Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ V©SKEPTI O'itti u\v\V)<,iou ÞRIÐJÚDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Verslun Benetton útskýrir myndina af baminu Benetton-fyrirtækið italska er ekki óvant því að vekja deilur og hneykslun með kannski frumlegum en stundum dálítið vafasömum auglýsingum en eftir allt fjaðrafokið á þessu hausti þykir augljóst, að nú var gengið of langt. Hefur eigandi fyrirtækisins, ítalski tísku- kóngurinn Luciano Benetton, verið upptekinn við það að undanförnu að útskýra og afsaka uppákomuna. Eins og flestir vita var það aðal- lega ein auglýsing frá Benetton, sem þótti ósmekkleg, litmynd af nýfæddu bami, blóðugu og með óslitinn nafla- streng. A Italíu var hún bönnuð og ljölmiðlar víða um heim neituðu að birta hana. Um þetta mál ræddi Benetton nýlega við ítalska blaðið La Republica. „Hjá okkur er tilgangurinn með auglýsingu ekki sá að kynna ákveðna vöru, heldur að sýna eða ij'alla um eitthvað, sem er sammann- legt. Það getur verið ástin, dauðinn, lífið eða trúin. Myndin af nýfædda barninu átti að vera nokkurs konar svar við annarri auglýsingu frá okk- ur þar sem sjá mátti kirkjugarð með GATT hvítum krossum og Davíðsstjörnu. Hún birtist þegar á stóð Persaflóa- styijöldinni og hafði það að mark- miði að vara við afleiðingum styij- alda. Henni var hins vegar ekki vel tekið og þess vegna kom þessi af barninu þar sem áherslan var á líf- ið, barn, sem er að koma í heim- inn,“ sagði Benetton. Ljósmyndari Benettons, sá frægi Oliviero Toscani, hefur einnig brugð- ist til varnar auglýsingunni með barninu og líkir sjálfum sér við na- pólíska málarann Caravaggio, sem uppi var á 17. öld. Hann sýndi lífið og tilveruna eins og hún birtist hon- um og var bannfærður fyrir vikið. Toscani fer ekki troðnar slóðir í Luciano Benetton auglýsingamennskunni eins og sést á því að nú er hann í Bandaríkjunum við að gera sjónvarpsauglýsingar fyrir Benetton. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en það er alveg nýtt, að hann ætlar ekki að selja sjónvarpsstöðvunum eina ein- ustu auglýsingu. Þvert á móti eiga þær að borga Benetton fyrir að fá að birta þær og hann segist þegar vera kominn með nokkra viðskipta- vini. Norðurlönd með tillögu um aukið frelsi í sjóflutningum NORÐURLÖNDIN lögðu á dögunum fram tillögu um aukið frelsi í vöruflutningum á sjó. Vonir standa til að tillagan geti rutt úr vegi þeim hindrunum sem verið hafa á að ljúka alþjóðlegum samningum um þjónustu og viðskipti í hringborðsumræðunum í Uruguay. Tillagan þrýstir á Bandaríkin að falla frá andstöðu gegn því að vöru- flutningar á sjó verði teknir inn í GATT-samkomulagið um tolla og viðskipti. Aðrir þátttakendur í við- ræðunum, með Evrópubandalagið í broddi fylkingar, neita að samþykkja almennt samkomulag um þjónustu og viðskipti (Gats) nema að það feli í sér slíkt samkomulag. Tillaga Norðurlanda felur í sér að engar nýjar hömlur verði lagðar á sjávarflutninga og að allar núver- andi hömlur verði felldar niður innan þriggja ára. Það myndi þó ekki eiga við um strandflutninga, heldur gætu einstakir aðilar að samkomulaginu samið sérstaklega um að fækka eða ijarlægja hömlur. Sama gildir um hafnaraðstöðu og aðra þjónustu, engar nýjar hömlur lagðar á og sa- mið sérstaklega um niðurfellingu núverandi hamla. Samþykkt tillögunnar myndi í raun þvinga Bandaríkin til að sam- þykkja að vöruflutningar á sjó verði teknir inn í GATT-samkomulagið um tolla og viðskipti. Aðildarlönd gætu samkvæmt tillögunni óskað eftir við- ræðum við Bandaríkjamenn um st,randflutninga. Búast má við einhverri andstöðu við tillögu Norðurlandanna frá þró- unarlöndum. Fulltrúar afrískra þjóð- í fréttatilkynningu frá Motorola storno í Danmörku