Morgunblaðið - 04.06.1991, Qupperneq 50
r 50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR' 4> JÚNÍ >1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) iHft
Hrúturinn er mælskur og
skapandi í dag, en þarf að
hafa vakandi gát á fjármálun-
um. Hann ætti að vara sig á
harðsvíruðu fólki. Þá er kom-
inn tími til fyrir hann að hressa
upp á útlit sitt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið langar að hafa tíma til
eigin ráðstöfunar í dag til að
sinna áhugamáli sínu. Það
ætti að treysta fólki betur en
það gerir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Persónutöfrar tvíburans létta
honum lífið núna. Öðrum
finnst hann aðlaðandi og klár.
Samband við samstarfsmann
gæti þó orðið ærið erfitt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þetta er tilvalinn dagur fyrir
krabbann til að ganga frá
samningum sem hann hefur
unnið að. Á rómantíska sviðinu
getur hann lent á persónu sem
tekur hlutina ekki allt of há-
tíðlega.
Ljón
(23. júií - 22. ágúst)
Ljóninu stendur til boða að
fara í ferðalag sem það getur
ekki setið af sér. Einhver í fjöl-
skyldunni gæti reynst því erf-
iður Ijár í þúfu.
Meyja
(23. ágúst - 22. scptcmber)
Meyjan er með fjármálavitið í
lagi í dag, en verður að gæta
sín á að láta ekki samvisku-
lausa þrjóta ná tangarhaldi á
sér.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Vogin leggur alla áherslu á
samveru ineð flölskyldu sinni
og ástvinum í dag. Hugsanlegt
er að ósætti komi upp vegna
peningamála.
Sþorödreki
(23. okt. - 21. nóvember) ®)jj0
Sporðdrekinn má ekki verða
of gráðugur í dag og hafa of
mörg járn í eldinum. Þó er nú
tækifærið fyrir hann að bera
sig eftir því sem hugur hans
stendur til.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember)
Bogmaðurinn sinnir áhuga-
málum sínum í dag og á síðan
rómantískt kvöld í vændum.
Hann ætti að leggja áherslu á
samstarf.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitinni finnst vinur sinn
einum of afskiptasamur. Hún
sinnir félagsstörfum í dag og
tekur mikilvæga ákvörðun sem
snertir heimili hennar.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febiúar) ðh
Einhver lætur vatnsberann
biða lengur en góðu hófi gegn-
ir, en að öðru leyti verður dag-
urinn ánægjulegur. Hann er
opinskár, skapandi og aðlað-
andi.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Það sem fiskurinn kaupir núna
ber vott um góðan smekk hans.
Dómgreind hans i fjármálum
er með afbrigðum skörp í dag.
Stjörnuspána á aó lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
. jiisindalegra staöreynda. —
DÝRAGLENS
LJOSKA
fiVAft sO BG V/rjN A£> JÆ7A ? NJJ& &ARA
PESSl yiENUt £iNS tiR4TT\ H Eíi / FAetNAH
SKt/Ri.LA LoGdaoer
nniui s Orll? rCtUJIIVHIMU
m
rJ! b -Jibi'jjTí!:
SMAFOLK
U)MV W0ULP ANYONE uuant
TOTAKE MY WATEK PI5H?
Hví skyldi einhver vilja taka vatns-
skálina mína?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þrátt fyrir ágætis spil, ertu
kaffærður í sögnum og þarft að
taka á honum stóra þínum til
að fella geim mótherjanna á
hættunni.
Austur gefur; NS á hættu.
Norður
*G5
¥ KDG632
♦ G84
♦ 52
Suður
♦ Á2
¥ Á109754
♦ K10
♦ Á83
Vestur Norður Austur Suður
— — 1 hjarta 4 spaðar
Pass Pass Pass
Makker kemur út með 13.
hjartað, gosi í blindum, ásinn frá
þér og tromp frá sagnhafa.
Hann leggur nú niður laufkóng
og makker sýnir fjórlit. Hvemig
viltu veijast?
Ef að líkum lætur er skipting
sagnhafa 7-0-2-4. Væntanlega
á hann tromphjónin, tígulásinn
og KD í laufí. Til greina kemur
að spila hjarta, en með sterkt
tromp gæti sagnhafi stungið frá
og trompað tvö lauf. Eða bara
hent laufi. Spaðaás og meiri
spaði gefur ennfremur lítið í
aðra hönd, nema svo ólíklega
vilji til að suður eigi aðeins 6-lit
í trompi. Og það þjónar engum
tilgangi að spila tígli:
En hvað með lítið tromp?
Norður
♦ G5
¥ KDG632
♦ G84
♦ 52
Vestur Austur
476 niiii *Á2
¥8 ¥ A109754
♦ D97632 ♦ K10
♦ G1074 +Á83
Suður
♦ KD109843
¥ —
♦ Á5
♦ KD95
Sagnhafi getur vissulega
trompað eitt lauf, en hjartaslag
fær hann ekki ókeypis, því
makker á enn tromphund eftir.
Svo er bara að muna að henda
tígulkóng undir ásinn síðar meir
til að forða innkasti í lokin.
Umsjón Margeir
Pétursson
í þýzku Bundesligunni, sem er
nýlega lokið, kom þessi staða upp
í viðureign stórmeistaranna Juri
Dokhoian (2.540), Sovétr., sem
teflir fyrir Bielerfeld og Mathias
Wahls (2.560), Hamborg, sem
hafði svárt og átti leik. Sem sjá
má er hvíta peðið komið ískyggi-
lega langt, svo svartur mátti kall-
ast góður að geta þvingað fram
jafntefli:
39. - Bxg3! 40. hxg3 - f2+!
41. Kxf2 - Hf7+ 42. Kgl -
Hf3 43. Hb7+ - Kg6 44. Re7+
- Kf6 45. Rg8+ - Kg6 46.
Rg8+ og jafntefii með þráskák.
Það hefði heidur ekkert þýtt fyrir
hvít að fórna drottningunni: 43.
Hb3 - Hxd3 44. Hxd3 - dh6!
45. a7 — Dcl+ og það er svartur
sem þráskákar.