Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 56
Fjármálaráðuneytið:
Utboð á olíuviðskiptum
ríkisins í undirbúningi
•FORVEXTIR ríkisvíxla lækka í
dag um 0,5-1,5% þannig að vextir
víxla til 45-60 daga verða 15,5%
og 60-120 daga 15%. Þetta jafn-
gildir ársávöxtun frá 16,41-17%.
í frétt frá Lánasýslu ríkisins segir
að forvextir ríkisvíxla hafi síðast
lækkað 25. september um 1,5%
þannig að vaxtalækkunin sé samtals
orðin 2-3%. Lækkunin sé tilkomin
vegna minnkandi verðbólgu og lækk-
unar á útlánsvöxtum banka og spari-
sjóða. Raunvextir miðað við verð-
fjkólguhorfur séu hins vegar enn háir
- og hljóti að vera það meðan fjárþörf
ríkissjóðs sé jafnmikil og nú.
Þá segir: „Vaxtalækkunin á
ríkisvíxlum er nokkru meiri en lækk-
un útlánsvaxta bankanna en hún er
ákveðin í trausti þess að frekari
lækkanir fylgi í kjölfarið."
Fjármálaráðuneytið áformar
að bjóða út kaup á olíuvörum
fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki
og hefur Innkaupastofnun ríkis-
ins verið falið að vinna gögn til
útboðs sem á að geta fara fram
fljótlega. Að sögn Magnúsar
Péturssonar ráðuneytisstjóra í
fjármálaráðuneytinu tekur út-
boðið til fjölmargra aðila á borð
við ríkisverksmiðjur, Hafrann-
sóknastofnun og Landhelgis-
gæsluna. Um er að ræða m.a.
kaup á bensíni fyrir um 1.000
ríkisbifreiðir, 5-6 millj. lítra af
gasolíu og 12-14 þúsund tonn
af svartolíu. Sagði Magnús að
þessi olíukaup ríkisins hlypu á
nokkur hundruð millj. kr. á
hveiju ári.
Magnús sagði að ríkið hefði
reynt útboð árið 1987 en olíufélög-
in hefðu svarað því sameiginlega
þar sem fram kom að félögin
gætu hvorki né mættu veita stofn-
unum ríkisins sérstakan afslátt og
sæju sér því ekki fært að senda
ríkinu tilboð í olíukaupin.
„Með tilliti til þéss að olíuvið-
skiptin verða gefín fijáls um ára-
mótin finnst okkur sjálfsagt að
olíufélögin fái tækifæri til að
keppa í þessum vörum,“ sagði
Magnús. Hann sagðist vænta þess
að ríkið næði fram verulegum
sparnaði í þessum viðskiptum ef
samkeppni yrði á milli félaganna
um þau.
Ríkisfyrirtækin hafa ekki haft
með sér samræmd olíuinnkaup en
hafa samið við olíufélögin hvert
fyrir sig. „Við teljum að það sé
full ástæða til að taka þetta upp
núna og það er í anda þeirrar
stefnu sem rekin er að félögin
keppi um þessi viðskipti,“ sagði
Magnús.
J
Tilboði Granda í Hraðfrystihús Stokkseyrar hafnað:
Grandi bauð 78 milljónir
í 77% hlut Hlutafjársjóðs
BYGGÐASTOFNUN hefur hafnað tilboði Granda hf. í 77% eignar-
hlut Hlutafjársjóðs í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. I tilboði Granda
fólst að 78 milljónir króna væru borgaðar fyrir eignarhlutinn,
áhvílandi skuldir að upphæð 350 milljónir króna væru yfirteknar
og öðrum hluthöfum boðið upp á að þeirra eign væri keypt á sama
verði og eign Hlutafjársjóðs. Alls má því segja að tilboð Granda í
heild hafi numið 454 milljónum króna.
Guðmundur Malmquist forstjóri Granda hf. segir að í sjálfu sér
Byggðastofnunar segir ástæður
þess að tilboði Granda var hafnað
einkum þær að uppgjör reikinga
fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs
hefðu ekki legið fyrir og því staða
hraðfrystihússins óljós, nauða-
samningum við lánardrottna ekki
lokið og heimamenn aftur farnir
af stað með athugun á sameiningu
fyrirtækisins við Meitilinn og
Gletting sem uppúr slitnaði fyrr
í sumar.
