Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 38

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 HTWtDIH.CHKVOlim LAUGAVEGI 13 S. 624525 PÓSTSENDUM UM LAND ALLT. FALLEGUR, VANDAÐUR KRISTALL y Glös, vasar, 'Lr* kertastjakar / o.m.fl. Ríkisstjórnin um aðstoð við Sovétmenn; Rætt um matvælasending- ar og lánafyrirgreiðslu RÆTT hefur verið um það í ríkissljórninni með hvaða hætti íslend- ingar geti orðið Sovétmönnum að liði í þeirri hungursneyð sem nú vofir yfir þeim. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að rætt sé um að senda matvæli til Sovétríkjanna auk þess sem út- flytjendur til Sovétríkjanna hafi áhuga á því að Sovétmönnum verði veitt lánafyrirgreiðsla til þess að greiða fyrir frekari síldarkaupum þeirra. „Við höfum rætt það með hvaða hætti við getum veitt aðstoð. EFTA ríkin eru að fara af stað með að- stoð við Sovétmenn og eins er rætt um aðstoð þessara 24 ríkja í Ausur-Evrópu og fleiri, auk þess sem einstakar þjóðir hafa farið af stað með aðstoð," sagði forsætis- ráðherra. Hann sagði að fram hefði komið áhugi hjá aðilum sem eru í viðskiptum við Sovétríkin, að taka þátt í slíkri aðstoð. „Þetta mál er í skoðun og ég get ekki á þessu stigi sagt til um það í hve miklum mæli þetta getur orð- ið, né með hvaða hætti. Það yrði fyrst og fremst um það að ræða að senda matvæli til Sovétríkjanna, en hitt er svo annað mál, að útflyj- endur eins og síldarútflytjendur eru mjög kappsamir um það að hægt verði að veita Sovétmönnum lán, til þess að greiða fyrir því að þeir haldi áfram síldarkaupum," sagði Steingrímur. Hann kvaðst eiga von á því að einhver niðurstaða fengist Á forð um hringveginit eftir Ara Trausta GuÖmundsson Sneisafull bók af litmyndum, teikningum og fróðleik, þar sem sagt er á lifandi hátt frá athyglisverðum stöðum, sem ber fyrir augu ferðalangs á ferð um hringveginn; í huganum heima eða í bílnum. Farið er suður um land, um sunnanverða Austfirði, Norðurland, Vesturland og endað í Elliðaárdal. Góð bók fyrir þá, er unna íslenskri náttúru, sögu og ferðalögum. Hnnnibnl Vnldimorsson og samtíð hans eftir Þór Indriöason Vönduð bók um einn þekktasta og jafnframt einn umdeildasta stjómmálamann aldarinnar. Úr texta á bókarkápu: Ásmundur Stefánsson: „Saga Hannibals er samofm sögu verkalýðshreyfingar..." Benedikt Gröndal: „Svipmikill leiðtogi, sem alltaf gustaði um." Matthías Bjamason: „Hann var hressilegur, vígftmur og oft ósvífinn í máifiutningi." Svavar Gestsson: „Hannibal á spor í þjóðarsögunni, sem þarf að muna og þekkja." 4« IILMIMMAIXMLiKfXKjtVHrHHIV'IMAiLVt'VXV'H HlN HLID Í.SLANDS The other Face of ícelano Islands ZwtlTtS GfSICHI Hundalíf eftir Guðrúnu Petersen Markmið bókarinnar er að vera handbók hundaeigenda og hundavina og miðla þeim skemmtun og fróðleik um þessi heillandi dýr. Við höfum ástæðu til að ætla að þessi bók verði biblía" hundaeigenda á íslandi um langa framtíð, svo víðfem er hún. Róðgátan eftir Susan Cooper Þrtr krakkar eru í sumarleyfí í Comwall á Englandi, á heimaslóðum þjóðsögunnar um Artúr konung og riddara hringborðsins. Þau finna ævafomt landakort, sem leiðir þau á slóð þess sama Ártúrs konungs. Hann reynist vera raunverulegri persóna en haldið var. Spennandi