Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1991 43 1 I I J I I I I I 1 I I . 5 Kveðjuorð: Sveinn Pétursson Fæddur 30. september 1973 Dáinn 3. ágúst 1991 Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft var hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú legpr hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. (Tómas Guðmundsson, Bæn til dauðans, 1. erindi) Verslunarmannahelginni 1991 á ég aldrei eftir að gleyma. Ekki vegna þess að hún hafí verið svona skemmtileg, þvert á móti, því að það var helgin sem að Svenni dó. Um leið og ég fékk fréttirnar hugs- aði ég um allt það sem ég hafði ætlað að segja honum, en nú fæ ég aldrei tækifæri til þess. Ég sá Svenna fyrst fyrir ári, á þjóðhátíðinni í Eyjum. Ég tók strax eftir honum, en það var ekki fyrr en upp úr áramótunum að við kynntumst almennilega. Mér fannst hann svo ólíkur öðrum strákum sem ég hafði kynnst. Hann var svo hress og fyndinn, það var alltaf svo gaman að vera með hon- um, hvort sem við vorum að rúnta, labba um, eða bara horfa á videó og tala saman. Það var svo gott að tala við Svenna, hann skildi mig alltaf svo vel, vegna þess að hann var alltaf tilbúinn til að setja sig í spor annarra og sjá hlutina frá þeirra sjónarmiði. Éinnig trúðum við hvort öðru fyrir ýmsu sem ekki margir vissu, eða hefðu getað ski- lið. Þó að ég hafi þekkt Svenna mjög vel og ég veit það, að hann var búinn að eiga mjög erfitt upp á síðkastið, þá fékk ég allt of fá tækifæri til að vera með honum, vegna þess að við áttum heima svo langt í burtu frá hvort öðru. Þegar ég fór fyrst að kynnast Svenna betur, komst ég að því að hann var ofsalega feiminn, og ég varð mjög hissa, því að mér hefði aldrei getað dottið í hug, að Svenni, sem að sagði allt svo hreint út, gæti verið svona feiminn. Svo þeg- ar ég minnist á það við hann, þá sagði.hann: „Já, ég veit, ég er bara svona hress til þess að breiða yfir hvað ég er feiminn". Og þá vissi ég það. Svenni vildi allt fyrir alla gera, og þó að hann hafi oft verið mjög stríðinn, þá meinti hann aldrei neitt illt með því. Hann var t.d. alltaf eitthvað að gríriast í mér, og svo ef ég trúði honum ekki, sagði hann alltaf: „Ég lýg aldrei“, þó að þetta væri haugalygi. En hann sagði samt alltaf frá því eftir á. Þegar Svenni var í góðu skapi gat enginn setið úti í horni í fýlu. Það var alveg ómögulegt að vera alvarlegur þegar maður hlustaði á Svenna lýsa einhveiju eða segja brandara. Að minnsta kosti gat hann alltaf komið mér til þess að brosa. En hann var líka ofsalega skapstór, og stóð ?ast á sínum skoð- unum og lét sjaldan undan. Seinni partinn í júní kom Svenni með bílinn sinn í skoðun til Reykja- víkur, og þá náði hann í mig og við rúntuðum langt fram á nótt, fórum m.a. upp á Nesjavelli af því að Svenni vildi endilega sjá hvar ég væri að vinna. Þá töluðum við um allt milli himins og jarðar og hann var að segja mér hvað hann langaði til að verða og spyija mig hvað mér fyndist. Ég get alltaf séð hann fyrir mér þegar hann kom upp að dyrunum heima að ná í mig, glaður og bros- andi, og ofsalega ánægður með bílinn sinn, nýsprautaðan og fínan. Það er svona sem ég vil minnast Svenna, þó að ég trúi því varla að hann sé farinn. Mér finnst alltaf að hann sé ennþá úti í Eyjum og Kveðjuorð: Karl Andrésson Fæddur 19. júní 1914 Dáinn 17. september 1991 Góður drengur er genginn á vit feðra sinna. Karl var sonur Andrésar Ólafs- sonar, Jónssonar bónda og Guðrún- ar Halldórsdótturj Bæ í Kjós, kona Andrésar var Ólöf Gestsdóttir. Þetta var myndar- og atorkufólk, 13 urðu systkini Karls svo einhvern tíma hefur þurft að taka til hendi. A þeim tíma var allur matur unninn heima og allur fatnaður saumaður og pijónaður á staðnum. Þetta var sannkallað menningar- heimili, þar fór fram flest það er gerir sveitarfélag byggilegt, þar var lagður grunnur að menningu og flest öll félagsstarfsemi í hönd- um þessa stóra heimilis á Neðra- Hálsi. Þetta var einnig mikið tón- listarfólk, Andrés var raddmikill maður og söng og spilaði á hljóð- færi, bæði í Reynivallakirkju og Saurbæjarkirkju. Það var mikils virði að eiga slíka að við kirkjuleg- ar athafnir. Böm Andrésar hlutu þessa náðargáfu og höfðu öll góða söngrödd. Karl og bræður hans voru stofn- endur Karlakórs Kjósveija sem naut mikillar aðdáunar og margir munu minnast. Karl flutti í Eyrarkot árið 1967, en þar var símstöð og pósthús svo aldrei mátti bregða sér frá, en þar með var hann kominn í Saurbæjar- sókn. Það var ógleymanlegt að fá svo góðan mann í sóknamefnd og í sönginn, verður honum seint full- þakkað það óeigingjarna starf er hann vann í Saurbæjarkirkju. Kona Karls er Hulda Siguijóns- dóttir frá Sogni og eiga þau 7 börn. Karl var velgefinn maður og laginn við hvað eina sem hann fékkst við, hvort sem það voru trésmíðar, við- gerðir á vélum eða uppdrættir og ráðleggingar við byggingar, allt lék í höndum hans. Þó var hið hlýja bros hans það er við munum lengst muna. Fyrir 8 árum fluttu þau hjón Karl og Hulda í fallegt liús í Mos- fellsbæ. Þangað var ánægjulegt að koma og sjá hve vel þau nutu sín. Iíærar þakkir fyrir hið óeigin- gjarna starf sem Karl vann Saur- bæjarkirkju um árabil. Eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd sóknarnefndar Saurbæjarkirkju, Kjalarnesi, Hulda Pétursdóttir, Útkoti. ég þurfi bara að lyfta símtólinu og hringja í hann og þá geti ég aftur heyrt hann tala og hlæja. En þannig er það víst ekki og verður aldrei aftur. Það er erfitt að sitja eftir með fullt af spurningum og engin svör. Mér finnst ég svo máttlaus af því að það er ekkert sem ég get gert til þess að hann komi aftur. Ég á alltaf eftir að sakna hans og það er svo skrýtið að allt haldi áfram þó að Svenni sé farinn, því að það vantar svo mikið. Mér finnst svo óraunverulegt að svona ungt fólk eins og Svenni geti dáið, hann var ekki nema 17 ára, hefði orðið 18 í gær, ég var meira að segja búin að ákveða hvað ég ætlaði að gefa honum í afmælisgjöf. Það fer víst ekki allt á þann veg sem maður helst kýs. Ég vil þakka fjölskyldu hans fyrir það hvað þið hafið verið góð við mig og hjálpað mér mikið, þó að þið eigið sjálf mjög erfitt. Og ég vil votta ykkur, og vinum hans og kunningjum innilega samúð mína. Við eigum aldrei eftir að gleyma Svenna, og við eigum alltaf eftir að eiga minningar um hann, og þó að það sé ekki mikil huggun, þá er það nánast sú eina. Ég vona bara að Svenna líði vel núna í sínum nýju heimkynnum. Fanney S. Friðfinnsdóttir Fyrir fundinn, ráóstefnuna eda kaffistofufyrirtækisins. Sparadu tíma og fyrirhöfn, notaðu Duni- kaffibarinn. Handhægur og þægilegur; ekkert umstang, -enginn uppþvottur. VéSl> Fannir hf. — Krókliálsi 3 Sími 67 25 11 | Bladid sem þú vaknar vió! --------------* VT—7~1-- * ,, x- VIRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virðisaukaskatts er 5. þessa mánaðar Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum, Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.