Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 56

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tækl fyrirliggjandi. HÆTTID AÐ BOGRA VID bRIFIN! OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9 • 105 Reykjavík Sfmar 624631 / 624699 II ú fást vagnar meö nýrri vindu par sem moppan er undin meö éinu handtaki án pess aö taka purfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta pýðir auöveldari og betri prif. lyfflieyfaffS hsgkviBfTtötSí! IBESTAl Nýbýlavegi 18 Sími641988 , Þú svalar lestrarþörf dagsins < ásíöum Moggans! Eigum við að leyfa böm- unum að brenna sig? eftir Jón K. Guðbergsson „Alveg blöskrar mér“ byijar grein eftir Guðmund Öm Ingólfsson sem birtist í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 5. desember sl. Ég vil gera þessi orð hans að mínum eftir lestur greinarinnar. Höfundur titlar sig fulltrúa, sem starfað hefur lengi að áfengis- og vímuefnamálum, og helst er að skilja að hann sé fulltrúi hjá SÁÁ. Ef svo er, væri forvitnilegt að vita hvort þessi grein er skrifað á ábyrgð SÁÁ eða hvort hún er hreint einka- framtak. Öfgar í greininni verður Guðmundi tíð- rætt um öfgar. Hann minnist á væl þeirra sem boða bindindi. Hann gefur lítið fyrir þá sem vilja minnka vímuefnaneyslu í Iandinu. Bindind- isfélög telur hann óalandi og ófeij- andi og er á honum að skilja að þeir sem fara í skóla til að ræða við börn og unglinga um vímuefni og vímuefnavarnir — væntanlega aðrir en SAA-menn — séu aðeins velviljaðir kjánar. Guðmundi verður einnig tíðrætt um einhveijar nefnd- ir sem séu verri en engar. Ekki hefur hann manndóm í sér til að nefna hvaða nefndir eða samtök hann er að hnýta í. Fáfræði og for- dómar skína í gegn í skrifum Guð- mundar. Hann virðist ekki átta sig á að öfgar geta verið margs konar og hann þyrfti að líta í eigin barm áður en hann setur fram slíka sleggjudóma. Enginn er hafinn yfir gagnrýni I einu orðinu agnúast Guðmund- ur út í alla þá sem starfa að vímu- efnavömum en í hinu hefur hann SÁÁ til hæstu hæða gagnrýnis- laust. Stofnun SÁÁ var á sínum tíma þjóðþrifamál sem flestir ís- lendingar hafa stutt, en SAA er hins vegar stofnun sem er alls ekki yfir gagnrýni hafin frekar en verk okkar hinna. Slík stofnun sem SÁÁ verður einmitt stöðugt að vera und- ir miklu eftiriiti og hafa strangt aðhald þar sem stofnunin er rekin fyrir framlög almennings og opin- berra aðila. SÁA hefur oft sætt gagnrýni, bæði réttmætri og órétt- mætri. Én það er engum greiði gerður og þá síst af öllu starfsemi SÁÁ að hefja hana til skýjanna í guðlegri fullkomnun því að með því er komið í veg fýrir eðlilega þróun samtakanna. 50 afvötnunarstöðvar? Margoft í grein Guðmundar er minnst á getuleysi annarra til að standa að forvarnastarfi. Eftir að hafa bent á vangetu annarra segir hann t.d. „Nei, við þurfum á raun- hæfum forvörnum að halda, raun- hæfri fræðslu til sem flestra og raunhæfum viðbrögðum þegar siglt Minnmgar Auðuns Braga Sveinssonar SKUGGSJÁ hefur gefið út bók- ina Kennari á faraldsfæti. Minn- ingar frá kennarastarfi eftir Auðun Braga Sveinsson. í kynningu útgefanda segir: „Kennari á faraldsfæti er þáttasafn Áuðuns Braga Sveinssonar, þar sem hann segir frá 35 ára kennara- starfi sínu í öllum hluta landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda fólks sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir frá kennslu sinni og skólastjórn á eftirtöldum stöðum: Akranes, Hellissandur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Súða- vík, Fljót, Olafsfjörður, Borg- arfjörður eystri, Breiðdalsvík, Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, Þykkvibær, Skálholt, Vatnsleysu- strönd