Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPITAIVINNULÍF ÞRjÐjyDAfiUR 1. OKTÓBER 1991 Nígeríski seðlabankinn afneitar tengslum við meinta fjárglæframenn Fjarmal EINS og komið hefur fram hér á síðurn viðskiptablaðsins hafa fjölmörg fyrii*tæki á Norðurlöndum undanfarna mánuði fengið gylliboð frá aðilum sem kenna sig við yfirvöld í Nígeríu og þar- lendan seðlabanka. Um er að ræða himinháar upphæðir sem í boði eru fyrir afnot af bankareikningum viðkomandi fyrirtækja. Norræn fyrirtæki hafa greinilega ekki verið einu fórnarlömb þessara fjárglæframanna því í vikunni birti bandaríska dagblað- ið The Wall Street Journal fréttatilkynningu frá Seðlabanka Nígeríu þar sem hann afneitar öllum tengslum við þessa aðila Bréfin sem þessi aðilar hafa sent út með góðum árangri koma öll frá Nígeríu og eru lík að upp- lagi. Þar segir að eðlilegar en óviðráðanlegar orsakir séu þess valdandi að nauðsynlegt sé að millifæra háar upphæðir tíma- bundið yfir á bankareikning er- lends fyrirtækis. Síðan er boðin há upphæð sem skiptir hundruð- um milljóna króna fyrir afnot af slíkum bankareikningum. Við- komandi fyrirtæki eru beðin um að senda til baka undirskrifuð og stimpluð blöð með fangamarki fyrirtækisins, undirrituð eintök af vörureikningsskjölum og núm- er á bankareikningi fyrirtækisins. Mörg fyrirtæki hafa þekkst þessi gylliboð frá Nígeríu í þeirri trú að þarna væri um auðfenginn gróða að ræða. Þá hafa sum fyrir- tæki jafnvel greitt 10% í skatt af væntanlegri þóknun til þess sem þau halda vera nígerísk yfir- völd. Þessi svikastarfsemi hefur gengið svo langt að nígeríski seðlabankinn hefur séð til til- neyddan til þess að birta fréttatil- kynningu þar sem því er lýst yfir að þessar bréfasendingar séu starfsemi bankans með öllu óvið- komandi. Ennfremur kemur fram í tilkynningunni að menn telja að þarna sé um alþjóðlegan glæpa- hring að ræða sem notfæri sér nafn bankans og nígerískra yfir- valda til að styðja söguna. Bréfin séu þannig undirrituð af yfir- mönnum í nígeríska fjármálaráð- uneytinu og seðlabanka landsins. í fréttinni segist bankinn hafa heimildir fyrir því að þessum glæpamönnum hafi í ótrúlega mörgum tilvikum tekist að svíkja fé út úr auðtrúa stjórnendum fyrirtækja. Margir þeirra sem hafi verið sviknir hafi leitað til bankans um leiðréttingu sinna mála og því grípi hann til þess ráðs að tilkynna opinberlega að hann sé á engan hátt viðriðin þessi mál og beri því enga ábyrgð á tapi þeirra aðila sem láti blekkj- ast. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Mannvirkið á tanganum. Hafnargerð Varnargarður við Horna- fjörð senn fullgerður Höfn. UNDANFARIÐ hefur verð unnið dag og nótt við gerð sjóvarnar- garðs á Suðurfjörutanga við Hornafjarðarós og senn styttist í að framkvæmdum ljúki eða uppúr miðjum næsta mánuði ef engin áföll verða á lokasprettinum. Hagvirki hf. annast gerð garðsins og hljóð- aði tilboð þess í verkið upp á 104,5 milljonir sem var 83,7% af kostn- aðaráætlun. Framkvæmdin er fjármögnuð af ríki þar sem um sjóvarn- argarð er að ræða. Iðnaður Allur íþróttafatnaður frá Henson saumaður erlendis HENSON íþróttafatnaður verður framvegis framleiddur í Bret- landi og á Irlandi en saumastofa fyrirtækisins á Islandi lögð nið- ur. Halldór Einarsson, forsljóri Henson sportfatnaðar hf., segir að hagræðingin með breyting- unni felist í því að ekki þurfi að halda upp stórum efnislager. Hann segir að þjónusta fyrirtæk- Laugavegur Tvær samliggjandi lóðir Undirrituðum hefur verið falið að afla tilboða í lóðir og eignir á Laugavegi 21 og Klapparstíg 30, Reykjavík. Hér er um sam- liggjandi lóðir að ræða á einu fjölfarnasta horni borgarinnar. Á Klapparstíg 30 stendur Vaðneshúsið, þar sem í dag er rekið vínveitingahús. Á Laugavegi 21 er verslunin Regnfatabúðin