Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 41 Afmæliskveðja: Signijóna Jakobs dóttir 100 ára Amma mín Sigurjóna Jakobsdóttir varð 100 ára 16. september síðastlið- inn. Það er ótrúlegt hvað árin líða hratt. Ég heimsótti ömmu 6. september síðastliðinn. Var hún þá nýkomin inn í rúm, ætlaði að fá sér blund eftir hádegismatinn. Mig undraði það hvað hún er allt- af slétt og falleg, „ég er farin að hugsa til efri áranna með dýrðar- ljóma í augum með spurn á vör“, skyldi ég vera svona eftir 44 ár? Því auðvitað stefni ég að því að lifa eins lengi og amma. Amma er næstum því alveg blind og hefur skerta heyrn, en hún þekkti mig strax á málrómnum og einnig manninn minn. Það er undravert hvað hún hefur ennþá gott minni. Hún fór m.a. með vísu fyrir okkur hjónin sem móðir hennar hafði kennt henni er hún var lítil stúlka. Þó sagði hún við okkur að hún héldi að nú væri minnið ekki upp á það besta. Hún var mjög þakklát yfir því að við skyldum líta inn. Svona hefur hún alltaf verið full af þakklæti. Er ég spurði hana eitt sinn hvort henni fyndist ekki mikið frá sér tek- ið er hún var hætt að geta lesið sér til gamans, þá svaraði hún um hæl, getur maður ætlast til þess að geta haldið öllu? Guð hefur nú ávallt ver- ið mér svo góður, gefið mér góða heilsu, gott minni, yndislegan eigin- mann og heilbrigð böm, er hægt að hugsa sér það betra? Eg á góðar minningar um ömmu og afa allt frá barnæsku, hún var okkur barnabörnum sönn og ekta amma. Ég reyni að taka hana mér til fyrirmyndar í mínu ömmuhlutverki. Amma var dugleg að stjórna stóru heimili, það var ávailt allt fágað og hreint inni sem úti. Amma og afi settust fyrst að í Borgarfirði Eystra þar sem hann var kaupfélagsstjóri. Síðar fluttu þau að Svalbarða á Sval- barðsströnd og voru þar með stórt bú í allmörg ár. Er þau brugðu búi fluttu þau til Akureyrar. Afi var þar með bókabúð, einnig bókaútgefandi og síðar skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þau bjuggu í húsi beipt á móti Kaupfélagi Akureyrar og ber það nafnið París í Hafnarstræti 96, afar sérstætt hús með tveimur turn- um. Heimili þeirra stóð opið fyrir öllum hvort sem að þeir voru snauðir eða ríkir, þar var ekki farið í manngrein- arálit, enda hef ég persónulega alltaf haldið því fram að þegar upp er stað- ið þá erum við öll jafnrétthá frammi fyrir Guði. Amma var stoð og stytta afa í fjölbreytilegu og umfangsmiklu starfi hans bæði í sveit og í bæ. Hann flutti aldrei svo ræðu að hann fengi fyrst álit ömmu á henni og sagði að hún væri góður gagnrýn- andi sem hægt væri að treysta. Amma var mikill unnandi leiklistar og fórnaði miklum tíma í leikæfingar o.fl. í þjónustu leiklistar. En aldrei kom þetta niður á heimilinu. Leikæf- ingar voru ávallt á kvöldin. Amma var góð og skemmtileg leikkona og fékk oft mjög góða dóma í dagblöð- um bæjarins. Amma var einnig árris- ul kona, fór á fætur fyrir allar aldir, oft búin að steikja kleinur og parta og var þá notalegt að koma í eldhú- sið er við systurnar komum niður til að fá okkur morgunverð. Við vorum þijár systurnar sonardætur ömmu og afa og höfðum skjól hjá þeim er við vorum í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Við eigum mjög góðar minn- ingar frá þeim tíma. Amma dvelur nú á Heilsuvernd- arstöðinni í Reykjavík, þar líkar henni vel að vera. Hún hefur fengið þar frábæra umönnun og ber að þakka það. Síðbúnar árnaðaróskir til þín elsku amma mín í tilefni 100 ára afmælis- ins. Ég vona að góður Guð gefi þér góða líðan um ókomna daga. Ég sendi einnig góðar óskir frá öllum hér heima. Þess óskar þín einlæg sonardóttir, Hildur Kristín Jakobsdóttir. Ástin á tímum lausafjárvandans Kvikmyndir Amaldur Indriðason Heillagripur („Object of Be- auty“). Leikstjóri og handritshöf- undur: Michael Lindsay-Hogg. Aðalhlutverk: John Malkovich, Andie MacDowell, Joss Ackland, Bill Paterson. Einvalalið leikara kemur saman í þessari litlu, skemmtilegu og laun- fyndnu karakterkómedíu frá Bret- landi um kynduga uppaveröld sem er alltaf við það að fara í hundana. John Malkovich, sem var svo