Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Kveðjuorð: Sveinn Björnsson Fallinn er í valinn halur góður og drengur ágætur, Sveinn Björns- son forseti ISÍ og kaupmaður í Reykjavík, langt um aldur fram. Kynni okkar hófust fyrir mörgum árum, er ég kem heim erlendis frá úr námi og geng í raðir félaganna í Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, en einmitt þar var Sveinn fremstur í flokki úrvalsmanna, sem stjórnað hafa því félagi. Slíkir menn sem Sveinn var, eru vandfundnir í dag, menn sem með áræði og eldmóði fórnuðu, nei, fórn er ekki rétta orðið, heldur hlut lífs- fyllingu sína í starfi að áhugamál- um, íþróttamálum, allan sinn aldur og án þess að þiggja nokkur laun fyrir, önnur en þau að verða virtir og elskaðir Ieiðtogar flestra íþrótta- manna á landinu. Eg hefi fyrir satt að Sveini hafi boðist framkvæmdastjórastarf hjá KR á launum, en því hafnaði hann þegar í stað. Vinnan fyrir KR og ISI var hans hugsjón, líf og yndi. Greiðslur voru óþarfar. Hugsjónirn- ar báru oft brauðstritið ofurliði, enda þótt hann hafí rækt sitt starf sem kaupmaður af kostgæfni. í dag skulu honum færðar þakkir fyrir ósérhlífni í verkum í þágu fjöldans, allra þeirra sem Ieggja stund á leiki og íþróttir um allt land, því að þetta er sá uppeldisþáttur, sem er bestur og farsælastur fyrir ungmenni landsins. Mættu ráðamenn þjóðar- innar oftar sýna þessum þætti meiri skilning í framtíðinni. Félagsmála- áhugi Sveins var með ólíkindum, íþróttamál voru efst á blaði, en margt annað tók hann sér fyrir hendur. Hann var lengi í forystu- sveit Siálfstæðisflokksins og fór ekki dult með skoðanir sínar á mönnum né málefnum. Hann lét sér annt um hljómlistarmál, stund- aði íþróttir, var keppnismaður í hlaupum á yngri árum en iðkaði bandminton og skokk hin síðari ár. Einnig lagði hann stund á stang- veiði og brids, og svona mætti áfram telja. Nú hin síðustu ár kom hann sér upp sumarbústað við Laugarvatn, og var þar við ræktun og annað þar til yfir lauk. Á þessu sést vel hversu atorkusamur hann var. Við lékum lengi badminton saman, æfðum, kepptum, hlógum og ærsluðumst og höfðum frábæra skemmtan af. Hann var sannur íþróttamaður, fór ætíð eftir settum reglum, hvatti meðspilara og bar virðingu fyrir andstæðingnum. Þeg- ar illa gekk hjá KR í hópíþróttum fór hann alltaf inn í búningsher- bergið og hvatti menn til dáða, þá var hans þörf fannst honum, því þegar vel gekk var nóg af stuðn- ingsliði. Ég vil færa honum þakkir frá félögunum í Badmintondeild KR. Stangveiði iðkuðum við og fórum oft með syni okkar í Álftá á Mýr- um, en hana höfðu til hálfs nokkrir félagar úr KR á leigu í allmörg ár. Þar í veiðihúsi, sem þeir reistu með Svein í broddi fylkingar, var margt rætt t.d. hvernig koma mætti Lottó- leiknum af stað á íslandi, og auðvit- að varð Sveinn einn aðalhvatamað- ur hans hér, þó að allir væru ekki sammála um ágæti hans í upphafí, en eins og allir vita varð leikur sá mjög til hagsbóta fyrir íþróttafólk í landinu. Veraldarvafstrið er dijúgt umræðuefni í veiðiferðum vina. En oftar og auðveldar hygg ég að tal um andleg mál nái yfírhöndinni úti í kyrrðinni í víðáttunni, þar sem hughrifa gætir af völdum fagurs umhverfis, eða vegna söngs fugla í fjarlægð, samspil ljóss og skugga. Menn kasta af sér skel hversdags- Ieikans, verða ljóðrænir, skynja allt í einu „stormsins hörpuslátt", og skilja sannleikann í erindi skáldsins: í hendi guðs er hver ein tíð, í hendi guðs er allt vort strið, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (Matth. Joch.) Nú þegar vinur er sunginn til moldar taka aðrir upp merki hans, vonandi með sömu hugsjónir að leiðarljósi, sama þreki og krafti sem einkenndi hann, til eflingar íþrótta- starfí og menningu í landinu, því góðar íþróttir eru menning. AUar góðar'vættir styrki og blessi konu Sveins, Ragnheiði Thorsteins- son, börnin §ögur, barnabörn, K. Auðunsson hefur ó boðstólum öll hreinlætistæki, blöndunartæki og flísar í baðherbergið. Útvegum fagmennsem fjarlægja gömlu tækin og setja upp þau nýju. Falleg og sterk hreinlætistæki fró PORCHER, IFÖ og SPHINX. Alltof tilboð ó sér TILBOÐSPALLI Gerum verðtilboð! K. AUDUNSSON HF. Sérverslun með hreinlætistæki Grensósvegi 8 - Sími: 686088 t \ l - l l bræður hans og fjölskyldur í sorg- inni. Minningar um góðan dreng lifa. Blessuð sé minning Sveins Björnssonar. Friðleifur