Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Morgunblaðið/Sverrir Töfraflautan frumsýnd Óperan Töfraflautan eftir Wolfgang Amadeus Mozart var frumsýnd í íslensku óperunni í gærkvöldi. Sýn- ingunni var mjög vel tekið. Næturdrottngin (Yelda Kodalli) og Papaginó (Bergþór Pálsson) voru stjörnur kvöldsins, að sögn Ragnars Bjömssonar tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins. Myndin var tekin baksviðs fýrir sýningu þegar verið var að farða fyrstu, aðra og þriðju dömu, þær Signýju Sæmundsdóttur, Alinu Dubik og Elínu Osk Óskardóttur. Christopher Renshaw leikstjóri fylgist með. Orð ráðherra jafngilda því að ekki verði samið - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB ÖGMUNDUR Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir yfirlýsingu fjármálaráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag um að almennar launahækkanir komi ekki til á nsesta ári jafngilda því að engir samningar verði gerðir. „Yfirlýsing um að það eigi ekki að semja um neitt jafngildir því að menn sjá enga ástæðu til að setjast að samningaborði. Til hvers er að ganga til samninga um ekki neitt?“ sagði Ögmundur. þjóðarsáttarsamningunum svoköll- uðu, að nú yrði fyrir alvöru reynt að taka til hendinni með það fyrir augum að auka kaupmátt kauptaxt- ans. Ef menn ætla að hlaupa frá verkinu með þessum hætti þá lofar það ekki góðu. Fólk mun aldrei sætta sig við þettá og ætlar að fá bót á sínum kjörum. Ég held ennþá í þá von að þetta sé eitthvert sambands- leysi sem hægt sé að leiðrétta við samningaborð. Ef svo er ekki þá er verið að knýja fólk til að hyggja að öðrum ráðum til ná fram bættum kjörum,“ sagði Ögmundur ennfrem- Hann sagði að það væri hollast að menn færu að taka á þessum málum af einhveiju raunsæi. Það yrði ekki gengið til samninga nema til að laga kaupmáttinn og það yrði ekki gert nema með því að hækka kaupið umfram verðiagsþróun. „Fjármálaráðherra talar um að þjóð- in eigi að deila með sér byrðunum og ég tek undir það. Hins vegar eru það ekki réttlátt skipti ef menn ætla að deila byrðunum þannig að rýra kjör þeirra sem hafa mestar byrðar fyrir og þyngstar bera klyfjamar. Eg hefði haldið að ef menn meintu eitthvað með því að „deila byrðun- um“ þá fæli það í sér að færa byrð- ar til og það eigum við að gera í þessum samningum." Ögmundur sagði að yfirlýsing um að það ætti ekki að semja um neitt og að við blasti kjararýrnun bæri vott um mikið óraunsæi. Ef fulltrúum ríkisstjórnar og atvinnurekenda væri alvara með þessu þá væri þetta full- komið ábyrgðarleysi í ofanálag gagn- vart því fóiki sem væri á lægstu laun- unum. „Þar að auki stríðir þetta gegn þeirri hugsun sem bjó að baki Tveir útvarpsráðsmenn segja af sér: Gert til að mótmæla embættis- veitingu menntamálaráðherra -segir Magnús Erlendsson TVEIR sjálfstæðismenn sögðu sig í gær úr útvarpsráði í mót- mælaskyni við skipun i embætti útvarpsstjóra. Magnús Erlends- son tilkynnti forseta Alþingis og menntamálaráðherra úrsögn sína skriflega en ráðherra hafði óskað eftir að hann tæki að sér formennsku í stað Ingu Jónu Þórðardóttur, sem sagði af sér í siðasta mánuði. Þá sagði Frið- rik Friðriksson sig einnig úr út- varpsráði í gær en hann hafði tekið sæti aðalmanns í ráðinu í stað Ingu Jónu. „Þetta er gert til að mótmæla þeirri gjörð Olafs G. Einarssonar menntamálaráðherra að ganga framhjá Ingu Jónu Þórðardóttur við skipun í embætti útvarpsstjóra. Hún starfaði í útvarpsráði í átta ár, þar af sjö ár sem formaður, og gegndi því starfi með mikilli prýði og gjörþekkti alla innviði Ríkisút- varpsins. Ólafur ákvað hins vegar að skipa mann í embættið sem rétt hefur komið inn fyrir þröskuld þessarar stóru stofnunar," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. Friðrik Friðriksson sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa áhuga á að starfa lengur í útvarps- ráði eins og haldið hafí verið á málum að undanförnu. Afsagnarbréf Magnúsar er svo- hljóðandi: „Menntamálaráðherra hefur óskað að skipa mig formann útvarpsráðs. Ég hef ekki áhuga á því embætti við þær aðstæður sem upp eru komnar í yfírstjóm Ríkisút- varpsins. Nýr útvarpsstjóri tekur við störfum á morgun, 1. október. Vegna þeirrar embættisveitingar ráðherrans hef ég í dag sagt mig úr útvarpsráði." Magnús hefur setið í útvarpsráði frá árinu 1983, í fyrstu sem vara- maður en aðalmaður var hann frá árinu 1985. Varamenn Magnúsar og Friðriks eru Halldóra Rafnar og séra Hjálm- ar Jónsson sem munu væntanlega taka sæti þeirra í ráðinu þar til Alþingi hefur kosið nýja aðalmenn, að sögn Guðna Guðmundssonar sem nú gegnir formennsku í ráðinu í stað Ingu Jónu. Ekki náðist tal af Ólafí G. Ein- arssyni menntamálaráðherra vegna þessa máls í gær. Misþyrmdu og rændu fimm- tugan mann ÞRÍR menn réðust á tæplega fimmtugan mann í anddyri fjölbýl- ishúss við Æsufell aðfaranótt sunnudagsins. Arásarmennirnir veittu manninum fyrirsát í and- dyrinu og veittust harkalega að honum. Maðurinn var fluttur slas- aður á slysadeild, og er talið að hann hafi nef- og rifbeinsbrotnað. Árásarmennimir stálu af mannin- um 22 þúsund krónum og er þeirra nú leitað af lögreglunni. Þeir voru allir klæddir svörtum leðuijökkum, einn fremur hávaxinn, ljóshærður með sítt hár. Annar var fremur smá- vaxinn. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið á skemmtistaðnum Keisaranum og telur lögreglan ekki ólíklegt að viðvera hans þar geti leitt til einhverra upplýsinga í málinu. Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, sem fer með rannsókn málsins, er ekki vitað hveijir voru að verki. Skólamálaráð Reykjavíkur: Nefnd kanni einka- væðingn grunnskóla Skólamálaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í gær tillögu form- annsins, Árna Sigfússonar, um að setja á laggirnar nefnd til að kanna hvort unnt sé að gera breytingar á rekstri grunnskóla borgar- innar er leiði til aukinnar hagkvæmni og bæti gæði menntunar og skólastarfs. Meðal annars verði kannað hvort æskilegt sé að fela einstaklingum eða félögum rekstur eins eða fleiri grunnskóla sem borgaryfirvöld annast nú. Einnig verði athugað hvaða kost- ir fylgi því að efla fjárhagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði skólanna miðað við núverandi opinbert for- ræði. Þá á nefndin að gera tillögur um hvemig borgaryfirvöld eigi að styrkja einkaskóla á grunnskóla- stigi, sem leita eftir stuðningi, svo samræmis sé gætt. í nefndinni sitja Guðmundur Magnússon sagnfræðingur, sem verður formaður, Margrét Theó- dórsdóttir varaformaður Skóla- málaráðs, Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, Ellert Borgar Garð- arsson skólastjóri og Helgi Ámason kennari. íslensk kona flýr frá Kinshasa í Zaire með börn sín: Byssuskot kváðu við og öllu var stolið eða það eyðilagt KAREN Karlsdóttir Samji var í Kinshasa i Zaire þegar ófriður braust þar út i síðustu viku og hermenn og borgarar gengu berserksgang. Hún er gift Kanadamanninum Minaz Samji og hafa þau búið í Kinshasa í sjö og hálft ár og eiga tvö böm, fimm og fjögurra ára. Karen er vanfær að sínu þriðja barni og kom hún hingað til lands sl. sunnudag eftir erfitt þriggja sólarhringa ferðalag með börn- um sínum tveimur. Eiginmaður hennar er enn í Kinshasa. Karen og eiginmaður hennar eiga lyfjaverksmiðju í Kinshasa og hafa 80 manns í vinnu. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að fjöl- skyldan hefði ekki vogað sér út á götur Kinshasa af hættu við að verða fyrir árás og ráðist var inn á heimili vinafólks þeirra og það hrakið allslaust út á götu meðan hermenn og borgarar stálu öllu steini léttara og eyðilögðu það sem ekki var hægt að hafa á brott með sér. „Það tók sinn tíma að átta sig á því sem var að gerast. Við höfð- um búist við einhveijum ófriði en engu í líkingu við það sem gerðist. Það hafa verið smáóeirðir frá því í mars en það bjóst enginn við þessu á þessum tíma,“ sagði Karen. Morgunblaðið/Sverrir Karen Karlsdóttir Samji Hún sagði að í byijun síðustu viku hefði enginn vogað sér út á götur. Byssuskot hefðu kveðið við og fjölskyldan hefði ekkert sofið í 2-3 nætur þar sem hún gat átt von á því á hverri stundu að það yrði ráðist inn á heimilið. Fólkið hefði ráðist inn í mörg hús og hefðu þau þekkt margar fjölskyldur sem voru skildar eftir úti á götu á náttfötun- um með böm. „Það var allt tekið úr húsunum, klósettskálar, vaskar og ljósaperur. Annaðhvort var þetta skemmt'eða því stolið. Það voru hermennimir sem byijuðu en síðan bættist fólkið við. Hermenn- imir byijuðu til að mótmæla lágum launum, en meðalmánaðarlaun eru 80-100 bandaríkjadalir [4.800- 6.000 íslenskar kr.]. Það hefur al- gjör eyðilegging orðið á öllu í Kins- hasa, viðskiptum, innflutningsfyr- irtækjum og áhrifin verða matar- skortur og atvinnuleysi," sagði Karen. Hún lagði af stað með börn sín til Brazzaville í Kongó sl. fímmtu- dag en þar var enginn viðbúnaður vegna flóttamannastraums frá Zaire. Þar dvöldust þau í einn sólar- hring í búðum sem kirkjusamtök komu upp og sváfu á steingólfí. Á föstudagskvöld fengu þau flugfar til Parísar og þaðan til Kaup- mannahafnar og komu loks til Is- lands á sunnudag._„Ég ætlaði hvort eð er að koma til íslands í desemb- er til að eiga barnið. Ég býst við manninum mínum í desember og þá getum við farið að hugsa um framtíðina. Zaire er alltaf í framtíð- armyndinni og við höfum byggt upp okkar fyrirtæki þar. Afríka er þannig að hún dregur mann alltaf til baka,“ sagði Karen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.