Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Alþingi sett í dag: Álþingi starfar í fyrsta skipti í einni málstofu FORSETI íslands Vigdís Finnbogadóttir mun setja Alþingi íslendinga siðdegis í dag. Þetta þing verður 115. löggjafarþingið og sem slíkt hið fyrsta sem starfar í einni málstofu. Alþingismenn munu ganga frá þinghúsinu til guðþjónustu sem hefst \ Dómkirkjunni kl. 13.30. Sigurður Árni Þórðarson rektor Skálholtsskóla mun sjá um messugjörð og predika. Auk Alþingismanna, ráðherra og starfsmanna Alþingis verða við- staddir, biskup íslands herra Ólafur Skúlason, ýmsir æðstu embættis- menn þjóðarinnar og sendimenn er- lendra ríkja. Að aflokinni guðþjónustu ganga þingmenn til fundar í Alþingishúsinu. Þar mun Vigdís Finnbogadóttir ávarpa þingheim og setja 115. lög- gjafarþingið, jafnframt verður fyrra þingi, 114. löggjafarþingi slitið en því hafði verið frestað síðastliðið vor. Ekki var talin ástæða til að slíta 114. þinginu með formlegri athöfn. Eftir að forseti íslands hefur sett þingið mun hún kalla til fundar- stjórnar aldursforseta þess, þ.e.a.s. þann þingmann sem lengst hefur setið á þingi. Aldurforseti Alþingis, bæði að árum og starfsaldri er Matthías Bjarnason fyrsti þingmaður Vestfjarða. Minnst verður látins þingmanns, Hannibals Valdimars- sonar. Að svo búnu verður fundi frestað fram á miðvikudag. Á morgun, miðvikudag verða for- seti og varaforsetar Alþingis kosnir og hlutað verður um sæti. Að því afloknu verður kosið í fastanefndir þingsins. Á þessum fundi verður frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1992 lagt fram. Á síðasta þingi voru samþykktar og tóku gildi breytingar á stjómar- skrá og lögum um þingsköp Alþingis sem gera ráð fyrir að Alþingi starfi eftirleiðis í einni málstofu. Af þessu leiða allverulegar breytingar á starfs- háttum og verklagi Alþingis, t.d. verða fastanefndir þingsins aðeins 12 en áður voru þær 23. Af öðrum breytingum má nefna að gert er ráð fyrir því að þingmenn munu greiða atkvæði með rafeindabúnaði. Al- þýðubandalagsmenn hafa gert at- hugasemdir við þetta verklag. Þeir telja aðfinnsluvert að ekki verði sam- stundis ljóst hvemig einstakir þing- menn hafí greitt atkvæði heldur verði að bíða nokkurn tíma uns niðurstaða talningar liggi fyrir. Ennfremur má geta þess að forsætisnefnd, þ.e.a.s. forseti og varaforsetar þess þings sem slitið verður í dag,' hefur sam- þykkt að eftirleiðis hefjist þingfundir á mánudögum, þriðjudögum og mið- vikudögum, kl. 13.30 en það er hálfri stundu fyrr en tíðkast hefur. Hins vegar hefjast þingfundir hálfri stundu síðar á fímmtudögum, þ.e.a.s. kl. 10.30 árdegis. VEÐUR IDAGkl. 12.00 Heimild: (Byggt á veöurf HP VEÐURHORFUR í DAG, 1. OKTÓBER YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1.018 mb hæð. Vaxandi 975 mb lægð um 300 km suður af Dyrhólaey fer allhratt austur en mun skilja eftir sig lægðardrag norður með vesturströnd (sland. SPÁ Austlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Rigning vestanlands en skúrir í öðrum landshlutum, þó líklega þurrt í innsveitum norðan- lands og einnig á Suðausturlandi. Hiti á bilinu 4-9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUUDAG: Vaxandi austan og norðaustan átt með rigningu um sunnanvert landiö en slyddu norðantil. Víða má búast við nokkuð hvössum vindi. Hiti 5-8 stig sunnanlands en 0-5 stig fyrir norðan. HORFUR Á FIMMTUDAG:Norðan átt og kólnandi veður. Snjó- eða slydduél norðan til á landinu en nokkuð bjart veður syðra. