Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.05.1991, Blaðsíða 40
MÖBPVííBLAfHÐ AÖSWP'APURlmsmkúSM'. Aldís Sclu ’íuu KR, bæði í yngri og eldri flokkum, enda húsbóndinn fræknastue-knatt- spymumaður landsins á sinni tíð og forystumaður um langt árabil í þeirri íþrótt. Dídí var miðpunkturinn á þessu annasama heimili og veitti þar öll- um af hlýju, gestrisni og höfðings- skap svo enginn fór þar bónleiður til búðar. Raunar mátti hún sjálf muna tímana tvenna í þeim efnum. Hún var alin upp á kreppuárunum þegar flestum var naumt skammtað til hnífs og skeiðar og margoft máttu foreldrar hennar, Margrét og Brynjólfur, skipta um húsnæði eftir að þau fluttust að austan á mölina í Reykjavík. Sú reynsla hef- ur eflaust mótað lífsskoðanir henn- ar að verulegu leyti og það fór ekki fram hjá neinum að jafnaðarstefnan átti hauk í horni þar sem hún var og síst var henni á móti skapi að sumir tengdasynir hennar legðu þar gjöpa hönd á plóginn. Á árunum mínum í háskólanum var ég tíður gestur í Sörlaskjóli og stundum búsettur þar. Mér er það minnisstætt frá þeim tíma hve ein- stakur heimilisbragurinn þar allur var. Börnum sínum var Dídí mikill félagi og trúnaðarvinur og vinum og frændum var tekið af hlýju og frábærri alúð. Oft lék hún á píanó- ið á góðri stund enda gædd mikilli tónlistargáfu og færni hennar í tungumálum var sérstök þótt ekk- ert hefði hún langskólanámið að baki. Áhugi hennar á því sviði var slíkur að á sjötugsaldri hóf hún nám í frönsku sem hún síðan talaði ágæta vel. Stærðfræðin var þó hennar uppáhald og lengra þurftu bömin ekki að leita einkakennara eftir að menntaskólanámið hófst. í mannlegum samskiptum átti Dídí fáa sína líka. Kom þar bæði til eðlis- læg háttvísi, glaðværð og óvenju- legur glæsileiki í allri framgöngu. Enginn var glaðari á góðra vina fundi og enginn gat rætt málin af meiri hreinskilni og næmari tiifinn- ingu en hún, ef svo bar undir. í rauninni skipti engu máli hvað umræðuefnið var hveiju sinni, þjóð- mál, íþróttir, brids eða unga fólkið sem var að alast upp undir handar- jaðri hennar og hún taldi mikiivæg- ast af öllu að koma til manns. Hún var jafnan miðpunktúrinn með sína léttu, leikandi lund, lifandi frásagn- argáfu og sérstæðu persónutöfra. Á þann hátt brá hún iit á dagana svo ekki gleymist. Þegar litið er yfir farinn veg að leiðarlokum má í sannleika segja að Dídí hafi verið hamingjukona í lífinu. Hún eignaðist ung hinn prýðilegasta mann, og bjó með hon- um í óvenju ástríku hjónabandi þar til yfir lauk. Af börnum sínum og barnabömum var hún maklega stolt og þau voru henni augasteinn lífsins. Nú þegar hún er horfin á braut er mestur missirinn Björg- vins. En minningin um góða konu mun lifa. Honum og fjölskyldunni allri sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Gunnar G. Schram I dag verður jarðsungin vinkona mín úr bridsíþróttinni, Aldís Schram. Kynni mín af Aldísi hófust fyrir um það bil 20 árum þegar ég var að vinna í félagsmálum fyrir Bridsfélag Hafnarfjarðar en þær bridskonur úr Bridsfélagi kvenna og við bridsmenn úr Hafnarfirði höfum verið að skiptast á heimsókn- um og keppt okkur til mikillar ánægju um margra áratuga skeið. Aldís hafði mikinn áhuga á brids- íþróttinni og má segja að fáir af þeim sem ég hef hitt á lífsleiðinni hingað til hafi geislað jafn mikið og innilega af bridsáhuga sínum. Auk þeirra bridsfélagsmála þar sem leiðir okkar Aldísar lágu saman, en hún var mörg ár í stjórn Bridsfé- lags kvenna og þar á meðal formað- ur í nokkur ár, lentum við saman í bridsferð til Jugóslavíu árið 