Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Karpov er komínn með vinningsforskot ___________Skák_______________ Margeir Pétursson MEÐ AFAR sannfærandi sigr- um er Anatólí Karpov kominn með fimm vinninga af sex mögulegum og hefur heilum vinningi meira en næstu menn, þeir Vasílí ívantsjúk og Ljubomir Ljubojevic, sem báðir hafa þó sýnt frábæra tafl- mennsku á köflum. Um helgina Iagði hann þá Jóhann Hjartar- son og Khalifman að velli. Karpov hefur unnið alla sigra sína með hvítu mönnunum og teflt af stórkostlegri snilld og vélrænni nákvæmni. Hann hef- ur eiiigöngu lent í vörn í einni skák gegn Alexander Beljavskí, en biðskák þeirra úr fjórðu umferð hélt hann auðveldlega í gærkvöldi. Það eru einmitt slíkir yfirburðir í rólegri stöðubaráttu sem er aðal Karpovs, fram að þessu hefur andstæðingum hans ekki tekist að hagga honum. Búast má við að það sem eftir er mótsins muni andstæðingar hans freista þess að veijast með gagnsóknum en síður feta í fótspor þeirra Salovs og Khalifmans sem reyndu að jafna taflið með rólegum og hefð- bundum aðferðum. Eftir fremur rólega byrjun á mótinu þar sem margir keppendur virtust vera að þreifa fyrir sér hefur heldur betur færst líf í tu- skurnar, í umferðunum á laugar- dag og sunnudag unnust níu skákir af sextán sem verður að teljast mjög gott í svo öflugu móti. Jóhann Hjartarson átti erfiða daga um helgina gegn þeim Karpov og Timman, sem einmitt tefldu í fyrra um áskorunarréttinn á Kasparov. í báðum skákunum lenti Jóhann í erfiðleikum eftir byrjunina, en átti sfðan mjög góða kaiía í báðum skákunum. Það dugði ekki til að slá Karpov út af laginu, en gegn Timman stóð Jóhann mun betur um tíma, þótt skákinni lyktaði með jafntefli. Heildarstaðan eftir 6 umferðir: 1. Karpov 5 v. 2. -3. Ljubojevic og ívantsjúk 4 v. 4.-6. Nikolic, Chandler og Seiraw- an 3 xh v. 7.-8. Salov og Khalifman 3 v. 9.-13. Beljavskí, Ehlvest, Anders- son, Speelman og Portisch 2Vi v. 14.-16. Jóhann, Timman og Gúlko 2 v. Spennandi vika fer í hönd Sjöunda umferð heimsbikar- mótsins verður tefld í dag og þá mætir Karpov Gúlko með svörtu. Fram að þessu hefur Karpov ein- göngu unnið á hvítt, en þar sem taflmennska Gúlko hefur ekki verið sérlega sannfærandi má ætla að hann reyni að notfæra sér það. í dag hefur Jóhann svart gegn Khalifman, en aðrar sérlega athyglisverðar skákir eru Ljubojevic-Beljavskí og Ivant- sjúk-Salov. Þótt þeir Beljavskí og Salov hafi svart þurfa þeir nauð- synlega á vinningi að halda gegn þeim tveimur sem deila öðru sæt- inu, til að geta blandað sér í topp- baráttuna. Aðrar skákir-eru And- ersson—Portisch, Seirawan—Spe- elman, Nikolic—Chandler og Tim- man—Ehlvest. í næstu umferðum mætir Karpov síðan helstu keppinautum sínum um efsta sætið. Á morgun hefur hann hvítt gegn Ljubojevic og verður þá fróðlegt að sjá hvort Júgóslavinn, sem teflt hefur leik- andi létt, nær að stöðva sigur- göngu Karpovs með hvítu mönn- unum. í níundu umferðinni á fimmtudaginn mætir Karpov síðan ívantsjúk og hefur svart. Síðast þegar þeir mættust í Linar- es í febrúar sigraði ívantsjúk með hvítu og hann hefur vafalaust fullan hug á að leika sama leikinn nú. Afleikir settu mark sitt á fimmtu umferðina Viðureign Karpovs og Jóhanns í fimmtu umferðinni