Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 44
44
GENERAL ELECTRIC
S I L I K 0 N
GE Sanitary siiikon er einþátta
mygluvarið þéttiefni til
notkunar við þéttingar á
baðherbergjum, sturtuklefum og
eldhúsum og þar sem um vatn
og raka er að ræða
Togþol +/- 25 %
FÆST í FLESTUM
BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM
GE SILIKON, ÞÉTTING TIL
FRAMBÚÐAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991
... . . . . .. - - i ■ ■ / ■ v r
Minning:
Guðný Þ. Klemens-
dóttir, Hofi
Ég sit og fletti einu af myndaalb-
úmum heimilisins. Ég staldra við
mynd af ungu, glöðu og hamingju-
sömu fólki, sem stendur á tröppun-
um í Goðabyggð 2. Fyrir ofan
myndina er skrifað „Gaudiamus
igitur", en fyrir neðan „Stúdents-
prófí lokið, 15. júní 1964“. Já, þessa
júnídaga var fagnað, og náði fögn-
uðurinn hámarki þann 17. júní,
þegar hvítu kollarnir voru settir
upp. Þó að rigndi, þegar komið var
út úr Menntaskólanum á Akureyri,
var gleði í ranni. Þennan dag hóf-
ust kynni okkar, og síðar tengdir,
við þau hjónin Gunnlaug og
Guðnýju, sem nú er kvödd hinstu
kveðju. Dóttir okkar og sonur þeirra
voru í þessum glaða hópi, sem var
að kveðja skólann sinn, en þau
gengu í hjónaband árið eftir.
Hún hét fullu nafni Guðný Þor-
björg, og var eitt af 10 börnum
Auðbjargar Jónsdóttur og Klemenz-
ar Jónssonar, skólastjóra á Álfta-
nesi. Manni sínum Gunnlaugi Hall-
dórssyni, arkitekt, kynntist Guðný
í Vestmannaeyjum. Gunnlaugur var
sonur Halldórs Gunnlaugssonar,
iæknis í Eyjum, og konu hans,
Önnu Gunnlaugsson (fædd Therp).
Gunnlaugur nam húsagerðarlist
við „Hinn konunglega fagurlista-
skóla" í Kaupmannahöfn. Með
heimkomu Gunnlaugs var brotið
blað í húsagerðarlist. Gunnlaugur
var landsþekktur vegna hæfileika
sinna í arkitektúr. Margar þekktar
byggingar bera því vitni. Ég nefni
aðeins Búnaðarbankahúsið við
Austurstræti, Amtbókasafnið á
Akureyri, og Háskólabíó, í sam-
vinnu við Guðmund Kr. Kristinsson,
auk fjölda annarra bygginga. Upp
úr 1940 byggðu Guðný og Gunn-
laugur húsið Hof á Álftanesi og
bjuggu þau þar alla tíð síðan.
Segja má, að Guðný hafi alltaf
búið á Álftanesi, utan þess tíma er
þau hjón bjuggu í Vestmannaeyjum
og í Reykjavík. Guðný og Gunn-
laugur voru einstaklega samhent
hjón. Ekki stóð Gunnlaugur einn í
sinni miklu nákvæmnisvinnu, kona
hans stóð honum dyggilega við hlið
alla tíð.
Bæði voru þau miklir listunnend-
ur, sóttu listsýningar og leikhús,
lásu mikið og fylgdust með því, sem
var að gerast í heimi lista. Einnig
áttu þau málverk frægra lista-
manna, ásamt safni fágætra bóka.
Guðný var listakona á sinn hátt.
Hún var snillingur við fatasaum,
sem og aðrar hannyrðir sem hún
hannaði sjálf. Allt handbragð henn-
ar bar vott um vandvirkni og smek-
kvísi. Garðurinn hennar við Hof bar
því vitni hvílík dugnaðar- og áhuga-
kona hún var um garðrækt. Hún
gladdist á vorin, þegar trén hennar
tóku að bruma og nýgræðingurinn
stakk kolljnum upp úr moldinni.
