Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 78

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 þóLum eJckíaSAorfa á hi/ort * Ast er... ... að láta hann ekki sleppa. TM Rofl. U.S. P»t OfL — »11 nflPt* r»Mrv»d ® 1990 Lo* Angales Tk™» S»ndic»t» Ég fann öll gömlu ástarbréfin til þín uppi á háalofti. Með morgunkaffinu Hvar eru vinningarnir? Til Velvakanda. „Ertu á höttunum eftir hálfri milljón?" Þessi auglýsing klingir í eyrum manns í útvarpinu oft á dag. Já, ég var einmitt á höttunum eftir hálfri milljón þegar ég lab- baði inn á góðan sölustað og bað um hvorki meira né minna en einn pakka af happaþrennum, 100 stykki. Nú ætlaði ég svo sannar- lega að verða rík á skömmum tíma. Það gat ekki verið annað en eitthvað leyndist af vinningum í heilum pakka, kannski bara hálf skafa og skafa, og hætti ekki fyrr en pakkinn var búinn. Þá var ég orðin handlama en ég vissi að það myndi nú lagast, það voru bara smámunir hjá því sem átti eftir að koma í Ijós. Svo fór ég að telja samna, ekki einu sinni heldur tvisvar, því ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Af þessum hundrað miðum voru 83 ónýtir, semsagt enginn vinn- ingur, ekki króna. 17 miðar voru með smávinninga, sá hæsti 250 í>essir hringdu ... Gagnlegar auglýsingar Haraldar Sigurðsson hringdi: „í Velvakanda föstudaginn 7. desember sl. er athyglisverð fyrir- spurn um happaþrennur: Hvar eru vinningarnir? Þessi fyrirspurn leiðir hugan að því hvað almenn- ingur lætur blekkjast af glanna- legum auglýsingum. Ef litið er nánar á dæmið og vinningaskráin skoðuð, sem prentuð er á bakhlið hverrar happaþrennu, þá má sjá að spyijandi hefur verið býsna heppinn, þó henni þættu vinning- arnir úr búntinu rýrir. Hún fékk 1750 kr. sem er 250 kr. meira en líklegt var ef miðað er við jafna dreifingu vinninga. í hveiju 100 miða búnti má reikna með 17 smávinningum, frá 50 til 250 kr. Líkur á hærri vinningum fara svo minnkandi eftir því sem þeir eru hærri. Líkur á 500 þúsund króna vinningi eru 1 á móti 125 þúsund eða 1 á móti 1250 fyrir hvert 100 miða búnt. Sé fólk á höttunum eftir hálfri milljón og kaupir miða í hundraðavís í hvert skipti má það reikna með að þurfa að rölta 1249 sinnum í sjoppu áður en hillir undir þann stóra. Þetta er auðvitað býsna langt frá þeirri glæsilegu tálsýn að geta skotist í sjoppuna, keypt eina happaþrennu og rölt á braut glott- andi með 500 þúsund krónur í vasanum. Vissulega væri forvitni- legt að fá upplýsingar um með hvaða hætti það er tryggt að aug- lýstur vinningafjöldi og upphæðir skili sér í skafmiðahappdrættum. En áhugaverðara væri þó ef reikn- ingar peningahappdrættis Há- skóla íslands væru birtir almenn- ingi eða að minnsta kosti sæmi- lega trúverðug svör við því hvers vegna það er ekki gert. En for- vitnilegast af öllu væri þó að fá úr því skorið hvort sjónvarpsaug- lýsingar frá Happdrætti Háskóla Islands standast gagnvart íslensk- um lögum.“ Jólapakkar Tveir ílangir jálapakkar í plast- poka töpuðust í Miðbænum á laugardag. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 13728. Veski Lítið rautt seðlaveski með skilríkjum tapaðist í eða við Hag- kaup. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 681884. Fundarlaun. Gullarmband Gullarmband ásamt trúlofunar- hring tapaðist fýrir nokkru, ef til vill í Viðey. Armbandið er merkt „Kristín" en innan í hringnum eru stafirnir „D.A.“ Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 656916. Sjálfræðissvipting? Hjúkrunarfræðingur hringdi: „Hilmar Biering skrifar grein í Morgunblaðið 7. desember sem ber fyrirsögnina Sjálfræðissvipt- ing í sjúkrahúsum. Þar fjallar hann um algert reykingabann sem á að taka gildi á sjúkrahúsum frá 1. janúar nk. Ég hef nokkrar áhyggjur út af þessu. Hætta er á að sumir sjúklingar treysti sér ekki til að leggjast inn á spítala vegna þessa. Eg hef ekki áhyggj- ur út af starfsfólkinu sem hefur sinn frítíma utan spítalans. En með algeru banni gætum við ver- ið að auka vanda sjúklinga sem er nógu mikill fyrir. Það er ekki alltaf viðeigandi að höggva á hnútinn, einhver aðlögun gæti reynst nauðsynleg. Á Heilsuhæl- inu í Hveragerði hafa þessi mál verið leyst þannig að höfð eru séstök herbergi þar sem sjúkling- ar mega reykja og veldur þáð öðrum ekki óþægindum. Þetta virðist vera lausn sem allir geta unað við.