Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 17 myndist á fiskinum í sjónum, en þar með er ekki sagt að núverandi úterðir þurfi að greiða þriðja aðila, ríkinu, fyrir heimildirnar. Hvað varðar þá seinni, þá er sú tilgáta, að meirihluti þjóðarinnar sé hlynnt- ur því að kvótahafar greiði fyrir heimildirnar, ekki rök um siðferði- legt réttlæti. Máttur skapar ekki réttlæti, eins og segir, né hefur skammtíma meirihluti ætíð rétt fyr- ir sér. Formælendur hugmyndarinnar um sölu veiðileyfa leggja til að rík- ið eigni sér veiðiréttinn, en leigi hann síðan til hæstbjóðanda. Slík leigusala hefur engu við hag- kvæmni veiðanna að bæta, þvert á móti, leigusalan mun valda meiri óvissu og óskynsamari Ijárfest- ingarákvörðunum leigutaka. Þar að auki mun sú hugmynd að ríkið inn- heimti afgjald, þe. leigu, eingöngu verða til þess að rentusóunin færist á land upp. í stað þess að of marg- ir fiskimenn keppi á miðunum, vald- andi hver öðrum kostnaði og sói þannig rentumöguleikum auðlind- arinnar, munu hinir ýmsu hags- munahópar, á landi uppi, setjast að kjötkötlum stjórnmálamannana og etja ofurkappi við að verða sér úti um hluta rentunnar. Þessi rentu- sókn, eins og slík hegðun er kölluð innan hagfræðinnar, mun á endan- um sóa þeirri rentu sem skapast við skynsamari veiðar. Skynsamlegasta lausnin er fólgin í því að sníða agnúana af núver- andi kvótakerfi, festa það í sessi og leyfa fullt framsal kvóta. Ut- gerðarmenn munu nýta þann arð er myndast á skynsamlegan hátt; í fjárfestingar í öðrum atvinnu- gi-einum og í eyðslu. Þannig mun arðurinn á endanum skila sér út í þjóðfélagið allt í nýjum atvinnu- möguleikum, aukinni velmegun og ekki síst í gegnum tekjujöfnunar- kerfið: Skattinn. Ilöfundur er lektor íhagfræði við Háskála Islands. þeim mun ákafari andmælendur — ekki síst úr læknastétt. Nú á síðari árum virðast sjón- armið þó heldur vera að breytast og hneigjast meira í áttina að slík- um hugmyndum. Þannig virðast menn í ríkara mæli vera að gera sér ljóst að á þann hátt myndu dýrustu fjárfest- ingar í rannsókna- og lækninga- tækjum nýtast skynsamlegar þeg- ar aðeins væri verið að tækjavæða eina stofnun í stað þriggja áður. Þá mundu og möguleikar til hagkvæmra deildaskiptinga slíks sjúkrahúss vera mun meiri en nú- verandi sjúkrahúsakerfi gefur til- efni til. Samanlagt mætti ætla að sam- nýting tækja og starfsliðs gæti skapað verulegan sparnað. Þá bendir flest til að rekstur hátækni rannsóknar- og röntgen- miðstöðva við slíkt háskólasjúkra- hús ætti að geta skilað ódýrari þjónustu en sú sem nú er keypt af mörgum smá-deildum. Að sjálfsögðu geri ég mér ljóst að slík sameining myndi ekki skila sparnaði þegar í stað, þvert á móti mundi henni fylgja umtals- verður kostnaður í byijun en þar hygg ég að væri um góða fjárfest- ingu að ræða sem síðar meir mundi skila íslendingum afkasta-meira, skilvirkara og ódýrara sjúkrahúsa- kerfi en það sem við búum við í dag, að ógleymdu háskólasjúkra- húsi sem ætti að geta orðið fylli- lega sambærilegt við slíkar stofn- anir hjá þeim nágrannaþjóðum okkar sem við oftast berum okkur saman við. Vissulega væri ástæða til að ræða ijölmargt fleira sem viðkem- ur sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Þannig eru t.d. byggingamál sjúk- rastofnana kapituli út af fyrir sig sem verðskuldaði rækilega umfjöll- un. Slíkt hlýtur þó að bíða betri tíma. Tourette-samtök stofnuð FORMLEGUR stofnfundur Tourette-samtakanna var haldinn 24. sept- ember sl. á Hótel Esju en undirbúningur að stofnun samtakanna hefur staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Á stofnfundinn mættu rúmlega 40 manns en stofnfélagar gerðust 30 fjölskyldur auk styrktarmeðlima. Félagar eru víðs vegar af Iandinu. Tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni einstakl- inga með Tourette syndrome (TS) og fjölskyldna þeirra. Tilgangi sín- um hyggjast samtökin m.a. ná með því að beita sér fyrir fræðslu og auknum skilningi á TS og félagsleg- um afleiðingum þess og má í því sambandi nefna að á vegum undir- búningsnefndar hefur verið þýtt og gefið út smárit sem dreift hefur verið til barnaheimila, heilsugæslu- stöðva, skóla o.fl. Einnig var sýnd kynningarmynd um TS í sjónvarp- inu 16. september sl. og hafa nú þegar borist ijölmargar óskir um endursýningu hennar. Auk þess að stunda fræðsíustarfsemi munu samtökin beita séi* fyrir innbyrðis tengslum félagsmanna, m.a. með því að standa fyrir. samkomuhaldi. Þeim sem áhuga hafa á málefn- inu er bent á að skrifa til Tourette- samtakanna, pósthólf 3128, 123 Reykjavík. (Fréttatilkynning) stella Bolíadóttir matre,ðslukenn Kjarngott skólanesti - gleður kennara O^uefArND Lystug skólasamloka: Múslíbrauð með smjöri og bananasneiðum. Gott fyrir alla nemendur -og suma kennara! 'IXft - maturfrá morgni til kvölds Höfundur er yfirlæknir Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.