Morgunblaðið - 17.05.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.05.1991, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 ARDRÁNII eftir Einar Júlíusson Svo sem nefnt var í fyrri grein var enginn arðsemisjöfnuður í við- skiptum Landsvirkjunar og ÍSAL heldur er arðsemi þess síðastnefnda 14 sinnum meiri samkvæmt grein Sigurðar B. Stefánssonar (Mbl. 24.1). En aðeins hluti af tekjum Landsvirkjunar er frá ÍSAL og upp- gefnar tölur oft ósambærilegar. Nauðsynlegt er því að endurmeta allar upphæðir. Ársreikningar ÍSAL Rétt er að líta fyrst á ársreikning ÍSAL. ÍSAL er hætt að gefa út ársskýrslur en reikninga þess má finna í útgefnum skýrslum Þjóð- hagsstofnunar. Ársreikningur ISAL 1989 Efnahagur (Milijarðar króna) Inneignir 2.882 Fasteignir 3.101 Birgðir 1.233 Eignir =7.216 Skuldir 3.187 Eigið fé =4.029 Rekstur Súrál 2.106 Raforka 1.432 Laun 1.343 Afskriftir 0.379 Raunvextir 0.015 Önnur rekstrargjöld 3.350 Gjöld =8.625 Tekjur 10.379 Hagnaður =1.755 Framleiðslugjald 0.335 Raunvextir eru áætlaðir hér sem 5% af skuld mínus inneign og fram- leiðslugjaldið er tekið hér eins og í grein Sigurðar sem skattur og ekki reiknað með í hagnaðar- og arðsem- isútreikningi. Endurmat til að fá eðlilegan samanburð? Landsvirkjun hefur endurmetið og uppfært sínar eignir til raunvirð- is og afskriftir þær á eðlilegan hátt um 2.5% af upphaflegu (uppfærðu) stofnfé á ári. ISAL er hinsvegar á sérsamningum og má_ afskrifa um 10% á ári. Afskriftir ÍSAL eru því miklu hærri en raunveruleg eigna- rýrnun. Ágóði þess og eigið fé meira en bókfært er. Miðað við 16.7 milljarða króna stofnkostnað (sem ekki er allur mjög gamall) gæti eðlilega afskrifað verð fast- eigna og tækja ÍSAL verið nálægt 8 milljörðum. Eigið fé þess er þá um 5 milljörðum hærra en bókfært eða um 9 milljarðar. Aðeins 36% af raforku LV er seld til ÍSAL en 20% fer tii annarr- ar stóriðju og afgangur til almenn- ingsveitna á margfalt hærra verði, þótt framleiðslukostnaður þess raf- magns sé í mesta lagi 30% hærri. Því er það vissulega ekki svo að LV hafi grætt 714 miiljónir (822 millj. fyrir skatta) á raforkusölunni til ISAL. Hið rétta er að það var tap af raforkusölunni til ÍSÁL með- an það var talsverður gróði af raf- orkusölunni til almenningsveitna. Enda var verðið til þeirra helmingi hærra og hefur reyndar oftast verið þrisvar til fimm sinnum hærra. Tapið var því með allra minnsta móti 1989 og áætlað hér sem 150 milljónir. Einnig eru fjárfestingar LV vegna ÍSAL einungis hluti éða um 32% af heildinni og verða vegna meiri afskrifta reiknaðar hér sem 15 milljarðar eða sundurliða af eignum LV. í sjálfu sér er lítið hægt að sunduriiða það hvaða hiuti af eiginfé Landsvirkjunar er bundið í þessum eignum fremur en öðrum en það verður reiknað hér sem 10 milljarðar. Eru kostnaðartölur ISAL eðlilegar? Hlutur súráls í rekstrargjöldum er nú helmingi minni en áður, af- skriftir eru hóflegri en oftast en liðurinn annar rekstrarkostnaður hefur tvöfaldast. Það er skoðun mín að kostnaðurinn sé ofmetinn og að raunverulegur hagnaður ÍSAL sé helmingi hærri en bókfært er. Mér finnst það ekkert eðlilegt að rekstr- argjöld sem yfirleitt hafa verið um íjórðungur af súrálskostnaðinum séu allt í einu orðin miklu meiri en súrálskostnaðurinn. En þekking mín á rekstrarkostnaði álvera eða heimsmarkaðsverði á súráli tak- markast við það sem lesa má í árs- skýrslum ÍSÁL. Það geta allt eins verið alveg eðlilegar skýringar á bókfærðum rekstrargjöldum og ég verð almennt að reikna með þeim tölum sem ISAL gefur upp hvort sem ég trúi þeim eða ekki. Þó hef- ur á línuriti 2 verðmæti fasteigna verið endurmetið og einnig sýndur sá möguleiki að hagnaður ÍSAL sé raunverulega heimingi hærri en bókfært er. Endurskoðað línurit Útkoman sést þá á línuriti 2. Er