Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 34
u. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Sættum okkur ekki við óbreyttan kaupmátt - segir Kári Arnór Kárson nýkjörinn formaður Alþýðusambands Norðurlands KÁRI Arnór Kárason, formaður- Verkalýðsfélags Húsavíkur, var kjörinn formaður Alþýðusambands Norðurlands á 22. þingi sam- bandsins sem haldið var að Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Kári Arnór Kári tekur við formennskunni af Þóru Hjalta- dóttur sem verið hefur formaður AN ítæp 11 ár. Kári Arnór sagði að eitt hans fyrsta verk sem formanns AN yrði að taka þátt í erfiðri samningalotu sem framundan væri. í því sambandi sagði hann ljóst að launafólk myndi ekki sætta sig við óbreyttan kaupmátt eða jafnvel lakari, eins og forystumenn atvinnurekenda hefðu haldið á lofti að undanf- örnu. Um slíkt yrði engin sátt. Verið væri að hækka verð fyrir vörur og þjónustu og gengi ríkið þar á undan, rætt væri um þjón- ustugjöld af ýmsu tagi og vextir væri afar háir, en þetta hefði allt í för með sér aukinn kostnað fyrir ijölskyldur í landinu. „Jafnvel þó við ætluðum bara að halda óbreyttum kaupmætti, sýnist mér að við munum þurfa talsverðar kauphækkanir. Menn tóku á sig nánast óbreyttan kaup- mátt við síðustu kjarasamninga og það varð samkomulag um að gera samning er tryggði stöðug- leika. Það tókst bærilega, en á meðan laun hafa haldist óbreytt hafa sumir hópar tekið til sín það sem þeir telja sig þurfa. Okkur finnst stundum að við séum eini hópurinn sem eigi að sjá um að tryggja þennan stöðugleika. Við það erum við ekki sátt,“ sagði Kári Arnór. Aðrir í stjórn AN voru kjörnir, Guðmundur Ómar Guðmundsson, Trésmíðafélagi Akureyrar, vara- formaður Hafþór Rósmundsson, Verkalýðsfélaginu Vöku, ritari og meðstjórnendur voru kosnar þær Kristín Hjálmarsdóttir, Iðju og Guðrún Skarphéðinsdóttir, Ein- ingu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá stofnfundi Foldu. Við borðsendann situr Ásgeir Magnússon hjá Iðnþróunarfélaginu en honum á hægri hönd er Baldvin Valdimarsson framkvæmdastjóri Foldu. Folda tekur við rekstri þrotabús Alafoss: Tekur við rekstri fata-, vef- og birgðadeilda af Landsbankanum Hlutafé er 39 milljónir en stefnt að því að auka það upp í 60 milljónir FOLDA, nýtt hlutafélag um rekstur ullariðnaðarfyrirtækis á Akur- eyri, var stofnað í gær og tekur það í dag, 1. október, við öllum rekstri af rekstrarfélagi Landsbankans, sem tryggt hafði rekstur Álafoss hf. fram til áramóta. Hlutafé í fyrirtækinu verður 39 milljón- ir króna. Þess var vænst að Byggðastofnun kæmi með hlutafé inn í hið nýja fyrirtæki, en stjórn stofnunarinnar tók ekki fyrir erindi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar þess efnis á fundi sínum í gær. Stefnt er að því að hlutafé í nýja fyrirtækinu verði 60 milljónir króna. Hjá Foldu mun starfa um 130 manns. Framkvæmdasjóður Akureyrar- bæjar er stærsti hluthafi Foldu með 19,5 miljóna hlutafé, Stéttarfélag bænda á 5 milljónir og þá lagði Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar fram 3 milljónir sem og einnig Lífeyrissjóð- ur Iðju. Kaupfélag Eyfirðinga á 2 milljónir króna og Samskip 1,5 milljónir. Iðja, félag verksmiðju- fólks, Höldur_ hf. Utgerðarfélag Akureyringa, íslenskur skinnaiðn- aður og Eyjafjarðarsveit lögðu fram eina milljón króna. Fleiri aðilar munu hugsanlega leggja fram hlutafé í fyrirtækið, en það skýrist innan skamms. Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, sagði að stefnt væri að því að hlutafé félagins yrði 60 milljónir króna. Þess var vænst að Byggðastofnun kæmi inn í fyrir- tækið með allt að 20% hlutafjár, eða 12 milljónir króna miðað við 60 milljón króna heildarhlutafé, en stjórn stofnunarinnar frestaði í gær afgreiðslu erindis frá IFE þess efn- is. „Við teljum að stjórn Byggða- stofnunar hljóti að taka erindi okk- ar af velvilja, hér er mikið í húfi eða um 130 störf úti á landsbyggð- inni, sem átt hefur í vök að veijast hvað atvinnu varðar," sagði Ásgeir. Á sunnudag var skrifað_ undir samninga við Landsbanka íslands um yfirtöku á rekstri þrotabús Ála- foss, en bankinn hafði tryggt rekst- urinn fram til áramóta. Folda mun taka við rekstri, fata-, vef- og birgðadeilda og kaupa vélar og tæki. Húsnæðið verður leigt af Landsbankanum, en eftir er að ganga frá húsaleigusamningum við ríki og Iðnlánasjóð. Stjórn Foldu var kjörin á stofn- fundinum, en í henni sitja, Kristján E. Jóhannesson og Árni V. Friðriks- son fyrir hönd Akureyrarbæjar, Ásgeir Magnússon fyrir IFE, Hauk- ur Halldórsson fyrir Stéttarfélag bænda og Hrólfur Skúlason Bjark- an fyrir hönd Iðju. Utvegsmenn, Norðurlandi Aðalfundur Otvegsmannafélags Norðurlands verður haldinn á Hótel KEA fimmudaginn 3. októ- ber kl. 13.