1981. Þetta var vikuferð til Portoroz þar sem nokkrir Islendingar kepptu í tvímenning og sveitakeppni á al- þjóðlegu móti. Þessi mót voru og eru mjög vinsæl meðal Evrópubúa og þá sérstaklega Suður-Evrópubúa og þar vann Aldís og meðspilari hennar hún Soffía það afrek að vera efst af konum í tvímennings- keppninni og hlutu að launum veg- leg verðlaun. En í þessari ferð kynntist ég Aldísi að einhverju ráði og þau auknu kynni voru mér mjög ánægjuleg. Þar fann ég hlýja og yndislega manneskju. Þarna mynd- aðist gagnkvæmur vinskapur og virðing sem mér þótti mjög vænt um. Það er mikil eftirsjá að Aldísi og ég vil hér og nú fá að þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman. Sem bridsmaður segi ég takk og sem samferðamaður segi ég takk. Eg votta aðstandendum, eigin- manni, börnum og öllum þeirra niðj- um mína dýpstu samúð. Megi Aldís hvíla í guðs friði. Björn Eysteinsson Fyrir rúmum 30 árum fluttum við hjónin heimili okkar innan úr Sogamýri vestur í Sörlaskjól. Samfélagið í Sogamýrinni eða svonefnt Smáíbúðahverfi var nokk- uð sérstakt. Húsin öll nýbyggð eða í byggingu og yfirleitt að mestu byggð af eig- endunum sjálfum með aðstoð vina og ættingja. Við þessar aðstæður kynntust nágrannarnir vel, höfðu við sömu vandamál að stríða, flest- ir fjárvana og þá ekki sjaldgæft að hver rétti öðrum hjálparhönd eða lánaði eitthvað sem vantaði í bili. Ur þessu hverfi kunningja og vina fluttum við í borgarhluta þar sem við þekktum engan. Hjá fjöl- skyldunni og ekki síst drengjunum á 4. og 7. ári varð því fyrirsjáan- legt nokkuð tómarúm. Hafi það skapast þá er vist að það stóð ekki lengi. Skjólin voru þá þegar gróið hverfi og íbúar þeSs flestir búnir að eiga þar heima árum saman. Fljótt kom í ljós að við þurftum ekki að kvíða nábýlinu. Hinir nýju nágrannar okkar voru á alla vegu hið prýðilegasta fólk sem tók okkur af mikilli vinsemd. Þekkt orðtak segir: „Seg þú mér hveijir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert.“ Ef þetta er rétt mætti e.t.v. halda áfram og segja: „Seg mér hveijir eru ná- grannar þínir og ég skal segja þér hvernig þér líður.“ Svo mikil áhrif getur það haft á líðan manns og farsæld, hvemig nágrannarnir eru og sambandið við þá. Handan götunnar, í húsi sem svipaði mjög til okkar húss, bjuggu hjónin Aldís og Björgvin Schram, ásamt börnum sínum. . Við þau sköpuðust kynnin fyrst og við þau varð með árunum vinátt- an mest. Björgvin þekktu allir bæjarbúar vegna afreka hans á íþróttasviðinu og starfa hans í þágu íþróttamála og fyrir starfsgrein sína. Húsfreyjuna þekkktum við ekki en þeim mun meiri varð gleðin að kynnast þessari fágætu konu. Frú Schram, en svo var hún nefnd í hverfinu, var óvenju glæsi- leg kona. Vöxturinn tignarlegur, hreyfíngar allar kvikar en látlausar. Enginn komst hjá því að veita þeirri konu eftirtekt. Allt þetta varðveitti hún þar til veikindi misk- unnarlaus fóru að hafa áhrif. Óllum sem áttu samskipti við frú Schram hlaut að verða a.m.k. tvennt minnisstætt. Annars vegar augun brúnu og djúpu og hins veg- ar röddin. Engum gat dulist að röddin kom frá músíkalskri sál. Af öllu öðru stórbrotnu í fari Aldísar er okkur þetta tvennt minn- isstæðast frá okkar fyrstu kynnum. Þar sem þau Björgvin gengu saman fór ekki á milli mála að fóru glæsilegustu hjón þessa hverfis. Það er engin lognmolla í heimil- islífinu að Söriaskjóli 1. Meðan börnin voru heima var stöðugt ein- hver að koma eða fara. Öllu þessu stjómaði Aldís með röggsemi og mildi. Aldís Schram hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málum. Ákvörð- un