Brynjólfur Bjarnason forstjóri
geti hann ekki tjáð sig um þessa
niðurstöðu Byggðastofnunar að
öðru leyti en því að þar hafi fag-
leg vinnubrögð væntanlega ráðið
ferðinni. „Stjórn Byggðastofn-
unnar telur væntanlega að hún
geti fengið betra verð fyrir eignar-
hlut Hiutafjársjóðs og hefur vænt-
anlega tekið tillit til áforma okkar
um atvinnu á Stokkseyri sem til-
boð okkar fól í sér,“ segir Brynj-
ólfur. í máli hans kemur einnig
fram að Grandi hafi sett þak á
yfirtöku skulda við 350 milljónir
króna þar sem ekkert uppgjör
hafi legið fyrir hjá hraðfrystihús-
inu á þessu ári, hið síðasta lá fyr-
ir 31. desember 1990. „Hvað okk-
ur varðar er þetta nú afgreitt
mál,“ segir Brynjólfur.
Ákvörðun Byggðastofnunar
var tekin á fundi stjórnar í gær-
morgun og var þetta eina málið
sem afgreitt var á þeim fundi en
öðrum málum frestað fram í
næstu viku. Stefán Runólfsson
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
húss Stokkseyrar segir að nauða-
samningum hafi formlega lokið í
gærdag og að uppgjör fyrir fyrstu
átta mánuði þessa árs muni liggja
fyrir í þessari viku þar sem það
beið niðurstöðu úr nauðasamning-
Sigfús Jónsson stjórnarformað-
ur Hraðfrystihúss Stokkseyrar
segir að sameiningarviðræður
frystihúsa á svæðinu séu í bið-
stöðu meðan beðið er ákvarðana
um framtíð Meitilsins. Hraðfrysti-
hús Stokkseyrar og Glettingur eru
tilbúin til að sameinast og hafa
átt í viðræðum um það og Bakka-
fískur á Eyrarbakka hefur lýst
áhuga á að koma inn í það dæmi.
„En það er ekkert hægt að halda
áfram með sameiningaviðræður
fyrr en framtíð Meitilisins liggur
fyrir,“ segir Sigfús. Hvað varðar
stöðu Hraðftystihúss Stokkseyrar
segir hann að nettóskuldir fyrir-
tækisins séu nú um 350 milljónir
króna þannig að það standi nokk-
uð vel miðað við önnur frystihús
á svæðinu.
Tveir slösuð-
ust í bílveltu
Selfossi.
TVEIR ungir piltar slösuðust er
bíll með fimm unglingum valt á
V Biskupstungnabraut undir Ing-
ólfsfjalli aðfaranótt sunnudags.
Unga fólkið var að koma af dans-
leik í Aratungu. Ökumaðurinn sofn-
aði undir stýri og bifreiðin fór útaf
veginum og valt niður. nokkuð háan
vegkant þar sem hún stöðvaðist á
hvolfi. Ökumaðurinn og einn þriggja
í aftursæti köstuðust út og meiddust
mest. Þeir voru hvorugir í bílbelti.
Annar höfuðkúpubrotnaði en hinn
hlaut höfuðhögg og skarst í andliti.
Hin þrjú hlutu minniháttar meiðsl.
— Sig. Jóns.
Féll af bifhjóli
ÖKUMAÐUR bifhjóls missti vald
á hjóli sínu á miklum hraða á
Reykjanesbraut við Hnoðraholts-
veg í Garðabæ í gærkvöldi.
Hann mun hafa sloppið við bein-
brot og alvarleg meiðsli en hjólið
er mikið skemmt, að sögn lögreglu,
sem mældi hjól piltsins á 108 km.
hraða skömmu fyrir óhappið.
Fundarsalur efri deildar verður setustofa
Morgunblaðið/Þorkell
Alþingi kemur saman í dag og mun eftirleiðis starfá í einni málstofu.
Að undanförnu hefur verið unnið að breytingum á húsnæði þingsins.
I fundarsal efri deildar verður setustofa þingmanna. Vel var vandað
til verka þegar þinghúsið var byggt. Undir nokkrum lögum af gólfefn-
um hefur komið í ljós gólf úr kjörviði sem nú hefur verið lagfært.
Sjá frétt á bls. 4.
Vextir ríkis
víxla lækka
um 0,5-1,5%