Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 21 Guðjón Ármann Eyjólfsson skólasljóri kennir nemendum Stýrimanna- skólans að nota sextant. um stjórnun og fleiri greinar sem tengjast skipstjórnarnáminu. Próf Próf við skólann hafa einnig tek- ið breytingum í tímans rás. I önd- verðu voru prófin tvö; hið minna stýrmannapróf og hið meira stýri- mannapróf. Hið fyrrnefnda var ætlað fiskimönnum og var fyrst haldið vorið 1893, luku því 6 nem- endur. Hið síðara var einkum ætlað þeim sem hugðust stunda milli- landasiglingar á kaupskipum. Það var fyrst haldið 1899 og gekk þá einn nemandi undir það próf. Árið 1936 voru gefin út ný lög um at- vinnu við siglingar á íslenskum skipum og jafnframt ný lög um Stýrimannaskólarin í Reykjavík. Prófín urðu nú fjögur: hið minna fiskimannapróf, hið meira fiski- mannapróf, farmannapróf og skip- stjórapróf á varðskipum. Varð- skipapróf var fyrst haldið árið 1953. Þessi tilhögun prófa var óbreytt til ársins 1966 en þá var námsefni 1. bekkjar farmanna og fiskimanna samræmt og námið lengt úr 4 mán- uðum í 7, en fram að þeim tima höfðu þessar deildir verið aðskildar. Prófið var nefnt skipstjórnarpróf 1. stigs en hið minna stýrimanna- próf var lagt niður. Árið 1972 var svo námsefni 2. bekkjar farmanna og fiskimanna samræmt og nefnt skipstjórnarpróf 2. stigs. Skipstjórnarnám úti á landi Árið 1937 hóf Stýrimannaskólinn í Reykjavík að standa fyrir skip- stjórnarnámi á nokkrum stöðum úti á landi. Árið 1964 var Stýrimanna- skólinn í Vestmannaeyjum stofn- settur og starfar í tveim deildum er veita full réttindi fiskimanna (skipstjórnarpróf 1. og 2. stigs). Haustið 1981 hófst við Dalvíkur- skóla skipstjórnarnám 1. stigs sem var í faglegri umsjá Stýrimanna- skólans í Reykjavík fram til 1987 er menntamálaráðherra veitti Dal- víkurskóla heimild til að annast einnig kennslu á 2. stigi og hafa jafnframt á hendi öll próf og ábyrgð á kennslunni, en námið hefur fylgt námsvísi Stýrimannaskólans í Reykjavík. Framtíðin Stýrimannaskólinn í Reykjavík starfar samkvæmt lögum frá 1972, en 15. mars 1991 undirritaði menntamálaráðherra nýja reglu- gerð fyrir Stýrimannaskólann. Helstu breytingar á starfi skólans samkvæmt hinni nýju reglugerð eru þessar: Inntökuskilyrði til náms á 1. stigi verða m.a. þau að hafa eft- ir grunnskólapróf lokið a.m.k. 32 námseiningum í almennum greinum í framhaldsskóla, þ.e. í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, bókfærslu, tölvum, ensku, dönsku og íslensku. Þetta samsvarar námi í einn vetur, eða tveimur námsönnum. Að loknu 1. stigi skal til viðbótar ljúka 16 námseiningum í almennum greinum áður en nemendur geta hafið nám á 2. stigi. Fyrir þá sem hafa ekki lokið tilskyldum einingum í almenn- um greinum munn starfa sérstök undirbúningsdeild við Stýrimanna- skólann. Umsækjendur um skóla- vist skulu hafa a.m.k. 6 mánaða sigiingatíma, en hann var áður 24 mánuðir, þar af máttu 6 mánuðir vera svonefndur óskilgreindur sigl- ingatími við störf tengd sjó- mennsku. Nú verður aðeins tekinn gildur siglingatími samkvæmt sjó- ferðabók. Bókasafn Sjómannaskólans í febrúar 1989 var bókasafn Sjó- mannaskólans opnað en Stýrimann- askólinn og Velskóli íslands standa sameiginlega að safninu, sem er sérstakt fagbókasafn helgað sjávar- útvegi og siglingum, vélum og tækjabúnaði skipa. Bókakosturinn er nú rúmlega 1.700 bindi og safn- inu berast reglulega um 160 tíma- rit. Farsælt starf í 100 ár Aðsókn að Stýrimannaskólanum hefur verið talsvert breytileg allt frá fyrstu tíð. Skýring liggur ekki í augum uppi í fljótu bragði en við nánari skoðun sést hve skólinn er samofinn afkomu allrar þjóðarinn- ar. Þegar góðæri hefur verið í sjáv- arútvegi og þjóðarhagur hefur stað- ið með blóma, þá hefur aðsóknin aukist en dvínað á samdráttarskeið- um í þjóðlífinu. Mikil festa hefur einkennt starf skólans og góður andi sem m.a. sést á því að þau 100 ár sem hann hefur verið starfræktur hafa skóla- ■ stjórar aðeins verið 5 og fastir kenn- arar 27. Þessir hafa verið skóla- stjórar: Marlcús' F. Bjarnason 1891-1900, Páll Halldórsson 1900-1937, Friðrik V. Ólafsson 1937—1962, Jónas Sigurðsson 1962—1981 og Guðjón Ármann Eyjólfsson frá 1981. Áf kennurum sem lengst hafa starfað má nefna BenediktH. Alfonsson 1960—1991, Einar Jónsson 1920—1928 og 1929—1947, Guðmund B. Krist- jánsson 1902—1906 og 1911— 1946, Helga J. Halldórsson 1945— 1985, Ingólf Þórðarson 1947— 1982, Sveinbjörn Egilson 1897 og 1920-1943, Vilmund Víði Sigurðs- son frá 1968, Þorvald Ingibergsson 1959—1961 og frá 1962 og Þórarin Jónsson 1954—1982. Stundakenn- arar hafa verið tæplega 200 og hafa sumir þeirra kennt í áratugi. í þessum hópi er að finna ýmsa þjóðkunna menn, svo sem Bjarna Jónsson frá Vogi, Einar H. Kvaran rithöfund, Guðmund Hannesson prófessor og Kristján Eldjárn for- seta íslands. Hafsteinn Bergþórs- son skipstjóri og síðar forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BUR) hefur lengst allra verið prófdómari við skólann, 1930—1976. Það hefur ekki staðið mikill styr um Stýrimannaskólann í Reykjavík á þessum 100 árum; landsmenn hafa verið samdóma um nytsemi hans og skólinn hefur unnið starf sitt að mestu í kyrrþey. í turni Sjó- mannaskólans á Rauðarárholti er leiðarviti fyrir innsiglinguna til Reykjavíkur. Með sanni er það táknrænt fyrir starf skólans í þessi 100 ár: Stýrimannaskólinn í Reykjavík hefur verið leiðarviti hinni íslensku sjómannastétt. Einnaf þúsundum Nafn: Sigurður Baldursson Starf: Framkvæmdastjóri Aldur: 31 Heimili: Birkimelur lOa, Reykjavík Bifreið: VW Golf 1991 Áhugamál: íþróttir, kvikmyndir og klassískur jazz Mitt álit: „Ég hafði áður greitt í marga lífeyrissjóði. Eftir talsverða skoðun komst ég að þeirri niðurstöðu að lífeyrir minn er best geymdur í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Þaðan mun ég fá endurgreiddan lífeyri í samræmi við iðgjöld og fjármunirnir eru mín séreign sem erfast og geta þannig nýst sem líftrygging.“ <Q> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI. 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.