Morgunblaðið - 17.05.1991, Qupperneq 42
( MOKGUNBLAÐIÐ (irÖSTÚlíAÖUR 'lft’SftíI<Y991
P.J42
félk í
fréttum
GÆFUHJÓL
Gæfuhjólið snýst
Eitc frægasta og umtalaðasta
Hollywoodparið, þau Kiefer
Sutherland og JuliaRoberts
hafa nú tilkynnt að þau ætli að
ganga í það heilaga 14. júní
næst komandi. Þau Kiefer og
Julia hafa lengi verið stórt núm-
er í blöðum ogtímaritum vestan
hafs sem og austan og vinsælt
hefur verið að velta. uppi orðróm
um að þau séu í þann mund að
skilja. Þau hafa jafn harðan
svarið allt slíkt af sér.
Eitt af því sem þótti standa
sambandi þeirra fyrir þrifum var
sú staðreynd ao Julia er mun
eftirsóttari leikari þessa stund-
ina heldur en Kiefer. Hann hefur
viðurkennt aö það hafi farið í
taugamar á sér að ferili hans
hafi verið í nbkkurri lægð um
nokkurt skeið, en fráleitt væri
að taka slíkt út á Juliu, þvert á
móti samgleddist hann með
henni.
Annars kann gæfuhjólið aö
vera að snúast fyrir Kiefer og
þaö fyrir tilstilli Juliu, því nú
herma fregnir ao þau muni leika
saman í stónnynd sem á döfinni
er, „Renegades11 heitir hún og
framleiðandinn er Ray Stark,
Upphaflega átti Mel Gibson að
leika aðalkarlhlutverkið á móti
Juliu, en hann varö aö draga sig
í hlé þar sem sýnt þótti að hanr.
yrði ekki búinn ao ljúka annarri
kvikmynd er tökumár á
„Renegades" skyldu hefjast. Jul-
ia stakk því upp á því við Stark,
aó Kiefer sinn fengi hlutverkið
og lét hún í það skína að áhug:
Julie Roberts og Kiefer Sutherland
hennar myndi minnka stómm
ef Kiefer kæmi ekki til greina.
Þetta er ekki frágengið, en fiest
bendir tii þess að þótt Stark
hefði vel getaö hugsað sér annan
karlleikara en Kiefer þá vilji
lianr. halda i Juliu. með öllun/
leiðum, því hún getur valið út
hlutverkunum og það er nánast
trygging á frábæmm viðtökum
og góðri útkomu ef hún fer mefc
aðalhlutverk. í kvikmynd.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Nemendur fengu að prófa nýju borðin.
HVOLSVÖLLUR
Foreldrafélagið færir
Hvolsskóla gjafir
Foreldra- og kennarafélag Hvols-
skóla færði skólanum góðar
gjafir á skólaslitunum en þau voru
9. maí sl. Þá afhenti stjórn félags-
ins skólanum borðtennis- og snó-
ket'borð að gjöf.
Félagið stóð síðan fyrir grill- og
leikjaveislu sem haldin var á upp-
stigningardag við skólann. Var þar
margt um manninn, þrátt fyrir að
veðrið væri ekki eins og best varð
á kosið. Farið var í leiki, spilaður
fótbolti, farið í boðhlaup og grillað-
ar pylsur og síðan etnar af bestu
lyst. Grillveisla þessi er orðin að
hefðbundnum þætti í starfi félags-
ins og einskonar lokapunktur í
starfi vetrarins. í vetur hefur félag-
ið staðið fyrii' fræðsluerindum fyrir
foreldra um uppeldis- og skólamál
og auk þess staðið fyrir ýmiss kon-
ar fjáröflun. Félagið reynir eftir
megni að styrkja skólann, en auk
gjafanna hefur félagið styrkt náms-
ferðalög nemenda.
- S.Ó.K.
Stúdentastj aman,
14 karat gull, hálsmen eða prjónn.
Verð kr. 3.400
Jðn Slgmuncksson
Skartpipmrzlan
LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI 13383
VOGAR
Stofnfélagar
golfklúbbs
55 talsins
Golfklúbbur var stofnaður í
Vogum 12. maí síðastliðinn.
Skráðir stofnfélagar voru þá 55
en þeim gæti átt eftir að fjölga
því þeir sem skrá sig í félagið
fyrir framhaldsstofnfund sem
verður á næstunni verða einnig
skráðir sem stofnfélagar.
Á stofnfundi var kosið í stjóm.
Hana skipa Jörundur Guðmunds-
son, formaður, Hafsteinn Ólafs-
son, varaformaður, Guðrún Gunn-
arsdóttir, gjaldkeri, Magnús
Ámason, ritari, og Andrés Guð-
mundsson, meðstjórnandi.
í varastjórn voru kosin Frið-
þjófur Sigursteinsson og María
Gunnarsdóttir.
Helstu verkefni stjórnar á
næstunni verða að koma upp golf-
velli og eru uppi hugmyndir um
að fá afnot af ríkisjörð á Vatns-
leysuströnd, enda veitir ekki af
miðað við áhugann við stofnun
f'lagsins.
- E.G.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Stjórn og varastjórn golfklúbbsins í Vogum: María Gunnarsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Jörundur Guðmundsson, Hafsteinn Ólafsson,
Magnús Árnason og Friðþjófur Sigteinsson.
SKRIFTIR
Joan Collins leitar í
smiðju stóru systur
Enska leikkonan Joan Collins hef-
ur sent frá sér skáldsöguna
„Love, desire, hate“, eða „Ást, girnd
og hatur“. Þétta er önnur skáldsaga
ungfrú Collins, en báðar íjalla um
líkt efni og visast til titilsins til nán-
ari útskýringa. Umhverfið er jafnan
Los Angeles, Hollywood og Las
Vegas og persónurnar úr þotuliðinu
sem setur svip sinn á umrædd svæði.
COSPER
COSPER. n7o&
Er súpan köld? Það er þó nokkur velgja á hcnni.
Joan Collins.
Þetta kæmi ef til vill alls ekki á
óvart ef eldri systir Joan, Jacki,
væri ekki signt og heilagt að senda
frá sér skáldsögur um svipað efni
og er Jacki Collins vellauðug þar eð
bækur hennar hafa selst í inilljóna
upplögum.
Gagnrýnendur segja að þótt ekk-
ert sé í raun út á frágang verks
Joan að setja, þá sé engu líkara en
að hún hafi farið beinustu leið í
bækur systur sinnar til að ýta sér
úr vör. Ekkert sé frumlegt og efnis-
meðferðin og orðalagið sé það sama.
Joan blæs á svona afgreiðslu og
segir að skárra væri nú ef systur
notuðu ekki sama orðalag. En það
er fleira.