tók hún hins vegar ekki fyrr en að vel yfírveguðu máli. Oft kom það fyrir að hún hafði fært fram ástæð- ur fyrir skoðun sinni á málefni dagsins að hún endaði setninguna á að segja „fínnst þér það ekki“. Oftast vorum við auðvitað á sama máli, en væri það ekki þá var hún með opinn huga fyrir annarri skoð- un og tilbúin að taka hana til yfír- vegunar og rökræðna. Nágrannarnir hafa stundum undrast að þijú af börnum þeirra Aldísar og Björgvins skuli hafa valið sér stöðu í forystuliði þriggja stjómmálaflokka. Okkur virðist ljóst að skýringar- innar sé að leita í því hve foreldrarn- ir vom lausir við pólitíska fordóma og móttækileg fyrir félagslegum áhrifum sem þau töldu stefna til góðs fyrir samfélagið. Frú Aldís var húsmóðirin á stóra heimilinu sem krafðist veru hennar í eldhúsi, við matseld og bakstur. En hún var ekki síður heimsborg- ari. Einhverntíma hafði óvenjulega langur tími liðið frá því að við höfð- um sést, en hittumst þá í London þar sem Björgvin var að heimsækja viðskiptavini sína. Húsfreyjan í Sörlaskjóli 1, dreif okkur með sér inn á spilavíti og settist við spilaborð eins fijálslega og um eldhúsborðið heima væri að ræða. Hún naut áhættunnar og spennunnar meðan við Björgvin drógum okkur að næsta barborði og ræddum um Reykjavík þeirra Haraldar Árnasonar og Magnúsar Kjaran. Aldís Schram hafði næmt fegurð- arskyn og djúpa réttlætiskennd. Fegurðarskyn hennar birtist m.a. í því á hvern hátt hún bjó heimili sitt húsgögnum og listaverkum en það laut einnig að umhverfínu sem blasti við frá húsi hennar. Því voru þau hjón í hópi þeirra sem hreyfðu athugasemdum þegar fyrirhugað var að byggja dælustöð á skolp- leiðslu í námunda við hús þeirra. Á fundi í Skúlatúni 2, sem var síðasti fundurinn sem við sátum saman var því haldið fram af hálfu borgaryfirvalda að dælustöðin væri falleg bygging. Aldís mælti þá svo hátt að allir fundarmenn máttu heyra: „Engin bygging er fallegri en útsýnið úr gluggunum okkar.“ Fyrir henni var útsýnið yfir Skeijafjörðinn sem hún hafði haft fyrir augunum lengstan hluta ævi sinnar til fjallanna í suðri, það sem ekki mátti skerða. Vissulega hækkar sól á lofti og dagar verða lengri og bjartari. Hér í Sörlaskjóli hefur hins vegar dreg- ið ský fyrir sólu. Bjartur geisli sem gerði líf okkar um áratugaskeið gleðilegra en ella er horfínn. Við nágrannarnir kveðjum Aldísi með þakklæti og söknuði og biðjum Björgvin og börnum þeirra blessun- ar Guðs. Benta og Valgarð Briem Kveðja frá Knattspyrnusam- bandi Islands » Að baki forystuhíutverki í íþróttahreyfingunni liggur mikið sjálfboðaliðastarf. Það starf er unn- ið í frístundum með fullu starfi í atvirinulífinu. Staðreyndin er sú að vinna að íþróttamálum kemur niður á samverustundum með fjölskyld- unni og reynir því á skilning hennar. Aldís Schram sem kvödd er í dag var eiginkona Björgvins Schram sem var formaður Knattspyrnusam- bands Islands í 14 ár. Hún stóð ávallt sem styrk stoð við hlið eigin- manns síns og studdi hann með ráð og dáð í starfi hans sem forystu- manns knattspyrnuhreyfingarinnar þó það þýddi að hann hefði minni tíma aflögu með fjölskyldunni. Aldís Schram fylgdist grannt með áhugamálum eiginmanns og bama sinna og studdi þau í einu og öllu. Ljóst er að fótboltinn hefur verið mjög ráðandi umræðuefni við matarborðið í Sörlaskjóli. Aldís var ávallt boðin og búin að taka við heilu knattspyrnuliðun- um og forystumönnum hreyfíngar- innar og veita þeim viðurgjörning af mikilli rausn. KSÍ hefur tengst heimilinu að Sörlaskjóli mjög sterkum böndum því sonur Aldísar