Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 HEIMILIS- I PÍANO Ffc. Aí < . ■g III II' 1U 11 AÐEINS kr. 139.000 stgr. VIÐURKENND AF FAGMÖNNUM INNIFALID: TVÆR STILLINGAR ©y©@ ^ EGILSSTÖÐUM SIMI 9712020 Öflug rvksuqa! VS91153 • Stillanlcgur sogkraftur (250- 1100 W). • 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfí. • Fjórföld sýklasía í úlblæstri. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. • SIEMENS framleiðsla p tryggir endingu og gæði. • Verð kr. 17.400,- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Paul Rask situr hér hest sinn Blakk frá Einarsnesi sem verður einn sex hestanna sem fara til Kína. hagnaður mun honum varið til ein- hvers góðs málefnis er varðar ræktun íslenska hestsins sem reið- hests. í kostnaðaráætlun leiðang- ursins er reiknað með að heildar- kostnaður leiðangursins verði ríf- lega 80 þúsund dollarar sem er hátt í fimm milljónir íslenskra króna. Þar er íneðal annars gert ráð fyrir einni og hálfri milljón ís- lenskra króna í flutning á hrossum og mönnum heim frá Kína. Er nú unnið hörðum höndum að fá styrktaraðila til að fjármagna ferð- ina og hefur Paul Rask rætt við ýmsa aðila hérlendis. Eru þrír aðil- ar komnir á skrá styrktaraðila en þeir eru Félag hrossabænda og Kristinn Guðnason á Skarði, sem aðstoða við val á hestum til farar- innar, og Sigurður Ragnarsson í Faxatorgi mun sjá um útflutning- inn á hrossunum. „Þrír af hestunum sem við förum með eru fæddir á íslandi og hinir þrír í Danmörku. Með því móti fáum við hugsanlega samanburð á hestum fæddum á Islandi og hest- um fæddum á meginlandinu. Vegalengdin sem við þurfum að ríða er gróflega áætluð 15.000 kílómetrar og gerum við ráð fyrir að ríða að meðaltali 40 kílómetra á dag. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að suma dagana leggjum við að baki 70 til 80 kílómetra og allt niður í 20 til 30 kílómetra aðra daga. Þetta mun að sjálfsögðu ráð- ast af aðstæðum hveiju sinni. Við munum ríða samfleytt í fjóra daga en hvíla þann fimmta. í ferðaáætl- un er gert ráð fyrir að ferðin taki eitt og hálft ár, lagt verður af stað fyrsta marz 1993 og komið á áfangastað í september 1994. Við verðum í Mongólíu yfir veturinn og getum þá búist við að verða að halda kyrru fyrir allt að tveim- A íslenskum hestum til Kína: Ríðum í fjóra daga en hvílum þann fimmta - segir Paul Rask annar tveggja leiðangursmanna Hestar V,aldimar Kristinsson „VIÐ ÆTLUM okkur eitt og hálft ár í ferðina frá Danmörku til Kína,“ segir Paul Rask, 58 ára Dani, sem ætlar ásamt fé- laga sínum, Steen Gees Christ- iansen, 45 ára, að leggja í þessa miklu ferð í marz 1993 á sex íslenskum hestum. Paul Rask er staddur hér á landi til að afla stuðnings við ferð þeirra félaga. „Hugmyndin að ferðinni kvikn- aði fyrir §órum til fimm árum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þolreiðum og þegar ég hitti félaga minn, Steen Gees, stakk hann upp á að við færum til Sovétríkjanna en ég spurði þá á móti af hveiju förum við ekki til Kína? Við vorum lengi að velta fyrir okkur þessari hugmynd en að lokum frétti ein- hver hjá danska sjónvarpinu af þessu og vorum við spurðir hvort við vildum ekki segja frá þessu í sjónvarpinu sem við og gerðum. Það má kannski segja að viðtaiið í sjónvarpinu hafi verið sparkið sem við þurftum til hella okkur af alvöru út í þetta,“ segir Paul Rask þegar hann er spurður um upphafið að þessu ævintýri. Báðir eiga þeir íslenska hesta og kom aldrei annað til greina en að nota íslenska hesta í ferðina. Paul Rask eignaðist íslenskan hest 1970 en hafði áður verið með stór- an hest en skipti þá alveg yfir í íslenska. Steen Gees Christiansen eignaðist sinn fyrsta hest 1985 og hefur verið formaður íslandshesta- félagsins á Borgundarhólmi, þar sem hann býr, frá 1988. Tilgangur ferðarinnar er skil- greindur í fjórum liðum: í fyrsta lagi