Morgunblaðið - 13.12.1990, Side 55

Morgunblaðið - 13.12.1990, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1,3. DESEMBER 1990 55 Tilraunastöðin á Reyk- hólum er hætt störfum Reykhóluin. NU UM þessar mundir er Tilraunastöðin á Reykhólum að leggja niður starfsemi sína. Tilraunastöðin á Reykhólum var sett á stofn með lögum 1944 og tók hún til starfa árið 1947. Fyrri tilraunastjóri var Sigurður Elíasson, en hann er fæddur á Krosseyri við Geirþjófsfjörð. Bu- fræðikandidat frá Búnaðarháskól- anum í Kaupmannahöfn og lands- ráðunautur í sauðfjárrækt í Dan- mörku. Sigurður varð tilraunastjóri 1946. Sigurður byggði upp til- raunastöðina af miklum dugnaði og vann jafnframt að ýmsum menning- armálum og stóð fyrir unglinga- skóla um árabil. Ingi Garðar Sigurðsson tók síðan við Tilraunastöðinni 1963. Ingi er fæddur á Litlu-Giljá í Austur-Húna- vatnssýslu. Búfræðikandidat frá Hvanneyri. Vann hjá Búnaðarsam- bandi Eyfirðinga þar til hann tók við Tilraunastöðinni. Auk starf síns sem tilraunastjóri vann hann mikið að félagsmálum. Var alllengi odd- viti í Reykhólahreppi, hreppstjóri í Reykhólahreppi um langt skeið. Formaður sóknarnefndar Reyk- hólahrepps. Báðir tilraunastjórarnir höfðu áhuga á ræktun hreinhvítrar ullar og oftast við lítinn skilning bænda og ráðamanna hjá RALA. Þessir tveir menn verða að teljast hafa verið á undan sínum tíma. Hins vegar er tilraunastöðin til í lögum ennþá, en búið er að selja Tilrauna- stöðina og keypti Reykhólahreppur allar eignir. Reykhólahreppur hefur selt fyrrverandi ráðsmanni Til- raunastöðvarinnar, Jónasi Samúels- syni, sauðfé og fjárhús, en leigir honum tún. Aðalstöðvar Reykhólahrepps verða fluttar í Tilraunastöðina og flytur sveitarstjóri, Bjarni P. Magn- ússon, þangað. Tilraunastöðin hefur starfað hér í 40 ár. Síðustu árin hefur hún ver- ið í algjöru fjársvelti og öll starf- semi á niðurleið. — Sveinn Loðdýra- vinir mót- mæla loð- feldasýningu LOÐDÝRAVINIR og Samband dýaverndarfélaga íslands mót- mæltu á mánudag sýningu á loð- feldum frá danska feldskeranum Birger Christensen sem fram fór á Hótel Sögu. Þegar gesti bar að garði afhenti Magnús H. Skarphéðinsson þeim áskorun um að hundsa sýninguna og nokkra minnispunkta um illa meðferða á loðdýrum. Gestir tóku flestir við blöðunum úr hendi loðdýravinanna. Sumir sögðust ekki vilja sjá þetta og enn aðrir rökræddu við Magnús um málefnið. Átta sýningarstúlkur undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur sýndu. Morgunblaðið/Pétur Johnson ‘ Hross í þotu Atlanta Þotan, sem ríkissjóður seldi Atlanta flugfélginu í Mosfellsbæ fyrr á árinu, hefur verið í leigu erlendis undanfarna mánuði. Vélin kom til landsins í fyrsta skipti á ný fyrir nokkrum dögum og voru meðfylgj- andi myndir þá teknar á Keflavíkurflugvelli. Vélin kom til landsins að sækja 34 hesta, og voru þeir fluttir til Leipzig í Þýskalandi. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 737, hefur annars verið, og verður, í leigu- verkefnum fyrir þýska flugfélagið‘Lufthansa og júgóslavneskt flugfé- lag. Um er að ræða fraktflug um Evrópu. Flugmenn eru íslenskir. Morgunblaðið/Þorkell Starfsfólk Jólamarkaðarins með tyrknesk teppi, sem þar eru á boð- stólum. Lengst til hægri er eigandi markaðarins, Atli Eðvaldsson. Tyrkneskar vörur á jóla- markaði í Hafnarfirði Jólamarkaður hefur verið opn- aður í Byggðaverkshúsinu, Lækj- argötu 34, Hafnarfirði. Þar er á boðstólum úrval af tyrkneskum vörum. Á markaðnum er fatnaður af ýmsum gerðum, handunnar vörur s.s. úr kopar og messing, handunn- ar myndir og tyrknesk teppi af ýmsum gerðum, s.s. jólasveina- teppi. Markaðurinn er opinn frá klukk- an 13-19 á virkum dögum og klukk- an 10-20 á laugardögum og sunnu- dögum. , „. , «_ Morgunblaðið/Sverrir Magnus bkarpheðinsson afhendir hér prúðbúnum sýningargestum mótmælaskjal loðdýravina. BÁTAR — SKIP ÝMISLEGT FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Fiskiskip Höfum verið beðnir að annast sölu á bv. Júlíusi Havsteen ÞH 1. Skipið er 278 rúmlest- ir, smíðað 1976, með 729 kw M.A.K. aðal- vél. Skipið selst án veiðiheimilda. SKIPASALA-SKIPALEIGA, JÓNAS HARALDSSON/LÖGFR. SÍML 29500 Forval Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs. hefur ákveðið að viðhafa forval við val verktaka til að taka þátt í lokuðu útboði á flutningum frá móttökustöð byggðasamlagsins í Gufunesi, annars vegar á bögguðu sorpi á urðunarstað í Álfsnesi á Kjalarnesi og hins vegar á tré- kurli til Járnblendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Sorp- eyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. í Gufu- nesi og skal skilað á sama stað eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 10. janúar 1991. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra Munið jólafundinn í kvöld, 13. desember, kl. 20.30 í Brautarholti 26. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnin. f ÉLAG5LÍF St.St. 599012137 VII I.O.O.F. 5 = 17212138'/2 = M.A. I.O.O.F. 11 = 17212138'/z = J.V. □ HELGAFELL 599012137 IV/V 2 Hjálpræðisherinn Úthlutun á notuðum fatnaði í dag, fimmtudag, frá kl. 10.00- 17.00. Aðeins þennan dag. Fundur í kvöld kl. 20.30 í Langa- gerði 1. Jólafundur. Minningar- brot frá Betlehem: Helgi Elías- son. Einsöngur: Árni Sigurjóns- son. Hugleiðing: Séra Ólafur Jó- hannsson. Allir karlar velkomnir. Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugar- dag kl. 10.00 á Hverfisgötu 105. 53 FREEPORTKLÚBBURINN Jólafundur i safnaðarheimili Bú- staðakirkju fimmtudaginn 13. des. ki. 20.30. Stjórnin. «Hjálpræðis- herinn / KirKjustræti 2 Ljósvaka með veitingum. Ungt fólk í fararbroddi. Eldsloginn syngur. Allir velkomnir. Kvöldvaka Æsir stendur fyrir kvöldvöku I kvöld, fimmtudaginn 13. des., kl. 20.30 í Brautarholti 8. Dag- skrá: Garðar Garðarsson talar um reynslu sína af sálförum og bendir á leiðir til þess að fara meðvitað úr líkamanum á örugg- an hátt. Hugeflisslökun og veit- ingar. Aðgangseyrir 900 kr. Kvöldvakan er öllum opin. Uppl. í síma 17230. Almenn söng- og bænasam- koma verður í Þribúðum í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi Óli Ágústs- son. Allir velkomnir. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld fimmtudag- inn 13. desember. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Fjölmennið. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma I kvöld kl. 20.30. Allir innilega velkomnirl AD-KFUM i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.