Morgunblaðið - 17.05.1991, Page 34

Morgunblaðið - 17.05.1991, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991 ~34 Kristín Magnús- dóttir - Minning Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Það var síðla dags, að áliðnu hausti, fyrir mörgum árum síðan. Ég hafði látið til leiðast að taka þátt í stjórnarstörfum með sjálf- stæðismönnum hér í gamla bænum. Fyrsti fundur var haldinn á efri hæð í húsi við Öldugötuna í Reykja- vík. Alls ókunn öllu félagsmálastússi fetaði ég mig upp stigann eftirvænt- ingarfull, og nam staðar á skörinni. Þaðan blasti við mér opin hurð inn á kontor heildsalans í húsinu, bg þar 'sat hún í stól, heiðurskonan Kristín Magnúsdóttir. Hún var smekklega klædd, vel snyrt og með hatt á höfði. Hún pú- aði sígarettu og leit til mín með glettnu augnaráði og sagði: Velkom- in, þér á eftir að þykja gaman að vera með okkur. Hvað heitirðu? Styð- ur þú ekki Aibert? Frá þessari stundu hófst vinátta okkar Kristínar, sem ég met svo mikils. Hún kunni þá list að gera hvunndagslegt síðdegi að skemmti- göngu í garði vináttunnar. Hún tók mig gjarnan með, leiddi mig um stíga og öngstræti og sagði mér sögur tijánna. Kristín var lífsglöð og falleg kona, sem vakti athygli hvar sem hún fór. Slungin útspil og glaðbeitt tilsvör gerðu hana að eftirminnilegum fé- laga og vini. Hún var glögg á menn og málefni, lét ekki glepjast af skrúð- mælgi eða skrumi, og stóð þéttings- fast með vinum sínum gegnum þykkt og þunnt. Hún var sjálfstæð í gerð- inni og bar með sér framandi blæ heimskonunnar. Kristín var vel undir lífið búin. Hún var verslunarskólagengin og hafði stundað nám í Englandi. Hún __var talnaglögg, hagsýn og ráðdeild- 'arsöm. Kristín naut þess að búa við góðæri í einkalífi sínu. Hún kvæntist ung að árum traustum athafna- manni, Tryggva Jónssyni, síðar for- stjóra Ora hf. Saman áttu þau börn- in tvö, Önnu Lovísu, meinatækni, gifta Heimi Sindrasyni, tannlækni, og Magnús, framkvæmdastjóra Ora, kvæntan Guðtúnu Beck, húsmóður. Glæsilegt heimili Kristínar og Tryggva stóð á Einimel 11 hér í borg. Þar má líta verk fagurkerans og stórhug athafnamannsins. Börnin, tengdabörnin og afkom- endur urðu lífslán þeirra hjóna. Gott fólk, sem lagði foreldrum sínum líkn með þraut, þegar veikindi og aldur færðust yfir. Þau glæddu æskuheim- ilið lífi og lit samhentrar fjölskyldu. Kristín varð ekkja fyrir nokkrum árum. Það var augljóst þeim er til þekktu, að áfallið var þungt, en hún geymdi það með sjálfri sér, og bar ekki sorg sína á torg. Hún átti marga góða að. Garðinn hafði hún ræktað sjálf, og valið sér vini. Virðing og hlýja fylgdi orðum hennar, þegar hún sagði mér frá samverustundum með stúkusystrum í Oddfellowreglunni. Þeirra funda naut hún best síðustu árin. Ég veit líka, að minningarnar sem hún átti frá áratugalöngu starfi í þágu Sjálfstæðisflokksins, veittu henni gleði og lífsfyllingu. Þar eign- aðist hún stóran hóp vina og var oft miðpunktur skemmtilegra samveru- stunda. A þeim vettvangi urðu okkar fyrstu kynni, og þar kvöddumst við hinsta sinni, á nýliðnum vordegi í Valhöll. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú Kristínu, þökkum henni áralanga vináttu og velgjörð. Veri hún blessuð og sæl. Brynhildur K. Andersen Hún amma okkar er dáin. Það var snemma að morgni 7. þ.m. sem sím- inn hringdi. Heilsu hennar hafði hrakað þá um nóttina og sýnt þótti að senn drægi að lokastund. Sjúkra- húslega hennar var stutt; hún stóð eina viku. Það er undarlegt hve dauð- inn virðist manni fjarlægur en af og til erum við minnt á nálægð hans. Um miðjan morgun lagði hún aftur augun og sofnaði þeim svefni sem við öll á endanum sofnum. Nú þegar hún hefur kvatt okkur um sinn streyma minningar um hug ukkar, minningar sem við erum þakklát fyr- ir og munum varðveita. Amma var afar félagslynd, ákaf- lega pólitísk og hafði ákveðnar skoð- anir á nánast öllum málum. Hún sat í ýmsum nefndum og ráðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var virkur þátttakandi í Oddfellow-reglunni til síðasta dags. Amma hafði ævinlega gaman af því að vera innan um fólk, og í veisl- um var hún hrókur alls fagnaðar. Sama kvöld og hún var lögð inn á spítalann ætlaði hún að halda upp á 60 ára útskriftarafmæli sitt úr Versló með útskriftarárganginum. Það var alltaf gott að koma á Einimelinn í heimsókn. Amma var óþreytandi að segja okkur sögur frá liðinni tíð og af þeim mátti merkja að hún var lífsreynd kona. Hún sagði pkkur frá uppvaxtarárum sínum á ísafirði, skólaárum sínum í Versló og hjúskaparárum hennar og afa. Það var alltaf gaman að hlusta á hana því hún hafði lifað tímana tvenna. En hún hafði einnig gaman af því að hlusta á okkur, og fylgdist vel með því sem var að gerast. Fyrir tæpu ári varð hún langamma og þá var stórum áfanga í lífinu náð. Litla langömmubarnið bjó í kjallaranum hjá ömmu og fylgdist hún vel með gangi mála þar. Þá hugsuðum við oft til afa, en hann hefði gjarnan viljað taka þátt í þessu með henni. Þau voru alltaf einstaklega sam- rýnd og þegar hann dó missti hún meira en nokkur orð fá lýst. Það er því huggun harmi gegn að vita að afi tekur vel á móti henni. Amma var mikill dýravinur. Börn hennar og barnabörn voru mikið með gæludýr og voru hundarnir ávallt velkomnir í heimsókn. Amma lumaði alltaf á einhvetju góðgæti fyrir dýrin og var það.ekki af verra taginu. Það voru ófáar veiðiferðir sem við fórum með ömmu. Þá fór öll fjöl- skyldan með og afí og amma í farar- broddi. Eftir að afi féll frá hélt amma sínu striki og fór í allar veiðiferðir, þá síðustu seinasta sumar. Þær verða víst ekki fleiri, og hún kemur ekki til með að halda upp á áttræðisaf- mælið sitt, eins og hún var búin að ákveða. En minningin um hana lifir og það er víst að þjóðhátíðardaginn 17. júní, sem jafnframt var afmælis- dagur hennar, höldum við í hennar minningu. Það er sárt að kveðja hina hinstu kveðju en við vitum að henni líður betur nú, þegar hún hefur lagt aug- un aftur í hinsta sinn. Hún hafði á náttborðinu sínu þessa fallegu bæn: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Við viljum að lokum þakka ömmu samfylgdina og það veganesti sem hún gaf okkur. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Barnabörn Þegar ég nú sit hér og minnist tengdamóður minnar, meira með pennaendann við varirnar en oddinn á blaðinu, kemur mér í hug hið gamla sanna orðtak: enginn má sköpum renna. Svo einfalt virðist það vera. Það er ekkert í lífríki náttúrunnar sem breytt getur örlögum sínum, ekki hinn sterkasti reyr né hinn veik- asti bróðir. Allt líf virðist ein óbil- andi hringrás hvert sem litið er. Við sjáum laufi skrýðast lund að vori, visna og deyja að hausti. Við sjáum sólina koma upp í austri og setjast í vestri. Við sjáum nýjan einstakling fæðast, dafna, visna og deyja. Við sjáum regn mettast í lofti, skila sér til jarðar og þaðan aftur upp til sinna fyrri heimkynna. Öll náttúran er háð þessari hringrás, einnig við. Yndisleg tengdamóðir mín, Kristín Magnúsdóttir, er látin. Hún andaðist í Borgarspítalanum að morgni 7. maí eftir skamma legu, tæpra 79 ára að aldri. Það sækir á mig einkennileg tilfinning þegar ég lít yfir farinn veg og liðin ár og staldra við dánarbeðið hennar. Fyrir utan gluggann minn er náttúran að Jifna að nýju eftir vetrardvalann. A sama tíma liggur hún liðin á moldarsvæflinuim. Hún fékk ekki að sjá jarðnesk blóm sín springa út á þessu vori, en ég er þess þó fullviss, að himneskur rann hennar hefur opnað faðm sinn þar sem endurfundum þeirra hjóna, Tryggva Jónssonar og hennar, ber saman. Og ekki er ég grunlaus um að henni séu þau skipti jafnvel kær- komin. Það var nefnilega þannig að fráfall tengdaföður míns, árið 1987, var eins og lífsneistinn í augunum hennar slokknaði þótt líkaminn héldi áfram, því samrýndari hjónum hefí ég ekki kynnst enda áttu þau 49 ára hamingjuríkt hjónaband að baki þeg- Arnþór Sigtryggs- son - Minning Fæddur 30. mars 1954 Dáinn 12. maí 1991 Amþór Sigtryggsson mágur minn og vinur er fallinn frá. Hann var fæddur á Breiðumýri í Reykjadal 30. mars 1954, elstur barna hjónanna Bjargar Arnþórsdóttur og Sigtryggs Jósefssonar. Hann ólst upp í faðmi stórrar fjölskyldu þar sem allir hjálp- uðust að til að verkin hefðust á rétt- **%m tíma. Þessar aðstæður úr upp- vextinum settu mark á allt hans líf. Addi var einstaklega hjálpfús og munu þeir sem minnast hans vera sammála mér um það. Hann gekk í skóla á Laugum í Reykjadal. Að loknu landsprófi settist hann á skóla- bekk Vélskólans í Reykjavík og lauk þaðan vélstjóraprófi 1977. Það var einmitt á skólaárum hans í Vélskólanum sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Á milli okkar mynd- aðist strax mikil vinátta sem aldrei bar skugga á. Addi var einstaklega vel gerður maður og hvar sem hann iór var hann fremstur í flokki. Fædd- ur foringi. Hann var mjög fljótur að setja sig inn í flóknustu mál hvort sem það voru vélar eða annað. Við Addi ferðuðumst mikið saman á árum áður og fórum oft til silung- sveiða í fjallavötnum á Möðrudalsör- æfum. Þá fiskaði hann jafnan betur en við ferðafélagar hans. Margar þessara veiðiferða verða mér ógleym- anlegar. Sér í lagi ferð okkar að Ánavatni í júní 1983. Umluktir fjalla- kyrrðinni horfðum við á sólarupprás kl. 3 um nótt. Þá fiskuðum við til morguns í yndislegu veðri. Ég held að Addi hafi unað sér einna best í slíkum ferðum. Ef til stóð að við færum á skemmtanir höfðum við félagarnir oft á orði að meira vit væri í að fara til fjalla og renna fyr- ir fisk. Addi giftist Aðalheiði Guðjóns- dóttur árið 1984 og eignuðust þau tvo syni, Andra Björgvin og Sig- trygg, en áður átti Aðalheiður soninn Pál Heiðar, sem búið hefur hjá þeim. Áður var hann í sambúð með Guðnýju Hauksdóttur og eignuðust þau eina dóttur, Björgu, sem nú er 17 ára. Það er ekki létt verk að skrifa um vin og félaga sem kallaður er burtu aðeins 37 ára gamall. Mann sem var hraustur svo af bar og lífið blasti við. En