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. •\ 0 Hftastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El =E Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður TAKN: •Q ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hftl veður Akureyri 2 alskýjað Reykjavík 8 rigning Bergen 10 rigning Helsinki 10 rigning Kaupmannahöfn 15 þokumóða Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk 0 snjókoma Osló 9 rígning Stokkhólmur 13 súld á síð.kist. Þórshöfn 7 skýjað Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 11 skúr Barcelona 22 léttskýjað Berifn 16 rigning Chicago 16 iéttskýjað Feneyjar 21 skýjað Frankfurt 17 skýjað Glasgow 11 léttskýjað Hamborg 16 skýjað London 13 hélfskýjað Los Angeles 17 heiðskfrt Lúxemborg 13 skýjað Madríd 19 léttskýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 23 skýjað Montreal 0 léttskýjað New York 8 heiðskírt Orlando vantar Parfs 14 rigning Madeira 22 léttskýjað Róm 26 skýjað Vín 24 skúr Washington vantar Winnipeg 5 skýjað Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon Þrír nautgripir drápust í eldi í fjósinu á Broddadalsá. Strandir; Nautgrípir brunnu inni BRUNI var í hlöðu og fjósi á bænum Broddadalsá II á Ströndum aðfaranótt mánudagsins. Töluverðar skemmdir urðu á fjósinu og drápust tvær kýr og einn kálfur vík var kvatt á staðinn og gekk var mestur í heyi í hlöðu. Halldór Jónsson bóndi sagði að hann hefði fyrst orðið var við eld- inn upp úr kl. 7 í gærmorgun. Hins vegar hefði lögreglan á Hólmavík, sem leið átti um veginn skammt frá bænum, fundið reykj- arlykt um kl. 1 aðfaranótt mánu- dagsins. Hann sagði að lítið hey hefði verið í hlöðunni og svo virtist sem eldurinn hefði komið upp í árs- gömlu heyi, vel þurru. Raftar í í eldinum. Slökkviliðið á Hólma- semlega að slökkva eldinn sem hlöðunni sviðnuðu en eldurinn komst í fjós sem er sambyggt hlöðunni og brann þak þess. Þrír nautgripir voru á bænum og dráp- ust þeir í eldsvoðanum. Halldór kvaðst ekki geta metið tjónið, en sagði að húsin hefðu verið í lágri tryggingu, svo ljóst væri að fjárhagslegt tjón yrði nokkurt. Ekki stæði til að byggja fjósið og hlöðuna upp á nýtt_ Vaxtalækkanir banka ogsparisjóða m LANDSBANKI ÍSLANDS Mk 30.9 [ 1.101 Forvextir víxillána 1)21,0% 121,0% ll^lrr^kLÚdabréfalái^Bflokkur) \ 7,0% | 7,0% ■ 10% Tékkareíkningar ÍSLANDSBANKI Almennar sparisjóðsbækur 30.9 [ 1.101 Forvextir víxillána ] 20,5% 119,0% I I 6,0% U21,0% 121,0% I 4,0% Almennar sparisjóðsbækur 12.0% ■ 10% Tékkareikningar BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS 30.9 [ 1.101 Forvextir víxillána 19,0% Alm. skuldabréfalán (B flokkur) 20,5% 2U25%1 20,0% I 5,5% I 5,5% Almennar sparisjóösbækur 2 Tékkar ■ 1,0% ieKKar- SPARISJÓÐIR 30.9 [ 1.101 Forvextir víxillána AlnnkSkuldabréfalá^(^flokkur) 16,5% ] 20,5% 17,5% J21,0% 18,0% I 4,0% I 3,0% Almennar sparisjóðsbækur 1,0% Tékkareikningar ‘Vextir laekka um 1,5% 11. október Morgunblaðið/KG Vaxtabreytingar í dag Hér má sjá yfírlit yfir vaxtabreyt- ingar banka og sparisjóða á nokkr- um flokkum inn- og útlána í dag. Landsbanki íslands mun ætla að lækka vexti á næsta vaxtabreyt- ingadegi sem er 11. október og þá kemur ennfremur til framkvæmda vaxtalækkun íslandsbanka á skuldabréfalánum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.