ævintýrabók. Við segjum í gamni að hún sé fyrir ungt fólk frá tíu ára til tíræðs. Réttarhald reiðinnar eftir J.A. Jance Gæða spennusaga. J. A. Jance hefur oft verið líkt við Hammett eða aðra karla, sem semja safarfka töffarareifara. Þarer hún þeim svo sannarlega enginn eftirbátur, en bætir við næmni og innsæi. Nú í fyrsta sinn á íslensku Hín hlift íslands eftir Ara Trausta Guðmundsson og Hrein Magnússon Listræn og fögur bók. Höfuðáhersla er lögð á ljósmyndir af afskektum stöðum og þeim fylgir stuttur, ljóðrænn texti á íslensku, ensku og þýsku. Hreinn Magnússon er verslunarstjóri í Ljósmyndavöruverslun Hans Petersen, Austurveri, Reykjavík. Ari Trausti Guðmundsson er jarðfræðingur. Hálendi íslands og fjallamennska er höfuðáhugamál þeirra beggja. LIF OG SAGA GOÐAR BÆKUR í málið í næstu viku. 1.649 flug- mannsskír- teini í gildi um síðustu áramót 1.649 flugmannsskírteini voru í gildi hér á landi um síðustu ára- mót, þar með talin blindflugs-, svifflugsskírteini og flugvél- sljóraskírteini. Þrenns konar at- vinnuflugmannsskirteini voru i gildi, fyrsta, annars og þriðja flokks. 233 fyrsta flokks skírteini, flugstjóraskírteini, voru í gildi. Atvinnuflugmannsskírteini 3. flokks eru fyrstu skírteini sem at- vinnuflugmenn fá. Þau voru 132 um síðustu áramót. Skírteinin veita aðstoðarflugmannsréttindi á þung- um vélum, frá 5.700 kg, eða flug- stjómarréttindi á litlum vélum. 2. flokks skírteini eru ekki lengur gef- in út en um síðustu áramót voru sjö slík skírteini í gildi. Til viðbótar voru í gildi tíu 3. flokks skírteini á þyrlur og fjögur 1. flokks skírteini. Talið er að flestir þeirra sem hafa flugstjórnarskírteini séu í starfi vegna þess að til þess að halda réttindunum þurfa flugmenn að gangast undir kostnaðarsamt hæfnispróf tvisvar á ári auk læknis- skoðunar á sex mánaða fresti þegar 40 ára aldri er náð. Samkvæmt alþjóðareglugerðum hætta flug- stjórar störfum um sextugt en hér á landi er í gildi undanþága til 63 ára aldurs gegn læknisskoðun á íjögurra mánaða fresti. Hjá Félagi íslenskra atvinnuflug- manna fengust þær upplýsingar að atvinnuleysi væri ekki meira nú en verið hefur. Flestir þeirra flugstjóra sem unnu hjá Arnarflugi hafi ráðið sig í vinnu annars staðar. ■ ÚTER komin bókin Hfjómkvið- an eilífa eftir spænska rithöfundinn Carmen Laforet í þýðingu Sigurð- ar Sigmundssonar frá Hvítár- holti, en hann er einnig útgefandi. í formála að bókinni segir Sigurður, að þessi bók hafí tekið fram öllu öðm sem hann hafi áður lesið spæn- skra bóka. Hann hafði með sjálfs- námi náð að geta lesið málið, en aldrei órað fyrir að hann reyndi að þýða verk úr svo óskyldu máli. „En að lestri loknum tók sagan svo víðtækt rúm í huga hans, innri þrýst- ingur svo sterkur, að hann varð knúinn til að hefjast handa. Hér var eins og lagt væri af stað inn í blind- þoku, en smátt og smátt rofaði þó til,“ segir í formálanum. Höfundur- inn, Carmen Laforet, fæddist í Barc- elona árið 1921. Hljómkviðan eilífa kom út árið 1944 og sama ár fékk hún bókmenntaverðlaun spænsku akademíunnar. Bókin er 199 blaðs- íður að stærð. Setningu og prentun annaðist Prentsmiðja Suðurlands á Selfossi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.