Mér er minnisstæður blómaglugg-
inn á Hofi, með öllum ilmandi, fal-
legu rósunum hennar. Á vetuma
voru það fuglarnir sem áttu um-
hyggju hennar, jafnvel hrafnarnir
voru vinir hennar og fengu sinn
skammt.
Guðný og Gunnlaugur eignuðust
fjögur börn: 1. Halldór, er lést að-
eins 17 ára gamall. 2. Jón Gunnar,
kvæntur Ingu Lóu Haraldsdóttur
frá Akureyri og eiga þau þijú börn,
— Höllu, Áslaugu Guðnýju og Har-
ald. 3. Þrúður, var gift Þorgeiri
Andréssyni, þau eiga þrjá drengi, —
Gunnlaug, Ándrés og Viðar. 4.
Klemenz, kvæntur Guðrúnu Egg-
ertsdóttur frá Akureyri, og eiga þau
tvö böm, — Halldór og Guðnýju
Þorbjörgu, sem er alnafna ömmu
sinnar.
Öll hafa börn þeirra Gunnlaugs
og Guðnýjar hlotið sína menntun í
Menntaskólanum á Akureyri og
tekið þaðan stúdentspróf. Einnig
sóttu báðir synirnir konur sínar til
Akureyrar, en kynni þeirra hófust
einmitt í MA.
Þá byggðu öll börnin hús sín í
námunda við Hof, svo það var mik-
ill samgangur milli heimilanna.
Margar góðar stundir höfum við
hjónin átt með þeim á Hofi. Þar
var alltaf jafngaman að koma, sitja
yfír góðum veitingum og blanda
geði við húsbændur. Alltaf var gleði
í ranni, er þau hjón komu norður.
Gunnlaugur átti oft leið hingað á
meðan Amtbókasafnið var í bygg-
ingu, og það var jafnan gleðiefni
ef Guðný kom með honum. Stolt
Guðnýjar, voru byggingar Gunn-
laugs. Það síðasta, sem Guðný fór
út á við, var einmitt í Háskólabíó,
þann 30. maí síðastliðinn, en þá var
hún viðstödd stúdentsútskrift son-
ardóttur sinnar, Áslaugar Guðnýj-
ar. Guðný naut þessarar stundar,
og mér fannst hún klappa veggjum
hússins.
Hún virti fyrir sér nýlegt lista-
verk fyrir utan (Stuðlar, eftir lista-
konuna Rúrí) og sagði hún, um leið
og hún strauk gljáða fleti þess, ,já,
hérna hafa þeir sett það“. Guðný
var mikil atorkukona. Hún var allt-
af að og féll aldrei verk úr hendi.
En eftir andlát Gunnlaugs, í febr-
úar 1986 var sem brysti strengur,
og mér fannst hún aldrei söm eftir
það.
Að lokum þakka ég Guðnýju
samfylgdina hér. Hennar biðu vinir
á ströndinni hinumegin.
Við Haraldur, ogokkar fjölskylda
héma fyrir norðan, sendum börn-
um, ættmennum og vinum Guðnýj-
ar, innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Guðnýjar á
Hofi.
Áslaug Einarsdóttir
Hún amma Guðný er dáin.
Það er sárt að sætta sig við það.
Hún dó mánudaginn 23. sept.
eftir langa sjúkrahúslegu með stutt-
um heimsóknum heim á Hof annað
slagið.
Áður en amma fór að vera svona
mikið á spítala var ég vön að fara
til hennar á hveijum degi.
Um leið og ég kom inn um dyrn-
ar bauð hún mér eitthvað að borða
eða drekka. Henni leið hálfilla held
ég, ef ég þáði ekki svo mikið sem
eitt mjólkurglas.
Þá vorum við vanar að tala um
allt milli himins og jarðar, og hún
sagði mér margar sögur frá því hún
var barn.
