Morgunblaðið - 17.05.1991, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991
PRESSAN
GRODINN AF
GRIIND HEFUR
HLADID UPP
600 MILLJÚNA
EIGNAVELDI
% i i
<3?
Mál stúlknanna í
Tyrklandi
„ELSKU MAMMA
MÍN, HVENÆR
ÆTLARÐU AÐ NA
í OKKUR?"
Mjólkursamsalan
750 MILLJÓNA
AUKASKATTUR
Á MJÓLK RANN
í BYGGINGU
STÓRHÝSISINS
Fullt blað af slúðri
KNATTSPYRNA
Frá undirritun samningsins: Eggert Magnússon, formaður KSÍ og Einar
S. Einarsson, forstjóri VISA, undirrituðu samstarfssamninginn.
H vatt til prúð-
mannlegs leiks
KNATTSPYRNUSAMBAND ís-
lands mun standa fyrir sér-
stöku landsátaki í sumar þar
sem knattspyrnumenn og
íþróttafólk almennt er hvatt til
að sýna prúðmannlega fram-
komu og drengilegan leik, und-
ir kjörorðinu: FAIR PLAY. Höf-
um rétt við. VISA ísland mun
styrkja þetta átak með veglegu
fjárframlagi og undirrituðu þeir
Einar S. Einarsson forstjóri
VISA og Eggert Magnússon
formaður KSÍ samstarfssamn-
ing um framkvæmd þess 15.
maí sl.
Hér er um að ræða hluta alþjóð-
legs átaks innan íþróttahreyf-
ingarinnar til að draga úr grófum
leik, en ruddamennska á leikvelli
hefur vaxið mikið á síðari árum. Sam-
hliða þessu hefur ofbeldi í þjóðfélag-
inu vaxið tii muna, eins og mörg
nýleg dæmi sína. Að sögn Stefáns
Konráðssonar, framkvæmdastjóra
KSÍ, er markmiðið með þessu átaki
að fá fram jákvæða viðhorfs- og hug-
arfarsbreytingu hjá knattspyrnufólki
og öðru íþróttafólki og hvetja það til
umhugsunar og til að bæta ráð sitt
í þessu efni.
Þessi samningur brýtur visst blað
í sögu íþróttahreyfingarinnar. Flestir
þeir samningar sem gerðir hafa verið
við fyrirtæki, hafa verið nýttir til
reksturs og mótahalds. Sá styrkur
sem VISA ísland leggur fram til
þessa átaks mun verða varið til að
standa straum að kostnaði við kynn-
ingu, gerð auglýsinga og áróðursefn-
is, sem vænst er að skili góðum ár-
angri í betri framkomu á leikvelli og
gagnkvæmri virðingu milli mótheija.
Stefán Konráðsson segir það ætlun
KSI að halda á lofti sem víðtækustum
áróðri varðandi þetta átak og koma
boðum til skila á áhrifaríkan hátt.
Hannað hefur verið veggspjald sem
dreift verður til allra knattspyrnufé-
laga á landinu svo og í íþróttamann-
virki. Merki átaksins er hannað af
Sameinuðu auglýsingastofunni, en
auglýsingastofan styrkir átakið og
KSI veglega. Á næstu dögum verður
sérstakt dreifírit þar sem átakið verð-
ur kynnt, sent til forráðamanna í
félögum víðsvegar um land.
í gangi verður keppni milli liða í
Samskipadeildinni svo og í öðrum
flokkum karla og kvenna. í hveijum
mánuði í sumar verða veittar viður-
kenningar í samráði við fjölmiðla
þeim leikmönnum, liðum og þjálfur-
um, sem bera af hvað prúðmennsku
áhrærir og fyrir háttvísa framkomu.
í lok keppnistímabilsins í haust verða
svo veitt verðlaun til leikmanns, liða
og þjálfara ársins sem skarað hafa
fram úr fyrir góða framkomu.
SUND
Amþóro settuhe L1 olstebro, sundfélag Amþórs l~l Ragnarssonar í Danmörku, setti um helgina nýtt heimsmet í 24 tíma sundi í 25 metra laug. Alls tóku 40 sundmenn þátt og var Amþór einn þeirra. Holstbro synti 164,900 km og bætti eldra metið, sem sundfélagið Kastmp átti samkvæmt Heimsmeta- bók Guinnees og var 161,950 km. Arnþór sagði að þetta hafi verið g félagar imsmet! mjög erfitt og að sundfólkið hefði ekki sofið neitt í sólarhring. Sundfólk- inu var skipt í tvö 20 manna lið sem skiptust á að synda. „Sumir fengu krampa strax á fyrstu klukkutímun- um, en allir voru staðránir að hnekkja heimsmetinu og það tókst. Við vomm svo þreytt í lokin að við gerðum okkur ekki grein fyrir hver niðurstaðan var,“ sagði Arnþór.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Detrovt með pálm
ann í höndunum
DETROIT er með pálmann í
höndunum eftir sigur á Boston,
116:111,í úrslitakeppni vestur-
deildar í Boston og hefur nú
þrjá vinninga gegn tveimur og
á heimaleik á föstudag.
Leikurinn var sveiflukenndur.