þá reiknað með uppgefnum hagnaði en einnig sýnt hvernig myndin breytist ef hagnaður ÍSAL er reikn- aður helmingi hærri. Til að arðsemisjöfnuður ríki þarf orkuverðið að vera um 1,74 kr/kWst og er þá arður beggja um 8,5%. Miðað við 5% arð þyrfti LV um 1,49 kr/kWst og ÍSÁL gæti greitt um 1,95 kr/kWst. Mismunur- inn 0,46 gæti verið aðgangseyririnn að auðlindinni. Samanburður á auðlindum Það er langt í land að einhver stóriðja skili slíkum arði úr orku- auðlindum íslands. En jafnvel á því verði er samt þorskstofninn einn meira en helmingi stærri auðlind en allt virkjanlegt vatnsafl landsins. Sú auðlind hefur að vísu þann kost að það er ekki hægt að eyðileggja hana sem orkuuppsprettu, en það er mjög dýrt að virkja hana. Sú virkjun kostar að hluta af þriðju auðlindinni sé fórnað og auk þess um 600 milljarða króna sem er a.m.k. 20 sinnum stærri fjárfesting en þarf til að fullvirkja þorskstofn- inn. Við höfum því auðveldlega efni á að virkja fiskstofnana og líka á að byggja þá upp í þá stærð sem gefur mestan arð. Við höfum hins- vegar engin efni á að virkja auðlind- ir okkar fossa fyrr en þær gefa af sér að minnsta kosti eina krónu á hveija kílówattastund þ.e. í ágóða framyfír kostnaðarverð. Það er óðs manns æði að halda áfram að skuld- setja komandi kynslóðir fyrir óarð- bærar fjárfestingar að ekki sé nú talað um flotaijárfestingar sem gera ekki annað en stórminnka arð- inn af stærstu auðlind okkar í dag. Geta jafnvel auðveldlega gengið svo frá þorskstofninum að 600 milljarð- ar (20 ára afrakstur) nægi ekki til að enduruppbyggingar hans. Við ættum fremur að skuldbinda okkur sjálf til að skila næstu kynslóð auð- lindunum í lagi og óveðsettum. Gleymum því heldur ekki að þriðja auðlindin hin óspillta náttúra gæti verið þeim margfalt verðmætari en orkuver eða jafnvel kjörnýttir fisk- stofnar. Læra menn ekki af mistökum sínum? Ef til vill gæti nýtískulegra álver náð aukinni hagræðingu og greitt hærra verð, en það er ekkert verið að semja um það. Verðið til ÍSAL hefur lækkað mjög síðan 1989 með lækkandi ái- og dollaraverði eða úr 1,24 niður í um 0,80 kr./kWst og það er verið að semja, eða hefur verið samið um 62 aura á kWst afsláttarverð' til Atlantal. Það er á verðlagi og álverði dagsins í dag (greinin var skrifuð fyrst í mars) en annað verð í þessari grein mið- ast við árið 1989. Því er verið að tala um helmingshækkun verðs sem fyrir var næstum helmingi of lágt. Ætla íslendingar virkilega þegjandi að láta slíkt arðrán yfir sig ganga? Er eitthvað á álverum að græða? Rétt er að lokum að taka ákveð- ið dæmi og reikna fremur heildar- arðsemi álvera og orkuvera almennt án tillits til eiginfjárhlutfalls eða sérstakra aðstæðna Landsvirkjunn- ar og ÍSAL: Kostnaðartölur nýrra ál- og orkuvera Álver 200.000tonn Byggingarkostnaðúr 40 Gkr. Rekstrarkostnaður 11 Gkr/ári. Álverð lOOkr/kg. Raforkuver 3 TWst Byggingarkostnaður 60 Gkr. Rekstrarkostnaður 1 Gkr/ári „Ef við viljum græða einhvern tímann á auð- lindum íslenskra fossa þá er rétt að byrja á því að verðleggja þær strax, t.d. 1 kr. á kWst, og ekki leyfa neinum, síst af öllu ríkisreknu fyrirtæki með pólitíska stjórn, að ganga í þær fyrir ekki neitt.“ Heildartekjur veranna eru þá 20 milljarðar á ári. Heildar rekstrar- gjöld 12 milljarðar og eftir fullar afskriftir, 2,5 milljarða er hagnað- urinn 5,5 milljarðar þ.e. 5,5% arð- semi. Fyrirtækin rétt standa undir vöxtum með þessu álverði og ekk- ert er eftir í afborganir, ágóða og auðlindarrentu. Reyndar er álverðið talsvert lægra í dag og stendur ekki einu sinni undir vöxtunum. Arðsemin eykst þó eftir nokkra áratugi þegar fyrirtækin eru sæmi- lega afskrifuð. Afskriftir eru ekki útlagður kostnaður og því er mögu- leiki fyrir fyrirtækin að standa af sér og bæta sér upp síðar nokkuð