vegir Drottins eru órannsak- anlegir. Við sem þekktum Adda syrgjum nú góðan dreng, en mest er þó sorg eiginkonu hans, bama og foreldra. Megi Guð styrkja þau og blessa. Magnús Kjartansson Góður vinur er horfinn á braut, eftir stutta en þunga sjúkrahúslegu. Sú frétt var uggvænleg, að vinur okkar Addi berðist við dauðann eftir aðgerð sem fyrirfram var álitin svo einföld og hættulaus. Þó var eins og erfitt að trúa því að þeirri baráttu gæti lokið með ósigri hans, sem átti svo miklu ólokið. Harmi slegin horf- um við nú á eftir góðum dreng, senr veitti okkur ófáar gleðistundir með nærveru sinni og góða skapinu, sem hann var alltaf í. Við kynntumst Adda fyrst þegar þau Aðalheiður, Ditta, æskuvinkona Helgu konu minnar, byrjuðu að vera saman. Þau bjuggu úti á landi um nokkurra ára skeið, en sambandinu var haldið og þær gleðistundir eru ótaldar sem við áttum saman þegar þau áttu leið í höfuðborgina. Góð vinátta tók við af góðum kunningsskap þegar ég vann hjá Adda í versluninni Kjötvali. Það er sjaldgæft að unnt sé að stofna til raunverulegrar vináttu við mann sem maður vinnur hjá, en þar sem Addi átti í hlut virtist það nánast eðlilegt. Hann vildi allt fyrir alla gera; hönd hans var ávallt útrétt, boðin og búin að gera greiða og hjálpa. Það er ávinningur að hafa kynnst slíkum dreng. Addi og Ditta voru einstök í sínu hjónabandi; alltaf eins og eitt. Sama hlýjan, gestrisnin og lífsgleðin. Sam- an eignuðust þau tvo drengi; Andra Björgvin og Sigtrygg. Fyrir átti Addi dótturina Björgu en Ditta soninn Pál Heiðar. Þeim er nú þungur harmur kveðinn. Elsku Ditta, Björg, Palli, Andri og Sigtryggur. Við biðjum Guð að veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Éinnig sendum við Helga Þóra foreldrum Adda, tengdaforeldr’um og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Sigurður Haraldsson, Helga Þóra Jónsdóttir. „Eru Addi og Búi komnir á fæt- ur?“ Þannig hófust dagarnir, langir og skammir. Þeim lauk með sorg- lausum aðskilnaði svefnsins og draumum um nýjan dag. Flestir dagar okkar, barnanna á Breiðumýri, tengdust ánni og um- hverfi hennar. A hlýjum sumardög- um grófum við glaskrukkur í bakk- ana, veiddum hornsíli, byggðum stífl- ur og brýr og fleyttum farmi langt út i víða veröld. Við bjuggum okkur ból í hvammi með árniðinn í nálægð. Syntum í örstuttu hyldýpi og hlupum okkur þurr í hávöxnu vallgresi. í vorleysingum stóðum við uppi á Tröllhól, sáum orkuna hrannast up, heyrðum ána öskra, þétt saman, þijú lítil börn. Á veturna, er áin var hulin ís og þykku fannfergi, flugum við út af Jaðarsbrúnni, svifum og sukkum djúpt. í undiiwitundinni var straum- ar hann fékk kallið og engum duld- ist sem til þekkti, hvemig „líftaugar" þeirra höfðu gróið saman. En þrátt fyrir gagnkvæma vináttu og virðingu voru þau mjög ólík í fasi og fram- komu. Mér líða seint úr minni mín fyrstu kynni af tengdaforeldrum mínum. Það var árið 1963 sem ég í fyrsta skipti kom inn á rótgróið höfðinglegt heimili þeirra með verðandi manni mínum, Magnúsi Tryggvasyni. Bæði tóku þau mér opnum örmum og af slíkum heilindum, að seint verður full þakkað. Frá fyrstu tíð fannst mér Tryggvi vera þessi dæmigerði afi; rólegur, góðlegur og yfírvegaður en fastur fyrir, maður sem mér fannst að mundi njóta í ríkum mæli samvista við barnabörn sín þegar þau