Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAJÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1991 t Konan mín, HALLDÓRA RÚTSDÓTTIR MALLOY, lést í Williamsport Pa. 28. september. Thomas Malloy. • t Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN AÐALBJÖRNSSON, Vorsabæ 7, lést á heimli sínu þann 26. september. Þorbjörg Grimsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS TÓMASSON, Tryggvagötu 7, Selfossi, andaðist á Ljósheimum, Selfossi, 27. september. Börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÚLFUÓTUR B. GÍSLASON, Bugðulæk 9, andaðist í Borgarspítalanum 28. september. Kristín R. Jörgensen, Kristín R. Úlfljótsdóttir, Björn Úlfljótsson. t Móðir okkar og fósturmóðir, HALLDÓRA ÍSLEIFSDÓTTIR, Stykkishólmi, lést i Sankti Fransiskusspítalanum föstudaginn 27. september. Kristján Guðmundsson, Lára Guðmundsdóttir, Marta Magnúsdóttir. t Bróðir minn og frændi okkar, BALDURÞORVARÐARSON, Geitlandi 31, lést á heimili sínu 21. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elín Þorvarðardóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir, Ragnar Þór Hauksson, Björn Steinar Hauksson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS HALLSSON húsasmiður, Sogavegi 80, lést á heimili okkar 29. september. Guðleif Hrefna Vigfúsdóttir, Arnheiður Magnúsdóttir, Jóhann Hopkins, Hallur Magnússon, Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Þóra Magnúsdóttir, Hrannar Magnússon, Ágústa Kristófersdóttir, Júlíana Magnúsdóttir og barnabörn. Gunnar Skapti Krist- jánsson - Minning Fæddur 10. febrúar 1912 Dáinn 23. september 1991 Brosandi börn við kné hans, pot- ast við að komast sem næst honum. Þetta er hann afi okkar. Þögnin rofin af sístarfandi verk- færum hans. Hér þarf að mála, þarna að sletta í smá steypu. Þetta er hann afi okkar. Öll fjölskyldan ferðbúin, treður sér inn í bílinn hans, hann ekur hvert sem við óskum. Þetta er hann afi okkar. Skellihlátur glymur um allt, þeg- ar hann ber í borðið og bölvar kank- vís. Þetta er hann afi okkar. Fölt líflaust andlit á hvítum svæfli. Þe'ir sem þokast framhjá og signa yfir fá ekkert svar. Þetta getur ekki verið hann afi okkar. Ástarkveðja frá tengdasyninum. Frank Minn ástkæri faðir, Gunnar Skapti Kristjánsson, er látinn. Mik- ill er sá missir og mikill verður sá söknuður. Alúð, tryggð og einlægni til mín, mannsins míns og barna ásamt öll- um sem tilheyrðu honum var heil og óbrotin. Faðir var hann af fyrsta flokki. Hann var maður mikið vel liðinn enda var hann skapstilltur og ætíð fús til að rétta hjálparhönd til hvers og eins sem þurfti með. Þar sem ég bý í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni mínum og fjórum börnum, leið oft of langt á milli þess sem við hittumst og hefði oft orðið lengra ef hann og mamma mín hefðu ekki verið svo dugleg að koma vestur yfir haf og heim- sækja okkur sem og þau gerðu oft í gegnu-m árin og var alltaf mikið hlakkað til þessara heimsókna. Hann var dýrkaður af eiginmanni mínum og börnum og þótt tungu- málið hafi takmarkað hversu mikið var hægt að setjast niður og ræða saman þá skapaðist skilningur samt sem áður ætíð á milli þeirra. Guð blessi elsku pabba minn á leið sinni að Gullna hliðinu. Ég veit það stendur honum opið tii inn- göngu og hann mun samlagast þeim hópi sem á undan honum er farinn sem og eflaust mun taka honum með opnum örmum. Hvíli elsku pabbi, tengdapabbi og afi í friði. Guðný Eftir eitt lengsta og fegursta sum- ar í manna minnum hefir litskrúð haustsins klætt landið og fyrstu nöpru vindarnir gert vart við sig. Þá tekur vinur okkar hatt sinn og staf og býr sig til að kveðja. í gættinni staldrar hann við, segir eitt- hvað skondið, brosir kankvís og kall- ar um öxl „Verið sæl, við sjáumst fljótt aftur.“ Þannig er Skapti okkur minnis- stæður og við vitum að við eigum vísa endurfundi. Hann kvaddi með fullri reisn þegar haustið var fegurst eftir langt og gott sumar lífs síns áður en váleg vetrarveður náðu að koma honum á kné. Skapti var fæddur 10. febrúar 1912 að Sigríðarstöðum í Ljósa- vatnsskarði. Hann var yngstur 11 barna þeirra Unnar Jóhannsdóttur og Kristjáns Skúlasonar sem þar bjuggu. Þar ólst hann upp til 16 ára aldurs. Hann kynntist konu sinni Þuríði (Gógó) Ágústsdóttur frá Vest- mannaeyjum í Reykjavík og þau gengu í hjónaband 4. september 1943. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau í Reykjavík, en fluttust til Kefla- víkur 1951 og bjuggu þar í 12 ár. Skapti stundaði bifreiðaakstur lengst af, var bílstjóri á áætlunarbíl milli Reykjavíkur og Keflavíkur í 10 ár, en ók sem leigubílstjóri hjá Hreyfli eftir að þau fluttu til Reykja- víkur þar til hann lét af störfum, fyrir aldurs sakir fyrir rúmum þrem árum. Gógó og Skapti eignuðust 4 börn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og híýhug við andlát og útför ÞURÍÐAR INGIBJARGAR ÁMUNDADÓTTUR. Laufey Guðbrandsdóttir, Berent Th. Sveinsson, Inga Þuriður Guðbrandsdóttir, Jón Ó. Hjörleifsson, Auðbjörg Lilja Guðbrandsdóttir Steinbach, Jóhanna Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Sigurður Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐNÝ ÞORBJÖRG KLEMENSDÓTTIR, Hofi, Álftanesi, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju í dag, þriðjudaginn 1. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Líknar- sjóð Bessastaðahrepps eða Krabbameinsfélagið. Jón Gunnar Gunnlaugsson, Inga Lóa Haraldsdóttir, Þrúður Gunnlaugsdóttir, Klemenz Gunnlaugsson, Guðrún Eggertsdóttir, og barnabörn. t Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, tengdasonur, bróðir og mágur, STEFÁN SIGURJÓNSSON pfpulagningamaður, Eiríksgötu 11, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. október kl. 15.00. Erna Smith, Svanhvít Stefánsdóttir, Þór Tómas Bjarnason, Erna Stefanía Gunnarsdóttir, Svanhvít Smith. Ingvi Jón Sigurjónsson, Hrafnhildur Sigurjónsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR VILBERGSSON, Unufelli 31, Reykavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Gróa Þorgilsdóttir, Garðar Guðmundsson, Vilberg Guðmundsson, Jóhann Guðmundsson, Edda Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Ingigerður Guðmundsdóttir og barnabörn. Kristín Magnúsdóttir, María E. Guðmundsdóttir, Elín O. Kjartansdóttir, Helgi Kristjánsson, Ingólfur Örn Arnarsson, Þau urðu fyrir þeirri sáru raun að missa báða syni sína af slysförum, annan á barnsaldri, hinn uppkominn. Elstuf var Johann, f. 24. desember 1943, d. 1946. Tvíburarnir Guðný og Grétar eru f. 30. maí 1954. Svein- björgeryngstf. 19. september 1950. Grétar var kvæntur Guðnýju Elías- dóttur og áttu þau einn son Jóhann. Grétar fórst með vélbátnum Ver frá Vestmannaeyjum í febrúar 1979. Guðný er gift Frank Fisher og eru þau búsett í Bandaríkjunum og eiga 4 börn, Peter, Roger,_David og Lisu. Sveinbjörg er gift Joni Sigurðssyni og búa þau í Reykjavík. Þannig er stiklað á stóru yfir æviþætti Skapta og staldrað við helstu kennileitin í för hans um þetta jarðsvið. Nútímaþjóðfélág einkennist af spennu og endalausu kapphlaupi við tímann. Á hlaupunum gefa fæstir sér tíma til mannlegra samskipta. Nánir vinir og ættingjar hittast sjaldan nema við jarðarfarir eða hátíðleg tækifæri. Hin raunverulegu gildi samskipta við annað fólk, rækt- un vináttu og ættartengsla bíða betri tíma. Það er dýrmætt að hafa átt samleið með fólki eins og Skapta og Gógó, sem á þessu sviði stóðu uppúr Ijöldanum. Það var einstakt hvernig þau hafa alla tíð gefið sér tíma til að hlúa að því sem mest er um vert, hinum mannlega þætti. Þau hafa að öllum öðrum ólöstuðum ver- ið það fólk sem oftast gaf sér tíma tii að koma í heimsókn þótt ekkert væri tilefnið og létu aldrei líða of langt á miili. Þau gáfu sér tíma til að sinna þeim sem um sárt áttu að binda og hafa alltaf verið boðin og búin til að leysa hvers manns vanda. Alltaf viðlátin, alltaf jafn létt og kát bæði tvö, alltaf tilbúin að taka þátt í gleði og sorg sinna mörgu vina og vandamanna. Við erum þakklát fyrir að hafa verið í þeim hópi sem naut ræktarsemi þeirra. Við minnumst heimsókna þeirra með gleði. Ef gott var veður mátti búast við þeim glöðum og reifum vetur, sumar, vor eða haust. Þau renndu gjarnan við hjá öllum ætt- ingjum og vinum fyrir austan fy'all „svona í leiðinni", „rétt til að heilsa". Alltaf var jafn létt yfir þeim. Þegar við, fyrir rúmum 20 árum, bjuggum erlendis og fáir sáu sér fært að koma í heimsókn gáfu þau sér tíma til að koma og gerðu sér að góðu að dvelja viku hjá okkur við heldur bágbornar aðstæður. Þau ferðuðust með okkur og svo sannarlega var hlegið og spjallað. Þetta voru dýrlegir dagar sem lýstu upp tilveruna, ekki síst fyrir stráka okkar litla, sem sannar- lega nutu þess að vera samvistum við Skapta og Gógó og minnast enn þessara daga. Sambandið milli þeirra hjóna var líka einstakt. Sjaldgæft er að sjá jafn samhent hjón og okkur er nær að halda að aldrei hafi fallið styggð- aryrði þeirra á milli. Það er næstum óhugsandi að nefna annað þeirra neina nefna hitt í leiðinni. Svo ná- tengd voru þau. Að leiðarlokum sendum við öllum, sem um sárt eiga að binda, okkat' innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að barnabörn Skapta beri áfram hans góðu eiginleika til kom- andi kynslóða og varðveiti með sér góðar minningar og dýrmætan lær- dóm sem þau geta dregið af lífs- máta afa síns. Megi Guð styrkja ykkur öll í sorg- inni. Guðrún og Guðni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.