á laugardag- inn olli nokkrum vonbrigðum. Jó- hanni tókst að koma heimsmeist- aranum fyrrverandi á óvart í byrj- uninni, en þegar Karpov breytti út af fyrri skákum í Ragozin- afbrigði drottningarbragðsins veikti Jóhann kóngsstöðu sína al- gerlega að óþörfu. Karpov fékk þannig upp í hendurnar mjög þægilega stöðu og þrátt fyrir skemmtilegar gagnsóknartilraun- ir Jóhanns sem vöktu vonir 1 bijóstum áhorfenda var sigur hans aldrei í verulegri hættu. Annars var fimmta umferðin sú skemmtilegasta til þessa, þegar eftir þriggja tíma taflmennsku höfðu tveir skákmannanna leikið Ijótum afleikjum. Lajos Portisch sem daginn áður hafði afgreitt Gúlko mjög sannfærandi lenti í heldur lakari stöðu gegn Ljubojevic: Svart: Lajos Portisch Hvítt: Ljubomir Ljubojevic Sem sjá má er svartur í nokkr- um vandræðum því það tekur marga leiki að koma Hh7 í spilið og hvítur hótar framrásinni d4- d5. Svartur ætti þó góða mögu- leika á að veijast eftir 27. — Kf8 28. d4 — Rc7. Portisch hugðist hins vejfar leysa vandamál sín með skjótvirkari hætti: 27. - f6?? 28. Rxa6! - fxe5 Svartur hefur tapað því peði sem hann mátti allra sízt missa, því eftir 28. — Bxa6 29. Hc6 vinn- ur hvítur manninn til baka. Eftir- leikurinn er Júgóslavanum auð- veldur. 29. Rc5 - Rxc5 30. Hxc5 - Ba6 31. Hxe5 - Hf7 32. Bc5 - Hf5 33. Hde2 - Hxe5 34. Hxe5 - Kf7 35. d4 - e6 36. He3 - Hd5 37. b4 - Hf5 38. Bd6 - Hd5 39. Hf3+ - Ke8 40. Hf8+ - Kd7 41. Be5 og Portisch gafst upp. Ulf Andersson Jiefur ekki enn náð sér á strik. Á laugardaginn lék hann athyglisverðasta afleik mótsins gegn einum nýliðanna í heimsbikarkeppninni, Englend- ingnum Murray Chandler, sem hefur komist vel frá upphafinu þrátt fyrir tapið gegn ívantsjúk. Svart: Murray Chandler Eins og svo oftþ skákum Svíans byijaði skákin með miklum þreif- ingum á báða bóga. Allt miðtaflið hafði háð Andersson að drottning hans átti fáa reiti á miðborðinu og hann varð sífellt að gæta þess að hún lokaðist ekki inni. Miðað við þetta er næsti leikur hans óafsakanlega lélegur: Með honum kviksetur hann sína eigin drottn- ingu 26. Re3?? - f5 27. Rxf5 - gxf5 28. De3 og þar sem það hefur kostað mann að losa drottninguna úr prísundinni er hvíta staðan gertöpuð, þótt Andersson hafi reyndar þæft hana lengi áfram og jafnvel sett skákina í bið áður en hann gafst upp. í staðinn fyrir hinn ótrúlega riddaraleik, gat hvítur einfaldlega leikið 26. Bxe5, þótt svartur standi auðvitað sízt lakar að vígi. Eftir fjögur gætileg jafntefli í röð náði annar nýliði, Álexander Khalifman, fæddur og uppalinn í Leningrad en nú búsettur í Frankfurt, að sýna hvað í honum býr. Hann lagði sjálfan Beljavskí að velli í uppáhaldsbyijun hins margfalda Sovétmeistara, lokaða afbrigði spánska leiksins. Hinn geðþekki Boris Gúlko sem lét ekki áratugar baráttu við sovézka kerfið bijóta sig niður fór afar illa af stað og í fimmtu um- ferðinn var sem Valerí Salov van- mæti hann. En þótt Gúlko hafi átt sitt slakasta ár frá því hann kom til Vesturlanda árið 1987 hefur enginn efni á að vanmeta hann og hann sigraði með glæsi- legum tilþrifum. Jan Timman jafnaði taflið auð- veldlega gegn Nikolic og snemma var samið jafntefli. Slíkt er ekki hollenska baráttujaxlinum að skapi, en eftir afar slæma byijun