tap og eigin fjármissi fyrstu áratug- ina. Fyrirtæki nægir einnig hversu lítil arðsemi sem er til að forða sér frá gjaldþroti ef það hefur aldrei getað fengið af sínu eiginfé. Eigna- lausu fyrirtæki er þó alltaf nauðsyn á að fá fulla vexti og fullar afskrift- ir til að greiða niður sín lán. Ann- ars verður eiginljárstaðan strax neikvæð og fyrirtækið í raun gjald- þrota. Eftir orkuverði er skipting arðseminnar eins og sést á mynd- inni. Arðsemisjöfnuður er við raf- orkuverð 1,93 kr/kWst eða raf- orkukostnað sem er 29% af álverð- Fyrst söng kórinn átta lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Síðan iék Stórsveitin sjö lög eftir erlenda höfunda. Hljómleikarnir vou vel sóttir og sýndi hljómlistarfólkið að það hafði lagt mikla alúð við æfingar á liðnum inu. Byggingar og rekstrarkostnað- ur orkuvera er nokkuð á hreinu (Blönduvirkjun er að vísu talsvert dýrari) en mig grunar að ATLAN- TÁL muni telja bæði byggingar og rekstrarkostnað álvers verulega vanmetinn hér á töflu 2. Rétt er þó að leggja áherslu á að raforkan er ekki innifalin í þeim rekstrar- kostnaði. Sé kostnaðurinn í raun mun hærri þá eru ný álver hér hreinlega ekki arðbær fyrirtæki og erfitt að sjá á hvaða grundvelli þau eru rekin úti í heimi þar sem laun og raforka eru í hærra verði. Sama gildir auðvitað ef ætlunin er að gera kröfur um 10% afskriftir eða einhverja viðlíka sérsaminga. Varðar Þjóðhagsstofnun um þjóðarhag? Afstaða og útreikningar Þjóð- hagsstofnunar sem og framganga þáverandi forstjóra hennar vekja furðu mína svo ég segi ekki meira. Ég tel af og frá að það sé í þjóðar- hag að bjóða raforku á 10% af ál- verði (nú um 62 aurar á kwst) þó svo að það hækki upp í 16% eða tæpa eina krónu á kWst einhvernt- ímann á næstu öld. Fyrir 3 Twst fást þá 3 milljarðar króna en lág- marks afskriftir og rekstrarkostn- aður af 60 milljarða króna orkuveri eru 2,5 milljarðar. Þá eru eftir 500 milljónir upp í arðinn og vexti af 60 milljörðum! Hvað reiknar Þjóð- hagsstofnun eiginlega með að orku- ver eða peningar kosti í dag? Öll auðlind íslenskrar vatnsorku er einskis virði ef söluverð hennar nægir ekki fyrir afskriftum og vöxt- um af virkjanakostnaðinum. Launa- greiðslur og skattar frá ájverinu eru óverulégur gróði fyrir íslendinga. Fyrir alla þessa milljarða hlýtur að vera hægt að skapa jafnmörg jafn- góð störf. Einnig fyrirtæki sem hægt er að skattleggja jafnmikið og við eigum þá þau fyrirtæki. Við skulum gleyma þessu Atlantal æv- intýri og afskrifa þær 600 milljónir sem í það hefur verið lagt. Ef við viljum græða einhvern tímann á auðlindum íslenskra fossa þá er rétt að byija á því að verðleggja þær strax, t.d. 1 kr. á kWst, og ekki leyfa neinum, síst af öllu ríkis- reknu fyrirtæki með pólitíska stjórn, að ganga í þær fyrir ekki neitt. Brýnna er þó fyrir okkur að reyna að bjarga því sem bjargað verður af fiskimiðum og gróður- lendi íslands sem og t.d. regnskóg- um og öðru því lífríki heimsins sem í hættu er, og við getum bjargað. Aðferðin er ein og sú sama. Arðrán auðlinda verður aðeins stöðvað með auðlindaskatti. Heimildir: Ársskýrslur ÍSAL. Ársskýrslur Landsvirkj- unar. Ársreikningar fyrirtækja, Þjóðhags- stofnun 1990. vetri, en slíkt kostar mikið og fórn- fúst starf, sem allt er gert án endur- gjalds og því eru færri en skyldi fúsir til slíks núorðið og er það aft- urför frá því sem áður var. - Fréttaritari. Höfundur er eðlisfræðingur. Kirkjukór Húsavíkur. Morgunbiaðið/smi Tónleikar Kirkjukórs og Stórsveitar á Húsavík Húsavík. KIRKJUKÓR og Stórsveit Iiúsavíkur héldu sameiginlega hljómleika í Samkomuhúsinu á Húsavík, síðastliðinn laugardag, undir sljórn Normann Dennsi, hljómlistarkennara við undirleik Helga Pétursson- ar, kirkjuorganista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.