að komast á sex íslenskum hestum frá Danmörku til Kína, nánar tiltekið Peking, með við- komu í Þýskalandi, Póllandi, Sov- étríkjunum og Mongólíu. í öðru lagi að framkvæma ýmiskonar vís- indalegar rannsóknir á vöðvum og öðrum líffærum íslenska hestsins. Verða þær gerðar í samvinnu Bændaskólans á Hvanneyri og danskrar rannsóknarstofnunar í Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Paul Rask til hægri ásamt Erlingi Jónssyni ritstjóra Eiðfaxa en hann smíðaði töskurnar og klyfsöðulinn sem Paul mun nota í ferðinni. dýrafræði sem rekin er af danska landbúnaðarráðuneytinu. í þriðja lagi að safna myndum, bæði ljós- myndum og bandmyndum af leið- angrinum og skrá atburðarás ferð- arinnar sem notað verður i blaða- greinar, bækur og til fyrirlestra. Og í íjórða lagi að kynna Dan- mörku og danskt þjóðfélag. Reiknað er með að ferðin verði góð kynning á íslenska hestinum því gera má ráð fyrir að fjölmiðlar muni sýna þessu tiltæki mikinn áhuga. Auk þess má ætla að þær rannsóknir sem gerðar verða á hestunum komi Islendingum og öðrum sem rækta og nota íslenska hesta til reiðar að góðu gagni. Stofnað var sjálfseignarfélag um Kínaferðina sem ber nafnið „Leiðangurinn íslenskir hestar“. Var skipuð fimm manna stjórn félagsins. Meðal stjórnarmanna má nefna formann félagsins Marit Jonsson, sem er jafnframt forseti Samtaka eigenda íslenskra hesta í Evrópu. Á stjórnin að tryggja að þeim fjármunum sem safnast munu til styrktar ferðinni muni eingöngu varið til greiðslu kostn- aðar við hana auk þess að annast ýmsan undirbúning og skipulagn- ingu fyrir ferðina. Að ferðarlokum verður félagið lagt niður en verði Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 5.000" á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dæmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Verðiö miðast viö skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 HEXAGLOT ERT ÞÚ AD FARA / FERDALAO EDA / TUNOUMÁLANÁM ? á é (SLENSKA, DANSKA, ENSKA, FRANSKA, ÞÝSKA, SPÆNSKA ALLT (SÖMU TÖLVUNNI. YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA- SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX TUNGUMÁLA SEM TÖLVAN BÝR YFIR UM LAND ALLT Viö erum með forrlt tll aö halda utan um markaöaetninguna, bókhaldid, lagerinn og margt fleira. rrlÉ.Ira «// Ite/itr <90 tit ad Jvanrt/icum émgjsmjÉi /> elfra. ÁN SKULiDBINDINGAR %KORN Ármúla 38, Sfmi 91-689826, Opld 9-12 og 13-16. Husqvarna SAUMAVÉLAR • 7 GERÐIR • • AILIR NYTJASAUMAR • • MYNSTURSAUMAR • • STERKUR MÓTOR • • SÆNSK GÆÐI • • FRÁBÆRT VERÐ • • NÁMSKEIÐ • • VIÐGERÐARÞJÓNUSTA • • SÝNIKENNSLA • • ALLT Á SAMA STAÐ • VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 679505 Gódon daginn! ■ ÞURÍÐUR Sigurðardóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir sem eru með þáttinn „Morgunhænur" á dagskrá Aðalstöðvarinnar alla virka daga kl. 7-10_bjóða konum á dömukvöld á Hótel íslandi fimmtu- dagskvöldið 3. október nk. Það verður margt til skemmtunar m.a. úrval vaxtarræktarmanna, Ingólf- ur Guðbrandsson fer með minni kvenna, Bergþór Pálsson óperu- söngvari syngur a.m.k. þtjú lög í anda Frank Sinatra, 14 Fóstbræð- ur syngja nokkur_ Iög, félagar úr Rig Band sveit FÍH leika við inn- ganginn á stuttbuxum, tekið verður á móti konunum með fordrykk í anddyri hússins og blómi í barminn. Páll Óskar Hjálmtýsson syngur nokkur lög ásamt félögum sínum. Bjarni Arason sigurvegarinn úr söngvakeppni útvarpsstöðvanná og jafnframt starfsmaður Aðalstöðvar- innar syngur nokkur lög og morg- unhænur syngja líka en þær urðu í öðru sæti. Undirfutasýning á und- irfötum karla og það eru Arnór Diego og Ingó sem sjá um það ásamt fleiri myndarlegum mönnum. Hápunktur kvöldsins er: Hvað leyn- ist á bak við rennilásinn? Kynnir kvöldsins er Rósa Ingólfsdóttir. (Fréttatilkynning) 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.