Árið 1987 fengum við okkur
hund, hana Skottu, sem reyndist
ömmu svo vel í einverunni meðan
Anna Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 4. ágúst 1908
Dáin 16. júlí 1991
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga
að heilsast og kveðjast
það er Iífsins saga.
(PJ. Árdal.)
Þetta kom fyrst í huga minn,
þegar mér var sagt andlát tengda-
móður minnar Önnu Guðmunds-
dóttur. Hún var fædd í Deild á
Stokkseyri 4. ágúst 1908. Dóttir
hjónanna Þórönnu Þorsteinsdóttur
og Guðmundar Sigurðssonar. Hún
ólst upp með foreldrum og systkin-
um á Stokkseyri til 12 ára aldurs
en þá fluttu þau til Reykjavíkur þar
sem hún bjó alla tíð eftir það.
Árið 1927 giftist Anna Axel
Vendel Guðmundssyni bifreiða-
stjóra. Þau bjuggu lengst af í Hlíð-
argerði 20. Axel andaðist árið 1960.
Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru
á lífi, sex synir og ein dóttir. Verka-
hringur Önnu var því snemma stór
við þær erfiðu aðstæðyr sem voru
í þá daga.
En hún var hveijum vanda vax-
in, kjarkmikil og dugleg. Kærleikur-
inn og fórníýsin voru henni í blóð
borin. Hún var mjög umhyggjusöm
og ástrík móðir barna sinna. Ég
hygg að hún hefði tekið undir orð
aldraðrar vinkonu minnar sem orti
til barna sinna.
Þegar héðan hópurinn
heldur leiðir sínar
þeirra eini auðurinn
eru bænir mínar.
Sólrún Eiríksd.
En það er líka sá stærsti auður
sem hægt er að gefa, auður sem
enginn fær frá mönnum tekið. Fjar-
lægðin milli okkar Önnu var mikil
og því urðu samverustundir með
henni allt of fáar, en það voru dýr-
mætar stundir þar sem margt var
rætt. Ég man að hún sagði einu
sinni við mig. „Það eru engin él svo
dimm, að birti ekki upp aftur."
Þessum orðum langar mig að koma
á framfæri með samúðarkveðju til
allra þeirra sem sárt syrgja þessa
góðu konu.
Þessi orð eru mér hugstæð og
hafa oft verið mér að leiðarljósi.
Sárast þykir mér hvað börnin mín
höfðu fá tækifæri til að kynnast
henni ömmu sinni það hefði orðið
þeim dýrmætt veganesti. Síðast
talaði hún við mig í síma í vor.
Þá var lítið rætt um hennar
heilsufar heldur spurt um bömin
og litlu barnabörnin mín. Þetta var
henni líkt að hugsa alltaf fyrst um
að öðrum liði sem best.
Að lokum vil ég þakka minni
góðu tengdamóður þá umhyggju
og ástúð sem hún sýndi mér og fjöl-
skyldu minni alla tíð.
Minningin um hana mun lýsa
okkur um ókomin ár.
Helga Hallsdóttir,
Egilsstöðum.
aðrir voru í skóla eða vinnu.
Á meðan hún lá á spítalanum
leið varla sá dagur að amma spyrði
ekki hvernig Skottu sinni liði.
Aðaláhugamál ömmu var garð-
rækt og hún lætur eftir sig stóran
garð með alls konar tijám og blóm-
um.
Ömmu fannst líka mjög gaman
að taka myndir, og hún gat setið
og skoðað myndir tímunum saman,
aftur og aftur, þangað til hún var
búin að sjá alla galla þeirra og kosti.
En umfram allt var amma Guðný
góður vinur og svo sannarlega góð
amma sem ég og við öll eigum eft-
ir að sakna sárt.
Guðný Þorbjörg
Klemenzdóttir
Á fögrum haustdegi kvaddi mág-
kona mín þetta jarðlíf. Sár söknuð-
ur er mér efst í huga, en um leið
þakklæti fyrir að hafa átt samleið
með henni svo langan dag.