er hann ekki í aðstöðu til að taka mikla áhættu. Margir héldu að ívantsjúk væri kominn í gang eft- ir sigurinn á Chandler, en honum hugkvæmdust engin ráð til að ná sóknarfærum gegn traustri tafl- mennsku Speelmans og var samið jafntefli eftir 27 leiki. Seirawan tefldi ekki nægilega frumlega gegrt Grúnfeldsvörn Ehlvests og mátti sætta sig við fremur barátt- ulítið jafntefli í 28 leikjum. Ótrúlegur léttleiki Karpovs Karpov jók forystu sína í sjöttu umferðinni á sunnudaginn er hann vann ótrúlega auðveldan sigur & Alexander Khalifman. Hann náði betri stöðu með lag- legri biskupstilfærslu og skipti sfðan upp í mjög vænlegt enda- tafl. Khalifman stytti síðan þján- ingar sínar með herfílegum afleik. Sjötta umferðin var ekki síður æsispennandi en sú fimmta. Þeir Ehlvest og Nikolic, sem báðir höfðu gert jafntefli í öllum skák- um sínum, tefldu inn'byrðis hvasst afbrigði af franskrí vörn og sigr- aði Júgóslavinn með svörtu eftir mistök Ehlvests í miðtaflinu. Gúlko reyndi að skipta upp sem mestu liði í byrjuninni gegn Beljavskí, en framhaldið tefldi hann veikt og Rússinn sterki inn- byrti sinn fyrsta sigur. Portisch var greinilega sáttur með jafn- tefli _með hvítu gegn ívantsjúk, en Úkraínumaðurinn ungi jók stöðugt frumkvæði sitt og vann afar sannfærandi sigur. Öfugt við Karpov hefur ívantsjúk aðeins unnið með svörtu, en með hvítu hefur hann verið mjög stirður og leyft andstæðingum sínum að jafna taflið fremur auðveldlega. Jafnteflisskákirnar voru einnig spennandi. Eina ferðina enn lenti Andersson í krappri vörn, í þetta sinn gegn Speelman, en hann fann laglega leið fil að komast út í endatafl sem var dautt jafntefli. Ljubojevic tók á sig fremur gleði- snautt endatafl strax í byijuninni gegn Salov, og lenti í vörn, en leysti vandamál sín laglega. Það er greinilegt að Júgóslavinn er til alls vís á mótinu. Byijanaval hans á svart virðist þó tæplega henta svo hvössum skákmanni. Seiraw- an tefldi franska vörn eins og Nikolic og jafnaði taflið auðveld- lega með svörtu gegn Murray Chandler, sem varð að tefla ná- kvæmt í endatafli til að tryggja sér jafntefli. Skemmtilegasta jafnteflisskák- in var þó óumdeilanlega viðureign Jóhanns og Timman. Hollending- urinn tók á sig mjög þrönga stöðu í upphafi taflsins, en Jóhann eyddi miklum tíma auk þess sem hann var seinn að koma mönnum sínum í spilið. Timman lét af hendi peð fyrir skemmtilega stöðu en þá tók Jóhann að tefla hratt og mjög vel og eftir að Timman gerði þau mistök að loka taflinu var ekki að sjá að hann hefði neinar bætur fyrir peðið. En eftir erfiðleikana í byrjun skákarinnar virtist svo sem Jóhann væri alveg sáttur við jafntefli í skákinni, hann virtist vanmeta ágæta stöðu sína og stýrði taflinu svo að segja beint í jafnteflishöfn. Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Alexander Khalifman Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. RT3 — b6 4. g3 — Ba6 Ein hugmynda hins fijóa snill- ings Arons Nimzowitschs og vin- sælli leikur á meðal stórmeistara en hið „eðlilega" 4. — Bb7 sem Salov lék gegn Karpov. 