Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 64

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 13. DBSEMBER 1990 Stelpu- bleiur Opið bréf til Grímseyinga eftir Tómas Gunnarsson Undanfarna daga hafa fréttir af „tilraunaúthlutun" sjávarútvegsráð- uneytisins á kvóta til smærri fiski- báta dregið athygli landsmanna að Grímseyingum. Þar hefur það gerst, sem víða hefur gerst annars staðar, að heldur hefur þurft að draga úr kvótum, vegna samdráttar í veiðum, auk þess sem kvóti byggðarinnar hefur rýrnað, vegna sölu einstakra útgerðarmanna á kvótum. Þetta hefur leitt til þess, að fiskverkunar- fólk í landi hefur staðið eftir verk- efnalítið og ljóst má vera að fisk- verkunarfyrirtæki geta orðið órekstrarhæf þegar þau missa veru- iegan hluta af hráefni til vinnsiu. Sjávarútvegsráðherrann, Halldór Ásgrímsson, hefur heimsótt Gríms- eyinga og rætt kvótamálin við þá. Af máli hans hefur mátt ráða, að breyting á kvótakefinu sé ekki tii umræðu, en hann hefur bent á úr- ræði Grímseyingum til handa. Ann- að úrræðið lýtur að því að Grímsey- ingar auki verðmæti sjávarafla síns og bæti þannig upp minnkaðan kvóta og afla. Þessi ráðlegging hlýt- ur að teijast fremur kaldranaleg, þegar Grímseyingar eiga í hlut. Vafalaust er ekkert byggðarlag í eins erfiðri stöðu til að auka verð- mæti sjávarafurða sinna og Gríms- ey. Koma þar til erfiðar samgöngur annars vegar og hins vegar, að verð- mætaaukning, sem menn sjá helst fyrir sér nú, er tengd sölu á ferskum sjávarafurðum, sem aftur byggist á mjög góðum samgöngum beint við útlönd. Hitt urræðið, sem sjávarútvegs- ráðherrann benti á, var sjóður á vegum sjávarútvegsráðuneytisins til hagræðingar í atvinnurekstri Grímseyinga. Gott er að eiga að- gang að sjóði til að hagræða arð- bærum rekstri. En standi reksturinn ekki undir sér og eigi sjóðurinn að gegna svipuðu hlutverki og ,jað- arbyggðasjóðir" Evrópubandalags- ins, er útgerð á slíkan sjóð dauða- dómur fyrir byggð í Grímsey og raunar fjölmörg önnur byggðarlög á Islandi. En eru kröfur Grímseyinga um lífvænlegan kvóta fyrir smærri báta sína réttmætar? Já, tvímælalaust. Kvótamálið er eitt af stóru þjóðmál- unum í dag. Það verður að leysa með hag alþjóðar, byggð á öllu landinu og jöfnuð og velferð fóiks í huga. Núverandi kvótakerfi býður ekki upp á neitt af þessu. Kerfið hefur stuðlað að ofveiði þannig að nýtanlegur bolfiskafli er um tvö hundruð og fimmtíu þúsund tonn en gæti verið fjögurhundruð þúsund tonn eða meira. Kerfið stuðlar að mikilli yfirfjárfestingu í úthafsveiði- skipum og geysilega dýrum rekstri fiskiskipaflotans. Seljanlegur kvóti fiskiskipa leiðir óhjákvæmilega til mikillar byggðaröskunar og verði kvótakerfið notað áfram er fyrirséð, að útlendingar eignast kvótann því peningar okkar Íslendinga eru litlir Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tímanlega! RSK RfKISSKATTSTJÓRI stáðgreiðsla Nú er líka teygja að aftan, sem heldur bleiunni á réttum stað. Allar Libero bleiur eru óbleiktar og ofnæmisprófaðar Verndið náttúruna Frá höfninni í Grímsey. saman borið við peninga Englend- inga, Þjóðveija og Japana, svo dæmi séu tekin. Þangað hlýtur kvótinn að leita, þegar menn hætta vegna aldurs eða veikinda, eða þegar fjár- hagserfíðleikar og gjaldþrot blasa við. Hvað er til ráða? Auðvitað þarf að breyta kvóta- kerfmu. Það er ekki aðeins Gríms- eyingum nauðsyn. Það er þjóðar- nauðsyn. En hvernig á að breyta í þjóðfélagi, sem er svo saman reyrt í hagsmunatengsl gamalla stjórn- málaflokka og hagsmunaaðila út um allt samfélag, að varla verður nokkru haggað. Kvótakerfið í sjáv- arútveginum er komið til vegna krafna hagsmunaaðila í sjávarút- veginum. Kvótakerfíð í landbúnaði sömuieiðis, í samvinnu við forystu- menn bænda. Nú er mjög til um- ræðu „þjóðarsátt" í launamálum, sem miðar að því helst að halda óbreyttum hlutföllum milii launa- fólks innbyrðis, og stærð launa í þjóðhagsreikningum, þrátt fyrir að verulega hafi hallað á láglaunafólk síðustu ár. Aðalforgöngumenn „þjóðarsáttarinnar“ eru forsvars- menn launþegasamtaka og atvinnu- rekenda. í orkumálum er mikið fjall- að um mögulega orkusölu til risa- stórs álvers Atlantal-hópsins. Þar hefur allt verið í höndum fárra manna. Jóhannés Nordal, seðla- bankastjóri, hefur lengst af verið allt í senn formaður viðræðunefndar um orkufrekan iðnað, stjórnarfor- maður Landsvirkjunar, sem vænt- anlegs seljanda orkunnar og sem seðlabankastjóri eftirlitsaðili með erlendum lántökum íslendinga. Jón Sigurðsson, ráðherra, er yfir hann settur með tvennúm hætti. Bæði sem ráðherra bankamála og iðnaðar. Auk þess sem ráðherrann býður sig fram í Reykjanesumdæmi í næstu þingkosningum þar sem mögulegt er að álverið rísi. Það getur því reynst erfitt að ijúfa þessi hörðu hagsmunatengsl í okkar fámenna landi og það því fremur, að valdhafamir hafa býsna góð tök á ýmsum ijölmiðlum í landinu, sem eru mótandi fyrir skoðanamyndun almennings. En Grímseyingar. Þið eigið marga bandamenn víða um land, sem binda vonir við að gamla flokka- og hags- munakerfið verði brotið upp. Jafnvel þinglið stjómarflokkanna er svo uppgefið, að þar er talsvert rætt um þingrof í þessum mánuði, svo að menn losni um stundarsakir. En hætt er við að gömlu flokkarnir leggi rækt við gömlu hagsmuna- tengslin á ný eftir kosningar. Svarið sem Grímseyingar svo og aðrir íslendingar eiga í dag til að ná rétti sínum og til að geta lifað í landinu er að efla nýtt eða ný stjómmálaöfl. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er það eina svarið. Reykjavík, 10. desember 1990. Höfundur er formaður framkvæmdanefndar Heimastjórnarsamtakanna. LAUSBLAÐA- MÖPPUR ... þær duga sem besta bók. frá Múlalundi... % 5 2 Múlalundur g SÍMI: 62 84 50 £ EINDAGI STAÐGREIÐSLUFJÁR ER 15. HVERS MÁNAÐAR .TijöiaÓBld OGI ’ia nbföU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.