og Björgvins, Ell- ert B. Schram, var formaður þess í 16 ár. Knattspyrnuhreyfingin í landinu þakkar Aldísi Schram fyrir hennar beinu og óbeinu störf að knatt- spyrnumálum í áratugi. Hún var sá klettur sem stuðst var við í sigr- um og ósigrum, gleði og mótlæti sem einkennir starf að knattspyrnu- málum. Hún er hér kvödd með þakklæti og virðingu. Eftirlifandi eiginmanni Björgvin Schram og fjölskyldu hennar vottar Knattspymusamband íslands inni- legar samúðarkveðjur. Eggert Magnússon formaður KSÍ. Nú, þegar leiðir okkar Aldísar Schram skilja, langar mig að minn- ast hennar í fáeinum línum og þakka henni fyrir samfylgdina. Við kynntumst fyrir rúmum fjörtíu árum, þegar þau hjónin fluttu með ljölskyldu sína í næsta hús, Sörla- skjól 1. Það var nokkuð sérstætt samfé- lag sem myndaðist í Skjólunum þegar þau byggðust fyrir rúmum fjörutíu árum. I flestum húsanna bjuggu fjölmennar fjölskyldur og það myndaðist eins konar þorpsandi og óijúfanleg samheldni. Fram- byggjarnir hafa kosið að búa áfram í húsunum sínum, þó börnin séu löngu flutt að heiman. Nú eru nokkrir frumbyggjanna látnir og hafa hús þeirra skipt um eigendur en margir nýju eigendanna eru ald- ir upp í hverfinu og hafa kosið að ala sín börn upp í þessu indæla hverfi. Ein fyrsta myndin sem kemur upp í hugann, núna þegar ég lít til baka, er af Björgvini standandi á vinnupalli við að mála glugga, og af Aldísi gætandi að barni í barna- vagni fyrir neðan eldhúsgluggann. Jafnframt man ég aðdáun foreldra minna yfir dugnaði þessara ungu hjóna. Næsta mynd gæti allt eins verið frá þeim tíma, þegar ég hafði gert mig svo heimakomna á heimili þeirra, að það var jafn sjálfsagt að gista þar og að sofa heima hjá sér. Elstu böm þeirra hjóna voru jafn- aldrar mínir og vinir, og það sem meira var, foreldrar þeirra voru að því er mér fannst líka mínir vinir. Líklega var þetta eina heimilið sem ég hef kynnst þar sem kynslóðabil var óþekkt fyrirbrigði, og trúlega hef ég fundið á þessum árum minn einka félagsráðgjafa í Aldísi. Hvað- eina sem okkur krökkunum datt í hug að framkvæma var óhætt að ræða um við Aldísi og ekki minnist ég þess að hún hafi latt okkur í fyrirætlunum okkar. Aldís hafði einstakt lag á því að byggja upp sjálfstraust unglingsins án þess að reyna að móta hann í ákveðinn farveg. Oft hef ég velt því fyrir mér hvort rekja megi sjálf- stæði barna þeirra hjóna til þessar- ar virðingar þeirra fyrir skoðunum annarra. Það er líklega sjaldgæft að a.m.k. þijú systkini taki virkan þátt í stjórnmálum þriggja ólíkra stjómmálaafla. Önnur mynd kemur upp í hug- ann. Eg er stelpukrakki um ferm- ingu og er á heimleið síðdegis um hásumar. Aldís kallar á mig og bið- ur mig að koma inn til sín. Ég undrast að ársgömul systurdóttir mín er stödd á heimili þeirra, en von bráðar fæ ég skýringu. Faðir minn hafði orðið bráðkvaddur. Um þetta leyti held ég að ég hafi litið á mig sem eina úr fjölskyldunni og talið sjálfsagt að ég færi með þeim í fjölskylduheimsóknir og hvert sem fólki datt nú í hug að fara í þá gömlu góðu daga. Árin liðu. Við Aldís vorum aftur orðnar nágrannar. Bömin mín voru ung en hennar vaxin úr grasi. Við drukkum stöku sinnum saman kaffísopa og aldursmunur var sem fyrr óþekkt fyrirbæri. Meðal annars ræddum við talsvert um sameigin- legt áhugamál okkar sem var full- orðinsfræðsla. Og Aldís lék sér að því að taka tvö stærðfræðipróf sama daginn. Við höfum verið svo lánsöm í Skjólunum að hafa heimsins falleg- asta útsýni fyrir augunum daglega. En við höfum þurft að vera vel á verði til að veija fjöruna