Morgunblaðið - 30.01.1991, Síða 29
MORGU^RLAÐJÐ MtÐVIKUDAGUR 80. JANÚAK 1991
29
Auð jörð í
Hlíðarfjalli
„VIÐ SITJUM bara hérna og
göpum út um gluggann á suð-
vestan rokið,“ sagði ívar Sig-
mundsson forstöðumaður
Skíðastaða, en í Hlíðarfjalli er
svo til auð jörð og hefur einung-
is verið hægt að renna sér þar
á skíðum í einn. dag í janúar-
mánuði.
ívar sagði að menn væru enn
ekki farnir að örvænta, ekki hefði
verið opnað fyrr en 28. janúar í
fyrra en samt hefði vertíðin verið ■
ótrúlega góð. „En ef ekki fer að
snjóa verulega á næstu tveimur
vikum þá er ég hræddur um að
við verðum að tekjum af sölu árs-
korta, sem verið hefur umtals-
verður tekjustofn hér. Okkar aðal-
tekjur koma hins vegar inn á hálf-
um mánuði í kringum páskana,
þannig að enn er ekki úti öll von,“
sagði Ivar.
Mjög góð aðsókn var í ijallið
þann eina dag sem opið hefur
verið í janúar, en þá komu um
eitt þúsund manns á skíði. ívar
sagði að það væri betri aðsókn
en' menn hefðu átt von á og því
greinilegt að áhuginn væri mikill.
Félagsmálaráðherra:
U mdæmisskrifstof-
ur í hvert kjördæmi
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur lagt til að um-
dæmisskrifstofur frá* Húsnæðisstofnun ríkisins verði settar upp í
hveiju kjördæmi landsins, þannig að þjónustan verði færð nær fólk-
inu. Félagsmálaráðherra sagði á fundi á Akureyri í fyrrakvöld að
frumvarp þess efnis væri tilbúið, en hún réði ekki ferðinni ein í þess-
um efnum.
Jóhanna sagði að ef af stofnun
umdæmisskrifstofanna yrði myndi
starfsfólki Húsnæðisstofnunar í
Reykjavík fækka. Hún sagði að
skrifstofunum væri ætlað veigamik-
ið hlutverk, m.a. væri gert ráð fyrir
að sveitarfélög í kjördæminu beindu
þangað umsóknum sínum varðandi
byggingu kaupleigu- og félagslegra
íbúða. Þar yrði einnig á reiðum hönd-
um öll þjónusta sem stofnunin veitir
sem og upplýsingar.
Fjármagni yrði úthlutað frá skrif-
stofunum fyrir hvert kjördæmi og
þar með yrði horfið frá því að út-
hluta fjármagninu frá einum stað
út um landið.
Verkalýðsfélög skora á bæjarstjórn:
Hækkun á fasteignagjöld-
um verði endurskoðuð
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Skíðamenn á Akureyri bíða eflaust með eftirvæntingu eftir snjó-
komu, en í Hlíðarfjalli er nánast auð jörð eins og sjá má á mynd-
inni.
FORMENN tíu verkalýðsfélaga á
Akureyri hafa skorað á bæjar-
stjórn Akureyrar að endurskoða
ákvörðun sína um iiækkun á fast-
eignagjöldum.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun:
Sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs
áætlaðar 1.387 milljónir króna
Hagræðing og sparnaður í rekstri eykur möguleika til
frekari framkvæmda, segir Halldór Jónsson bæjarstjóri
„VIÐ VERÐUM að spyija okkur á hveijum tíma, hvar hægt sé að
spara eða hagræða í rekstrinum, en ekki líta á það sem sjálfsagðan
hlut að það sem einu sinni hafi verið sett inn í áætlun skuli framreikn-
að á sérhveiju komandi ári. Það lætur nærri að heildarrekstrargjöld
Akureyrarbæjar og stofnana hans séu liðlega tveir og hálfur milljarð-
ur, en það þýðir í reynd að 1% sparnaður eða hagræðing í rekstri
jafngildir tuttugu og fimm milljónum króna,“ sagði Halldór Jónsson
bæjarstjóri við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar og
stofnana hans á fundi bæjarstjórnar í gær. Hann kvaðst með ofan-
greindum orðum ekki vera að deila á núverandi ástand, aðeins vera
að minna á að alltaf má gera betur og við rekstur stórra fyrirtækja
mældist árangurinn fljótt í stórum tölum.
Tekjur bæjarsjóðs af útsvörum og
staðgreiðslu eru áætlaðar 773 millj-
ónir króna, sem er 8,8% hækkun frá
fyrra ári. Aðstöðugjöld eru áætluð
250 milljónir og hækka um 12%.
Skattar af fasteignum, fráveitugjöld
og tekjur af fasteignum eru áætlað-
ar 347,7 milljónir króna og hækka
um 12,8% á milli ára. Framlag úr
Jöfnunarsjóði er áætlað 8,3 milljónir
króna og ýmsar tekjur eru áætlaðar
8 milljónir, en þar er stærsti hlutinn
arður frá Landsvirkjun. Sameigin-
legar tekjur bæjarsjóðs eru þannig
áætlaðar einn milljarður og 387
milljónir króna, sem er 10,5% hækk-
un frá áætlun fyrra árs.