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, og Kristj- án Ragnarsson, formaður LÍÚ, koma á fundinn. Fjölmennið. Stjórnin. KRISTNESSPÍT ALI 'zý, -7 —-------—------------ Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Deildarstjóri óskast á hjúkrunardeild Krist- nesspítala. Hjúkrunardeildin er 24 rúma deild með blandaða sjúklinga. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á endurhæfingadeild spítalans. Endurhæfingadeildin er með vaxandi starfsemi. Húsnæði og barnagæsla á staðnum. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 31100. Kristnesspítali. Alþýðusamband Norðurlands: Lægstu laun mega ekki vera lægri en 7 5 þúsund krónur ÞING Alþýðusambands Norðurlands telur að lægstu laun fyrir átta stunda vinnu megi ekki vera lægri en 75 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á þingi sambandsins um helgina. Komandi kjarasamningar eiga að miða að því að jafna lífskjör, auka kaupmátt ásamt réttlátari skiptingu þjóðartekna. Þá telur þingið að við upphaf nýrrar samningagerðar, beri að skoða hver heildarárangur þjóðarsáttarsamninganna frá í febrúar á síðasta ári hafi orðið. Fulltrúar á þingi AN vilja að lögð verði áhersla á að lægstu laun hækki sérstaklega við gerð næstu kjarasamninga og telja að lægstu laun fyrir átta stunda vinnu megi ekki vera lægri en 75 þúsund krón- ur á mánuði. Þá verði að tryggja kaupmátt með traustum hætti. Þingið krefst þess að skattleysis- mörk verði hækkuð og skattþrep verði tvö eða fleiri og persónuaf- sláttur taki mánaðarlegum beyting- um samkvæmt lánskjaravísitölu, en í því sambandi minnir þingið hið pólitíska vald á að standa við kosn- ingaloforð varðandi skattleysis- mörk. Einnig kemur fram í ályktun þingsins, að afla verði ríkissjóði fjár með skatti á fjármagnstekjum og að felldar verði niður skattaívilnan- ir vegna hlutabréfakaupa. Þá vill þingið að umbætur verði gerðar á ýmsum félagslegum þáttum er skipti efnaminni fjölskyldur máli og að tryggt verði nægilegt fé til fé- lagslegra íbúða, en að minnsta kosti eitt þúsund slíkar íbúðir verði byggðar árlega næstu fimm ár. Einnig vill þingið að teknar verði upp tekjutengdar húsaleigu- og barnabætur. „Þingið mótmælir því að sparn- aður í ríkiskerfinu komi niður á hinum efnaminni og öðrum þeim sem minna mega sín. Þingið krefst þess að staðinn verði vörður um það réttlæti og þann jöfnuð sem felst í íslenska velferðarkerfinu," segir í ályktun frá þinginu. Þá er skorað á landssambönd innan ASÍ að flýta nú þegar vinnu við samningagerð og hafa að leiðarljósi þau atriði sem nefnd eru í ályktun þingsins. Umskipti til hins betra í rekstrinum hjá Lindu Á FYRSTU 6 mánuðum ársins hefur velta aukist um 70-80% hjá Súkkul- aðiverksmiðjunni Lindu hf. á Akureyri. Síðasta ár var fyrirtækinu erfitt, en eftir hlutafjáraukningu og endurskipulagninu í upphafi þessa árs hafa umskipti orðið í rekstrinum. Sigurður Arnórsson framkvæmda-. stjóri sagði að .samkvæmt bráða- birgðauppgjöri fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs virtist sem reksturinn væri að nálgast það að vera í jafnvægi, en tap varð af rekstrinum á síðasta ári. Nýir hluthafar komu inni í fyrir- tækið síðla árs í fyrra, en það voru Akureyrarbær, Iðja, félag verk- smiðjufólks, Lífeyrissjóður Iðju, Trygging hf., Esso og Sigurður Am- órsson, en hann lagði Efnagerðina Flóru sem hlutafé inn í fyrirtækið. Sigurður segir að alger stakka- skipti hafi orðið í rekstrinum til hins betra á þessu ári og framundan sé á næstu vikum öflug markaðsstarf- semi og vöruþróun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.