5. b3 - Bb4+ 6. Bd2 - Be7 7. Bg2 - c6 8. Bc3 - d5 9. Rbd2 Karpov hefur löngum haft mik- ið dálæti á leiknum 9. Re5, sem svartur svarar bezt með 9. — Rfd7. M.a. vegna uppáhalds hans á því framhaldi hefur það verið gríðarlega mikið rannsakað og liggur við að segja megi að það sé orðið fræðilegt jafntefli! Karpov sér sig því knúinn til að breyta út af. 9. - Rbd7 10. 0-0 - 0-0 11. Hel — c5 12. e4 — dxc4!? Hér þykir 12. — dxe4 leiða til jafnrar stöðu. Þannig tefldi ívantsjúk gegn Kasparov í Tiíburg 1989 og tapaði, en ekki var þó hægt að kenna byijuninni um það. Salov svaraði nú 12. — dxc4 með 13. bxc4 gegn Helga Ólafs- syni í Wijk aan Zee í janúar, en eftir 13. — cxd4 14. Rxd4 — Re5 15. Rxe6 — fxe6 16. Bxe5 — Bc5 hafði svartur góðar bætur fyrir peð og skákinni lauk um síðir með jafntefli. 13. Rxc4 - Bb7 14. Dd3! Hér breytir Karpov út af fyrri skákum. Þetta er mun vænlegra en 14. e5?! - Rd5 15. Bb2 - b5! 16. Rd6 — Bxd6 17. exd6 — c4, sem olli svarti engum erfíðleikum í skák stórmeistaranna Ftacnik og Lerner í Amsterdam 1988. 14. — cxd4 15. Rxd4 — Rc5 Hér var líklega skynsamlegra að leika strax 15. — a6. 16. Dc2 - a6 17. Hadl - Dc7 18. Bd2! Hinn fyrsti af þremur hárná- kvæmum biskupsleikjum, sem all- ir hafa hótun í för með sér og hindra svartan í að leika hrókum sínum á miðborðið. 18. - Rcd7 19. Bf4! - Dco 20. Bcl! - Dc7 21. e5 - Rd5 Vegna þess að svörtum hefur ekki unnist tími til að koma hrók- um sínum í spilið getur Karpov nú skipt upp á drottningum og haldið miklum þrýstingi á svörtu stöðuna í framhaldinu. 22. Re3! - Dxc2 23. Rdxc2 - Hac8 Eftir 23. — Rxe3? 24. Rxe3 — Bxg2 25. Hxd7 - Bb4 26. Rxg2! — Bxel 27. Rxel hefur hvítur unnið tvo menn fyrir hrók. 24. Bxd5 — exd5 Hér þótti mörgum sem næsti leikur Karpovs myndi létta á svörtu stöðunni og bjuggust við 25. Bb2, sem er greinilega þægi- legt tafl á hvítt. En Karpov hefur þegar séð að í endataflinu sem nú fer í hönd nær hann að tvö- falda hróka sína á sjöundu línunni og fá stórhættuleg færi. 25. Rxd5 - Bxd5 26. Hxd5 - Hxc2 27. Hxd7 - Bb4 28. Hedl - Hxa2 29. Be3 - Bc5 Khalifman freistar eðlilega gæfunnar í hróksendatafli. 29. — b5 30. Bd4, eða 30. Hcl! lítur ekki vel út, en hins vegar á svart- ur möguleika á að veijast eftir 30. Ha7?! - Bc3! 30. Bxc5 - bxc5 31. Hc7 - Ha3? Afskaplega ljótur afleikur sem léttir Karpov verkið. Eftir 31. — Hb2 getur hvítur ekki Jeikið 32. e6 vegna 32. — fxe6 33. Hdd7 — Hfxf2! og svartur heldur jafntefli. Svartur heldur einnig sínu eftir 32. Hdd7 - Hxb3! 33. e6 - Hbl+ 34. Kg2 - Hel! 35. exf7+ (35. e7 - Hd8 36. Hd8 - Hlxe7!) - Kh8 og síðan 36. — g6 og Kg7. Hvítur leikur hins vegar 32. Hd3! og hróksendataflið með peði minna og óvirka stöðu verður harla vonlítið á svart. En þarna er einmitt komin skýringin á af- leik Khalifmans. Ef hvítur svarar 31. — Ha3? með 32. Hd3? á svart- ur mjög góðar jafnteflislíkur eftir 32. - a5 33. Hxc5 - a4. 32. e6! - fxe6 33. Hdd7 og Khalifman gafst upp. Af skákum Karpovs við þá Salov og Khalifman að dæma hefur hann upp á síðkastið rann- sakað 4. g3 afbrigðið gegn drottn- ingarindverskri vörn mjög gaum- gæfilega og verður fróðlegt að sjá hvort fleiri keppendur leggja í að leyfa honum að beita því. Reyndar er merkilegt að þetta afbrigði hefur orð á sér fyrir að vera hálfryðgað jafnteflisvopn, en það veldur hver á heldur, í hönd- um Karpov er egg þess hárbeitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.