Morgunblaðið - 03.04.1991, Side 41

Morgunblaðið - 03.04.1991, Side 41
, MORGUNBLAÐIÐ .MIBVIKUDiAGUR /3. APRLL ,1091 o41 Fiskverðsdeilan í Eyjafirði: Viljum hvorki né getum sprengt efnahagskerfið - segir Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa STJÓRN Útgerðarfélags Akureyringa hefur falið framkvæmdastjór- um þess að auglýsa þær stöður sem lausar eru á ísfisktogurum fé- lagsins, en sem kunnugt er sögðu sjómenn upp störfum fyrir nokkru og tóku uppsagnir gildi í síðustu viku. Félagið er tilbúið að greiða sjómönnum 41% heimalöndunarálag líkt og um samdist við sjómenn á Húsvík á laugardag, en lengra telur stjórnin sig ekki geta geng- ið. Krafa sjómanna snúist um 80-90% heimalöndunarálag. Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa sagði á blaðamannafundi á mánu- dag að á undanförnum misserum hefði mikils og vaxandi misræmis gætt í fiskverði, sem m.a. hefði komið fram í því að hluti heildaraf- lans hefur verið seldur á mörkuðum ýmist utanlands eða innan. Auk þess sem fiskkaup- og seljendur hafi gert með sér samninga um fast fiskverð, sem taki mið af verði sem myndast hafi á fiskmörkuðum. Gunnar sagði að á síðasta ári hefði um 24% af heiidarbolfiskafla landsins verið seldur á mörkuðum, 13% erlendis og 11% innanlands. Áf þorskaflanum hefði 19% verið verið seld á mörkuðum, 10% erlend- is og 9% innanlands. Alkunna væri að sérstök stofnun, Aflamiðlun, stjórnaði útflutningi á ferskum físki og væri það yfirlýst stefna hennar að takmarka framboðið svo há- marksverð fengist fyrir hvert kíló. Þá væri einnig ljóst að vegna hins takmarkaða framboðs á innlendu mörkuðunum héldist verðið þar mjög hátt. „Viðmiðun við þetta verð er því óraunhæf með öllu, en eftir stendur að það skapar þá miklu óánægju sem lengi hefur verið hjá þeim sjómönnum sem landa að mestu aflanum til eigin fiskvinnslustöðva,“ sagði Gunnar og benti á að Útgerðarfélag Akur- eyringa hf. hefði reynt að koma tii móts við sjómenn með svokölluðu heimalöndunarálagi sem á að jafna að nokkru þetta misvægi. Fiskvinnslan þolir ekki að greiða markaðsverð sem myndast hefur vegna takmarkaðs framboðs „Það er hins vegar ljóst að mál þessi snúast um grundvallaratriði, en þá á ég við það hvernig íslend- ingar ætla að skipa málum í sínum sjávarútvegi allt frá veiðum og vinnslu til hinnar ýmsu markaðs- starfsemi sem hefur verið rekin.“ Gunnar sagði fiskvinnsluna ekki þoia að greiða þau markaðsverð sem myndast hafa vegna takmark- aðs framboðs og því myndi smám saman glatast það starf sem byggt hefði verið upp á síðustu áratugum að því er varðar sókn á erlenda markaði fyrir frystar sjávarafurðir. Ef selja ætti allan físk á físk- mörkuðum væri einboðið að verð myndi lækka og spurning hvort sjómenn allir stæðu í sömu sporum og þorri þeirra gerir nú og allt það fólk sem bygg-ði afkomu sína á sjáv- arútvegi sæti eftir með skarðan hlut frá borði. Hallaði þá enn á landsbyggðina, sem vart mætti við meiru. Annar kostur væri að selja allan físk á mörkuðum óheft, ýmist erlendis eða innanlands, en það myndi á sama hátt leiða til verð- lækkunar, til hagsbóta fyrir er- lenda fískkaupendur og fiskverk- endur og auka allan kostnað við meðferð og meðhöndlun aflans inn- anlands. „Máiið snýst ekki um físk- veiðistefnu eða fiskvinnslustefnu, heldur um heildstæða sjávarút- vegsstefnu þar sem tekjuskiptingin er þess eðlis að allir þeir sem hlut eiga að máli hafi þar réttláta hlut- deild,“ sagði Gunnar. Farið fram á 82,7% heima- löndunarálag á 2 kg þorsk Gunnar sagði ÚA hafa reynt að halda því rekstrarfyrirkomulagi sem gefið hefði góða raun, þ.e. útgerð skipa sem lönduðu hráefni til vinnslu í eigin vinnslustöð og það síðan flutt út