Guðný er dóttir hjónanna Klem-
ensar Jónssonar bónda og kennara
á Vestri-Skógtjörn á Álftanesi og
Auðbjargar Jónsdóttur. Þau hjón
eignuðust 10 böm, 8 syni og 2
dætur. Af þeim lifa, Sigurfínnur,
Guðlaug, Sveinn og Sigurður. Látn-
ir eru Jón, Eggert, Guðjón, Svein-
björn og Gunnar.
Guðný var fædd 8. febrúar 1912
að Bjamastöðum á Álftanesi. Hún
ólst upp með systkinum sínum á
Vestri-Skógtjörn og naut lögboð-
innar skólagöngu í Bjarnastaða-
skóla, er faðir hennar stjómaði í
áratugi.
Hún fór á Hvítárbakkaskólann
veturinn 1929-1930 og talaði oft
um hve það hefði verið lærdómsrík-
ur vetur og hvað hún hefði kynnst
mörgu góðu fólki, í hópi nemenda
'og kennara.
Hún lærði síðan kvenfatasaum
og vann við hann um tíma í Reykja-
vík. Frú Anna Gunnlaugsson í Vest-
mannaeyjum, ekkja Halldórs Gunn-
laugssonar læknis, starfrækti versl-
un ásamt saumastofu eftir lát
manns síns. Hún auglýsti eftir
saumakonu og fór Guðný til Vest-
mannaeyja í þá stöðu. Þar með
vom hennar örlög ráðin, því hún
kynntist mannsefninu sínu, syni frú
Gunnlaugsson, Gunnlaugi Halldórs-
syni arkitekt.
Eftir að hún kom frá Vestmanna-
eyjum, fór hún til Bretlands að
læra ensku. Er hún hafði verið þar
í eitt ár, hugðist hún læra meira
viðkomandi fatasaumi, en þá kom
stríðið og hún hélt heim haustið
1939.
Guðný starfrækti saumasofu í
Reykjavík ásamt vinkonu sinni, þar
til hún gifti sig 31. maí 1941.
Gunnlaugur og Guðný bjuggu
fyrstu árin á Laufásvegi 24 í
Reykjavík, þar sem Gunnlaugur
hafði einnig teiknistofu. í júní 1944
fluttu þau á Álftanes í húsið Hof,
er þau höfðu reist sér. Gunnlaugur
hafði áfram teiknistofu á Laufás-
vegi 24. Börn þeirra hjóna em: Jón
Gunnar f. 19. janúar 1943 viðskipt-
afræðingur, kvæntur Ingu Lóu
Haraldsdóttur læknaritara á Lands-
pítalanum og eiga þau þijú böm;
Þrúður f. 4. maí 1945, bankastarfs-
maður, gift Þorgeiri Andréssyni
verkfræðingi og söngvara og eiga
þau þijá syni. Þau slitu samvistir;
Klemens f. 9. mars 1947, verkfræð-
ingur, kvæntur Guðrúnu Eggerts-
dóttur viðskiptafræðingi og eiga
þau tvö börn.
Leið okkar Guðnýjar lá fyrst
saman fyrir rúmlega 50 ámm, þeg-
ar ég giftist bróður hennar Svein-
birni. Samband milli heimilanna
varð náið. Við stofnuðum heimili
um svipað leyti og reistum okkur
hús í landi foreldra þeirra systkina
á Álftanesi. Bóm okkar komu eitt
af öðm og voru á svipuðum aldri.
Það grem því aldrei götur á milli
heimilanna, sem örstutt var á milli.
Mennimir okkar störfuðu utan
hreppsins, en það var nýlunda á
Álftanesi í þá daga. Hreppsbúar
lifðu af landsins gæðum og ráku
sitt bú. Við vomm í þurrabúð, eins
og sagt var um þá er engar höfðu
skepnurnar, en áttu heima í sveit.
Við húsin okkar höfðum við gróð-
ursett tré, þrátt fyrir úrtölur þeirra
sem eldri vom og reyndari. Tijá-
gróður þrífst ekki á Álftanesi vegna