okkar skemmdum, þegar borgaryfirvöld hafa verið í framkvæmdahuglejð- ingum. Ein síðasta endurminningin sem ég á um Aldísi er einmitt frá fundi íbúa hverfísins með borgar- yfirvöldum vegna fyrirhugaðrar byggingar skolpdælustöðvar í fjör- unni. Þá stóð hún upp, glæsileg að vanda, og lýsti því yfir að ekkert mannvirki, hversu vel hannað sem væri, gæti komið í stað útsýnisins hennar. í mínum huga hefur Aldís alltaf verið fyrirmynd. Konan, sem átti sjö böm og aldrei var önnum kafín. Konan, sem alltaf hafði tíma til að sinna áhugamálum sínum og ann- arra. Ótrúleg kona hún Aldís Schram. Hólmfríður R. Árnadóttir Það voru ekki mörg ár sem ég hafði þekkt Aldísi Schram, aðeins tvö ár. En þessi tvö ár vora mér ógleymanleg og mun ég minnast hennar það sem ég á eftir ólifað. Það var í gegnum starf mitt að ég varð þess aðnjótandi að kynnast henni og strax á fyrsta degi er ég kynntist henni vorum við farin að tala saman eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Það kom á daginn að Aldís var mjög lífsreynd kona og hafði nógu að miðla til mín og var alltaf mjög hvetjandi og framúrskarandi já- kvæð kona. Hún var snillingur í að hvetja mann til verka og sá alltaf björtu hliðarnar á öllum málum, öfugt við flesta sem ég þekki. Öfugt við flesta menn sem ég þekki og hafa spurt mig hvort vinna mín sé ekki leiðinleg til lengdar sem bflstjóri, sá hún hina hliðina og spurði hvort ekki væri gaman að vinna svona vinnu og kynnast svona skemmtilega mörgu fólki eins og gengur og gerist. Það var eins og eitthvað aðdrátt- arafl togaði mig að þessari frómu konu, hún hafði svo mikið að segja manni og það var hægt að ræða allt milli himins og jarðar við hana og í hvert skipti sem mér gafst kostur til að ræða við hana, nýtti ég mér það. Hún lét ekki sitt eftir liggja þeg- ar þurfti að veita manni einhver ráð. Alltaf hafði hún svör á reiðum höndum og var boðin og búin til að hjálpa manni og hafði alltaf- ein- hveijar tillögur fram að færa um lausnir og hvatti mann til að reyna þær þegar á reyndi. Enda hafa öll hennar börn komist til metorða og veit ég að þau hafa notið góðrar og dyggrar aðstoðar framúrskar- andi móður í lífinu. En svo kom reiðarslagið. Einn sunnudagsmorgun var hringt í mig og ég beðinn að koma niður í ráðu- neyti. Þar beið Jón Baldvin eftir mér og bað mig að keyra sig upp á Landspítala. Hann var mjög þungt hugsi svo að ég spurði hvort eitt- hvað væri að og hann tjáði mér að Aldís væri dáin. Ég ætla ekki að lýsa því hvernig mér varð innanbijósts við fréttina, tilfinningin sem greip mig færði mig sjö ár aftur í tímann eins og þegar ég missti móður mína. Því sem eftir var sunnudagsins eyddi ég í að keyra um bæinn og riija upp okkar samband, það var mikill tómleiki innra með mér og mikill söknuður, enn einu sinni var mikil manneskja skilin við ókkur og komin á vit forfeðra sinna, það er alltaf mikill söknuður þegar ein- hver sem manni þykir vænt um skilur við og maður spyr ávallt sömu spurninga, af hveiju hún? Ég vil þakka fyrir góð kynni af Aldísi og hjálpsemi hennar um leið og ég bið Guð að veita fjölskyldu hennar styrk og sér í lagi ömmu- bömunum sem sakna hennar mest. Hennar vinur, Kristinn T. Haraldsson Af þeim æskuminningum sem okkur systkinum eru hvað hugstæð- astar eru heimsóknir í Sörlaskjólið, einkanlega um jól og áramót. Á gamlárskvöld var þar eins og ávallt opið hús. Brennan og sú spenna sem henni fylgdi var rétt fyrir utan, en gleði og gestrisni innan dyra ásamt innanhússbrennu, en á þessum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.