kemur fram að Motorola hefur framleitt 750 móð- urstöðvar fyrir núverandi farsíma- kerfi Cellnets sem er hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Nýi samningurinn felur í sér að Motorola mun framleiða megnið af þeim búnaði sem Cellnet þarfnast til að koma á fót GSM-kerfinu og landa lýstu strax áhyggjum um hver áhrif yrðu á samþykktir Sameinuðu þjóðanna um skiptingu vöruflutn- inga, en þeim er ætlað að tryggja að þróunarlönd fái hluta af vöru- flutningum á sjó. Heimild: Financial Times. verður það gert fyrir árslok 1993. Fyrirtækið hefur einnig samið um framleiðslu á stafrænum farsíma- stöðvum sem verða settar upp í Þýskalandi, Svíþjóð og á Spáni. Motorola er eitt stærsta fyrirtæki á sviði hátæknibúnaðar til Ijarskipta m.a. á farsímastöðvum, farsímum, boðkerfum, tölvum, tölvuljarskipta- kerfum o.fl. Fyrirtæki Motorola búnaðurí farsímanet Evrópu MOTOROLA Inc. hefur verið falið að selja upp símstöðvar og annan búnað fyrir GSM (Global System for Mobile communications) farsima- netið í Englandi. Með tilkomu þessa kerfis geta farsímanotendur hringt milliliðalaust milli átján landa í Evrópu. Samningurinn er gerður við Cellnet í Englandi sem annast mun rekstur kerfisins þar í landi en náin samvinna hefur verið milli Motorola og Cellnet frá árinu 1984. Á Á- A A ____ERU____ KVNNINGARMÁL FYRIRTÆKISIN > í L AGI? Ráðstefna á Hótel Sögu, fimmtudaginn 3. október 1991, kl. 11:30 Kynning Og Markaður - KOM lif. gengst fyrir áliugavekjandi ráðstefnu um mikilvægi þess að fyrirtæki, stofnanir og samtök vinni skipulega og markvisst að kynningar- og upplýsingamálum sínum. Aóalræðumaður er Douglas Srnitli, stjórnarformaður Parliamentary Monitoring Services. Smitli er ciiui kuimasti stjórnmálaráðgjafi Breta og starfar í beinum tengslum við breska þbigið. Aðrir ræðumcnn cru Magnús Bjarnfreðsson, fjöbniðlaráðgjafi, Samcinuðu auglýsnigastofuimi, Ásgeir I>órðarson, markaðsstjóri, Verðbréfamarkaöi íslanilsbanka, Helgi Magnússon, ritstjóri Frjálsrar verslunar, Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Vöku- Hclgafelli, Einar Sigurðsson, forstöðumaður upplýsinga, Flugleiðum lif. og Jón Hákon Magmisson, framkvæmda- stjóri, KOM Iif. Ráðstcfnustjóri er Mattliías Á Mathicsen, fyrrvcrandi ráðlierra. Pallborðsumræðum stjórnar Björn Vignir Sigurpálsson, ritstjórnarfuHtrúi Morgunblaðsins. Ráðstcfnunni er ætlað að gefa núthnastjórnandanum tækifæri til að lilýða á menn, scm hafa góða reynslu í upplýsinga- og kynnhigarmálum (pubUc relations), ljaUa um mikilvægi þess aö livert fy rirtæki, stofnun eða samtök marki sér langtímastcfnu í uppbygghigu jákvæðrar boömiölunar, jafnt út á við sem hm á við. Ráöstcfnan er ætluð forráðamöimum fyrirtækja og stofnana, starfsmönnum í lykiLstöðum sem liafa bein eða óbein samskipti við fjölmiðlameim og/eða annast kymnhigar- og upplýsingamál og öUum þehn er láta sig boð- og fjölmiðlun varða. Vhisamlega tilkynnið þátttöku timanlega td Guðlaugar eða Áslaugar hjá KOM hf. í shna 91 - 622411 eða með telefaxi 91 - 623411. Nánari upplýsingar á saina stað. Ráðstcfnugjald með veitingum og ráðstefnugögnum er kr. 17.000,- Litið er á bókun scm staðfestingu. kcomT Kynning Og Markaður lif. Aðalstræti 7,101 Reykjavík, shni 91 - 622411, fax 91 - 623411 m •Sir^mwpl Wtffr | Meim en þú geturímyndað þér! Flogið frá Amsterdam alla Jostudaga kl. 19.30. Lent í Keflavik kl. 21.45. SAGA BUSINÉSS Til Schipholflugvallar við Amsterdam liggja leiðir nær hvaðanæva að úr heiminum. CIASS Það er sama hvar þú ert staddur erlendis í viðskiptaerindum. Með millilendingu í Amstcrdam og kvöldflugi þaðan á föstu- dögum máttu vera viss um að komast heim fyrir helgi með Flugleiðum. FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.