Morgunblaðið - 13.12.1990, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990
BRÉFA-
BINDIN f
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað. 5
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
Nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
t
HtStr/
snyrtivörur.
áttúrugæði
ir húð
Sjampó og
hárnæring;
gefiir hárinu
nýtt líf.
1 • 1 ii*
; h#vi>ó bB Ptaein ^P^nishine
wJÍLJP L rliHitv. ,
Hárprótín -
eykur
hárvöxt,
stöðvar hárlos.
Vítamín fyrir
hár, húð
og neglur.
E-vítamín
krem og
E-vítamín
húðmjólk;
nærir,
styrkir og
yngir húðina.
Svitalyktareyðir.
Gel — eftir rakstur;
kælir og verndar
húðina.
Við framlciðsluna cr þess gætt að nota ckki cfni scm fcngin cru mcð því að aflifa dýr.
LSám
vc?i uiuuiiiii vii 11 iui iuoiui 1 y 111
námsmanninn sem velur gæði og gott verð.
VERÐ AÐEiNS KR. 21.755,- staðgr.
Komdu við hjá okkur eða hringdu og
fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Jólatónleikar
Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar
EINS og undanfarin ár heldur
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
tvenna jólatónleika nú á aðvent-
unni.
Hinir fyrri verða föstudaginn 14.
desember í Víðistaðakirkju og hefj-
ast kl. 20.00, en hinir síðar verða
í Hafnarborg mánudaginn 17. des-
ember og heíjast einnig kl. 20.00.
Dagskrá jólatónleikanna er jafn-
an fjölbreytt og á þeim kemur fram
fjöldi nemenda sem syngur og leik-
ur á hin margvíslegustu hljóðfæri.
Aðagangur að tónleikunum er
ókeypis. ,
Aðalfundur hótelfé-
lagsins í Stykkishólmi:
Samvinna við
íþróttamið-
stöð um mót-
töku íþróttahópa
Stykkishólmi.
AÐALFUNDUR Hótelfélagsins
Þórs í Stykkishólmi var haldinn
fyrir skömmu. Reikningar ársins
1989 lágu fyrir og sýndu að
rekstrartekjur allt árið voru um
50 miiy. sem er það besta hingað
til. Auk hótelsins rekur félagið
félagsheimilið sem er í tengslum
við hótelið.
Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri,
skýrði reikninga og flutti skýrslu
stjórnar. Sagði hann að ferða-
mannaþjónusta hefði aukist að mun
yfir sumarmánuðina. Hefði félagið
nú í lok þessa árs sýnt hagnað. 30
herbergi hefðu verið þetta ár til
leigu á hótelinu og þegar allt væri
tekið með í reikninginn má segja
að nýting þeirra hafi verið góð og
sérstaklega góð í júní, júlí og ágúst,
komist þá í 85%. Gestafjöldi t.d. í
júlí og ágúst hefðu verið tæp 3.000
og með það fyrir augum hefði her-
bergjum á þessu ári verið fjölgað
um 3. Ýmislegt annað kom fram í
ræðu Sturlu, svo sem að um sumar-
ið hefðu erlendir ferðamenn verið
um 50%. Hann sagði að vel yrði
að huga að því hvað hægt væri að
gera til að bæta upp þann tíma sem
daufastur sé í rekstri.
Þá mfnntist hann þess að hótel-
stjóraskipti hefðu orðið í ár. Sigurð-
ur Skúli Bárðarson, sem um 10 ár
hefði verið hótelstjóri með frábær-
um árangri, hefði horfið til annarra
starfa og í hans stað komið Gunnar
Kristjánsson, sem væri hér 'öllu
vanur í slíkum rekstri. Sigurði
Skúla, sem sat aðalfundinn, var
einróma þökkuð störf hans í þágu
hótelsins undanfarin ár. Gunnar var
boðinn velkominn til starfa.
Gunnár Kristjánsson, sem nú er
tekinn við rekstri, sagði við frétta-
ritara að árið sem nú sé að líða
vekti bjartsýni í ferða- og veitinga-
málum. Hann kvað nauðsynlegt að
fá lyftu í hótelið og bæta svo um
herbergi og alla þjónustu að þau
væru eftirsóknarverð. Hann sagði
að með tilkomu íþróttamiðstöðvar-
innar yrði meira um nýtingu hótels-
ins yfir veturinn og hefði tekist
samvinna milli hótelsins og stöðvar-
innar um móttöku íþróttahópa.
Hann kvað góða samvinnu vera
milli Island Tours í Þýskalandi um
sérstakar ferðir í mánuðunuin apríl,
maí, september og október. Taldi
hann þessi samskipti lofa góðu I
framtíðinni. „Ef við stöndum saman
að þessum rekstrl“, sagði Gunnar,
„er framtíðin okkar“. Þakkaði hann
síðan Bigurði Skúla fyrir leiðbein-
ingar og öllum öðrum fyrir góðar
móttökur.
í stjórn voru kosnir: Sturla Böð-
varsson, Gunnar Svanlaugsson og
frá samgönguráðuneytinu Ólafur
Steinar Valdimarsson.
- Áriii