Hvað vat'ðar rekstrargjöld er
stærstum hluta varið til félagsmála,
en framlag Akureyrarbæjar til þess
málaflokks er áætlað rúmar 219
milljó.nir króna, sem er nokkur lækk-
un frá fyrra ári þegar 236,4 milljón-
uni var varið til félagsmála. Skýring
á lægra framlagi iiggur m.a. í því
að fé er ekki áætlað til Sjúkrasam-
lags Akureyrar, vegna breytinga á
fyrirkomulagi um fjármögnun fé-
lagslegra íbúða og í áætlun þessa
árs er ekki gert ráð fyrir framlagi
til Félagsstofnunar stúdenta. í máli
Halldórs kom fram að þrátt fyrir
lækkað framlag hafi þjónusta og
starfsemi verið aukin og bætt, m.a.
verið tekin í notkun ný dagvist og
.sambýiL ferirjiJdraðav...............
Framlag til íþrótta- og
æskulýðsmála hækkað
Heildarrekstrargjöld vegna heil-
brigðismála eru 8,5 milljónir, en
rekstrartekjúr 5 milljónir. Hvað
fræðslumálin varðar er rekstrar-
kostnaður áætlaður 210,3 milljónir
og tekjur 13,8 milijónir, þannig að
framlag bæjarins er 196,5 milljónir
króna, sem er 19,6% hækkun á milli
ára. Munar þar mestu um að áætlað
er að véija 24 milljónum króna til
viðhalds grunnskóla. Framlag til
menningarmála er áætlað 61,9 millj-
ónir króna, en þar má nefna að fram-
lag bæjarins til Leikfélags Akur-
eyrar á árinu verður 18 milljónir
króna.
Mikil hækkun er á framlagi bæj-
arins til íþrótta- og æskulýðsmála,
eða 67,8% á milli ára, en áætlað er
að veija tæpum 89 milljónum til
þessa málaflokks. Á þessu ári er
áætlað framlag til KA vegna bygg-
ingar íþróttahúss, en heildarkostn-
aður vegna byggingarinnar er um
146 milljónir og er hlutur bæjarins
109 milljónir króna, sem greiðist á
5 árum. Þá eru í gildi rammasamn-
ingar við íþróttafélagið Þór, Skauta-
félagið og Golfklúbb Akureyrar um
framkvæmdir á þeirra svæðum.
Til umhverfismála verður
varið um 82 milljónum
Til eldvarna- og öryggismála
verður varið 20,5 milljónum króna
og vegna hreinlætismála 60,8 millj-
ónum. Sá liður hækkar einungis um
5,9% á milli ára og er megin skýring-
in þar á að gert er ráð fyrir mun
lægri kosfnaði vegna snjómoksturs
en í fyrra. Kostnaður Akureyrarbæj-
ar af skipulags- og byggingaeftirliti
er áætlaður 48,6 milljónir. Framlag
bæjarins vegna gatna holræsa og
umferðarmála er áætlaður 69,2
milljónir króna, en hvað umhverfis-
mál varðar er áætlað að veija 81,8
milljónum króna. Þar er gert ráð
fyrir 27 milljónum vegna unglinga-
vinnu.
Áætlað er að veija 19 milljónum
króna til atvinnumála á árinu, en
undir þann lið falla atvinnumála-
nefnd og Framkvæmdasjóður. Þá
var tekinn upp nýr liður, afskrifaðar
og tapaðar kröfur, en áætlaðar eru
10 milljónir undir þann lið fjárhagsá-
ætlunarinnar. Einnig er gert. ráð
fyrir 32,2 milljónum króna til ýmissa
mála, en sérstakur liður þar undir
er áætlaður til tölvu- og hugbúnað-
arkaupa fyrir bæinn upp á 8 milljón-
ir króna. Gert er ráð fyrir 11,8 millj-
óna framlagi vegna fasteigna, sem
er nokkru lægra en var á síðasta
ári, en nú er áætlað að veija 2 millj-
ónum til kaupa á erfðafestulöndum
í stað 6 í fyrra.
Rekstrarkostnaður véla og tækja
á árinu er áætlaður 90 milljónir
króna, en tekjur 105 milljónir, þann-
ig að Vélasjóði er ætlað að skila 15
milljóna króna hagnaði. Rekstrar-
kostnaður Strætisvagna Akureyrar
er áætlaður 35,5 milljónir, en rekstr-
artekjur 20,1 milljón, þannig að
framlag bæjarins verður 15,4 millj-
ónir króna.