sleipur riddari ástarinnar í Hættulegum samböndum, og Andie MacDowell úr Kynlíf, lygar og myndbönd, leika ástarfugla á rándým hóteli í Lond- on. Þau láta eins og millar en á bak við glæsilegan munaðinn, vínin, matinn og dýrindis klæðnaðinn lúr- ir dulítill vandi. Þau eiga ekki bót fyrir rassinn á sér. Reyndar virðist það aðeins tíma- bundið og þau eiga tryggingu sem er lítil bronsstytta eftir Henry Moore. Þetta er dýrindis listaverk sem þau reyndar kunna ekki að meta nema til fjár og áður en þau geta framkvæmt stuld á henni til að blekkja tryggingafélagið og fá pening til að sleppa úr klípunni er henni stolið í alvöru af bláfátækri, mál- og heyrnarlausi þjónustu- stúlku — einu manneskjunni sem kann að meta stykkið sem listaverk. Á meðan eru lánardrottnar, sérs- taklega hótelstjórinn, ofurfalskur í frábærum leik Joss Ackland, rétt einu skrefi á eftir þeim. Lokað hef- ur verið á krítarkortaröðina í veski Malkovich svo hann skrifar gúmmí- tékka og fussar yfír greinilegri tölvubilun. Það sem þó verra er að greiðsluerfiðleikarnir eitra út frá sér og uppasambandið stefnir í strand. Einn af góðu kostunum við hina háðslegu úttekt höfundarins og leikstjórans Michaels Lindsay- Hoggs á iðjuleysi hinna ríku og lötu er sá að bæði gera þau sér grein fyrir hvað líf þeirra er innantómt og næsta fáránlegt. Þau tala um hvað það er undið að borga þúsund- ir króna fyrir spagettírétt sem kost- ar fimm kall að matreiða á meðan þriðjaheimsþjóðir svelta. Þau eru þó mannleg. Og þau eru líka snill- ingar í þeim blekkingarleik að sýn- ast múruð þegar þau eiga ekki krónu og koma sér undan rukkurum og leiðindamálum. En þetta er ástin á tímum lausafjárvandans. Sam- band þeirra er í réttu hlutfalli við inneignina; þegar tómt er í kassan- um fara þau að efast um ást hvors til annars. Lindsay-Hogg er næmur á smá- atriði gamanleiksins, takta ýmis- konar og blæbrigði í persónusköpun og hann hefur vandað leikaravalið. Malkovich og MacDowell eru skín- andi góð í aðalhlutverkunum og aukapersónur eins og hinn smeðju- legi aðstoðarhótelstjóri (unaðsleg fígúra frá hendi Bill Paterson), tryggingamaðurinn, þjónustustúlk- an og smákrimminn bróðir hennar í hreysinu sínu fjarri glæsilegu hót- elsvítu uppanna, allt smellur þetta saman í góðri gamanmynd. LAUGAVEGI 71 • 2. HÆÐ SÍMI 10770 Jakkar, peysur, pils, kápur. Frábærar „stretch" buxur. Skartgripir og slæður. Verið velkomin. MEGA SKÍFULAGA ÞAKPLÖTUR ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ! MEGA skífulaga álplötumar ryðga ekki og upplrtast ekki. Þær era langtímalausnin sem þú leitar að. Fást í mörgum stærðum. Yfir þrjátíu ára reynsla á íslandi. LANGTÍMALAUSN SEM ÞÚ LEITAR AÐ nirtff SPARAÐU VIÐHALD Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík NOTAÐU ÁL Pósthólf 1026, 121 Reykjavík. Sími 91-680606. Fax 91-680208. SIEMENS-gæð/ ÓDÝRAR OG GÓÐAR ELDAVÉLAR FRÁ SIEMENS Þessar sívinsælu eldavélar frá SIEMENS eru einfaldar í notkun, traustar, endingargóöar og á mjög góöu verði. HS 24020 rBreidd 60 sm ®GrMI 5j4 hellur m Geymsluskúffa HN 26020 B Breidd 50 sm Grill ^4 hellur H Geymsluskúffa Munið umboðsmenn okkar víðs vegarum landið • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs. • Borgarnes: Glitnir. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvitárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, • Grundarfjörður: Guöni Hallgrimsson. • Stykkishólmur: Skipavik. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar. • ísafjörður: Póllinn hf. • Blönduós: Hjörleifur Júliusson • Sauðárkrókur: Rafsjá hf. • Siglufjörður: Torgiö hf. • Akureyri: Sir hf. • Húsavik: Öryggi sf. • Þórshöfn: Noröurraf. • Neskaupstaður: Rafalda hf. • Reyðarfjörður: Rafnet, • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmundss. • Breiðdalsvik: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss. • Höfn í Hornarfirði: Kristall. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn hf • Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar • Keflavik: Ljóstxjginn SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.