og Vogar og Kópavogur. Auðunn Bragi Sveinsson Einnig segir hér frá kennslu hans í Ballerup í Danmörku." Bókin er 356 blaðsíður. hefur verið í strand í neyslu áfeng- is og annarra vímuefna. “ Um þetta eru allir sammála. En á öðrum stað í grein sinni segir hann að þessar raunhæfu leiðir séu best geymdar í höndum SÁÁ. Um þetta atriði eru ekki allir sammála. Það er kannski jafnfráleitt og að láta Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sjá um for- varnir. Svona „af því bara“ málflutning- ur ætti ekki að eiga sér stað. Auð- vitað segir Guðmundur okkur ekk- ert hvaða raunhæfu leiðir hann og SÁÁ fari eða stefni að. Við fáum ekki að vita hvað þessar mögnuðu íeiðir kosta, hver á að fjármagna þær og hvernig á að vinna sam- kvæmt þeim. Við fáum í raun ekk- ert að vita um þessar raunhæfu leiðir annað en að þeim sé best treyst í höndum SÁÁ-manna og þar af leiðandi væntanlega hjá Guð- mundi sjálfum. Eigum við ekki að reyna að muna að afvötnunarstöðvar og meðferðarstofnanir eru oft enda- punktur ákveðins ferils vímuefna- neyslu? Þangað koma einstaklingar sem komnir eru í þrot með vímu- efnavandamál sín. Guðmundur vill hugsanlega byggja 50 afvötnunar- stöðvar til að rúma fleiri væntan- lega viðskiptavini. Það er ekki raun- hæft forvamastarf að byggja fjöly- margar afvötnunarstöðvar þannig að stór hluti íslensku þjóðarinnar geti lagst í meðferð þegar allt er komið í þrot. í þessum málum hljót- um við að leggja áherslu á ábyrgð einstaklingsins sjálfs í umgengni hans við vímuefni. Það er út í hött að ætla að endalausar afvötnunar- stöðvar eða viðræður við fólk sem komið er á enda ferilsins hafi ein- hver afgerandi áhrif á vímuefna- neyslu. „Á skal að ósi stemma" gildir hér sem annars staðar. Að leyfa börnunum að brenna sig Orðrétt segir Guðmúndur Örn: „Eða hvenær hafa t.d. foreldrar getað sannfært börn sín í Ijósi eigin reynslu, svo þau fari ekki að feta í óheppileg æskufótspor foreldr- anna? Aldrei. FOLK VILL BRENNA SIG SJÁLFT og það mun halda áfram að.gera það og við því verður sáralítið gert.“ Þetta lýsir dæmalausri fyrirlitningu Guðmund- ar á foreldrum og uppeldishlutverki þeirra. Foreldrum þykir yænt um börnin sín. Langflest böm kunna að meta foreldra sína. Okkur foreldrunum ber skylda til að miðla af reynslu okkar og reyna að byggja upp gott líf fyrir bömin okkar. Sumum kann að reynast þetta erfitt, en sem bet- Jón K. Guðbergsson „Forvarnarmál og vímuvarnir eru of mik- ilvægur málaflokkur til þess að tíma sé eytt í hugsunina „þetta er mitt mál, öðrum kemur það ekki við.“ I þessari baráttu er nauðsynlegt að allir leggist á eitt.“ ur fer tekst flestum þetta stóra verkefni. En mörg okkar þarfnast stuðnings og handleiðslu. Þess vegna er nauðsynlegt að öflugt for- varnastarf komi úr fleiri áttum en aðeins frá heimilunum. Því það er á ábyrgð okkar foreldranna að koma börnum okkar til vits og ára án þess að þau lendi í þeim hremm- ingum sem stafa af ofneyslu vímu- efna. Sem betur fer hlusta foreldrar ekki á menn eins og þig segja: „Þetta þýðir ekki. Látið mig um þetta seinna meir.“ Við skulum ekki vanmeta vit og skynsemi barna og unglinga, Guðmundur. Þau eru, sem betur fer, fleiri en þú heldur sem hlusta á foreldra sína og reyna að nýta sér reynslu þeirra. Eitt vil ég ráðleggja þér í allri vinsemd. Veröldin er stærri og öðruvísi en sá þröngi hópur sem þú virðist sækja þína visku til. Leitaðu út fyr- ir veggi hans og hugur þinn mun opnast. Stór hluti þjóðarinnar í meðferð? Mörg félög, samtök og stofnanir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.