÖRGUNBLAÐÍÐ FIMMTÚDÁGURT3“T)ESÉMBERn990
Árstíðiraarí
Langholtskirkj u
Einleikarar kvöldsins talið frá vinstri: Andrzej Kleina, Laufey
Sigurðardóttir, Bryndís Pálsdóttir og Lin Wei.
eftir Rafn Jónsson
Fyrstu tónleikar í grænni tón-
leikaröð Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands verða haldnir í Langholts-
kirkju fimmtudaginn 13. desemb-
er og hefjast kl. 20.00. Ungur
íslenskur hljómsveitarstjóri, Guð-
mundur Oli Gunnarsson, mun
þar þreyta frumraun sína sem
stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar-
innar. Á efnisskránni verða þrjú
verk:
Árstíðirnar eftir Vivaldi, Svíta
nr. 2 eftir Respighi og Pulcinella
svítan eftir Stravinskí.
Einleikararnir og
hljómsveitarsljórinn
Einleikarar kvöldsins verða
fjórir, allir fiðluleikarar úr Sin-
fóníuhljómsveitinni og leikur hver
um sig einn konsert úr Árstíðun-
um, vor, sumar, haust og vetur.
Bryndís Pálsdóttir (vor) hóf
fiðlunám atta ára gömul hjá
Katrínu Árnadóttur í Bama-
músíkskóla Reykjavíkur. Þremur
árum síðar gerðist hún nemandi
Bjöms Ólafssonar í Tónlistarskó-
lanum í Reykjavík og lauk einleik-
araprófi þaðan vorið 1984.
Bryndís stundaði framhalds-
nám í fjögur ár við Juilliard-skól-
ann í New York og lauk þaðan
BM-prófí voríð 1987 og masters-
gráðu ári seinna. Að námi loknu
sótti hún einkatíma í Amsterdam
í Hollandi í eitt ár. Frá árinu 1989
hefur Bryndís .verið fastráðinn
fíðluleikari í Sinfóníuhljómsveit
íslands og kennari við Tónlistar-
skólann í Reykjavík.
Laufey Sigurðardóttir (sum-
ar) hóf fiðlunám hjá Gígju Jó-
hannsdóttur í Bamamúsíkskólan-
um og lauk einleikaraprófí frá
Tónlistarskólanum i Reykjavík
1974. Næstu sex ár nam hún í
Boston í Bandaríkjunum. Laufey
hefur einnig tekið þátt í ýmsum
námskeiðum, og 1984-1985 var
hún styrkþegi ítalska ríkisins og
dvaldi í Róm. Laufey hefur starfað
um árabil með Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Lin Wei (haust) fæddist í Kan-
ton í Kína 1964. Sjö ára að aldri
hóf hún að sækja fiðlutíma hjá
föður sínum, prófessor Lin Yao-
Ji, en hann er yfirmaður fiðlu-
deildar Tónlistarskólans í Peking.
Fimmtán ára að aldri hóf hún
formlegt nám við Tónlistarskól-
ann í Peking. Árið 1985 hélt hún
til Lundúna, styrkt af Guildhall-
tónlistarháskólanum og lauk það-
an tveggja ára einleikaranámi hjá
Yfrah Neaman.
Lin Wei kom til íslands 1988
eftir að hafa verið ráðin til að
leika með Sinfóníuhljómsveit Is-
lands.
Andrzej Kleina fæddist í
Gdansk í Póllandi 1956. Hann
stundaði þar tónlistamám, m.a.
við Tónlistarháskólann í Gdansk
á árunum 1975-1980. Á námsá-
rum sínum þar lék hann með balt-
nesku fílhannóníusveitinni í
Gdansk. 1981-1987 lék hann í
pólsku fílharmóníukammersveit-
inni í Gdansk. Hljómsveitin hélt
víða tónleika í Austur- ög Vestur-
Evrópu óg Bandaríkjunum. Frá
1988 hefur Andrzej Kleina leikið
með Sinfóníuhljómsveit Islands
sem 3. konsertmeistari.
Hljómsveitarstjóri verður
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Hann lærði í Tónlistarskólanum í
Reýkjavík og Kópavogi. Hann fór
síðan til náms við Tónlistarháskól-
ann í Utrecht í Hollandi og tók
lokapróf þaðan í hljómsveitar-
stjórn sl. vetur. Hann hefur sótt
námskeið í hljómsveitarstjórn í
Östersund, Norrköping og Stokk-
hólmi og í vetur er hann við nám
hjá Jorma Panula í Helsinki, en
Panula var einmitt aðalkennari
Petri Sakari, meðan hann var við
nám í Sibeliusarakademíunni'.