kæmu, enda kom það á daginn; ótrú- legt langlundargeð hans og natni brást þeim aldrei. Hún aftur á móti var ekki eins dæmigerð amma, eins og Tryggvi var afi. Kristín var tígu- leg kona, fasmikil, beinskeytt og snögg upp á lagið. Henni var ekki tamt að fara í kringum hlutina eða koma aftan að fólki. Hún valdi sér þann kostinn að koma til dyranna eins og hún var klædd og ef að sá gállinn var á henni sagði hún fólki meiningu sína umbúðalaust. Mér lærðist það fljótt hvílíkum kostum hreinskiptið fólk á borð við hana er búið. Eitt atvik öðrum fremur er mér minnisstætt af samskiptum okkar. Ég var orðin ófrísk af frumburði mínum, Tryggva, en við Magnús vorum þá ekki búin að gifta okkur. Kristín tók eftir því að ég var eitt- hvað lasleg og með uppköst. Hún beið ekki frekari boða heldur gekk hiklaust til mín og spurði: „Hvað gengur að þér, stúlka mín?“ Mér brá nokkuð við þetta, því að mér var ljóst að fólk af gamla skólanum vill hafa þessi hluti í réttri röð. En þegar ég hafði sagt henni allt af létta brosti hún góðlátlega til mín. Þar með var það mál útrætt. Ég átti sannarleg hauk í horni þar sem Kristín var. Vel má vera að hún hafi ekkert verið gefin fyrir að láta hafa sig í barnapössun eða vera með eilífðarinnar uppistandandi kaffi- borð, en umhyggja hennar fýrir börn- unum var þó ekki minni fyrir bragð- ið. Hún hefur alla tíð fylgst mjög náið með velferð og afkomu barna- barna sinna og fáa betri og hressari andlega félaga hygg ég að þau hafi eignast. Hún var nefnilega alltaf létt í lund, ræðin og ráðagóð enda var því farið með mig eins og barnabörn- in, að mér fannst hreint yndislegt að leita til hennar með þau mál sem mér voru hugleikin. Við Magnús hófum okkar búskap urinn, er gaf leiknum líf og ógnun. Leiðöngrum fækkaði og sporin lengdust. Við fundum nýja hylji, áður óþekktar eyrar og rofaþörð. Og svo einn daginn vorum við á ármótum. Norður dalinn rann skyndilega ný og ókunn á, sem tók okkar á með sér. I breiðri lygnu fór hugarheimur okkar og leikvöllur fyrir næsta nes og hvarf. Það var haust í lofti, and- blær af hrími. Fram undan voru nýir tímar, önnur athafnasvið, að- skilnaður. Sporin okkar Adda voru mörg saman, létt og áhyggjulaus. Við höf- um síðan á unglingsárum aðeins sést endrum og eins, en í þeim andartök- um hefur verið fólginn gagnkvæmur skilningur og næmi, er einungis djúp og trygg tengsl geta skapað. Ég hef fylgst með honum úr fjarlægð, með atorku sinni og lífsgleði. Síðustu kynni okkar voru í gegnum sameigin- legan vin, er má sín miður en aðrir. Ég veit að honum reyndist Addi svo vel að aðdáunarvert er og sérstakt. Grænt vor er utan við gluggann. Skurðirnir eru að fyllast af hófsóleyj- um, lömb skoppa kringum mæður sínar, og tjaldurspar byggir sér hreiður á lítilli eyri. En í dag hefur þokan lagst þungt á húsið mitt. Þrátt fyrir vorið er eimur af hausti og andblær af hrími. Ég stend aftur á áramótum, veit að allt hefur breyst, að hlýir bernskudagar og vinahendur verða að hverfa, að lygnan breiða fer fyrir ókunnugt nes. í huga mér er djúpur söknuður og samúð með ykkur, nánustu að- standendur, sem hafið misst enn meira en ég. Von mín er að minning- ar um góðan dreng megi gefa okkur hugarafl til að halda fram veginn. Þóra Þóroddsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.