Detroit byijaði betur og eftir
þriðja leikhluta hafði liðið náð 18
stiga forskoti. En í fjórða leikhluta
■PH fór gamla kempan
Frá Lariy Bird í gang
Gunnari hjá Boston, sem náði
Valgeirssyni að jafna 100:100
iBandaríkjunum þegaJr g mín-tur
voru til léiksloka. Það var síðan
Bill Laimbeer sem gerði út um leik-
inn fyrir Detroit og gerði fjórar
körfur á síðustu mínútunum og
tryggi sigurinn, 116:111.
Isiah Thomas lék lítið með Detro-
it vegna meiðsla sem hafa hijáð
hann að undanfömu og virtist það
ekki koma að sök. Joe Dumars var
stigahæstur í liði Detroit með 32
stig. Reggie Lewis var stigahæstur
í liði Boston með 30 stig. Larry
Bird kom næstur með 16 stig, flest
þeirra í 4. leikhluta. Robert Parish,
Boston, meiddist um miðjan fyrri
hálfleik.
Portland og LA. Lakers leika
fyrsta leik sinn úrslitum í austur-
deild á laugardag. Ef Detroit vinnur
Boston á föstudag leikur liðið við
Chicago sunnudag í úrslitum vest-
urdeildar.
ioe Dumars var stigahæstur í liði
Detroit með 32 stig.
Markmiðið að vekja athygli
á íþróttaiðkun kvenna
KVENNAHLAUPIÐ verður í
Garðabæ 22. júní.í lok hverrar
viku fram að hlaupinu munu
birtast greinar á íþróttasíðu
Morgunblaðsins, þar sem
fjallað verður um hlaupið og
bent á leiðir varðandi undir-
búning væntaniegra þátttak-
enda. Fyrsta greinin fer hér á
eftir.
22. júní nk.
verður
kvennahlaupið
haldið ;
Garðabæ. Á
Íþróttahátíð
ÍSÍ 1990 var
hlaupið haldið
í_ fyrsta skipti.
Á þriðja þús-
und konur
voru þátttakendur en hiaupið var
á 6 stöðum á landinu. Undirtekt-
ir voru góðar og er því farið af
stað öðm sinni og eru 6 vikur
til stefnu. Vegalengdin verður 2
og 5 km en leiðin er öll innan
Garðabæjar. Hlaupið hefst og
endar við Flataskóla. Markmiðið
er að fá sem flestar konur til að
taka þátt í hollri hreyfingu og
sýna samstöðu í íþróttaviðburði
sem vekur athygli á íþróttaiðkun
kvenna. Engin tímataka er í
þessu hlaupi og allar fá viður-
kenningu að hlaupi loknu.
Ganga-skokk-hlaup
Ekki er úr vegi að byija strax
að æfa sig. Þátttakendur geta
valið um hvernig þeir fara hveija
vegalengd. Þær sem eru óvanar
að hreyfa sig ættu að byija á
því að fá sér gönguferð í næsta
umhverfi. Ef gengið er meðfram
ökuleiðum er hugsanlegt að
mæla vegalengdina fyrst á km.
mæli bílsins. Finna sér síðan
þægilegan klæðnað og heppileg-
an skófatnað. Það er aldrei of
oft brýnt fyrir fólki að fara var-
lega af stað. Sérstaklega ef ein-
hver meiðsli eða veikindi eru í
líkamsbyggingu og hamlar við-
komandi á einhveiju sviði. Konur
eru miklar félagsverur svo það
er ekki ósennilegt að það falli
þeim betur að æfa sig í félags-
skap. Sjaldan þarf að leita hans
langt, dætur, mæður, ömmur og
vinkonur gætu mælt sér mót og
gengið t.d. hálfan til einn km til
að byija með og þær sem rö-
skari eru gætu farið 2 km strax,
KVENNAHLAUP
GARÐABÆR
1991
þaulvanar jafnvel 5 km. Mæður
þurfa ekki að láta kerrur eða
bamavagna aftra sér.
Áherslur í göngu
Ganga má á mismunandi vegu.
Með því að spyrna vel frá með
tábergsvöðvum og rétta í mjaðm-
arlið er hægt að komast betur
áfram. Skrefin þurfa að vera
miðlungsstór. Til þess að flytjast
betur fram í hveiju skrefi er
gott að sveifla örmunum vel og
fá hreyfingu í axlarliði. Þannig
er hægt að ganga sér til hita.
Smátt og smátt er hægt að auka
gönguhraðann til þess að fá auk-
ið álag á hjarta og lungu. Gott
er að draga djúpt andann, rétta
úr baki og bera höfuðið hátt. Þa
má stansa öðru hvoru og virða
fyrir sér umhverfið ef þreytu
verður vart. Mikilvægt er að velja
sér aðferð sem fellur vel að
líkamsástandi, hver og einn verð-
ur að hlusta á aðvaranir eigin
líkama.
í næstu pistlum verður reynt
að leiðbeina hvernig undirbúningi
mætti haga stig af stigi. í
Garðabæ ér ætlunin að hittast
við íþróttamiðstöðina Ásgarð alla
laugardaga kl. 11.00 fram að
hlaupi og fara þær vegalengdir,
sem mældar hafa verið undir,
handleiðslu leiðbeinenda. Allar
konur eru velkomnar. Mætum
allar í kvennahlaup, göngu og
skokk.
Lovísa Einarsdóttir
íþróttakennari.