Guðmundur Óli stjómaði um
þriggja ára skeið hljómsveit
áhugafólks í Utrecht. Hann hefur
komið fram sem stjómandi
Kammersveitar Reykjavíkur og
er stjómandi Caput sveitarinnar
í Reykjavík og ennfremur einn af
stjómendum Islensku hljómsveit-
arinnar. Guðmundur Óli var
stjómandi Háskólakórsins sl. vet-
ur og stjómaði 'frumflutningþ á
kirkjuóperunni „Abraham og ís-
ak“ eftir John Speight á listahátíð
’90 sl. sumar.
Tónskáldin og verk þeirra
Antonio Vivaldi fæddist í Fen-
eyjum árið 1675. Hann lærði til
prests, en fljótlega eftir prestv-
ígslu hneigðist hugur hans frá
prestskapnum. Hann hafði lært á
fíðlu sem barn og á árinu 1703
hóf hann störf við munaðarleys-
ingjahæli fyrir stúlkur, sem í raun
var hálfgerður tónlistarskóli.
Þarna var hann í hlutverki fíðlu-
leikara, kennara og forstöðu-
manns allt fram til 1740. Mikið
af tónsmiðum hans er samið fyrir
hljómsveit munaðarleysingjahæl-
isins og má af því ráða að alls
ekki var um viðvaninga í tónlist
að ræða. Eftir að Vivaldi lét af
störfum á munaðarieysingjahæl-
inu 1740, í kjölfar hneykslismáls,
flutti hann til Vínar þar sem hann
lést í sárri fátækt 1741.
Vivaldi var gífurlega afkastam-
ikið tónskáld. Hann samdi á bilinu
400-600 koserta fyrir ýmis hljóð-
færi, flesta fyrir fíðlu. Auk þess
liggja eftir hann u.þ.b. 50 ópemr
og vitað er að hann samdi mun
fleiri, sem hafa glatast í tímans
rás.
Árið 1725 gaf Vivaldi út tylft
konserta, þar sem fyrstu 4 kon-
sertarnir voru kaliaðir Árstíðirnar
4. Þeim fylgdi texti á sonnettu-
formi sem talið er að sé eftir Vi-
valdi, þar sem fjallað var um árst-
íðirnar og átti tónlistin að túlka
mismunandi einkenni þeirra.
Vivaldi var nokkuð þekkt tón-
skáld á sínum tíma og má til
dæmis nefna að J.S. Bach umrit-
aði marga konserta Vivaldis fyrir
orgel. Eftir dauða Vivaldis féllu
tónsmíðar hans í gleymsku og það
er ekki fyrr en um miðja þessa
öld sem áhugi fer aftur að vakna
á verkum hans. Það voru einmitt
Árstíðirnar sem kveiktu þennan
áhuga, en þær voru fyrst hljóðrit-
aðar 1948 og í kjölfarið óx áhugi
á verkum Vivaldis mjög hratt.
Nú er svo komið að Árstíðimar
eru til í tugum eða hundruðum
útgáfa og stöðugt er verið að
gefa út önnur verk Vivaldis.
Igor Stravinskí (1882-1971)
samdj Pulcinella svítuna fyrir bal-
let árið 1920 og byggði hana á
tónlist ítalska barokk tónskáldsins
Pergolesi (þess má geta að Pic-
asso hannaði leikmyndina fyrir
ballettinn). Mikið af frægustu tón-
list Stravinskís er einmitt samin
fyrir ballet og er t.d. hægt að
nefna Eldfuglinn (1910), Petrus-
hku (1911) og Vorblótið (1913),
eitthvert mesta tímamótaverk í
tónlist á fyrri hluta 20. aldarinn-
ar. Pulcinella er rússnesk þjóð-
sagnapersóna og fjallar svítan um
ævintýri hans.
Ottorino Respighi (1879-
1936) var ítalskt tónskáld og
fiðluleikari. Hann var prófessor í
tónsmíðum í Róm og stundaði
jafnframt tónsmíðar og tónleika-
ferðir. Svíta nr. 2, gefin út 1923,
er hluti af stærra verki, Forn lög
og dansar, byggðu á verkum eftir
ítölsk 16. og 17. aldar tónskáld
og þykir honum hafa tekist sérs-
taklega vel upp við að færa þessi
gömlu verk til nútímans.
Eins og áður sagði verða tón-
leikarnir í Langholtskirkju að
þessu sinni. Miðar og áskrift-
arskírteini á grænu tónleikaröðina
eru seldir á skrifstofu Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Háskólabíói.
