Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 47
MORGUtótAÐIÐ þ'rIÐJUÖ'ÁG’ÍÍR %91 ?.<47 Þuríður I. Amunda- dóttir - Minning Fædd 23. júní 1898 Dáin 17. september 1991 Ilún vinkona mín Þuríður Ingi- björg Ámundadóttir sem var líka vinkona hennar mömmu minnar, er dáin. Síðustu tengslin við æsku mína, við Vitastíginn og Reykjavík stríðs- áranna og örfá ár í viðbót eru rof- in. Fjölskylda mín og Edda systir, bjuggum í nánu „sambýli" við Þuru, Guðbrand og stelpurnar. Vitastígur 14 og 14A var heimur okkar á þess- um tíma. Allt gekk upp á milli íjöl- skyldna okkar og við deildum sam- an súru og sætu. Það var alltaf sól, við stelpurnar í boltaleik og mamma og Þura ýmist að þvo eða hengja þvott til þerris eða að sjóða slátur í stóra þvotta-suðupottinum úti í „húsi“. Þura mín gerði meira ... Hún bakaði heimsins beztu flatkökur og kleinur. — Heimili Þuru var ekki „galopið" öllum eins og mitt, en þegar hún bauð mér inn og gaf mér það „bezta“ í heimi og stundum ijómakaffi líka, sem ég hafði aldrei smakkað áður, þá var hátíð í hjarta lítillar stúlku. En lífið er ekki bara sumar, sól og áhyggjulaust líf. Fallegi pabbinn á leið í „Laugarnar" dó. Litla ljós- hærða stúlkan í næsta húsi fann alveg ógurlega til í hjartanu, hún vissi ekki þá hversu mikið lífið átti eftir að breytast, né hve breytingar í hennar eigin fjölskyldu áttu eftir að hafa ógnvænleg og örlagarík áhrif, aðeins örstuttu síðar. Sólin hneig til viðar, fólk flutti í burtu, sumir fóru til ævilangrar dvalar á sjúkrahúsi og aðrir fóru í vinnu. Þura mín fór til vinnu og stóð sig ávallt frábærlega, með sinni „stóisku" ró og þolinmæði. Árin liðu og lítil ljóshærð stúlka varð stór, gifti sig og undrið gerð- ist. Henni veittist sú hamingja að búa í sama húsi og góða konan, sem bakaði heimsins beztu flatkökur og kleinur. Ungu hjónin fluttu í Stiga- hlíð 8, 3ju hæð til vinstri og á 4ðu hæð til vinstri bjó hún Þura mín. Dásamleg tilviljun! Seinna eignuðust við okkar fyrsta barn, Dóru Soffíu. Þá kom þessi góða kona á hverjum morgni til okkar, hvítklædd og ilmandi af hreinlæti, oft örþreytt eftir nætur- vakt á Landakotsspítala. Hún tók bleyjur litlu stúlkunnar okkar, fór með þær í kjallarann, þvoði þær og hengdi til þerris og kom síðan upp til mín og gaf mér tækifæri til þess að fara út til að sinna nauðsynleg- um erindum t.d. kaupa í matinn. Oftast keypti ég nýþökuð vínar- brauð, sem við síðan borðuðum og drukkum „jjómakaffi" með. — Góð kona, hugulsöm kona. — Aldrei var talað illa um nokkra mánneskju, ef eitthvað þannig bar á góma, eyddi hún því eða gerði gott úr öllu saman. Henni þótti litla stúlkan okkar bæði góð og skemmtileg og hún fann alltaf hvað að henni snéri, sama á við um -bæði hin börnin. Þegar við komum heim til íslands eftir margra ára nám í Bandaríkj- unum, og buðum til veizlu, hvort heldur var barnaafmæli eða annað, voru alltaf tvær konur efstar á lista hjá okkur og börnunum og var allt- af önnur þeirra Þura mín. Lífið heldur áfram og allir eru uppteknir við sitt. Þrátt fyrir sjálfs- elsku mína fann ég mér oft tíma til að fara til Þuru minnar eða hringja til hennar, því hún kyrrði huga minn og gaf mér kraft til að takast á við lífið. Hún var svo æðru- laus. BLÓM SEGJA ALIT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Biömast&fa M m mMjFjwtww'Mw*!* Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Legsteinar Oplð öll kvöld Framleiðum allar til kl. 22,-einnig um helgar. stærðir og gerðir Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. af legsteinum. Veitum fúsiega upplýsingar og ráðgjöf um gerð ff 'f-S- I pf' og vai legsteina. ::r. ©** % KS.HELGASONHF f| STEINSMIÐJA ' • — — ■■ SKEMMUVEGI48. SIMI76677 t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför STURLU SIGFÚSSONAR vélstjóra, Frostafold 105. Anna Sofffa Guðmundsdóttir, Guðmundur Gísli Víglundsson, Sigfús Sturluson, Valborg Sturludóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Valborg Sigurðardóttir og systkini hins látna. t Þökkum sýnda samúð við útför bróður okkar, KARL EMILS KARLSSONAR, þann 25. september 1991. Sérstakar þakkir til Borgarspítala og Hrafnistu. Systkini hins látna. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, SVANS HLÍFARS ÁRNASONAR. Kolbrún Kristjánsdóttir, Árni Ingibjörnsson, Guðrún Brynhildur Árnadóttir. Barnabörn okkar Sævars hafa heldur ekki farið á mis við elsku hennar og gjafmildi. Ég er ríkari af að hafa kynnst henni Þuru minni, ríkari á skilningi á lífinu og tilve- runni, og tilfinningum annarra og væntumþykju. „Bezti vinur þinn er sá, sem kallar það bezta fram hjá sjálfum þér.“ Guð blessi elsku Þuru mína. Sigrún Skúla. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar elsku- legs eiginmanns míns, föður og afa, SVAVARS HJALTESTED, Reynimel 44. Starfsfólki Hafnarbúða þökkum við sérstaka alúð og umhyggju. Lára Hjaltested, Erla Hjaltested og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, INGIBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Heiðarbæ, Kirkjubæjarklaustri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heiðarbæjar. Fyrir hönd aðstandenda, Snorri Þorláksson, Margrét Þorláksdóttir, Sigurdfs Þorláksdóttir. WWWWWWWWWWWWWWWWWWWW SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJÁLF Smðið eftirþjnni hugmynd! Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. B jöminn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Komdu með þína hugmynd til okkar - fagmenn aðstöða þig við að útfæra hana. BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 AMt tfé&eré ÓmuwJmsœ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.