á trausta mark- aði. Félagið hefði komið á móts við fiskverðsmisvægið með því að taka upp heimalöndunarálag til jöfnun- ar. Sjómenn hafi ekki sætt sig við þau kjör og sendu í febrúar tillögu um að heimalöndunarálag á þorsk sem var 30% hækkaði í 48% og álag á aðrar fisktegundir hækkaði um 48-70%. í framhaldi af þessari tillögu bárust félaginu uppsagnir frá flestum skipveijum hinna fimm ísfisktogara ÚA og tóku þær fyrstu gildi 26. mars síðastliðinn. Þann dag barst forráðamönnum ÚA tilboð frá sjómönnum og var þá farið fram á 93,7% heimal- öndunarálag á 2 kg þorsk. Tilboðið var síðan lækkað næsta dag og var heimalöndunarálagið þá komið nið- ur í 82,7%. Tillögur sjómanna um hækkun á fískverði voru í sumum tilfellum hærri en það sem greitt er á mörkuðum, að sögn Gunnars. Sjómenn á ísfísktogurum ÚA fengu greitt 40% heimalöndunará- lag frá 1. mars síðastliðnum, en það liafði þá verið hækkað úr 30%. Gunnar sagði það verð fyllilega standast samanburð við aðra aðila sem ástæða þætti til að bera sig saman við og gerði það að verkum að tekjur sjómanna hjá ÚA væru fyrir ofan meðaltal sjómanna í landinu. Hann sagði að í saman- burði nokkurra frystihúsa um land allt hefði komið í ijós að það verð sem félagið gi-eiddi fyrir kílóið af þorski væri síst lakara en það sem aðrir greiddu og nokkru hærra en meðatai þessara frystihúsa. í öðr- um tilfellum greiddi ÚA meðaltals- verð og það verð sem greitt væri fyrir t.d. ufsa væri lægra hjá ÚA en meðaltalsverðið. Útgerðarfélag Akureyringa hef- ur varpað fram þeirri hugmynd að markaðstengja verð 12% af aflan- um, en greiða fast verð fyrir ýmsar físktegundir. Tekið yrði meðalverð þriggja markaða við Faxaflóa í viku hverri. Hugmyndin var sett fram með sérstöku tilliti til þess að ein- mitt þessir markaðir hefðu skapað hina miklu óánægju á meðai sjó- manna. Þessar hugmyndir fengu ekki hljómgrunn að sögn Gunnars. Útgerðarfélag Akureyringa er tilbúið að greiða 41% heimalöndun- arálag líkt og samið var um á Húsavík á laugardag og að það gildi frá síðustu áramótum. Þá verði nefnd frá félaginu og sjó- mönnum falið að afla upplýsinga um þróun fiskverðs í landinu og að þar komi skýrt fram hvar ÚA standi í þeim samanburði. Lengra teldi stjórn félagsins sig ekki geta gengið. „Málið snýst um það hvort félagið geti sprengt upp allt efna- hagskerfíð með tilheyrandi nýrri verðbólgu, vaxtasprengingu og öðru sem því myndi fylgja. Svarið við því er einfaldlega nei. Útgerðar- féiag Akureyringa hvorki vill né getur staðið að slíku,“ sagði Gunn- Kjaranefnd sjómanna á ísfisktogurum ÚA: Rúmlega 40% hærra verð greitt á Vestfjörðum Stuðningsyfirlýsingar berast frá áhöfnum 36 togara SJÓMENN á ísfisktogurum Útgerðarfélags Akureyringa, sem sagt hafa upp störfum, ítrekuðu í gær tilmæli sín um að menn gengju ekki í störf þeirra. Um tíu sjómenn vantar til að manna Harðbak EA 303 svo hann geti haldið á veiðar og voru lausar stöður auglýst- ar í gær. Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar sagði að mikil samstaða ríkti á meðal sjómanna og þeir myndu ekki gefa eftir. Sjómönnum í félaginu bárust í gærmorgun skeyti annars vegar frá sjómönnum á frystitogurum Útgerðarfélags Akureyringa, Slétt- bak EA-304 og Sólbak EA-307, þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við áhafnir ísfisktogaranna í baráttu fyrir eðlilegu fiskverði og hins veg- ar frá áhöfnum 34 skipa sem senda félögum sínum á Norður- og Aust- urlandi baráttu- ogstuðningskveðj- ur. Jafnframt skora þessar áhafnir á útgerðir og fiskkaupendur að sýna sanngirni og hækka skipta- verð og fiskverð til sjómanna til jöfnunar á við það sem almennt gildi á fískmörkuðum suðvestan- lands og til jafns