Gert er ráð fyrir að fjármagns-
gjöld verði 166,5 milljónir króna á
árinu, en það er 38,2% hækkun frá
fyrra ári. Fjármunatekjur eru aætl-
aðar 50,7 milljónir. Til eignabreyt-
inga er áætlað að verja 'samtals
240,4 milljónum króna, e_n við fyrri
umræðu íjárhagsáætlunar var ekki
gerð tillaga um skiptingu á einstök
verk.
227 milljónir greiddar i
vexti af lánum Hitaveitunnar
Við umræðuna í gær var einnig
tekin fyrir fjárhagsáætlun veitu-
stofnana, og kom fram í máli bæjar-
stjóra að tekjur Rafveitu Akureyrar
eru áætlaðar 424,2 milljónir króna,
en útgjöld eru áætluð um 370,5
milljónir, þannig að 52,8 milljónir
færast á eignabreytingar. Hvað
Hitaveitu Akureyrar varðar er gert
ráð fyrir að rekstrartekjur verði 428
milljónir króna, en rekstrarkostnað-
ur 94 milljónir, þannig að rekstraraf-
gangur fyrir afskriftir, fjármagns-
kostnað og eignabreytingar verður
um 334 milljónir. Áætlað er að veija
35 milljónum í stofnkostnað og 227
milljónum til að greiða vexti af lán-
um veitunnar. Til afborgana á lánum
verður varið 42 milljónum, sem er á
bilinu 1-2% af heildarskuldum vei-
tunnar. í máli Halldórs kom fram
að langan tíma tæki að greiða niður
skuldir Hitaveitunnar ef ekki verður
mögulegt að setja meira fé í afborg-
anir á hveiju ári en nú er.
Gert er ráð fyrir að rekstraraf-
gangur Vatnsveitu Akureyrar verði
62,8 milljónir króna, en áætlað er
að vetja tæplega 43 milljónum til
byggingaframkýæmda á Rangár-
völlum vegna sameiningar á starf-
semi Vatns- og Hitaveitu.
Tekjur Akureyrarhafnar á árinu
eru áætlaðar 65,8 milljónir króna,
en kostnaður er áætlaður tæpar 40
milljónir króna. Gert er ráð fyrir 18
milljóna króna ríkisframkgi. Til
framkvæmda við höfnina eru áætl-
aðar 35,8 milljónir króna.
„Það er ljóst að rekstur Akur-
eyrarbæjar og stofnana hans er
umfangsmikill og því brýnt að leita
ætíð bestu leiða við ákvörðun og
ráðstöfun á þeirn fjármunum sem
fáanlegir eru á hverjum tíma. Verk-
efnin eru mörg, en hagræðing og
sparnaður í rekstri eykur möguleika
okkar til frekari framkvæmda,“
sagði Halldór. í )ok ræðu.sinnar.
Áskorunin var afhent Sigríði
Stefánsdóttur forseta bæjarstjórnar
Akureyrar í upghafi fundar bæjar-
stjórnar í gær. í áskoruninni segir,
að ár sé nú liðið frá því kjarasamn-
ingar voru gerðir, en með þeim
hafi tekist að koma í veg fyrir stór-
fellt atvinnuleysi, kaupmáttarhrap
stöðvað og verðbólgu hafí verið
komið í svipað horf og nágranna-
þjóðirnar búa við.
„Markmiðin hafa að mestu náðstf
vegna víðtækrar samstöðu launa-
fólks, atvinnurekenda og opinberra
aðila. Áframhaldið ræðst af því
hvort sú samstaða helst. Það eru
launamönnum á Akureyri mikil
vonbrigði að Akureyrarbær skuli
hafa ákveðið að hækka fasteigna-
gjöld langt umfram þær viðmiðanir
sem kjarasamningar byggjast á,“
segir í áskoruninni.
Mývatnssveit:
Sést í græn-
an lit í túnum
Björk, Mývatnssveit.
MYVETNINGAR héldu þorrablót
í Skjólbrekku síðastliðið laugar-
dagskvöld. Að venju var það
Kvenfélag Mývatnssveitar sem
hafði veg og vanda af þessu blóti.
Skemmtiatriði voru flest hei-
maunnin, grín og gaman.
I blíðviðrinu að undanförnu hefur
allan snjó og klaka tekið upp af
vegum hér um slóðir og í jörð við
vatnið og jafnvel farinn að sjást
grænn litur á túnum.
Nýlega fundust tvö lömb austur
á Mývatnsfjöllum, þau voru héðan
úr sveitinni og litu vel út og virðast'
ekki hafa liðið skort í vetur.
Kristján
Sorg og sorg-
arviðbrögð:
Fyrirlestur um
hina hljóðu sorg
SONJA Sveinsdóttir lijúkrunar-
fræðingur heldur fyrirlestur £
fundi samtaka um sorg og sorgar-
viðbrögð sem haldinn verður ann-
að kvöld.
Fyrirlestur Sonju fjallar um hina
hljóðu sorg sem tengist fósturláti.
Hann verður haldinn í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju og hefst
kl. 20.30 á fimmtudagskvöld. Allir
. eru yelkQrpnir á fundinn, ,
V