“ Olíumengun - Hvalfjarðargöng Steingrímur Sigurðsson- hringdi: „Orðið hefur mikil olíumengun þegar verið er að afferma olíuskip að undanförnu. Þessi slys mætti koma í veg fyrir einfaldlega með því að þrýstiprófa leiðslurnar með 100 prósent þrýstingi áður en byijað væri að dæla og væri þá öll hætta úr sögunni. Nú er mikið talað um göng undir Hvalfjörð. En væri ekki ráð að athuga með jarðskjálfta og sprungumyndun á þessu svæði áður en ráðist verður í að gera þessi göng? Það gæti komið í veg fyrir misheppnaða fjárfestingu og slys síðar meir.“ Blómabúðir - afsláttur Spurst var fyrir um stað- greiðsluafslátt hjá blómabúðum á dögunum og hafa tveir aðilar haft samband: Blómabúðinni Vor, Austurveri, Háaleitisbraut 68 veitir prósent staðgreiðsluafslátt á blómum og gjafavörum. Óskablómið , Hringbraut 119, hefur boðið ellilífeyrisþegum 10 prósent staðgreiðsluafslátt af blómum og 5 prósent stað- greiðsluafslátt af gjafavöru. Fram til áramóta verður veittur 5 pró- sent staðgreiðsluafsláttur fyrir alla viðskiptavini." Gullúr Gullarmband tapaðist 23. nóv- ember á leið frá Hólmgarði 11 að Grímsbæ. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 22801. Fundarlaun. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Kunningjakona Víkveija brá sér í Landsbankann á dögunum til þess að kaupa sér ávísanahefti. Hún hafði meðferðis andvirði heftis- ins í peningum, því að lítið var inni á heftinu, enda rétt að útborgun launa komið, sem jafnan eru lögð inn á reikninginn. Er hún ætlaði að greiða heftið, kom í ljós, að það gat hún ekki, Landsbankinn var hættur að taka við greiðslu í peningum fyrir heftin. í stað þess varð að skuldfæra reikn- inginn fyrir heftinu - öðru vísi gat hún ekki fengið heftið. En.nú voru góð ráð dýr. Upphæðin á heftinu nægði ekki fyrir andvirði ávísana- heftisins. Því varð hún að leggja 200 krónurnar fyrst inn á heftið, en að því búnu gat hún fengið heft- ið afhent. Það er skrítið, ef viðskiptavinur Landsbankans getur ekki greitt með peningum fyrir ávísanahefti. Gaman væri að fá skýringar bank- ans á þessum undarlegu viðskipta- háttum. Og enn hefur kunningjakona Víkveija lýst furðu sinni á sölu fiðurfjár í verzlunum fyrir stór- hátíðir. Hún segir að ekki megi selja kjöt án þess að sérfræðimennt- aðir dýralæknar stimpli það og skoði, en enginn fylgist með gæsum og ijúpum, sem jafnan eru seldar í stórum stíl fyrir jólahátíðina. Sé þetta alla jafna dýrasta kjötið í verzlunum. Einhveiju sinni hefur Víkveiji heyrt frá því sagt, að í villtum fugl- um væri náttúrulegt rotvarnarefni. Þetta efni kemur í veg fyrir að tjúp- ur t.d. rotni, þegar þær eru látnar hanga eins og alkunna er. Hins vegar er auðvitað ekkert, sem getur komið í veg fyrir það að seldar séu í verzlunum margra ára gamlar ijúpur og getur kaupandinn þá ekki treyst á annað en góða viðskipta- venju verzlunareigenda. Vagnstjórar Strætisvagna Reykjavíkur hafa mikið verið í fréttum vegna hálku á götum Reykjavíkur. Víkveiji hlustaði á fréttir Söðvar 2 á þriðjudagskvöldið og eins einhveija af útvarpsstöðv- unum fyrr um daginn. Þessar stöðv- ar nefndu aldrei svo vagnstjórana, en þeir væru kallaðír „strætis- vagnabílstjórar“. Samkvæmt því heita strætisvagnar „strætisvagna- bílar“ og vagnstjórar eru þá váent- anlega „vagnabílstjórar". Þegar menn athuga þetta nánar, sér hver heilvita maður, hversu fáránleg nafngift þetta er á strætisvagn- stjórum SVR. • Víkveiji ætlaði á þriðjudag að nota sér þjónustu þessara ágætu vagna og lagði leið sína á biðstöð við Borgarspítala. Eftir að hafa norpað þar í nokkrar mínútur kom hann auga á tilkynningu, sem reyndar bar lítið á og þar stóð eftir- farandi: „Biðskýlið er lokað vegna hálku ...“!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.