ásamt fleiru. LÖGMENN 1 SELTJARNARNESI ÓLAFUR GARDARSSON HDL. JÓHANN PÉTUR SVEINSSON HDL. Austurströnd 6 ■ Sími 622012 ■ Telefax 611730 ■ Pósthólf75 • 172 Seltjamamcs isins við viðskiptavini muni ekki breytast. Halldór sagði rekja mætti ákvörðunina um að ieggja niður saumastofuna í Reykjavík og gera samning við erlend fyrirtæki til þess þegar ákveðið hefði verið að setja á stofn saumastofu á Akra- nesi. Fyrir hefði fyrirtækið átt tvær saumastofur í góðum rekstri, í Reykjavík og á Selfossi, en með þeirri þriðju hefði verið færst of mikið í fang. Saumastofan á Akra- nesi var stofnsett árið 1984 og unnu þar mest 65 manns. Hún var tekin til gjaldþrotaskipta í árslok 1987. Halldór sagði að sú þjónusta sem fyrirtækið hefði veitt síðastliðin 23 ár myndi ekki breytast.Áfram yrði reynt að verða við öllum óskum viðskiptavina varðandi hönnun á íþróttafatnaði og öðru sem fyrir- tækið hefði tekið að sér. í garðinn fara 60.000 rúmmetrar af gijóti, sem numið er framundan Skálafellsjökli. Gijótið er flokkað í sex stærðaflokka, frá fíngerðum salla í væn björg er vega 9 tonn og meira. Frá grjótnámu þarf að fara yfir vatnsfailið Kolgrímu með efnið og hefur hún verið til trafala en hlaup í byijun ágústmánaðar reif burtu ræsi er Hagvirki hafði sett í ána til vegagerðar. Garðurinn sjálfur verður um 600 metra langur og nær um 5 metra yfir ljörukambinn. Undir aðalgarð- inn sem byggður er úr stærsta gijótinu var grafinn skurður niður fyrir fjöruborð og fylltur gijóti og hann er síðan styrktur með veiga- minni garði innanljarðarmegin. Það er trú og von heimamanna að garð- ur þessi komi í náinni framtíð í veg fyrir að syógangur ijúfi skarð í Suðurfjörutangann við Hvanney eins og gerst hefur í tvígang eða oftar á þessart öld. - JGG. Auglýsingar Þekktur auglýsingamað- * ur frá Kanada til Islands KANADÍSKI auglýsingamaðurinn Keith Rushton er nú staddur hér á landi í boði Islensku auglýsingastofunnar. Rushton er forstjóri auglýsingastofunnar Rushton, Green and Grossutti Inc. í Toronto. Auglýsingastofan sérhæfir sig í grafískri hönnun og markaðslegri kynningarstarfsemi fyrir fyrirtæki. Viðskipavinir fyrirtækisins eru bæði fjölþjóðleg og innlend stórfyr- irtæki og má þar meðal annarra nefna The Bank of Montreal, DuPont Canada, General Electric Canada, Nestlé, Ford Canada og British Petroleum. BIODROGA Silkimjúkar hendur Bio Repair handáburðurinn Auk þess að vera forstjóri auglýs- ingastofunnar kennir Rushton við Listaháskólann í Ontario og heldur fyrirlestra um ímynd fyrirtækja. I frétt frá íslensku auglýsingastof- unni segir að Rushton hafi hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín á innlendum ög erlendum vettvangi og jafnframt skrifað greinar í tíma- rit um grafíska hönnun. Ráðgert er að Rushton haldi fyr- irlestra fyrir starfsmenn íslensku auglýsingastofunnar og eigi fundi með viðskiptavinum stofunnar þar sem hann skoðar með þeim auglýs- ingar og önnur verk sem unnin hafa verið fyrir þá. Bbdió sem þú vakrnr við! BIODROGA lífrænar jurtasnyrtivörur Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Ingólfsapótek, Kringlunni; Brá, Laugavegi; Gresika, Rauóarárstig; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Kaupf. Skagfirðinga; Kaupf. Eyfirðinga; Húsavikurapótek; Vestmannaeyjaapótek. Armstrong trong , Zl'i' T NIÐURHENGD LOFT CMC kBrtl tyrlr niðurhengd lott, *r ur galvaniseruðum málmi og eldþolið. CMC kerfi er auðvelt i uppsetningu og mjðg sterkt. CMC kerf' er ,cs* stillanlegbm upphengjum sem þola allt að 50 kg þunga. CMC keríi fæst i mörgum gerðum baaði synilegt og falið og verðið er ótrulega lágt. CMC kerfi er serstaklega hannad Hringið eftir lyrir loftplotur frá Armstrong frekan upplysmgum ElnkMimboe é ItUndi. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.