við það verð sem þegar hefur verið samið um milli margra fiskseljenda og fiskkaup- enda. Kjaranefnd sjómanna sat á fundi í gær og tók m.a. dæmi um upp- gjör frá einni veiðferð Harðbaks frá því í febrúar síðastliðnum. Verðmæti aflans var 7,9 milljónir króna og skilaverð var 5,5 og út úr því fengu sjómenn til skipta 1,7 milljónir króna. Hefði útgerðin greitt fyrir aflann samkvæmt til- lögu sjómanna sem lögð var fram 27. mars síðastliðinn hefðu fengist 10,8 milljónir króna miðað við þennan sama túr. Skiptaverðið hefði þá orðið 7,6 milljónir króna og sjómenn þá fengið 2,4 milljónir í sinn hlut samkvæmt útreikning- um kjaranefndar. Hefði þessum sama afla verið landað í fískvinnslu á Vestfjörðum, segja kjaranefndarmenn að 41,5% hærra verði myndi fást fyrir hann þar heldur en hjá ÚA og Útgerðar- félagi Dalvíkinga. Konráð Alfreðson sagði að tilboð sjómanna sem lagt var fram fyrir páska sé 55,69% hærra en verð- lagsráðsverð og skilyrt 12% heima- löndunarálag. Konráð sagði sjó- menn einnig hafa lagt fram tilboð um 50% heimalöndunarálag, en það þýddi 15,38% hækkun frá því verði sem gilti hjá ÚA í febrúar. Þá bauð félagið einnig að nefnd sjómanna og endurskoðenda myndi rannsaka fiskverð um land alit. „Eina svar útgerðar við öllum þessum tilboðum er á sama veg, að við séum að leggja fískvinnslu á Akureyri í rúst og riðla peninga- kerfi þjóðfélagsins þar með,“ sagði Konráð. Um hugmynd forráðamanna ÚA um að tengja verð 12% aflans markaðsverði, sagði Konráð að menn hefðu reiknað út að það hefði í för með sér lækkun á fiskverði frá því sem greitt er nú og því hefðu sjómenn ekki verið ginn- keyptir fyrir þeirri hugmynd, en samkvæmt henni átti að greiða fast verð fyrir hinn hluta aflans. Veiðiferð Harðbaks EA 303 í febrúar sl. er notuð sem víðmiðun og tölurnar umreiknaðar miðað við tilboð og kröfur Aflaverðmæti Skiptaverð Til sjómanna Reiknuð mánaðarlaun* Fiskverð verðlagsráðs +10% kassauppbót + 30% heimalöndunarálag. 7,9 millj.kr. 5,5 millj.kr. 1,7 millj.kr. 149 þús kr. Tilboð ÚA nú. Heimalöndunarálag er 41 % í stað 30% áður. 8,6 millj.kr. 6,0 míllj.kr. 1,8 millj.kr. 10,8 millj.kr. 7,6 millj.kr. 2,4 millj.kr. 159 þús.kr. 189 þús.kr. r Reiknað er með tveimur veiðiferðum í mánuði, aflahlutur háseta á stórum togara (yfir 500 brt.) sé 0,68% (miðað við 24 í áhöfn) og fastakaup á mánuði sé 42 þús.kr. Vinnsla í frystihúsi ÚA stöðvast á mánudag ÞEIR tveir togarar Útgerðarfélags Akureyringa sem voru á sjó yfir páskana eru komnir að landi, Hrímbakur kom í gær með um 100 tonn og Kaldbakur var væntanlegur í nótt eða snemma í morgun einnig með um 100 tonn. Ljóst er að vinnsla stöðvast í frystihúsi ÚA í næstu viku. Gunnar Lórenzson yfirverk- stjóri í frystihúsi ÚA sagði að þessi 200 tonn myndu verða unn- in í þessari viku, en ef til vill væri unnt að treina eitthvað fram á mánudag. Aflinn yrði unninn í dýrustu pakkningar, en í frysti- húsinu vinna um 150 manns. Gunnar sagði að í dag, miðviku- dag, yrði tekin ákvörðun um hvað gert yrði í stöðunni, en ekki var búið að tilkynna starfsfólki um vinnslustöðvun í gær. I reglugerð um greiðslur vegna fastráðins fiskvinnslufólks segir að séu líkur á vinnslustöðvun vegna fyrirsjáanlegs hráefnisleys- is skuli fyrirtæki sem hyggist njóta greiðslna tilkynna með a.m.k. 5 sólarhringa fyrirvara um fyrirhugaða vinnslustöðvun og til- greina orsakir hennar til vinnum- iðlunar. Fyrirtækið greiðir sjálft fyrstu tvo daga vinnslustöðvunar- innar, en fyrir hvern heilan dag umfram tvo sem fyrirtækið heldur fastráðnum starfsmönnum á laun- askrá fær það greidda hámarks- dagpeninga fyrir hvern starfs- mann í fullu starfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.