Höfundur er kynningarfulltrúi
Sinfóníuh Ijóms veitarinnar.
JOLAGJÖFINIAR BI6 FOOT
STÓRU, LITLU SKÍÐIN
Fyrir alla hressa krakka og ungl-
inga og jafnvel fullorðna líka.
BIG FOOT er einnig upplagður með
ó vélsleðann.
BIG FOOT er með ósettum binding-
um og passar fyrir alla skíðaskó
og margar gerðir af gönguskóm.
Verð:
BIG F00T með bindingum kr. 9.900
BIG F00T skíðastafir kr. 3.700
BIG FOOT taska kr. 680
BIG FOOT bakpoki kr 1.900
BIG FOOT anorak kr. 5.600
Útsölustaðir:
Akranes: Pipulagningaþjónustan, Ægisbr. 27.
^ Borgomes: Borgarsport, Borgarbrout 58.
Grundorfjörður: Blómsturvellir, Munoðorhóli 25.
Bolungarvík: Versl. Jóns Fr. Einarssonar.
isafjörður: Sporthloðon, Silfurtorgi 1.
Blönduós: Kf. Húnvetninga, Húnabraut 4.
Siglufjörður: Bensínstöðin^Tjarnargötu.
Dolvik: Sportvík, Hofnarbrout 5.
Akureyri: Skiðaþjónustan, Fjölnisgötu 4b.
Húsavík: Kf. Þingeyinga, byggingavörud.
v__
Egilsstaðir: Versl. Skógar, Dynskógum 4.
Eskifjörður: Verslunin Sjómonn, Kirkjustig 1.
Neskaupstaður,- Varohlutoversl. Vik,
Hafnarþraut 17.
Reyðorfjörður: Versl. Lykill, Búðoreyri 25.
Djúpivogur: B.H. búðin, Borgarlandi 12.
Selfoss: Versl. Ölfusó, Eyrarvegi 5.
Keflovík: Reiðhjólaverkstæði M.HJ.,
Hafnargötu 55.
Hafnarfjörður: Músik og Sport,
Reykjovíkurv. 60.
Ármúla 40,
sími 35320
AMR
Heimur Hávamála
eftir Hermann PáJsson
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs
hefur gefið út nýtt rit eftir dr.
Hannes Pálsson prófessor í Edin-
borg. Heitir það Heimur Háva-
mála.
Útgefandi kynnir bókina svo á
kápu: „Hávamál eru í hópi þeirra
kvæða sem hver hugsandi íslend-
ingur telur sér skylt að lesa af
gaumgæfni, ekki einungis í því
skyni að kynnast Óðni „hinum
Háva“, höfuðskáldi allra norrænna
þjóða frá upphafí vega, heldur einn-
ig til að fræðast um mannleg verð-
mæti og vandamál af vörum hins
foma goðs. En með því að kvæðið
er myrkt á köflum telja spekingar
rétt að lesa það í ljósi þeirra rita
sem skáldið kann að hafa numið á
sínum tíma. Á hinn bókinn þykir
fróðlegt að veita einhver skil á
Hallgrími Péturssyni og öðrum
meisturum sem færðu sér Hávamál
í nyt.
Fyrsti kaflinn á Heimi Hávamála
eftir Hermann Pálsson í Edinborg
fjallar um eðli þeirra og gerð, hinn
næsti rekur heilræði og önnur spak-
mæli í réttri stafrófsröð. Þriðji bálk-
ur er um hugmyndir í hinu forna
kvæði, þar er vikið að- kenningum
Óðins um konur og ástir, vináttu
og víðförli, hugrekki og siðgæði,
glaðlyndi, gjafmildi, hófsemi, örlög
og önnur atriði sem Óðni voru sér-
staklega hugfólgin. Þessu næst
fylgja kaflar um forn minni, píslir
Óðins og rúnir, galdur og latnesk
spekiorð frá fyrri öldum sem hníga
í sömu átt og kenningar Hávamála.
Að lokum fylgja skrár um þau forn-
Hermann Pálsson
rit og önnur hjálpargögn sem stuðst
er við.
Heimur Hávamála er fjórða bind-
ið í flokknum íslensk ritskýring, en
áður hafa birst þar: Uppruni Njálu
og hugmyndir (1984), Leyndarmál
Laxdælu (1986) og Mannfræði
Hrafnkels sögu og frumþættir
(1988).“
Heimur Hávamála er 300 bls. að
stærð. Höfundur helgar ritið
Menntaskólanum á Akureyri.
Prentsmiðja Hafnarfjarðar vann
bókina, en kápu gerði Sigurður Öm
Brynjólfsson.