Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 69

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 69 ISLENSK KIRKJUTONLIST Geisladiskar Egill Friðleifsson Flytjendur: Motettukór Hallgr ímskirkj u Sigrún Hjálmtýsdóttir Sljórnandi: Hörður Áskelsson Höfundar: Ýmsir Fyrir stuttu sendi Mótettukór Hallgrímskirkju frá sér geisladisk er ber titilinn „íslensk kirkjutón- list“. Þar er að finna 14 lög og kórverk, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir kórinn. Þau tónskáld jsem við sögu koma eru: Jón H. Áskelsson. Þorkell Sigur- björnsson, Atli Heimir Sveinsson, Jón Nordal, Jonas Tómasson, Gunn- ar Reynir Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hörður Áskelsson og Róbert A. Ottósson. Mótettukórinn var stofnaður 1982 og hefur kantor kirkjunnar, Hörður Áskelsson, stjórnað honum frá upphafi. Kórinn gat sér strax mjög gott orð og má segja að veg- ur hans hafi vaxið með hveiju ár- inu. Þess má geta að kórinn hefur ráðist í flutning stórverka eins og sálumessu Mozarts og Elía eftir Mendelssohn með góðum árangri. Hljóðritun fór fram í Hallgríms- kirkju. Margir hafa fundið að hljóm- burði kirkjunnar og er undirritaður í þeim hópi. Endurhljómurinn er óþægilega mikill og bitnar á tónlist- arflutningi, einkum þegar hratt er sungið eða leikið. Sú skynsamlega stefna hefur hins vegar verið tekin að fara sér hægt í breytingar. Beð- ið er eftir miklu orgeli í kirkjuna og það er áreiðanlega rétt að hinkra við með frekari tilfæringar áður en það er komið. Tónmeistari disksins er Bjarni Rúnar Bjarnason. Hann er snjall fagmaður og vinnur hér gott verk í erfiðu húsi. Söngur kórsins er áferðarfall- egur, hljómurinn er þéttur og jafn og flutningur allur fágaður. Það væri of langt má að telja upp öll lögin sem á disknum eru, en þarna má m.a. kynnast vel skrif- uðu verki „Psahn 84“ eftir stjórn- andann Hörð Áskelsson þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir á fallegar Hörður Áskelsson stjórnandi. strófur, sömuleiðis „Drottinn er minn hirðir" eftir Jónas Tómasson, „Gloríu" Gunnars Reynis Sveins- sonar, „Ave María“ eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þarna er einnig að finna hinn gullfallega sálm „Englar hæst,ir“ eftir Þorkel Sigurbjönnsson, auk margra útsetninga á gömlum lögum við sálma Hallgríms Péturs- sonar. Öll eru þessi lög flutt með til- hlýðilegri andakt og þessi nýi disk- ur er kórnum og stjórnanda hans, Herði Áskelssyni, til mikils sóma. Sæktu þér þrótt í ríki náttúrunnar með Magna hvítlauksperlum! Hvítlaukur hefur um aldir notið vinsælda sem heilsujurt en hann er ekki algengur í daglegum kosti íslendinga. Nú er komið ráð við því. í hverri Magna hvítlauksperlu eru 10 mg af lyktarlausu hvítlauksdufti, sem svarar til 3 g af ferskum hvítlauk. Er ekki tími til kominn að þú leysir starfsorku þína úr læðingi og sækir þér þrótt í ríki náttúrunnar? Grandavegi 42, Reykjavík, sfmi 91-28777. SIEMENS-sæð/ STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er [ gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér tii þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SSWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengi'egt, upplýst stjórnborð. (tarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viöhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH & NORLAND , Nóatúni 4, 105 Reykjavík. i 1 Ég vil gjarnan fá sendan bækling meö nánari upplýsingum , um þessa athyglisverðu vél. i I Nafn Heimilisfang . | SMITH& NORLAND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.