Stefánsson Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ, er látinn eftir baráttu við alvarlegan sjúkdóm, langt um aldur fram. Öllum sem starfa að málefnum íþrótta er Sveinn minnisstæður í forystuhlutverkinu og allir höfðu af honum nokkur kynni. Sveinn var maður sem rækti vel sitt marg- þætta hlutverk á sviði íslenskra íþróttamála. Hann sýndi þar örugga handleiðslu og kynnti sér ítarlega menn og málefni. Sveinn var fyrir nokkru kominn til starfa í stjórn ÍSÍ þegar Glímusamband íslands var stofnað árið 1965. Sveinn átti gott samstarf með glímumönnum og lítið dæmi þar um er að þegar fyrst voru útbúnir sérsmíðaðir glí- muskór, leysti Sveinn lagervandann með því að taka þá til sölu í verslun sinni. Var það glímumönnum mikils virði en Sveini tæplega til hagnað- ar. Slíkt hið sama bauð hann nú í sumar við sömu aðstæður. Þannig var Sveinn. Hann hirti lítt um Ijár- hagslegan gróða en byggði í staðinn upp þau verðmæti er voru meira virði; öfluga íþróttahreyfíngu sem hann helgaði krafta sína alla ævi. Hann hugsaði fyrst og fremst um hagsmuni þeirra félagasamtaka er honum var trúað til forystu fyrir og þau voru mörg. Þrek hans var með ólíkindum og listinn yfir félags- málastörf hans að leiðarlokum er ótrúlega langur. Ósérhlífni hans kom þó best í ljós þegar hann, heijaður af banvænum sjúkdómi, hélt áfram störfum í for- ystu ISI og víðar og unni sér ekki hvfldar fyrr en kallið kom. Þótt ljóst væri að hveiju dró kom lokafregnin að óvörum. Erfítt var að ímynda sér þann kjark og óbi- landi þrek er Sveinn sýndi til hinstu stundar. Forystumaður er fallinn. Glímusamband íslands sendir eiginkonu Sveins, börnum hans og öðrum aðstandendum einlægar samúðarkveðjur. Stjórn Glimusambands íslands Minning: Oskar Jónsson Fæddur 19. október 1914 Dáinn 24. september 1991 Hann Óskar okkar er dáinn hann kvaddi þennan heim 24. september sl. Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast hans. Hann var kvæntur Kristínu Kristmundsdóttur eða Stínu systur eins og við kölluð- um hana. Oskar var alla tíð vinnu- samur maður og hans séreinkenni voru vandvirkni, snyrtimennska og heiðarlegheit. Hann stundaði sjó- mennsku lengst af ævi sinni, fyrst frá Akranesi síðan með sína eigin trillu eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Hann vann um tutt- ugu ára skeið hjá Sláturfélagi Suð- urlands þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Einnig skar hann af netum, setti upp línu og beitti bala og bala fyrir mig og félaga minn Ólaf Pétursson og fór með okkur stöku sinnum til sjós og skein þá ánægjan út úr andliti hans. Hann var mér alla tíð eins og annar fað- ir. Ég var hjá þeim hjónum um tíma á Akranesi, þá fórum við oft niður á bryggju að skoða bátana. Ég var þá smá strákur og hafði mikinn áhuga á því sem hann sýndi mér í kringum sjóinn og bátana. Eftir að þau hjónin fluttust suður urðu tengslin hjá okkur meiri. Síðar kom í ljós að konan mín og Óskar voru skyld, þau voru bæði ættuð að aust- an. Óskar var sérlega frændrækin maður og hafði ánægju að hitta sitt fólk. Oft fóru þau með okkur sunnudagsrúntinn og voru þá bryggjurnar í nágrenninu vinsæl- astar. Síðast var farið í sumar til Lóu og Nikka í Keflavík sem honum þótti ætíð gaman að koma til. Fyr- ir tæpum tveimur árum fluttust þau hjónin úr Hvassaleiti í lítið fallegt hús í Vogatungu í Kópavogi. Og átti hann þar tvö mjög góð sumur, en seinni part þessa sumars hrak- aði heilsu hans mjög. Fór hann þá á spítala 13. september sl. og þar lauk hans ævi. Elsku Stína okkar megi góður Guð styrkja þig og þína nánustu í sorg þinni. Með þessum orðum vilj- um við þakka okkar kæra vini alla þá hlýju og umhyggju sem hann sýndi okkur alla tíð. Góður Guð geymi minningu elsku Óskars okk- ar. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guð englar yfir mér. (Sb. 1945. H. Pétursson) Sigurður Jóhannsson, Hall- dóra Níelsdóttir og börn. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ ■k Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? ■k Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? * Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? ■k Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst laugardaginn 5. október. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. • HRAÐLESTRARSKOLINN IXI 10 ÁRA l™)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.